Handritin markvisst notuð í sjálfstæðisbaráttu Íslendinga Heimir Már Pétursson skrifar 17. júlí 2018 19:30 Gömlu handritin hafa haft og hafa enn mikil áhrif á sjálfsmynd Íslendinga að mati sýningarstjóra á sýningu um verðmætustu handrit þjóðarinnar og margs konar list í gegnum aldirnar en sýningin var formlega opnuð í dag. Forseti Íslands var fullur tilhlökkunar þegar hann á staðinn. Við sögðum frá því í síðustu viku þegar elsta handrit Njálssögu og Ormsbók, eitt höfuðrita Snorra Eddu, komu til landsins að láni frá Danmörku í tilefni hundrað ára afmælis lýðveldisins og í raun sjálfstæði Íslendinga. Á næstu vikum og mánuðum gefst fólki kostur á að berja augum tvö verðmætustu handrit Íslendinga hér í listasafni Íslands. Þessi tvö handrit hafa ekki verið á íslandi frá því á sautjándu öld. En þau eru varðveitt í stofnun Árna Magnússonar í Kaupmannahöfn. En það eru líka fleiri skjöl til sýnis á sýningunni. Til að mynda eintök af stjórnarskránni og gamla sáttmála frá 1262. Sigrún Alba Sigurðardóttir sýningarstjóri segir marga hafa kallað fullveldislögin nýja sáttmála en einnig má finna á sýningunni nútímalist í bland við verk eldri listamanna. „Við viljum bjóða þjóðinni til samtals um fullveldið. Á sýningunni spyrjum við ýmissa spurninga sem varða fullveldið. Er það sjálfgefið, kemur það til með að vara að eilífu,“ segir Sigrún Alba. Guðni Th. Jóhannesson, sjötti forseti íslenska lýðveldisins, var eins og langflestir aðrir í höfuðborginni í sólskinsskapi þegar hann kom á tveimur jafnfljótum á opnun sýningarinnar í dag sem verður opin án endurgjalds á morgun.Sameinast nú áhugi og tilhlökkun sagnfræðingsins og forsetans í einum og sama manninum?„Ætli það megi ekki segja það.“Hefur þú séð þessi gömlu handrit áður sem eru hérna?„Ekki berum augum nei. En hlakka til,“ sagði Guðni. Og það voru fleiri með sólskin í sálinni en forsetinn í blíðskaparveðrinu í dag en þrjár menningarstofnanir landsins, Árnastofnun, Þjóðskjalasafnið og Listasafn Íslands hafa unnið mánuðum saman að undirbúningi sýningarinnar. Sýningarstjórinn segir handritin markvisst hafa verið notuð í sjálfstæðisbaráttunni.Tengjast hreint og beint sjálfsmynd Íslendinga?„Mjög sterkt og ýmis önnur atriði sem varða sjálfsmyndina. Eins og í sambandslagasamningnum er kveðið á um hlutleysi Íslands. Þetta er eitthvað sem hefur líka mikið að gera með sjálfsmynd þjóðarinnar að gera,“ segir Sigrún Alba Sigurðardóttir. Handritasafn Árna Magnússonar Mest lesið „En við munum sjá til þess að allt fari vel“ Erlent „Að gera þetta svona rétt fyrir sauðburð þykir okkur mjög grimmilegt“ Innlent Skoðaði staðsetningu stúlkunnar hátt í 150 sinnum fyrir árásina Innlent Ný þrjátíu milljarða króna álma bætist við Leifsstöð Innlent Bein útsending: Gera aðra atlögu að tunglinu Erlent „Við þurfum einhvers staðar að draga saman á móti“ Innlent Spyr sig hvort eftirlitsnefnd hafi unnið hratt í „þágu tiltekinnar niðurstöðu“ Innlent Óbólusett barn lést vegna mislinga Erlent Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Innlent Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Innlent Fleiri fréttir Ný þrjátíu milljarða króna álma bætist við Leifsstöð Spyr sig hvort eftirlitsnefnd hafi unnið hratt í „þágu tiltekinnar niðurstöðu“ „Við þurfum einhvers staðar að draga saman á móti“ Hefur ekki áhyggjur af því að launahækkanir valdi óróa Vonar að áfanginn leiði til þess að kennarar treysti stjórnvöldum á ný „Að gera þetta svona rétt fyrir sauðburð þykir okkur mjög grimmilegt“ Skoðaði staðsetningu stúlkunnar hátt í 150 sinnum fyrir árásina Flokkur fólksins á niðurleið Flugbrautin opnuð á ný Þjófurinn reyndist sofandi inn á baði Sögulegur samningur og Flokkur fólksins á niðurleið Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Bein útsending: Öryggismál í öndvegi Bæjarskrifstofan snýr aftur til Grindavíkur Brugðist við biðlaunum Ragnars Þórs: „Mesta bull sem ég hef heyrt“ Furðu lostin yfir bílaplani í grænmetisparadís Tekur varaformannsslaginn Jakob Reynir Aftur reyndi aftur og fær að reyna aftur Ráðist í skipulagsbreytingar og þremur sagt upp Hugsi yfir ríflegum launahækkunum kennara Kátt á hjalla í Karphúsinu í gærkvöldi Leggjast aftur yfir myndefnið Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Vilja hvalkjöt af matseðlinum Lítil huggun í svörum sendiráðsins og íþróttafólki hótað lífstíðarbanni Handtökur vegna nágrannaerja og slagsmála í miðbænum Nágranni vill banna kylfingum að nota veginn að Bakkakotsvelli Vilja að RÚV feti í fótspor Slóveníu „Þetta er bara það sem aðrir hópar hjá okkur hafa fengið í gegnum tíðina“ Ógeðslega stoltur af kennurum Sjá meira
