Björgunarmaður vandar Musk ekki kveðjurnar: „Hann má stinga kafbátnum sínum þar sem hann verkjar“ Kristín Ólafsdóttir skrifar 14. júlí 2018 19:02 Kafarar gera sig tilbúna í björgunaraðgerðir í Tælandi. Fótboltastrákunum og þjálfara þeirra hefur nú öllum verið bjargað. Vísir/Getty Breskur kafari sem tók þátt í björgun tælensku fótboltastrákanna og þjálfara þeirra vandar uppfinningamanninum Elon Musk ekki kveðjurnar í nýju viðtali. Hann segir kafbátinn, sem Musk lét hanna í von um að aðstoða við björgunina, alltaf hafa verið vitagagnslausan.Sjá einnig: Fótboltastrákarnir útskrifast á fimmtudag Kafarinn, Vern Unsworth, er sagður hafa leikið lykilhlutverk í björgunaraðgerðunum í Tælandi sem vakið hafa gríðarlega athygli heimsbyggðarinnar. Hann var inntur eftir viðbrögðum við kafbáti Musks í viðtali við bandarísku sjónvarpsstöðina CNN. „Hann má stinga kafbátnum sínum þar sem hann verkjar. Það voru engar líkur á því að hann myndi virka. Hann [Musk] gerði sér enga grein fyrir því hvernig umhorfs er í göngunum inn í hellinn.“Cave rescuer on Musk: “It was a PR stunt. It had no chance of working.” pic.twitter.com/uPgRMQLkRx— Quoth the Raven (@QTRResearch) July 13, 2018 Þá sagði Unsworth kafbátinn alltof stóran og stífan til að komast um þrönga ganga hellisins. „Hann hefði ekki komist fyrstu 50 metrana inn í hellinn,“ var haft eftir kafaranum. Þegar honum var bent á að Musk hefði sjálfur komist inn í hellinn yppti Unsworth öxlum og sagði upfinningamanninn nær strax hafa verið beðinn um að yfirgefa svæðið. Greint var frá því þegar björgunaraðgerðir stóðu sem hæst að Musk hafi látið verkfræðinga sem starfa á vefum fyrirtækja hans hanna sérútbútið hylki. Var hugmyndin að hægt yrði að koma drengjunum fyrir í hylkinu svo þeir þyrftu ekki að kafa úr hellinum. Kafararnir gætu síðan dregið hylkið á eftir sér. Að endingu var ekki unnt að nota kafbátinn. Musk var ýmist hylltur eða gagnrýndur harðlega fyrir tilraunir sínar. Hann var til að mynda sakaður að hafa ætlað sér að nýta þá miklu athygli sem verið hefur á björgunaraðgerðunum í eigin þágu. Fastir í helli í Taílandi Tengdar fréttir Musk ýmist hylltur eða gagnrýndur harðlega fyrir að vilja aðstoða Bandaríski tæknifrumkvöðullinn Elon Musk er ýmist hylltur eða gagnrýndur harðlega fyrir tilraunir hans og samstarfsfélaga til þess að finna lausn til þess að koma knattspyrnudrengjunum tólf og þjálfara þeirra út úr hellinum í Taílandi. 10. júlí 2018 15:00 Sérútbúið hylki á leið frá Elon Musk til Taílands Elon Musk, eigandi SpaceX og Tesla, hefur sent lítinn kafbát til Taílands sem mögulegt er að verði notaðir í björgunaraðgerðum vegna þeirra níu sem eftir sitja í hellinum í Chiang Rai. CNN greinir frá. 9. júlí 2018 00:19 Fótboltastrákarnir útskrifast á fimmtudag Taílensku fótboltastrákarnir sem festust ásamt helli með þjálfara sínum hafa frá björgun verið á Chiang Rai sjúkrahúsinu. Stefnt er að því að þeir yfirgefi það á fimmtudaginn. 14. júlí 2018 09:29 Sumir helladrengirnir án ríkisfangs og réttindalausir í Taílandi Komið hefur í ljós að þrír drengjanna, sem var bjargað úr helli í Taílandi á dögunum, eru án ríkisfangs. Sömu sögu er að segja af fótboltaþjálfaranum sem dvaldi með þeim í hellinum. 