Sundkonan Snæfríður Sól Jórunnardóttir tvíbætti Íslandsmetið í 200 metra skriðsundi í dag.
Snæfríður varð önnur í 200 metra skriðsundi á danska meistaramótinu í sundi á nýju Íslandsmeti, 2:01,82 mínútum. Hún bætti þar með Íslandsmetið sem hún hafði sjálf sett fyrr í dag.
Í undanrásunum í morgun synti Snæfríður á 2:02,08 mínútum og bætti Íslandsmetið sem hafði staðið frá 2013. Það átti Eygló Ósk Gústafsdóttir og var 2:02,44.
Snæfríður, sem er fædd árið 2000, náði með árangri sínum á mótinu tveimur A-lágmörkum og einu B-lágmarki á Ólympíuleika ungmenna, YOG, sem fara fram í Buenos Aires í Argentínu í október.
Snæfríður Sól tvíbætti Íslandsmetið
Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar

Mest lesið



„Holan var of djúp“
Körfubolti

„Við erum að byggja upp ákveðinn kúltúr“
Körfubolti

„Vissum alveg að við værum í góðum málum“
Körfubolti


„Sýna þeim að þau gerðu mistök að segja samningnum upp“
Íslenski boltinn


„Gott að vera komin heim“
Íslenski boltinn