Gömlu handritin hafa haft og hafa enn mikil áhrif á sjálfsmynd Íslendinga að mati sýningarstjóra á sýningu um verðmætustu handrit þjóðarinnar og margs konar list í gegnum aldirnar en sýningin var formlega opnuð í dag. Forseti Íslands var fullur tilhlökkunar þegar hann á staðinn. Við sögðum frá því í síðustu viku þegar elsta handrit Njálssögu og Ormsbók, eitt höfuðrita Snorra Eddu, komu til landsins að láni frá Danmörku í tilefni hundrað ára afmælis lýðveldisins og í raun sjálfstæði Íslendinga. Á næstu vikum og mánuðum gefst fólki kostur á að berja augum tvö verðmætustu handrit Íslendinga hér í listasafni Íslands. Þessi tvö handrit hafa ekki verið á íslandi frá því á sautjándu öld. En þau eru varðveitt í stofnun Árna Magnússonar í Kaupmannahöfn. En það eru líka fleiri skjöl til sýnis á sýningunni. Til að mynda eintök af stjórnarskránni og gamla sáttmála frá 1262. Sigrún Alba Sigurðardóttir sýningarstjóri segir marga hafa kallað fullveldislögin nýja sáttmála en einnig má finna á sýningunni nútímalist í bland við verk eldri listamanna. „Við viljum bjóða þjóðinni til samtals um fullveldið. Á sýningunni spyrjum við ýmissa spurninga sem varða fullveldið. Er það sjálfgefið, kemur það til með að vara að eilífu,“ segir Sigrún Alba. Guðni Th. Jóhannesson, sjötti forseti íslenska lýðveldisins, var eins og langflestir aðrir í höfuðborginni í sólskinsskapi þegar hann kom á tveimur jafnfljótum á opnun sýningarinnar í dag sem verður opin án endurgjalds á morgun.Sameinast nú áhugi og tilhlökkun sagnfræðingsins og forsetans í einum og sama manninum?„Ætli það megi ekki segja það.“Hefur þú séð þessi gömlu handrit áður sem eru hérna?„Ekki berum augum nei. En hlakka til,“ sagði Guðni. Og það voru fleiri með sólskin í sálinni en forsetinn í blíðskaparveðrinu í dag en þrjár menningarstofnanir landsins, Árnastofnun, Þjóðskjalasafnið og Listasafn Íslands hafa unnið mánuðum saman að undirbúningi sýningarinnar. Sýningarstjórinn segir handritin markvisst hafa verið notuð í sjálfstæðisbaráttunni.Tengjast hreint og beint sjálfsmynd Íslendinga?„Mjög sterkt og ýmis önnur atriði sem varða sjálfsmyndina. Eins og í sambandslagasamningnum er kveðið á um hlutleysi Íslands. Þetta er eitthvað sem hefur líka mikið að gera með sjálfsmynd þjóðarinnar að gera,“ segir Sigrún Alba Sigurðardóttir.
Handritasafn Árna Magnússonar Mest lesið „En við munum sjá til þess að allt fari vel“ Erlent „Að gera þetta svona rétt fyrir sauðburð þykir okkur mjög grimmilegt“ Innlent Skoðaði staðsetningu stúlkunnar hátt í 150 sinnum fyrir árásina Innlent Ný þrjátíu milljarða króna álma bætist við Leifsstöð Innlent Bein útsending: Gera aðra atlögu að tunglinu Erlent „Við þurfum einhvers staðar að draga saman á móti“ Innlent Spyr sig hvort eftirlitsnefnd hafi unnið hratt í „þágu tiltekinnar niðurstöðu“ Innlent Óbólusett barn lést vegna mislinga Erlent Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Innlent Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Innlent Fleiri fréttir Ný þrjátíu milljarða króna álma bætist við Leifsstöð Spyr sig hvort eftirlitsnefnd hafi unnið hratt í „þágu tiltekinnar niðurstöðu“ „Við þurfum einhvers staðar að draga saman á móti“ Hefur ekki áhyggjur af því að launahækkanir valdi óróa Vonar að áfanginn leiði til þess að kennarar treysti stjórnvöldum á ný „Að gera þetta svona rétt fyrir sauðburð þykir okkur mjög grimmilegt“ Skoðaði staðsetningu stúlkunnar hátt í 150 sinnum fyrir árásina Flokkur fólksins á niðurleið Flugbrautin opnuð á ný Þjófurinn reyndist sofandi inn á baði Sögulegur samningur og Flokkur fólksins á niðurleið Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Bein útsending: Öryggismál í öndvegi Bæjarskrifstofan snýr aftur til Grindavíkur Brugðist við biðlaunum Ragnars Þórs: „Mesta bull sem ég hef heyrt“ Furðu lostin yfir bílaplani í grænmetisparadís Tekur varaformannsslaginn Jakob Reynir Aftur reyndi aftur og fær að reyna aftur Ráðist í skipulagsbreytingar og þremur sagt upp Hugsi yfir ríflegum launahækkunum kennara Kátt á hjalla í Karphúsinu í gærkvöldi Leggjast aftur yfir myndefnið Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Vilja hvalkjöt af matseðlinum Lítil huggun í svörum sendiráðsins og íþróttafólki hótað lífstíðarbanni Handtökur vegna nágrannaerja og slagsmála í miðbænum Nágranni vill banna kylfingum að nota veginn að Bakkakotsvelli Vilja að RÚV feti í fótspor Slóveníu „Þetta er bara það sem aðrir hópar hjá okkur hafa fengið í gegnum tíðina“ Ógeðslega stoltur af kennurum Sjá meira
Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Innlent
Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Innlent