Elon Musk styrkti samtök íhaldssamra Repúblikana sem afneita loftslagsvísindum Gunnar Hrafn Jónsson skrifar 15. júlí 2018 11:00 Elon Musk. Vísir/Getty Auðkýfingurinn Elon Musk var einn þeirra sem gaf hvað mest fé til íhaldssamra samtaka bandarískra repúblikana sem kallast Protect the House. Tilgangur samtakanna er að tryggja yfirráð Repúblikanaflokksins yfir fulltrúadeild Bandaríkjaþings og nota þau til að koma stefnum Trump stjórnarinnar í framkvæmd. Þar á meðal eru tilslakanir í umhverfisverndarlögum en Repúblikanar hafa talið fyrir því að leggja niður loftslagsstofnun Bandaríkjanna með öllu. Stofnunin sér um að framfylgja lögum og stöðlum um menganir og umhverfisvernd. Musk styrkti Protect the House um meira en fjórar milljónir króna en alls söfnuðust um 850 milljónir á síðasta ársfjórðungi. Það þýðir að hann hafnaði á lista yfir 50 örlátustu styrktaraðila þeirra. Þetta vekur athygli í ljósi þess að Musk er yfirlýstur sósíalisti og segist hafa stofnað rafbílafyrirtækið Tesla til að berjast gegn loftslagsbreytingum. Repúblikanar á Bandaríkjaþingi viðurkenna hins vegar fæstir loftslagsvísindi yfir höfuð, hvað þá að þeir láti sig umhverfismál varða. Hefur Musk gagnrýnt stjórnmálamenn harðlega í gegnum tíðina fyrir slíka afneitun. Musk hefur varið síðustu klukkutímum í nauðvörn á Twitter þar sem hann segir meðal annars „I am not a top donor to any political party“ – sem virðist vísvitandi útúrsnúningur þar sem enginn hefur sakað hann um neitt slíkt.Reports that I am a top donor to GOP are categorically false. I am not a top donor to any political party.— Elon Musk (@elonmusk) July 15, 2018 Hann er hins vegar á lista yfir „top donors“ þessara samtaka sem berjast fyrir yfirráðum Repúblikana á þinginu. Þeirri ásökun kýs hann að svara ekki með beinum hætti. Musk segir einnig á Twitter síðu sinni að hann hafi aldrei sjálfur skrifað undir neina ávísun til stjórnmálasamtaka, það er aftur útúrsnúningur þar sem alltaf hefur legið fyrir að um millifærslur var að ræða frá fyrirtæki hans.Sagður nota taílensku drengina sér til framdráttar Þetta er búin að vera slæm vika fyrir Elon Musk en hann sætir harðri gagnrýni fyrir að troða sér inn i fjölmiðlaumfjöllun um taílensku fótboltadrengina sem sátu fastir í helli. Musk mætti á svæðið og fékk að fara inn í hellinn til að kanna aðstæður fyrir lítinn kafbát sem hann vildi nota til að ná drengjunum út. Sérfræðingar sem unnu að björgun drengjanna hafa meðal annars sagt Musk að troða kafbátnum upp í óæðri endann á sér og skammast sín fyrir uppátækið. Aldrei hafi verið möguleiki á að tækið virkaði og tilgangur Musk hafi verið að auglýsa sjálfan sig og fyrirtæki sín. Honum hafi verið sagt að hypja sig frá vettvangi. Stj.mál Tengdar fréttir Musk ýmist hylltur eða gagnrýndur harðlega fyrir að vilja aðstoða Bandaríski tæknifrumkvöðullinn Elon Musk er ýmist hylltur eða gagnrýndur harðlega fyrir tilraunir hans og samstarfsfélaga til þess að finna lausn til þess að koma knattspyrnudrengjunum tólf og þjálfara þeirra út úr hellinum í Taílandi. 10. júlí 2018 15:00 Sérútbúið hylki á leið frá Elon Musk til Taílands Elon Musk, eigandi SpaceX og Tesla, hefur sent lítinn kafbát til Taílands sem mögulegt er að verði notaðir í björgunaraðgerðum vegna þeirra níu sem eftir sitja í hellinum í Chiang Rai. CNN greinir frá. 9. júlí 2018 00:19 Björgunarmaður vandar Musk ekki kveðjurnar: „Hann má stinga kafbátnum sínum þar sem hann verkjar“ Kafarinn, Vern Unsworth, er sagður hafa leikið lykilhlutverk í björgunaraðgerðunum í Tælandi. 