Pelé hótar því að byrja aftur ef Mbappé heldur áfram að bæta metin hans Tómas Þór Þórðarson skrifar 16. júlí 2018 14:30 Pelé skoraði tvö í úrslitaleiknum á móti Svíþjóð árið 1958. vísir/getty Franska ungstirnið Kylian Mbappé varð í gær aðeins annar táningurinn í sögunni sem skorar mark í úrslitaleik heimsmeistaramótsins í fótbolta en hann skoraði fjórða mark Frakka í 4-2 sigri á Króatíu. Eini maðurinn sem hafði komið í boltanum í netið í úrslitaleik HM fyrir tvítugt var brasilíska goðsögnin Pelé. Hann skoraði tvö mörk í úrslitaleik á móti Svíþjóð í Svíþjóð árið 1958. Pelé var á þeim tíma yngsti maðurinn til að spila á HM og á enn þá metið yfir yngsta manninn sem skorað hefur þrennu á HM en hann var þarna 17 ára gamall og skoraði þrennu í undanúrslitum á móti Frakklandi.If Kylian keeps equalling my records like this I may have to dust my boots off again... // Se o @KMbappe continuar a igualar os meus records assim, eu vou ter que tirar a poeira das minhas chuteiras novamente...#WorldCupFinalhttps://t.co/GYWfMxPn7p — Pelé (@Pele) July 15, 2018 Pelé var útnefndur besti ungi leikmaður HM 1958 en sömu viðurkenningu fékk Mbappé í gær. Luka Modric var útnefndur besti leikmaður HM en Pelé fékk þann titil á HM 1970 þar sem að hann vann heimsmeistaratitilinn með Brasilíu í þriðja sinn. Brasilíska goðsögnin grínaðist með gæði Mbappé í gær en hann skellti sér á Twitter eftir að Frakkinn skoraði í úrslitaleiknum og sagði: „Ef Kylian heldur áfram að jafna metin mín neyðist ég til að dusta rykið af skónum mínum.“ Pelé er 77 ára gamall og lagði skóna á hilluna fyrir 41 ári síðan en það er aldrei að vita hvort sömu töfrarnir leynast ekki í gömlu skónum hans. HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Mbappé: Ég verð áfram hjá PSG Kylian Mbappe kveðst ekki vera á förum frá Frakklandsmeisturum PSG 16. júlí 2018 08:00 Kaka: Erum heppin að fá að horfa á Mbappe Brasilíumaðurinn Ricardo Kaka hefur farið fögrum orðum um ungstirnið Kylian Mbappe sem hefur farið á kostum á HM í sumar. 15. júlí 2018 11:30 Frakkar Heimsmeistarar í annað sinn Frakkar eru Heimsmeistarar í knattspyrnu eftir 4-2 sigur á Króötum í mögnuðum úrslitaleik í Moskvu þar sem Pogba, Mbappe og Griezmann skoruðu allir. 15. júlí 2018 17:00 Mest lesið Evrópa leiðir baráttuna um Ryder bikarinn Sport Víkingur vann bikarinn úr aukaspyrnum Fótbolti NFL leikir á Maracanã næstu fimm árin Sport Einföld aðgerð varð að fimm mánaða ferli Sport Kane skoraði hundrað mörk á methraða Fótbolti KA sótti sigur gegn stigalausu liði HK Handbolti Stjarnan sneri leiknum og lagði FH Handbolti Ekitike var ekki sektaður: „Það má gera mistök hjá þessu félagi“ Enski boltinn Trump missir ekki trúna: „Við munum klára þetta“ Golf Sigurvegari Stokkhólms-maraþonsins látin aðeins þrítug Sport Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Víkingur vann bikarinn úr aukaspyrnum Kane skoraði hundrað mörk á methraða Ekitike var ekki