Lögreglan varpaði táragasi inn í mannfjöldann og notaði gríðarlega öflugar vatnsbyssur til að dreifa hópnum. Óeiðarseggirnir svöruðu í sömu mynt og grýttu flöskum, steinum og öðrum lausamunum í átt að lögreglunni. Þá eiga þeir einnig að hafa skotið flugeldum að óeiðarlögreglunni, sem þó náði fljótt tökum á ástandinu.
Sjá einnig: Sennilegast illa mætt til vinnu í París í dag
„Svona á maður ekki að fagna,“ er haft eftir einum stuðningsmanni sem varð fyrir táragasi lögreglunnar. Ekki fylgir sögunni hvort einhver hafi verið handtekinn í aðgerðum gærdagsins.
Hér að neðan má sjá myndband sem breska ríkisútvarpið tók saman um fagnaðarlætin í nótt.