Fullveldisgjöfin átti að vera hér Kristján Már Unnarsson skrifar 18. júlí 2018 20:30 Grunnurinn að Húsi íslenskra fræða á Melunum gengur almennt undir heitinu Hola íslenskra fræða. Stöð 2/Björn Sigurðsson Það sem átti að verða ein helsta afmælisgjöfin vegna hundrað ára fullveldis stendur ennþá sem stór hola í hjarta Reykjavíkur. Þetta var rifjað upp í fréttum Stöðvar 2. Fyrsta skóflustungan var tekin snemma árs 2013 og svo var byrjað að grafa á Melunum. Það átti að heita Hús íslenskra fræða. Það nafn stendur enn á upplýsingaskiltinu á staðnum ásamt mynd af byggingunni. Á því stendur líka að verklok séu áætluð í mars árið 2016. En svo hættu framkvæmdir þegar holan var fullgrafin, og menn fóru að kalla hana holu íslenskra fræða. Þegar Katrín Jakobsdóttir, sem tekið hafði fyrstu skóflustunguna sem menntamálaráðherra, spurði um framhald verksins í þinginu sem stjórnarandstæðingur fyrir þremur árum sagði hún: „Á meðan er holan þarna enn og minnir okkur á það hvernig við búum að íslenskri tungu í fortíð og framtíð.“ Þáverandi forsætisráðherra, Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, sagðist þá sannarlega vona að það tækist að klára húsið í tæka tíð svo við gætum haldið upp á 100 ára afmæli fullveldis með þeim hætti. Það tekst augljóslega ekki og ríkissjóður neyddist í fyrra til að greiða 120 milljóna skaðabætur til verktaka, þar sem ekkert varð af framkvæmdum. Holan hefur líka vakið athygli fyrir það að trjátegundir eins og víðir, ösp og birki virðast hafa sáð sér þar sjálfar. Nú er komið nýtt opinbert heiti, Hús íslenskunnar, og í fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar er lofað framkvæmdum. Á vef Framkvæmdasýslu ríksins segir að verklok séu áætluð árið 2021. En það sem átti að vera þjóðargjöfin í ár, það er ennþá bara hola. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Handritasafn Árna Magnússonar Mest lesið „Vona að þú sofir vel“ Innlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu Innlent Birti mynd af sér í páfaskrúða Erlent Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Innlent „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Innlent Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Innlent Fleiri fréttir Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sjá meira
Það sem átti að verða ein helsta afmælisgjöfin vegna hundrað ára fullveldis stendur ennþá sem stór hola í hjarta Reykjavíkur. Þetta var rifjað upp í fréttum Stöðvar 2. Fyrsta skóflustungan var tekin snemma árs 2013 og svo var byrjað að grafa á Melunum. Það átti að heita Hús íslenskra fræða. Það nafn stendur enn á upplýsingaskiltinu á staðnum ásamt mynd af byggingunni. Á því stendur líka að verklok séu áætluð í mars árið 2016. En svo hættu framkvæmdir þegar holan var fullgrafin, og menn fóru að kalla hana holu íslenskra fræða. Þegar Katrín Jakobsdóttir, sem tekið hafði fyrstu skóflustunguna sem menntamálaráðherra, spurði um framhald verksins í þinginu sem stjórnarandstæðingur fyrir þremur árum sagði hún: „Á meðan er holan þarna enn og minnir okkur á það hvernig við búum að íslenskri tungu í fortíð og framtíð.“ Þáverandi forsætisráðherra, Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, sagðist þá sannarlega vona að það tækist að klára húsið í tæka tíð svo við gætum haldið upp á 100 ára afmæli fullveldis með þeim hætti. Það tekst augljóslega ekki og ríkissjóður neyddist í fyrra til að greiða 120 milljóna skaðabætur til verktaka, þar sem ekkert varð af framkvæmdum. Holan hefur líka vakið athygli fyrir það að trjátegundir eins og víðir, ösp og birki virðast hafa sáð sér þar sjálfar. Nú er komið nýtt opinbert heiti, Hús íslenskunnar, og í fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar er lofað framkvæmdum. Á vef Framkvæmdasýslu ríksins segir að verklok séu áætluð árið 2021. En það sem átti að vera þjóðargjöfin í ár, það er ennþá bara hola. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Handritasafn Árna Magnússonar Mest lesið „Vona að þú sofir vel“ Innlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu Innlent Birti mynd af sér í páfaskrúða Erlent Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Innlent „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Innlent Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Innlent Fleiri fréttir Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sjá meira