sektaður: „Það má gera mistök hjá þessu félagi“ „Held við séum búnir að sjúga karamelluna nægilega mikið“ Lofar æðislegum leik Palmer frá næstu þrjár vikurnar Flottustu mörkin hjá Newcastle og Arsenal: Snilld Bergkamps og þrumufleygur Tiotés Arnar ekki áfram með Fylki Þjálfari Daníels og Arnórs rekinn Man. Utd tryggir sér aftur táning frá S-Ameríku en fær hann ekki strax Trump hikar ekki við að færa leiki á HM úr hættulegum borgum Sjáðu Stjörnuna stöðva partýið, bombur Bergdísar og dramað í Dalnum „Erfitt að kveðja allt fólkið í Krikanum“ Busquets stígur niður af sviðinu Sjáðu mörkin: Sævar á skotskónum en Giroud með sigurmarkið Sjáðu brotið sem Blikar eru brjálaðir yfir Börsungar halda í við Madrídinga Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 3-0 | Þægilegt hjá Þór/KA Villa vann loksins en Watkins rúinn sjálfstrausti Úr svartnætti í sólarljós „Mjög ljót meiðsli eftir slæma og óþarfa tæklingu“ Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 3-2 | Dramatík í Dalnum Látinn eftir höfuðhögg í leik Uppgjörið: FH - Valur 1-1 | Allt jafnt og Blikar nær titli Spilaði fyrsta leikinn í tvö ár: „Er í gervigrasskóm og hef ekki snert gras síðan 2023“ Giroud tryggði sigurinn eftir mark Sævars Högg fyrir KR-inga í fallbaráttunni Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 1-2 | Stjarnan vann sanngjarnt og titillinn bíður betri tíma Trump vill koma í veg fyrir að UEFA banni Ísrael Sjá meira
Franska ungstirnið Kylian Mbappé varð í gær aðeins annar táningurinn í sögunni sem skorar mark í úrslitaleik heimsmeistaramótsins í fótbolta en hann skoraði fjórða mark Frakka í 4-2 sigri á Króatíu. Eini maðurinn sem hafði komið í boltanum í netið í úrslitaleik HM fyrir tvítugt var brasilíska goðsögnin Pelé. Hann skoraði tvö mörk í úrslitaleik á móti Svíþjóð í Svíþjóð árið 1958. Pelé var á þeim tíma yngsti maðurinn til að spila á HM og á enn þá metið yfir yngsta manninn sem skorað hefur þrennu á HM en hann var þarna 17 ára gamall og skoraði þrennu í undanúrslitum á móti Frakklandi.If Kylian keeps equalling my records like this I may have to dust my boots off again... // Se o @KMbappe continuar a igualar os meus records assim, eu vou ter que tirar a poeira das minhas chuteiras novamente...#WorldCupFinalhttps://t.co/GYWfMxPn7p — Pelé (@Pele) July 15, 2018 Pelé var útnefndur besti ungi leikmaður HM 1958 en sömu viðurkenningu fékk Mbappé í gær. Luka Modric var útnefndur besti leikmaður HM en Pelé fékk þann titil á HM 1970 þar sem að hann vann heimsmeistaratitilinn með Brasilíu í þriðja sinn. Brasilíska goðsögnin grínaðist með gæði Mbappé í gær en hann skellti sér á Twitter eftir að Frakkinn skoraði í úrslitaleiknum og sagði: „Ef Kylian heldur áfram að jafna metin mín neyðist ég til að dusta rykið af skónum mínum.“ Pelé er 77 ára gamall og lagði skóna á hilluna fyrir 41 ári síðan en það er aldrei að vita hvort sömu töfrarnir leynast ekki í gömlu skónum hans.
HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Mbappé: Ég verð áfram hjá PSG Kylian Mbappe kveðst ekki vera á förum frá Frakklandsmeisturum PSG 16. júlí 2018 08:00 Kaka: Erum heppin að fá að horfa á Mbappe Brasilíumaðurinn Ricardo Kaka hefur farið fögrum orðum um ungstirnið Kylian Mbappe sem hefur farið á kostum á HM í sumar. 15. júlí 2018 11:30 Frakkar Heimsmeistarar í annað sinn Frakkar eru Heimsmeistarar í knattspyrnu eftir 4-2 sigur á Króötum í mögnuðum úrslitaleik í Moskvu þar sem Pogba, Mbappe og Griezmann skoruðu allir. 15. júlí 2018 17:00 Mest lesið Evrópa leiðir baráttuna um Ryder bikarinn Sport Víkingur vann bikarinn úr aukaspyrnum Fótbolti NFL leikir á Maracanã næstu fimm árin Sport Einföld aðgerð varð að fimm mánaða ferli Sport Kane skoraði hundrað mörk á methraða Fótbolti KA sótti sigur gegn stigalausu liði HK Handbolti Stjarnan sneri leiknum og lagði FH Handbolti Ekitike var ekki sektaður: „Það má gera mistök hjá þessu félagi“ Enski boltinn Trump missir ekki trúna: „Við munum klára þetta“ Golf Sigurvegari Stokkhólms-maraþonsins látin aðeins þrítug Sport Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Víkingur vann bikarinn úr aukaspyrnum Kane skoraði hundrað mörk á methraða Ekitike var ekki sektaður: „Það má gera mistök hjá þessu félagi“ „Held við séum búnir að sjúga karamelluna nægilega mikið“ Lofar æðislegum leik Palmer frá næstu þrjár vikurnar Flottustu mörkin hjá Newcastle og Arsenal: Snilld Bergkamps og þrumufleygur Tiotés Arnar ekki áfram með Fylki Þjálfari Daníels og Arnórs rekinn Man. Utd tryggir sér aftur táning frá S-Ameríku en fær hann ekki strax Trump hikar ekki við að færa leiki á HM úr hættulegum borgum Sjáðu Stjörnuna stöðva partýið, bombur Bergdísar og dramað í Dalnum „Erfitt að kveðja allt fólkið í Krikanum“ Busquets stígur niður af sviðinu Sjáðu mörkin: Sævar á skotskónum en Giroud með sigurmarkið Sjáðu brotið sem Blikar eru brjálaðir yfir Börsungar halda í við Madrídinga Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 3-0 | Þægilegt hjá Þór/KA Villa vann loksins en Watkins rúinn sjálfstrausti Úr svartnætti í sólarljós „Mjög ljót meiðsli eftir slæma og óþarfa tæklingu“ Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 3-2 | Dramatík í Dalnum Látinn eftir höfuðhögg í leik Uppgjörið: FH - Valur 1-1 | Allt jafnt og Blikar nær titli Spilaði fyrsta leikinn í tvö ár: „Er í gervigrasskóm og hef ekki snert gras síðan 2023“ Giroud tryggði sigurinn eftir mark Sævars Högg fyrir KR-inga í fallbaráttunni Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 1-2 | Stjarnan vann sanngjarnt og titillinn bíður betri tíma Trump vill koma í veg fyrir að UEFA banni Ísrael Sjá meira
Mbappé: Ég verð áfram hjá PSG Kylian Mbappe kveðst ekki vera á förum frá Frakklandsmeisturum PSG 16. júlí 2018 08:00
Kaka: Erum heppin að fá að horfa á Mbappe Brasilíumaðurinn Ricardo Kaka hefur farið fögrum orðum um ungstirnið Kylian Mbappe sem hefur farið á kostum á HM í sumar. 15. júlí 2018 11:30
Frakkar Heimsmeistarar í annað sinn Frakkar eru Heimsmeistarar í knattspyrnu eftir 4-2 sigur á Króötum í mögnuðum úrslitaleik í Moskvu þar sem Pogba, Mbappe og Griezmann skoruðu allir. 15. júlí 2018 17:00