14. júlí 2018 19:02 Mest lesið Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Innlent Vilja nýja leið fyrir strætó í Fossvogi í gegnum tvo botnlanga Innlent Loka sendiráðinu örfáum dögum eftir veitingu Nóbelsverðlauna Erlent Flugumferðarstjórar boða vinnustöðvun Innlent Enn verið að slökkva í síðustu glæðunum Innlent Aðeins fjórum líkum af 28 skilað og óvíst um afvopnun Erlent Hegseth í stríði við blaðamenn Erlent Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Innlent Persónuleg símanúmer þekktra einstaklinga birt á vefnum Erlent Slagorð í anda erlendra flokka sem setja þjóðernishyggju á oddinn Innlent Fleiri fréttir Aftur heppnast geimskot Starship Hegseth í stríði við blaðamenn Forseti Madagaskar flúinn og herinn við völd Persónuleg símanúmer þekktra einstaklinga birt á vefnum Sarkozy hefur afplánun í næstu viku Aðeins fjórum líkum af 28 skilað og óvíst um afvopnun Loka sendiráðinu örfáum dögum eftir veitingu Nóbelsverðlauna Hvað svo? Trump segir næsta fasa friðaráætlunar hafinn Tugir látnir eftir úrhelli í Mexíkó Dóttir bæjarstjórans grunuð um árásina Bein útsending: Mikil fagnaðarlæti í Palestínu og Ísrael Bein útsending: Trump ávarpar ísraelska þingið Gert að vara við sjaldgæfum fylgikvilla Halda æfingu fyrir finnska þingmenn í neyðarskýli Andrés við Epstein árið 2011: „Við erum saman í þessu“ Rússar uggandi vegna tals um Tomahawk flaugar fyrir Úkraínu Allir lifandi gíslarnir lausir úr prísund sinni „Hafið engar áhyggjur af Kína, það verður allt í góðu lagi“ Fágætar bækur hurfu í tugatali úr bókasöfnum og reyndust allar rússneskar Neyðaraðstoð flæðir inn í Gasa Ian Watkins myrtur af samföngum Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Funda um friðarsáttmála í Egyptalandi á mánudag Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Hafa frest til mánudags til að sleppa gíslunum Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Norska ríkisstjórnin slær skipagöngin út af borðinu Sjá meira
Auðkýfingurinn Elon Musk var einn þeirra sem gaf hvað mest fé til íhaldssamra samtaka bandarískra repúblikana sem kallast Protect the House. Tilgangur samtakanna er að tryggja yfirráð Repúblikanaflokksins yfir fulltrúadeild Bandaríkjaþings og nota þau til að koma stefnum Trump stjórnarinnar í framkvæmd. Þar á meðal eru tilslakanir í umhverfisverndarlögum en Repúblikanar hafa talið fyrir því að leggja niður loftslagsstofnun Bandaríkjanna með öllu. Stofnunin sér um að framfylgja lögum og stöðlum um menganir og umhverfisvernd. Musk styrkti Protect the House um meira en fjórar milljónir króna en alls söfnuðust um 850 milljónir á síðasta ársfjórðungi. Það þýðir að hann hafnaði á lista yfir 50 örlátustu styrktaraðila þeirra. Þetta vekur athygli í ljósi þess að Musk er yfirlýstur sósíalisti og segist hafa stofnað rafbílafyrirtækið Tesla til að berjast gegn loftslagsbreytingum. Repúblikanar á Bandaríkjaþingi viðurkenna hins vegar fæstir loftslagsvísindi yfir höfuð, hvað þá að þeir láti sig umhverfismál varða. Hefur Musk gagnrýnt stjórnmálamenn harðlega í gegnum tíðina fyrir slíka afneitun. Musk hefur varið síðustu klukkutímum í nauðvörn á Twitter þar sem hann segir meðal annars „I am not a top donor to any political party“ – sem virðist vísvitandi útúrsnúningur þar sem enginn hefur sakað hann um neitt slíkt.Reports that I am a top donor to GOP are categorically false. I am not a top donor to any political party.— Elon Musk (@elonmusk) July 15, 2018 Hann er hins vegar á lista yfir „top donors“ þessara samtaka sem berjast fyrir yfirráðum Repúblikana á þinginu. Þeirri ásökun kýs hann að svara ekki með beinum hætti. Musk segir einnig á Twitter síðu sinni að hann hafi aldrei sjálfur skrifað undir neina ávísun til stjórnmálasamtaka, það er aftur útúrsnúningur þar sem alltaf hefur legið fyrir að um millifærslur var að ræða frá fyrirtæki hans.Sagður nota taílensku drengina sér til framdráttar Þetta er búin að vera slæm vika fyrir Elon Musk en hann sætir harðri gagnrýni fyrir að troða sér inn i fjölmiðlaumfjöllun um taílensku fótboltadrengina sem sátu fastir í helli. Musk mætti á svæðið og fékk að fara inn í hellinn til að kanna aðstæður fyrir lítinn kafbát sem hann vildi nota til að ná drengjunum út. Sérfræðingar sem unnu að björgun drengjanna hafa meðal annars sagt Musk að troða kafbátnum upp í óæðri endann á sér og skammast sín fyrir uppátækið. Aldrei hafi verið möguleiki á að tækið virkaði og tilgangur Musk hafi verið að auglýsa sjálfan sig og fyrirtæki sín. Honum hafi verið sagt að hypja sig frá vettvangi.
