Trump vekur reiði Breta með því að hlamma sér í stól Churchills Gunnar Hrafn Jónsson skrifar 15. júlí 2018 09:15 Þessi mynd hefur vakið mikla reiði í Bretlandi Hvíta húsið „Þú móðgaðir þjóðina, réðst á heilbrigðiskerfið okkar, lést drottninguna fara hjá sér, grófst undan sérstaka milliríkjasambandinu, niðurlægðir forsætisráðherrann okkar... og svo sest þú yfirlætisfullur og lætur taka mynd af þér í hægindastól Winstons Churchill!“ – svona hefst grein breska dagblaðsins The Mirror sem er einn reiðilestur yfir Donald Trump Bandaríkjaforseta. Íhaldssamir Bretar supu margir hveljur þegar þeir sáu myndbandsupptöku af Donald Trump ganga í veg fyrir drottninguna. Það er með öllu bannað að ganga framar en drottningin samkvæmt aldalöngum hefðum, hvað þá að ganga í veg fyrir hana. Ekki bætti úr skák að drottningin virtist sjálf vera að reyna að útskýra málið fyrir Trump sem tók illa leiðbeiningum.i know comments on trump's intelligence often veer into hyperbole but today the queen of england literally had to instruct trump on how to walk properlypic.twitter.com/ECRGmXQoQG— jordan (@JordanUhl) July 13, 2018 Þá var hann seinn til fundar við drottninguna og lét hana bíða eftir sér í vandræðalegri þögn fyrir framan fjölmiðla. Elísabet er 92 ára gömul og þurfti að standa í meira en tíu mínútur í sumarhitanum.This is an image of Queen Elizabeth checking her watch as Trump made her wait.In the sun.At 92 years old.He's her guest on her home soil!MAGA? Not even close! pic.twitter.com/87WteE96vI— Regi Brittain (@RegiBrittain) July 13, 2018 Þegar forsetanum var síðan sýndur hægindastóll sem Winston Churchill notaði á stríðsárunum var hann fljótur að koma sér vel fyrir og láta taka mynd sem Sarah Huckabee Sanders, fjölmiðlafulltrúi ríkisstjórnarinnar, setti beint á netið..@POTUS sits in Winston Churchill's chair as a guest of Prime Minister May at Chequers. pic.twitter.com/Wv2nrLMnQP— Sarah Sanders (@PressSec) July 13, 2018 Trump virðist hafa tekist að sameina hluta bresku pressunnar gegn sér með því að hlamma sér í stólinn. Eru margir á því að hann hafi sýnt gríðarlega óvirðingu með uppátækinu, sérstaklega í ljósi þess hvernig hann talaði um land og þjóð á meðan á opinberri heimsókn hans til Bretlands stóð. Breskir stjórnmálamenn hafa einnig blandað sér í umræðuna. Stephen Doughty, þingmaður Verkamannaflokksins, segir að mörgum Bretum hljóti að vera hverft við að sjá myndina af Trump í sæti Churchills. Hann sé ekki aðeins versti Bandaríkjaforseti sögunnar heldur maður sem eigi ekki á nokkurn hátt skilið að vera nefndur í sömu andrá og hinn dáði Churchill. Samflokkskona hans á breska þinginu, Ruth Smeed, tekur í sama streng. Segir hún að Churchill hafi barist gegn rasisma og fasisma og í ljósi bæði orða og gjörða Trumps eigi hann ekki einu sinni skilið að horfa á styttu á Churchill, hvað þá að tylla sér í sæti hans. Stj.mál Tengdar fréttir Skoskir mótmælendur trufluðu Trump í golfi Mörg þúsund manns söfnuðust saman á götum hinnar skosku Edinborgar til að mótmæla heimsókn Bandaríkjaforseta Donalds Trumps. 14. júlí 2018 17:41 Lögregla leitar mótmælandans á svifvængnum Mótmælandi á svifvæng komst í gær framhjá lokunum lögreglu og sveif yfir Trump Turnberry hótelið í Skotlandi í gær. Þar hafði verið sett upp bannsvæði vegna heimsóknar Donald Trump, Bandaríkjaforseta og eiganda hótelsins. 14. júlí 2018 12:19 Tugir þúsunda mótmæltu heimsókn Trump Donald Trump er staddur á Bretlandseyjum í sinni fyrstu opinberu heimsókn sem forseti Bandaríkjanna. 