12. júlí 2018 18:31 Mest lesið Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Innlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Innlent Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Innlent Maður féll í Vestari-Jökulsá Innlent Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Innlent Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Innlent Fleiri fréttir Ákvörðun öryggisráðsins til marks um enn frekari stigmögnun Skipar hernum í hart við glæpasamtök Stefni á tilraun með kjarnorkuknúna eldflaug á norðurslóðum Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Skýrasta myndin af halastjörnunni, eða vopninu, hingað til Sakaði „sveppamorðingjann“ um að hafa eitrað fyrir sér í þrígang Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Grönduðu flugvél frá furstadæmunum og felldu fjörutíu málaliða Geislasverð Svarthöfða til sölu Liðþjálfi skaut fimm aðra hermenn Fúlsaði við þriggja forseta fundi Segja enn og aftur brotið gegn Folbigg Gefa grænt ljós á lengstu hengibrú í heimi „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Aðeins 1,5 prósent ræktarlands enn aðgengilegt og nýtanlegt Segist eiga fund með Pútín Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Fimm hermenn skotnir á herstöð Tvöfaldar tolla á Indland vegna kaupa á rússneskri olíu Stefnir í kjördæmastríð í Bandaríkjunum? Nýr forseti Póllands vill draga úr áhrifum ESB Stendur í vegi rannsóknar á milljarða svikamyllu Birtist óvænt á þaki Hvíta hússins Sjá meira
Breskur kafari sem tók þátt í björgun tælensku fótboltastrákanna og þjálfara þeirra vandar uppfinningamanninum Elon Musk ekki kveðjurnar í nýju viðtali. Hann segir kafbátinn, sem Musk lét hanna í von um að aðstoða við björgunina, alltaf hafa verið vitagagnslausan.Sjá einnig: Fótboltastrákarnir útskrifast á fimmtudag Kafarinn, Vern Unsworth, er sagður hafa leikið lykilhlutverk í björgunaraðgerðunum í Tælandi sem vakið hafa gríðarlega athygli heimsbyggðarinnar. Hann var inntur eftir viðbrögðum við kafbáti Musks í viðtali við bandarísku sjónvarpsstöðina CNN. „Hann má stinga kafbátnum sínum þar sem hann verkjar. Það voru engar líkur á því að hann myndi virka. Hann [Musk] gerði sér enga grein fyrir því hvernig umhorfs er í göngunum inn í hellinn.“Cave rescuer on Musk: “It was a PR stunt. It had no chance of working.” pic.twitter.com/uPgRMQLkRx— Quoth the Raven (@QTRResearch) July 13, 2018 Þá sagði Unsworth kafbátinn alltof stóran og stífan til að komast um þrönga ganga hellisins. „Hann hefði ekki komist fyrstu 50 metrana inn í hellinn,“ var haft eftir kafaranum. Þegar honum var bent á að Musk hefði sjálfur komist inn í hellinn yppti Unsworth öxlum og sagði upfinningamanninn nær strax hafa verið beðinn um að yfirgefa svæðið. Greint var frá því þegar björgunaraðgerðir stóðu sem hæst að Musk hafi látið verkfræðinga sem starfa á vefum fyrirtækja hans hanna sérútbútið hylki. Var hugmyndin að hægt yrði að koma drengjunum fyrir í hylkinu svo þeir þyrftu ekki að kafa úr hellinum. Kafararnir gætu síðan dregið hylkið á eftir sér. Að endingu var ekki unnt að nota kafbátinn. Musk var ýmist hylltur eða gagnrýndur harðlega fyrir tilraunir sínar. Hann var til að mynda sakaður að hafa ætlað sér að nýta þá miklu athygli sem verið hefur á björgunaraðgerðunum í eigin þágu.
