Jafnréttissinnaði ráðherrann sagðist vilja ******* óþekkar stelpur með ******* Gunnar Hrafn Jónsson skrifar 15. júlí 2018 07:35 Andrew Griffiths er einn fjölmargra breskra stjórnmálamanna sem hafa hrökklast frá störfum vegna kynlífshneykslis í pressunni Breska þingið Breska dagblaðið The Mirror birti í morgun fjölda kynferðislegra smáskilaboða sem eru ástæða afsagna Andrew Griffiths, ráðherra í viðskiptaráðuneyti Bretlands. Hann sagði af sér í gær og sendi frá sér langa afsökunarbeiðni þar sem hann sagðist skammast sín gríðarlega. Griffiths sendi skilaboðin til tveggja kvenna sem störfuðu saman á bar. Alls sendi hann þeim meira en tvö þúsund skilaboð á þriggja vikna tímabili. Hann er giftur og eignaðist sitt fyrsta barn í apríl. Í skilaboðunum fer ráðherrann fyrrverandi fram á margvíslega kynferðislega greiða og lýsir hugarórum sínum um að niðurlægja konur kynferðislega. Það vekur sérstaka athygli í ljósi þess að Griffiths, sem var lengi ráðgjafi Theresu May forsætisráðherra, hefur beitt sér fyrir jafnréttismálum og hleypti af stað sérstakri herferð til að vekja athygli á lágu hlutfalli kvenna á þingi. Herferðin gekk undir nafninu „Women to win“. Skilaboðin sem hann sendi hafa verið ritskoðuð að hluta af ritstjórn The Mirror en þó má glögglega sjá hvað er í gangi af samhenginu. Segist hann meðal annars geta vera „illur *******“ þegar hann langaði í kynlíf.„Var að semja ræður og stjórna landinu í dag“ Þá talar Griffith alla jafna um sig sem „Daddy“ í þriðju persónu og lýsir störfum sínum í ráðuneytinu í sömu andrá og hann opinberar óra sína og fyrri hegðun. Í einum skilaboðunum segist hann t.d. vera þreyttur eftir langan dag þar sem hann hafi meðal annars samið ræður og stjórnað landinu. Það sem hann langi frekar til að vera að gera sé að „******* óþekkar stelpur með *******“ – hvað sem það þýðir nákvæmlega. Í öðrum tilviki biður hann aðra stúlkuna að flengja hina fastar og með meira ofbeldi áður en hann spyr hversu miklar barsmíðar hún þoli en segist svo að lokum þurfa að fara varlega stöðu sinnar vegna. Allt í einum skilaboðum. Það kemur sér heldur ekki vel fyrir Griffith að hann segist í skilaboðunum hafa verið að hugsa um BDSM kynlíf með stúlkunum tveimur á meðan hann saup kampavín með Karli Bretaprins. Að lokum benda blaðamenn Mirror á að mörg skilaboðin hafi verið send á sama tíma og Griffiths var í opinberum erindagjörðum eða hafði nýlokið þeim. Stj.mál Tengdar fréttir Breskur ráðherra segir af sér vegna kynferðislegra smáskilaboða Í yfirlýsingu sem Griffiths sendi blaðinu segir að hann skammist sín gríðarlega fyrir athæfið. 14. júlí 2018 21:51 Mest lesið „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi Innlent Fyrirgefur morðingjanum Erlent ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Innlent Réðst á konur og sló í miðborginni Innlent Herþotur sendar á loft vegna rússneskrar eftirlitsflugvélar Erlent Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Innlent Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Innlent Vilja ryðja brautina fyrir aðra í baráttunni við andlitslaust kerfi Innlent Segir það slæma hugmynd að útfæra áminningarskyldu fyrir allan vinnumarkaðinn Innlent Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ Innlent Fleiri fréttir Herþotur sendar á loft vegna rússneskrar eftirlitsflugvélar Fyrirgefur morðingjanum Bein útsending: Minningarathöfn Charlie Kirk Kanada, Bretland og Ástralía viðurkenna Palestínu Trump og Vance ávarpa minningarathöfn Charlie Kirk Búast við því að Bretar viðurkenni sjálfstæði Palestínu í dag Þrjátíu handteknir í óeirðum í Hollandi Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Grænlendingar ná ekki að klára hvalveiðikvóta Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Trump og Selenskí funda á ný Miklar tafir á fjölda flugvalla vegna netárásar Cruz sagði hótanir Carr líkt og frá mafíósa í Goodfellas Eistar óska eftir samráði NATO eftir að Rússar rufu lofthelgi þeirra Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Sagður neita að samþykkja hergagnasendingu til Taívan Norska krónprinsessan í veikindaleyfi Reiðir Könum sem skreyta sig með fána Kanada Rússar áfrýja niðurstöðu um hrap malasísku farþegaþotunnar Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Segir Pútín hafa valdið sér „miklum vonbrigðum“ Sviptu hulunni af skósveinum GRU sem sendu sprengjur í flugvélar Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Hans Enoksen er látinn Sjá meira
