Milljarðamynd tekin úr sýningu eftir opnunarhelgina Stefán Ó. Jónsson skrifar 17. júlí 2018 06:34 Flottar tæknibrellur og frægir leikarar tryggja greinilega ekki aðsókn. Skjáskot Dýrasta kvikmynd í sögu kínverskrar dægurmenningar, ævintýramyndin Asura, hefur verið kippt úr þarlendum kvikmyndahúsum eftir lélaga opnunarhelgi. Framleiðsla myndarinnar kostaði alls um 750 milljónir yuan, um 12 milljarða króna, an Asura halaði aðeins inn um 50 milljónum yuan fyrstu helgina. Það nemur rúmlega 6 prósentum framleiðslukostnaðarins. Kvikmyndin byggir á kínverskri goðafræði og er hún glædd lífi með flottum tæknibrellum og mörgum af frægustu leikurum kínversku þjóðarinnar. Breska ríkisútvarpið greinir frá orðrómum þess efnis að til standi að leggja myndina aftur á teikniborðið, gera lagfæringar á henni og svo „frumsýna“ hana aftur síðar. Útgáfa myndarinnar sem frumsýnd var um helgina hafi hreinlega verið of léleg. Farið þær tilraunir út um þúfur gæti Asura fengið eina verstu útreið í kvikmyndasögunni - enda myndi tapið af henni nema um 11 milljörðum íslenskra króna. Asura var samvinnuverkefni margra stærstu kvikmyndavera Kína og var myndinni hrósað í hástert í kínverskum ríkismiðlum. Sögðu þeir að beðið væri eftir henni með óþreyju enda kvikmynd sem myndi skjóta öðrum kínverskum sumarsmellum ref fyrir rass. Vonast hafði verið til að Asura yrði upphafið að röð ævintýramynda sem gæfu Hringdadróttinssögu og Krúnuleikunum ekkert eftir. Það virðist ekki ætla að ganga eftir. Þó svo að kínverskar myndir hafi almennt ekki náð mikilli hylli utan landsteinanna hafa verið gerðar tilraunir með samstarfsverkefni kínverskra og bandarískra kvikmyndavera. Frægasta afsprengi þeirra samvinnu er kvikmyndin The Great Wall. Þrátt fyrir að hafa náð að dekka framleiðslukostnaðinn þótti aðsóknin á myndina ekki standa undir væntingum. Hér að neðan má sjá stiklu fyrir Asura, þ.e. þá útgáfu sem tekin hefur verið úr sýningu. Bíó og sjónvarp Mest lesið Júnía Lín komin í milljónaklúbbinn Lífið „Eins nakin og ég kemst upp með“ Tíska og hönnun Slíðruðu sverðin á árshátíð borgarstjórnar Lífið Skilur meðvirkni eftir í fortíðinni Tónlist „Besti tími lífs míns hingað til“ Lífið Tvö ár af ást hjá Charlie og Laufeyju Lífið Ragnheiður fékk heilablóðfall á Spáni Lífið Hailey Bieber slær í gegn á þvengnum Tíska og hönnun Diddy selur svörtu einkaþotuna Lífið „Minnstur aldursmunur á okkur af öllum pörum“ Lífið Fleiri fréttir Innflytjendamálin eru fíllinn í stofunni Júnía Lín komin í milljónaklúbbinn Skóli við rætur Vatnajökuls Faðir Dilberts allur Tvö ár af ást hjá Charlie og Laufeyju Slíðruðu sverðin á árshátíð borgarstjórnar Diddy selur svörtu einkaþotuna Gummi Tóta og Guðbjörg eiga von á öðru barni Ragnheiður fékk heilablóðfall á Spáni „Hvaða rugl er þetta?“ „Besti tími lífs míns hingað til“ Spá Ísrael sigri marga mánuði fram í tímann „Minnstur aldursmunur á okkur af öllum pörum“ Fannar og Jói böðuðu hvor annan Fjölmenni í Tene-afmæli Gurrýjar en enga Sólrúnu Diego að sjá „Litlu kóngarnir“ sjaldan verið heitari Þessi nældu sér í verðlaun á Golden Globe „Á Íslandi eru konur hvattar til að dreyma og vera í forystu“ Stjörnulífið: Ár gellunnar Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Fresta tökum á Love Island All Stars Finnur fyrsti óperustjórinn Þegar miðborgin stóð í ljósum logum Sjá Jón Kára sem barn með óendanlega möguleika Krakkatía vikunnar: Borgarstjóri, Stubbarnir og handbolti Bob Weir látinn Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Minnast Magnúsar Eiríkssonar: „Góða ferð, elsku vinur“ Fréttatía vikunnar: Björk, EM í handbolta og Alvotech RÚV hættir við Söngvakeppnina Sjá meira
