Elon Musk styrkti samtök íhaldssamra Repúblikana sem afneita loftslagsvísindum Gunnar Hrafn Jónsson skrifar 15. júlí 2018 11:00 Elon Musk. Vísir/Getty Auðkýfingurinn Elon Musk var einn þeirra sem gaf hvað mest fé til íhaldssamra samtaka bandarískra repúblikana sem kallast Protect the House. Tilgangur samtakanna er að tryggja yfirráð Repúblikanaflokksins yfir fulltrúadeild Bandaríkjaþings og nota þau til að koma stefnum Trump stjórnarinnar í framkvæmd. Þar á meðal eru tilslakanir í umhverfisverndarlögum en Repúblikanar hafa talið fyrir því að leggja niður loftslagsstofnun Bandaríkjanna með öllu. Stofnunin sér um að framfylgja lögum og stöðlum um menganir og umhverfisvernd. Musk styrkti Protect the House um meira en fjórar milljónir króna en alls söfnuðust um 850 milljónir á síðasta ársfjórðungi. Það þýðir að hann hafnaði á lista yfir 50 örlátustu styrktaraðila þeirra. Þetta vekur athygli í ljósi þess að Musk er yfirlýstur sósíalisti og segist hafa stofnað rafbílafyrirtækið Tesla til að berjast gegn loftslagsbreytingum. Repúblikanar á Bandaríkjaþingi viðurkenna hins vegar fæstir loftslagsvísindi yfir höfuð, hvað þá að þeir láti sig umhverfismál varða. Hefur Musk gagnrýnt stjórnmálamenn harðlega í gegnum tíðina fyrir slíka afneitun. Musk hefur varið síðustu klukkutímum í nauðvörn á Twitter þar sem hann segir meðal annars „I am not a top donor to any political party“ – sem virðist vísvitandi útúrsnúningur þar sem enginn hefur sakað hann um neitt slíkt.Reports that I am a top donor to GOP are categorically false. I am not a top donor to any political party.— Elon Musk (@elonmusk) July 15, 2018 Hann er hins vegar á lista yfir „top donors“ þessara samtaka sem berjast fyrir yfirráðum Repúblikana á þinginu. Þeirri ásökun kýs hann að svara ekki með beinum hætti. Musk segir einnig á Twitter síðu sinni að hann hafi aldrei sjálfur skrifað undir neina ávísun til stjórnmálasamtaka, það er aftur útúrsnúningur þar sem alltaf hefur legið fyrir að um millifærslur var að ræða frá fyrirtæki hans.Sagður nota taílensku drengina sér til framdráttar Þetta er búin að vera slæm vika fyrir Elon Musk en hann sætir harðri gagnrýni fyrir að troða sér inn i fjölmiðlaumfjöllun um taílensku fótboltadrengina sem sátu fastir í helli. Musk mætti á svæðið og fékk að fara inn í hellinn til að kanna aðstæður fyrir lítinn kafbát sem hann vildi nota til að ná drengjunum út. Sérfræðingar sem unnu að björgun drengjanna hafa meðal annars sagt Musk að troða kafbátnum upp í óæðri endann á sér og skammast sín fyrir uppátækið. Aldrei hafi verið möguleiki á að tækið virkaði og tilgangur Musk hafi verið að auglýsa sjálfan sig og fyrirtæki sín. Honum hafi verið sagt að hypja sig frá vettvangi. Stj.mál Tengdar fréttir Musk ýmist hylltur eða gagnrýndur harðlega fyrir að vilja aðstoða Bandaríski tæknifrumkvöðullinn Elon Musk er ýmist hylltur eða gagnrýndur harðlega fyrir tilraunir hans og samstarfsfélaga til þess að finna lausn til þess að koma knattspyrnudrengjunum tólf og þjálfara þeirra út úr hellinum í Taílandi. 10. júlí 2018 15:00 Sérútbúið hylki á leið frá Elon Musk til Taílands Elon Musk, eigandi SpaceX og Tesla, hefur sent lítinn kafbát til Taílands sem mögulegt er að verði notaðir í björgunaraðgerðum vegna þeirra níu sem eftir sitja í hellinum í Chiang Rai. CNN greinir frá. 9. júlí 2018 00:19 Björgunarmaður vandar Musk ekki kveðjurnar: „Hann má stinga kafbátnum sínum þar sem hann verkjar“ Kafarinn, Vern Unsworth, er sagður hafa leikið lykilhlutverk í björgunaraðgerðunum í Tælandi. 