Stj.mál Tengdar fréttir Musk ýmist hylltur eða gagnrýndur harðlega fyrir að vilja aðstoða Bandaríski tæknifrumkvöðullinn Elon Musk er ýmist hylltur eða gagnrýndur harðlega fyrir tilraunir hans og samstarfsfélaga til þess að finna lausn til þess að koma knattspyrnudrengjunum tólf og þjálfara þeirra út úr hellinum í Taílandi. 10. júlí 2018 15:00 Sérútbúið hylki á leið frá Elon Musk til Taílands Elon Musk, eigandi SpaceX og Tesla, hefur sent lítinn kafbát til Taílands sem mögulegt er að verði notaðir í björgunaraðgerðum vegna þeirra níu sem eftir sitja í hellinum í Chiang Rai. CNN greinir frá. 9. júlí 2018 00:19 Björgunarmaður vandar Musk ekki kveðjurnar: „Hann má stinga kafbátnum sínum þar sem hann verkjar“ Kafarinn, Vern Unsworth, er sagður hafa leikið lykilhlutverk í björgunaraðgerðunum í Tælandi. 14. júlí 2018 19:02 Mest lesið Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Innlent Vilja nýja leið fyrir strætó í Fossvogi í gegnum tvo botnlanga Innlent Loka sendiráðinu örfáum dögum eftir veitingu Nóbelsverðlauna Erlent Flugumferðarstjórar boða vinnustöðvun Innlent Enn verið að slökkva í síðustu glæðunum Innlent Aðeins fjórum líkum af 28 skilað og óvíst um afvopnun Erlent Hegseth í stríði við blaðamenn Erlent Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Innlent Persónuleg símanúmer þekktra einstaklinga birt á vefnum Erlent Slagorð í anda erlendra flokka sem setja þjóðernishyggju á oddinn Innlent Fleiri fréttir Aftur heppnast geimskot Starship Hegseth í stríði við blaðamenn Forseti Madagaskar flúinn og herinn við völd Persónuleg símanúmer þekktra einstaklinga birt á vefnum Sarkozy hefur afplánun í næstu viku Aðeins fjórum líkum af 28 skilað og óvíst um afvopnun Loka sendiráðinu örfáum dögum eftir veitingu Nóbelsverðlauna Hvað svo? Trump segir næsta fasa friðaráætlunar hafinn Tugir látnir eftir úrhelli í Mexíkó Dóttir bæjarstjórans grunuð um árásina Bein útsending: Mikil fagnaðarlæti í Palestínu og Ísrael Bein útsending: Trump ávarpar ísraelska þingið Gert að vara við sjaldgæfum fylgikvilla Halda æfingu fyrir finnska þingmenn í neyðarskýli Andrés við Epstein árið 2011: „Við erum saman í þessu“ Rússar uggandi vegna tals um Tomahawk flaugar fyrir Úkraínu Allir lifandi gíslarnir lausir úr prísund sinni „Hafið engar áhyggjur af Kína, það verður allt í góðu lagi“ Fágætar bækur hurfu í tugatali úr bókasöfnum og reyndust allar rússneskar Neyðaraðstoð flæðir inn í Gasa Ian Watkins myrtur af samföngum Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Funda um friðarsáttmála í Egyptalandi á mánudag Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Hafa frest til mánudags til að sleppa gíslunum Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Norska ríkisstjórnin slær skipagöngin út af borðinu Sjá meira
Musk ýmist hylltur eða gagnrýndur harðlega fyrir að vilja aðstoða Bandaríski tæknifrumkvöðullinn Elon Musk er ýmist hylltur eða gagnrýndur harðlega fyrir tilraunir hans og samstarfsfélaga til þess að finna lausn til þess að koma knattspyrnudrengjunum tólf og þjálfara þeirra út úr hellinum í Taílandi. 10. júlí 2018 15:00
Sérútbúið hylki á leið frá Elon Musk til Taílands Elon Musk, eigandi SpaceX og Tesla, hefur sent lítinn kafbát til Taílands sem mögulegt er að verði notaðir í björgunaraðgerðum vegna þeirra níu sem eftir sitja í hellinum í Chiang Rai. CNN greinir frá. 9. júlí 2018 00:19
Björgunarmaður vandar Musk ekki kveðjurnar: „Hann má stinga kafbátnum sínum þar sem hann verkjar“ Kafarinn, Vern Unsworth, er sagður hafa leikið lykilhlutverk í björgunaraðgerðunum í Tælandi. 14. júlí 2018 19:02