Dýrasta kvikmynd í sögu kínverskrar dægurmenningar, ævintýramyndin Asura, hefur verið kippt úr þarlendum kvikmyndahúsum eftir lélaga opnunarhelgi. Framleiðsla myndarinnar kostaði alls um 750 milljónir yuan, um 12 milljarða króna, an Asura halaði aðeins inn um 50 milljónum yuan fyrstu helgina. Það nemur rúmlega 6 prósentum framleiðslukostnaðarins. Kvikmyndin byggir á kínverskri goðafræði og er hún glædd lífi með flottum tæknibrellum og mörgum af frægustu leikurum kínversku þjóðarinnar. Breska ríkisútvarpið greinir frá orðrómum þess efnis að til standi að leggja myndina aftur á teikniborðið, gera lagfæringar á henni og svo „frumsýna“ hana aftur síðar. Útgáfa myndarinnar sem frumsýnd var um helgina hafi hreinlega verið of léleg. Farið þær tilraunir út um þúfur gæti Asura fengið eina verstu útreið í kvikmyndasögunni - enda myndi tapið af henni nema um 11 milljörðum íslenskra króna. Asura var samvinnuverkefni margra stærstu kvikmyndavera Kína og var myndinni hrósað í hástert í kínverskum ríkismiðlum. Sögðu þeir að beðið væri eftir henni með óþreyju enda kvikmynd sem myndi skjóta öðrum kínverskum sumarsmellum ref fyrir rass. Vonast hafði verið til að Asura yrði upphafið að röð ævintýramynda sem gæfu Hringdadróttinssögu og Krúnuleikunum ekkert eftir. Það virðist ekki ætla að ganga eftir. Þó svo að kínverskar myndir hafi almennt ekki náð mikilli hylli utan landsteinanna hafa verið gerðar tilraunir með samstarfsverkefni kínverskra og bandarískra kvikmyndavera. Frægasta afsprengi þeirra samvinnu er kvikmyndin The Great Wall. Þrátt fyrir að hafa náð að dekka framleiðslukostnaðinn þótti aðsóknin á myndina ekki standa undir væntingum. Hér að neðan má sjá stiklu fyrir Asura, þ.e. þá útgáfu sem tekin hefur verið úr sýningu.
Bíó og sjónvarp Mest lesið Júnía Lín komin í milljónaklúbbinn Lífið „Eins nakin og ég kemst upp með“ Tíska og hönnun Slíðruðu sverðin á árshátíð borgarstjórnar Lífið Skilur meðvirkni eftir í fortíðinni Tónlist „Besti tími lífs míns hingað til“ Lífið Tvö ár af ást hjá Charlie og Laufeyju Lífið Ragnheiður fékk heilablóðfall á Spáni Lífið Hailey Bieber slær í gegn á þvengnum Tíska og hönnun Diddy selur svörtu einkaþotuna Lífið „Minnstur aldursmunur á okkur af öllum pörum“ Lífið Fleiri fréttir Innflytjendamálin eru fíllinn í stofunni Júnía Lín komin í milljónaklúbbinn Skóli við rætur Vatnajökuls Faðir Dilberts allur Tvö ár af ást hjá Charlie og Laufeyju Slíðruðu sverðin á árshátíð borgarstjórnar Diddy selur svörtu einkaþotuna Gummi Tóta og Guðbjörg eiga von á öðru barni Ragnheiður fékk heilablóðfall á Spáni „Hvaða rugl er þetta?“ „Besti tími lífs míns hingað til“ Spá Ísrael sigri marga mánuði fram í tímann „Minnstur aldursmunur á okkur af öllum pörum“ Fannar og Jói böðuðu hvor annan Fjölmenni í Tene-afmæli Gurrýjar en enga Sólrúnu Diego að sjá „Litlu kóngarnir“ sjaldan verið heitari Þessi nældu sér í verðlaun á Golden Globe „Á Íslandi eru konur hvattar til að dreyma og vera í forystu“ Stjörnulífið: Ár gellunnar Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Fresta tökum á Love Island All Stars Finnur fyrsti óperustjórinn Þegar miðborgin stóð í ljósum logum Sjá Jón Kára sem barn með óendanlega möguleika Krakkatía vikunnar: Borgarstjóri, Stubbarnir og handbolti Bob Weir látinn Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Minnast Magnúsar Eiríkssonar: „Góða ferð, elsku vinur“ Fréttatía vikunnar: Björk, EM í handbolta og Alvotech RÚV hættir við Söngvakeppnina Sjá meira