14. júlí 2018 19:02 Mest lesið Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Innlent Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Innlent Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Innlent Samþykktu fangaskipti á næstu dögum Erlent Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Innlent „Ekkert nema gott að segja fyrir gróðurinn og sálarlíf landsmanna“ Veður Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Erlent Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Innlent Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Innlent Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Innlent Fleiri fréttir Samþykktu fangaskipti á næstu dögum Hlýtur 25 ára dóm fyrir banatilræðið við Rushdie Gerðu umfangsmiklar árásir á Jemen Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi Diplómatinn sem grunaður var um njósnir er látinn Sakaður um að kalla eftir dauða Trumps með mynd af skeljum „Rússland vill augljóslega stríð“ Rekja fjöldamorðið í Örebro til gremju byssumannsins vegna lífs síns Íhuga að refsa Pakistönum með stíflum og fráveituskurðum Litlar væntingar til fyrstu beinu friðarviðræðnanna í meira en þrjú ár Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Tekið tíma að bera kennsl á illa farin lík Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy „Við getum ekki hlaupið um heiminn í leit að Pútín“ Undirbúa að verja mun meira til varnarmála Hnattræn hlýnun nær í skottið á einni af perlum Patagóníu ESB tapar máli um samskipti von der Leyen og Pfizer-forstjóra Vill gera Gasa að „frelsissvæði“ Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Alþjóðaglæpadómstóllinn lamaður vegna þvingana Bandaríkjanna Loftárásir héldu áfram og segja enn harðari árásir framundan Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí „Fátækasti forseti heims“ látinn Einn lifði rúmlega hundrað metra fall af og gekk eftir hjálp Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Tugir sagðir liggja í valnum eftir loftárásir Fingrafar leiddi til handtöku hálfri öld eftir morð Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Trump hitti Sýrlandsforseta í Sádi-Arabíu Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Sjá meira
Auðkýfingurinn Elon Musk var einn þeirra sem gaf hvað mest fé til íhaldssamra samtaka bandarískra repúblikana sem kallast Protect the House. Tilgangur samtakanna er að tryggja yfirráð Repúblikanaflokksins yfir fulltrúadeild Bandaríkjaþings og nota þau til að koma stefnum Trump stjórnarinnar í framkvæmd. Þar á meðal eru tilslakanir í umhverfisverndarlögum en Repúblikanar hafa talið fyrir því að leggja niður loftslagsstofnun Bandaríkjanna með öllu. Stofnunin sér um að framfylgja lögum og stöðlum um menganir og umhverfisvernd. Musk styrkti Protect the House um meira en fjórar milljónir króna en alls söfnuðust um 850 milljónir á síðasta ársfjórðungi. Það þýðir að hann hafnaði á lista yfir 50 örlátustu styrktaraðila þeirra. Þetta vekur athygli í ljósi þess að Musk er yfirlýstur sósíalisti og segist hafa stofnað rafbílafyrirtækið Tesla til að berjast gegn loftslagsbreytingum. Repúblikanar á Bandaríkjaþingi viðurkenna hins vegar fæstir loftslagsvísindi yfir höfuð, hvað þá að þeir láti sig umhverfismál varða. Hefur Musk gagnrýnt stjórnmálamenn harðlega í gegnum tíðina fyrir slíka afneitun. Musk hefur varið síðustu klukkutímum í nauðvörn á Twitter þar sem hann segir meðal annars „I am not a top donor to any political party“ – sem virðist vísvitandi útúrsnúningur þar sem enginn hefur sakað hann um neitt slíkt.Reports that I am a top donor to GOP are categorically false. I am not a top donor to any political party.— Elon Musk (@elonmusk) July 15, 2018 Hann er hins vegar á lista yfir „top donors“ þessara samtaka sem berjast fyrir yfirráðum Repúblikana á þinginu. Þeirri ásökun kýs hann að svara ekki með beinum hætti. Musk segir einnig á Twitter síðu sinni að hann hafi aldrei sjálfur skrifað undir neina ávísun til stjórnmálasamtaka, það er aftur útúrsnúningur þar sem alltaf hefur legið fyrir að um millifærslur var að ræða frá fyrirtæki hans.Sagður nota taílensku drengina sér til framdráttar Þetta er búin að vera slæm vika fyrir Elon Musk en hann sætir harðri gagnrýni fyrir að troða sér inn i fjölmiðlaumfjöllun um taílensku fótboltadrengina sem sátu fastir í helli. Musk mætti á svæðið og fékk að fara inn í hellinn til að kanna aðstæður fyrir lítinn kafbát sem hann vildi nota til að ná drengjunum út. Sérfræðingar sem unnu að björgun drengjanna hafa meðal annars sagt Musk að troða kafbátnum upp í óæðri endann á sér og skammast sín fyrir uppátækið. Aldrei hafi verið möguleiki á að tækið virkaði og tilgangur Musk hafi verið að auglýsa sjálfan sig og fyrirtæki sín. Honum hafi verið sagt að hypja sig frá vettvangi.