13. júlí 2018 22:36 Mest lesið Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Innlent Hefði stoppað Magga Mix á punktinum Innlent Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Innlent Stór lögregluaðgerð í Laugardal Innlent Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Innlent „Mjög óeðlileg nálgun“ Innlent Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Innlent Hafnaði lægstu tilboðum í smíði brúa á Vestfjörðum Innlent Palestínski fáninn dreginn að húni við Ráðhúsið Innlent „Mun koma í ljós“ hvort kennarar eða Tripical þurfi að endurgreiða Innlent Fleiri fréttir Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Combs áfram í gæsluvarðhaldi Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Evrópuríkjum leyft að nota kolefnisjöfnun erlendis í fyrsta skipti Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Boðar arftaka Dalai Lama Paramount lúffar fyrir Trump og greiðir bætur vegna Kamölu Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Maðurinn sem fann upp mew-ið er látinn Handtóku stjórnendur sjúkrahússins vegna ætlaðra barnsdrápa Trans konur fá ekki að keppa og Thomas svipt metunum Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Ísraelsmenn hafi gengist við skilyrðum vopnahlés Kviðdómur komst að niðurstöðu í fjórum fimm ákæruliða Diddy „Stóra fallega frumvarpið“ í gegn á einu atkvæði Öldungur dæmdur fyrir meira en hálfrar aldar gamalt morð Forsætisráðherra Taílands vikið úr embætti Fjarlægja loftslagsskýrslur og ætla að hætta að fjármagna rannsóknir Óeirðir í Tyrklandi vegna umdeildrar skopmyndar Rauðar viðvaranir víða í Evrópu vegna hitans Segja niðurskurð á þróunaraðstoð hafa skelfilegar afleiðingar Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Unglingsstúlka lést þegar hestur dró hana eftir jörðinni Sjá meira
„Þú móðgaðir þjóðina, réðst á heilbrigðiskerfið okkar, lést drottninguna fara hjá sér, grófst undan sérstaka milliríkjasambandinu, niðurlægðir forsætisráðherrann okkar... og svo sest þú yfirlætisfullur og lætur taka mynd af þér í hægindastól Winstons Churchill!“ – svona hefst grein breska dagblaðsins The Mirror sem er einn reiðilestur yfir Donald Trump Bandaríkjaforseta. Íhaldssamir Bretar supu margir hveljur þegar þeir sáu myndbandsupptöku af Donald Trump ganga í veg fyrir drottninguna. Það er með öllu bannað að ganga framar en drottningin samkvæmt aldalöngum hefðum, hvað þá að ganga í veg fyrir hana. Ekki bætti úr skák að drottningin virtist sjálf vera að reyna að útskýra málið fyrir Trump sem tók illa leiðbeiningum.i know comments on trump's intelligence often veer into hyperbole but today the queen of england literally had to instruct trump on how to walk properlypic.twitter.com/ECRGmXQoQG— jordan (@JordanUhl) July 13, 2018 Þá var hann seinn til fundar við drottninguna og lét hana bíða eftir sér í vandræðalegri þögn fyrir framan fjölmiðla. Elísabet er 92 ára gömul og þurfti að standa í meira en tíu mínútur í sumarhitanum.This is an image of Queen Elizabeth checking her watch as Trump made her wait.In the sun.At 92 years old.He's her guest on her home soil!MAGA? Not even close! pic.twitter.com/87WteE96vI— Regi Brittain (@RegiBrittain) July 13, 2018 Þegar forsetanum var síðan sýndur hægindastóll sem Winston Churchill notaði á stríðsárunum var hann fljótur að koma sér vel fyrir og láta taka mynd sem Sarah Huckabee Sanders, fjölmiðlafulltrúi ríkisstjórnarinnar, setti beint á netið..@POTUS sits in Winston Churchill's chair as a guest of Prime Minister May at Chequers. pic.twitter.com/Wv2nrLMnQP— Sarah Sanders (@PressSec) July 13, 2018 Trump virðist hafa tekist að sameina hluta bresku pressunnar gegn sér með því að hlamma sér í stólinn. Eru margir á því að hann hafi sýnt gríðarlega óvirðingu með uppátækinu, sérstaklega í ljósi þess hvernig hann talaði um land og þjóð á meðan á opinberri heimsókn hans til Bretlands stóð. Breskir stjórnmálamenn hafa einnig blandað sér í umræðuna. Stephen Doughty, þingmaður Verkamannaflokksins, segir að mörgum Bretum hljóti að vera hverft við að sjá myndina af Trump í sæti Churchills. Hann sé ekki aðeins versti Bandaríkjaforseti sögunnar heldur maður sem eigi ekki á nokkurn hátt skilið að vera nefndur í sömu andrá og hinn dáði Churchill. Samflokkskona hans á breska þinginu, Ruth Smeed, tekur í sama streng. Segir hún að Churchill hafi barist gegn rasisma og fasisma og í ljósi bæði orða og gjörða Trumps eigi hann ekki einu sinni skilið að horfa á styttu á Churchill, hvað þá að tylla sér í sæti hans.