Fastir í helli í Taílandi Tengdar fréttir Musk ýmist hylltur eða gagnrýndur harðlega fyrir að vilja aðstoða Bandaríski tæknifrumkvöðullinn Elon Musk er ýmist hylltur eða gagnrýndur harðlega fyrir tilraunir hans og samstarfsfélaga til þess að finna lausn til þess að koma knattspyrnudrengjunum tólf og þjálfara þeirra út úr hellinum í Taílandi. 10. júlí 2018 15:00 Sérútbúið hylki á leið frá Elon Musk til Taílands Elon Musk, eigandi SpaceX og Tesla, hefur sent lítinn kafbát til Taílands sem mögulegt er að verði notaðir í björgunaraðgerðum vegna þeirra níu sem eftir sitja í hellinum í Chiang Rai. CNN greinir frá. 9. júlí 2018 00:19 Fótboltastrákarnir útskrifast á fimmtudag Taílensku fótboltastrákarnir sem festust ásamt helli með þjálfara sínum hafa frá björgun verið á Chiang Rai sjúkrahúsinu. Stefnt er að því að þeir yfirgefi það á fimmtudaginn. 14. júlí 2018 09:29 Sumir helladrengirnir án ríkisfangs og réttindalausir í Taílandi Komið hefur í ljós að þrír drengjanna, sem var bjargað úr helli í Taílandi á dögunum, eru án ríkisfangs. Sömu sögu er að segja af fótboltaþjálfaranum sem dvaldi með þeim í hellinum. 12. júlí 2018 18:31 Mest lesið Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Innlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Innlent Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Innlent Maður féll í Vestari-Jökulsá Innlent Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Innlent Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Innlent Fleiri fréttir Ákvörðun öryggisráðsins til marks um enn frekari stigmögnun Skipar hernum í hart við glæpasamtök Stefni á tilraun með kjarnorkuknúna eldflaug á norðurslóðum Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Skýrasta myndin af halastjörnunni, eða vopninu, hingað til Sakaði „sveppamorðingjann“ um að hafa eitrað fyrir sér í þrígang Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Grönduðu flugvél frá furstadæmunum og felldu fjörutíu málaliða Geislasverð Svarthöfða til sölu Liðþjálfi skaut fimm aðra hermenn Fúlsaði við þriggja forseta fundi Segja enn og aftur brotið gegn Folbigg Gefa grænt ljós á lengstu hengibrú í heimi „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Aðeins 1,5 prósent ræktarlands enn aðgengilegt og nýtanlegt Segist eiga fund með Pútín Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Fimm hermenn skotnir á herstöð Tvöfaldar tolla á Indland vegna kaupa á rússneskri olíu Stefnir í kjördæmastríð í Bandaríkjunum? Nýr forseti Póllands vill draga úr áhrifum ESB Stendur í vegi rannsóknar á milljarða svikamyllu Birtist óvænt á þaki Hvíta hússins Sjá meira
Musk ýmist hylltur eða gagnrýndur harðlega fyrir að vilja aðstoða Bandaríski tæknifrumkvöðullinn Elon Musk er ýmist hylltur eða gagnrýndur harðlega fyrir tilraunir hans og samstarfsfélaga til þess að finna lausn til þess að koma knattspyrnudrengjunum tólf og þjálfara þeirra út úr hellinum í Taílandi. 10. júlí 2018 15:00
Sérútbúið hylki á leið frá Elon Musk til Taílands Elon Musk, eigandi SpaceX og Tesla, hefur sent lítinn kafbát til Taílands sem mögulegt er að verði notaðir í björgunaraðgerðum vegna þeirra níu sem eftir sitja í hellinum í Chiang Rai. CNN greinir frá. 9. júlí 2018 00:19
Fótboltastrákarnir útskrifast á fimmtudag Taílensku fótboltastrákarnir sem festust ásamt helli með þjálfara sínum hafa frá björgun verið á Chiang Rai sjúkrahúsinu. Stefnt er að því að þeir yfirgefi það á fimmtudaginn. 14. júlí 2018 09:29
Sumir helladrengirnir án ríkisfangs og réttindalausir í Taílandi Komið hefur í ljós að þrír drengjanna, sem var bjargað úr helli í Taílandi á dögunum, eru án ríkisfangs. Sömu sögu er að segja af fótboltaþjálfaranum sem dvaldi með þeim í hellinum. 12. júlí 2018 18:31