Stj.mál Tengdar fréttir Musk ýmist hylltur eða gagnrýndur harðlega fyrir að vilja aðstoða Bandaríski tæknifrumkvöðullinn Elon Musk er ýmist hylltur eða gagnrýndur harðlega fyrir tilraunir hans og samstarfsfélaga til þess að finna lausn til þess að koma knattspyrnudrengjunum tólf og þjálfara þeirra út úr hellinum í Taílandi. 10. júlí 2018 15:00 Sérútbúið hylki á leið frá Elon Musk til Taílands Elon Musk, eigandi SpaceX og Tesla, hefur sent lítinn kafbát til Taílands sem mögulegt er að verði notaðir í björgunaraðgerðum vegna þeirra níu sem eftir sitja í hellinum í Chiang Rai. CNN greinir frá. 9. júlí 2018 00:19 Björgunarmaður vandar Musk ekki kveðjurnar: „Hann má stinga kafbátnum sínum þar sem hann verkjar“ Kafarinn, Vern Unsworth, er sagður hafa leikið lykilhlutverk í björgunaraðgerðunum í Tælandi. 14. júlí 2018 19:02 Mest lesið Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Innlent Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Innlent Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Innlent Samþykktu fangaskipti á næstu dögum Erlent Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Innlent „Ekkert nema gott að segja fyrir gróðurinn og sálarlíf landsmanna“ Veður Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Erlent Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Innlent Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Innlent Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Innlent Fleiri fréttir Samþykktu fangaskipti á næstu dögum Hlýtur 25 ára dóm fyrir banatilræðið við Rushdie Gerðu umfangsmiklar árásir á Jemen Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi Diplómatinn sem grunaður var um njósnir er látinn Sakaður um að kalla eftir dauða Trumps með mynd af skeljum „Rússland vill augljóslega stríð“ Rekja fjöldamorðið í Örebro til gremju byssumannsins vegna lífs síns Íhuga að refsa Pakistönum með stíflum og fráveituskurðum Litlar væntingar til fyrstu beinu friðarviðræðnanna í meira en þrjú ár Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Tekið tíma að bera kennsl á illa farin lík Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy „Við getum ekki hlaupið um heiminn í leit að Pútín“ Undirbúa að verja mun meira til varnarmála Hnattræn hlýnun nær í skottið á einni af perlum Patagóníu ESB tapar máli um samskipti von der Leyen og Pfizer-forstjóra Vill gera Gasa að „frelsissvæði“ Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Alþjóðaglæpadómstóllinn lamaður vegna þvingana Bandaríkjanna Loftárásir héldu áfram og segja enn harðari árásir framundan Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí „Fátækasti forseti heims“ látinn Einn lifði rúmlega hundrað metra fall af og gekk eftir hjálp Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Tugir sagðir liggja í valnum eftir loftárásir Fingrafar leiddi til handtöku hálfri öld eftir morð Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Trump hitti Sýrlandsforseta í Sádi-Arabíu Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Sjá meira
Musk ýmist hylltur eða gagnrýndur harðlega fyrir að vilja aðstoða Bandaríski tæknifrumkvöðullinn Elon Musk er ýmist hylltur eða gagnrýndur harðlega fyrir tilraunir hans og samstarfsfélaga til þess að finna lausn til þess að koma knattspyrnudrengjunum tólf og þjálfara þeirra út úr hellinum í Taílandi. 10. júlí 2018 15:00
Sérútbúið hylki á leið frá Elon Musk til Taílands Elon Musk, eigandi SpaceX og Tesla, hefur sent lítinn kafbát til Taílands sem mögulegt er að verði notaðir í björgunaraðgerðum vegna þeirra níu sem eftir sitja í hellinum í Chiang Rai. CNN greinir frá. 9. júlí 2018 00:19
Björgunarmaður vandar Musk ekki kveðjurnar: „Hann má stinga kafbátnum sínum þar sem hann verkjar“ Kafarinn, Vern Unsworth, er sagður hafa leikið lykilhlutverk í björgunaraðgerðunum í Tælandi. 14. júlí 2018 19:02