Stj.mál Tengdar fréttir Skoskir mótmælendur trufluðu Trump í golfi Mörg þúsund manns söfnuðust saman á götum hinnar skosku Edinborgar til að mótmæla heimsókn Bandaríkjaforseta Donalds Trumps. 14. júlí 2018 17:41 Lögregla leitar mótmælandans á svifvængnum Mótmælandi á svifvæng komst í gær framhjá lokunum lögreglu og sveif yfir Trump Turnberry hótelið í Skotlandi í gær. Þar hafði verið sett upp bannsvæði vegna heimsóknar Donald Trump, Bandaríkjaforseta og eiganda hótelsins. 14. júlí 2018 12:19 Tugir þúsunda mótmæltu heimsókn Trump Donald Trump er staddur á Bretlandseyjum í sinni fyrstu opinberu heimsókn sem forseti Bandaríkjanna. 13. júlí 2018 22:36 Mest lesið Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Innlent Hefði stoppað Magga Mix á punktinum Innlent Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Innlent Stór lögregluaðgerð í Laugardal Innlent Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Innlent „Mjög óeðlileg nálgun“ Innlent Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Innlent Hafnaði lægstu tilboðum í smíði brúa á Vestfjörðum Innlent Palestínski fáninn dreginn að húni við Ráðhúsið Innlent „Mun koma í ljós“ hvort kennarar eða Tripical þurfi að endurgreiða Innlent Fleiri fréttir Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Combs áfram í gæsluvarðhaldi Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Evrópuríkjum leyft að nota kolefnisjöfnun erlendis í fyrsta skipti Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Boðar arftaka Dalai Lama Paramount lúffar fyrir Trump og greiðir bætur vegna Kamölu Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Maðurinn sem fann upp mew-ið er látinn Handtóku stjórnendur sjúkrahússins vegna ætlaðra barnsdrápa Trans konur fá ekki að keppa og Thomas svipt metunum Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Ísraelsmenn hafi gengist við skilyrðum vopnahlés Kviðdómur komst að niðurstöðu í fjórum fimm ákæruliða Diddy „Stóra fallega frumvarpið“ í gegn á einu atkvæði Öldungur dæmdur fyrir meira en hálfrar aldar gamalt morð Forsætisráðherra Taílands vikið úr embætti Fjarlægja loftslagsskýrslur og ætla að hætta að fjármagna rannsóknir Óeirðir í Tyrklandi vegna umdeildrar skopmyndar Rauðar viðvaranir víða í Evrópu vegna hitans Segja niðurskurð á þróunaraðstoð hafa skelfilegar afleiðingar Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Unglingsstúlka lést þegar hestur dró hana eftir jörðinni Sjá meira
Skoskir mótmælendur trufluðu Trump í golfi Mörg þúsund manns söfnuðust saman á götum hinnar skosku Edinborgar til að mótmæla heimsókn Bandaríkjaforseta Donalds Trumps. 14. júlí 2018 17:41
Lögregla leitar mótmælandans á svifvængnum Mótmælandi á svifvæng komst í gær framhjá lokunum lögreglu og sveif yfir Trump Turnberry hótelið í Skotlandi í gær. Þar hafði verið sett upp bannsvæði vegna heimsóknar Donald Trump, Bandaríkjaforseta og eiganda hótelsins. 14. júlí 2018 12:19
Tugir þúsunda mótmæltu heimsókn Trump Donald Trump er staddur á Bretlandseyjum í sinni fyrstu opinberu heimsókn sem forseti Bandaríkjanna. 13. júlí 2018 22:36