Breska dagblaðið The Mirror birti í morgun fjölda kynferðislegra smáskilaboða sem eru ástæða afsagna Andrew Griffiths, ráðherra í viðskiptaráðuneyti Bretlands. Hann sagði af sér í gær og sendi frá sér langa afsökunarbeiðni þar sem hann sagðist skammast sín gríðarlega. Griffiths sendi skilaboðin til tveggja kvenna sem störfuðu saman á bar. Alls sendi hann þeim meira en tvö þúsund skilaboð á þriggja vikna tímabili. Hann er giftur og eignaðist sitt fyrsta barn í apríl. Í skilaboðunum fer ráðherrann fyrrverandi fram á margvíslega kynferðislega greiða og lýsir hugarórum sínum um að niðurlægja konur kynferðislega. Það vekur sérstaka athygli í ljósi þess að Griffiths, sem var lengi ráðgjafi Theresu May forsætisráðherra, hefur beitt sér fyrir jafnréttismálum og hleypti af stað sérstakri herferð til að vekja athygli á lágu hlutfalli kvenna á þingi. Herferðin gekk undir nafninu „Women to win“. Skilaboðin sem hann sendi hafa verið ritskoðuð að hluta af ritstjórn The Mirror en þó má glögglega sjá hvað er í gangi af samhenginu. Segist hann meðal annars geta vera „illur *******“ þegar hann langaði í kynlíf.„Var að semja ræður og stjórna landinu í dag“ Þá talar Griffith alla jafna um sig sem „Daddy“ í þriðju persónu og lýsir störfum sínum í ráðuneytinu í sömu andrá og hann opinberar óra sína og fyrri hegðun. Í einum skilaboðunum segist hann t.d. vera þreyttur eftir langan dag þar sem hann hafi meðal annars samið ræður og stjórnað landinu. Það sem hann langi frekar til að vera að gera sé að „******* óþekkar stelpur með *******“ – hvað sem það þýðir nákvæmlega. Í öðrum tilviki biður hann aðra stúlkuna að flengja hina fastar og með meira ofbeldi áður en hann spyr hversu miklar barsmíðar hún þoli en segist svo að lokum þurfa að fara varlega stöðu sinnar vegna. Allt í einum skilaboðum. Það kemur sér heldur ekki vel fyrir Griffith að hann segist í skilaboðunum hafa verið að hugsa um BDSM kynlíf með stúlkunum tveimur á meðan hann saup kampavín með Karli Bretaprins. Að lokum benda blaðamenn Mirror á að mörg skilaboðin hafi verið send á sama tíma og Griffiths var í opinberum erindagjörðum eða hafði nýlokið þeim.
Stj.mál Tengdar fréttir Breskur ráðherra segir af sér vegna kynferðislegra smáskilaboða Í yfirlýsingu sem Griffiths sendi blaðinu segir að hann skammist sín gríðarlega fyrir athæfið. 14. júlí 2018 21:51 Mest lesið „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi Innlent Fyrirgefur morðingjanum Erlent ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Innlent Réðst á konur og sló í miðborginni Innlent Herþotur sendar á loft vegna rússneskrar eftirlitsflugvélar Erlent Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Innlent Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Innlent Vilja ryðja brautina fyrir aðra í baráttunni við andlitslaust kerfi Innlent Segir það slæma hugmynd að útfæra áminningarskyldu fyrir allan vinnumarkaðinn Innlent Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ Innlent Fleiri fréttir Herþotur sendar á loft vegna rússneskrar eftirlitsflugvélar Fyrirgefur morðingjanum Bein útsending: Minningarathöfn Charlie Kirk Kanada, Bretland og Ástralía viðurkenna Palestínu Trump og Vance ávarpa minningarathöfn Charlie Kirk Búast við því að Bretar viðurkenni sjálfstæði Palestínu í dag Þrjátíu handteknir í óeirðum í Hollandi Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Grænlendingar ná ekki að klára hvalveiðikvóta Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Trump og Selenskí funda á ný Miklar tafir á fjölda flugvalla vegna netárásar Cruz sagði hótanir Carr líkt og frá mafíósa í Goodfellas Eistar óska eftir samráði NATO eftir að Rússar rufu lofthelgi þeirra Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Sagður neita að samþykkja hergagnasendingu til Taívan Norska krónprinsessan í veikindaleyfi Reiðir Könum sem skreyta sig með fána Kanada Rússar áfrýja niðurstöðu um hrap malasísku farþegaþotunnar Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Segir Pútín hafa valdið sér „miklum vonbrigðum“ Sviptu hulunni af skósveinum GRU sem sendu sprengjur í flugvélar Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Hans Enoksen er látinn Sjá meira
Breskur ráðherra segir af sér vegna kynferðislegra smáskilaboða Í yfirlýsingu sem Griffiths sendi blaðinu segir að hann skammist sín gríðarlega fyrir athæfið. 14. júlí 2018 21:51