Íslenskur unglingur vann stórmót í frisbígolfi: „Það var allan tímann planið að vinna“ Kristín Ólafsdóttir skrifar 13. júlí 2018 14:11 Blær á verðlaunapallinum um liðna helgi. Hann segist alltaf hafa stefnt að því að vinna. Mynd/René Westenberg Blær Örn Ásgeirsson, fimmtán ára íslenskur frisbígolfari, gerði sér lítið fyrir og sigraði Opna breska meistaramótið í frisbígolfi, eða „folfi“, sem haldið var nú í júlí. Blær skákaði þar nokkrum heimsmeisturum í sportinu og er að vonum stoltur af sigrinum. Folf hefur notið vaxandi vinsælda síðustu ár á Íslandi, og í heiminum öllum, en íþróttin minnir um margt á golf. Í stað golfkúlna notast iðkendur þó við frisbídiska sem þeir reyna að hitta í þar til gerðar körfur.Var að tapa með fimm höggum eftir fyrsta hring Blær lagði af stað í frisbígolfför nú í júní og tók fyrst þátt í stóru móti sem haldið var í Finnlandi, þar sem gekk „ágætlega“ að hans sögn. Hann hélt því næst til Bretlands á Opna breska meistaramótið í frisbígolfi, með áðurnefndum árangri. Níutíu manns kepptu á mótinu sem haldið var í fertugasta skipti. „Eftir fyrsta hring var ég að tapa mótinu með fimm höggum og var í 20. sæti. Svo á öðrum hring náði ég að spila besta hring dagsins ásamt þremur öðrum og náði að vinna mig upp í 2. sætið, þar sem ég var eftir fyrsta daginn,“ segir Blær í samtali við Vísi. „Á þriðja hring á sunnudeginum náði ég að spila besta hring mótsins með sjö undir pari og eftir þann hring var ég að vinna mótið með fjórum höggum. Þá voru bara níu holur eftir til úrslita, þar sem ég spilaði öruggt.“ Blær lauk mótinu á ellefu höggum undir pari, sex höggum á undan næsta manni.Blær í miðju kasti.Mynd/Steve Hurrell Photography 2018Stefndi alltaf á sigur Blær keppti í opnum flokki karla á mótinu en ekki sérstökum ungmennaflokki. Hann bar því sigurorð af heimsmeisturum í sportinu. Þá segist hann alltaf hafa stefnt á sigur þrátt fyrir að hann ætti erfiða keppni fyrir höndum. „Það var allan tímann planið að vinna. Ég var til dæmis alveg klár á því að ég ætlaði að vinna eftir fyrsta hring þegar ég var langt eftir á, ég var ákveðinn í því að það væri enn þá möguleiki,“ segir Blær. Blær hefur æft frisbígolf í um þrjú og hálft ár en æfingar fara að mestu fram utandyra. Hann segir nokkuð marga spila folf á Íslandi enda fari íþróttin ört stækkandi hér á landi, sem og á alþjóðavísu. Þá hlaut Blær verðlaun fyrir sigur á mótinu og var leystur út með gommu af frisbídiskum. „Já, ég fékk British Open-skjöld en þetta var fertugasta mótið. Svo fékk ég einhverja steinstyttu líka. Það eru peningaverðlaun á mótinu en af því að ég keppi í barnaflokki á Evrópumótinu í ágúst þá gat ég ekki tekið við peningnum, þannig að ég fékk fullt af frisbídiskum í staðinn.“ Aðrar íþróttir Íþróttir Mest lesið „Ég vakna á hverjum degi og þrái ekkert meira en að fá hann aftur“ Lífið Stjörnulífið: „Hann er pabbi minn“ Lífið Pöntuðu „perrapizzu“ með flugi frá Ísafirði Lífið Cosby Show-stjarna látin Lífið Ákváðu að vera um kyrrt á Englandi þegar Trump náði kjöri Lífið Stökk fjörutíu sinnum úr flugvél í Dubai Lífið Heimsfræg lesbía á leið til landsins Lífið Trylltist þegar hún varð fyrir árás byssumanna í Ríó Lífið „Fataskápurinn minn gerir ekki ráð fyrir sól“ Tíska og hönnun Millie Bobby Brown í hóp Íslandsvina Lífið Fleiri fréttir Cosby Show-stjarna látin Pöntuðu „perrapizzu“ með flugi frá Ísafirði Heimsfræg lesbía á leið til landsins Stökk fjörutíu sinnum úr flugvél í Dubai Stjörnulífið: „Hann er pabbi minn“ „Ég vakna á hverjum degi og þrái ekkert meira en að fá hann aftur“ Ákváðu að vera um kyrrt á Englandi þegar Trump náði kjöri Millie Bobby Brown í hóp Íslandsvina Stór saga í litlum umbúðum: „Barnæskan mín er greypt í minnið“ Segir af sér eftir að Coldplay kom óvart upp um framhjáhaldið Trylltist þegar hún varð fyrir árás byssumanna í Ríó Krakkatían: Barbie, forseti og flugstöð Charli xcx gifti sig „Nú eruð þið farin að draga mig aftur inn í pólitíska umræðu“ Óskandi að það væru fleiri börn með Downs á Íslandi Fréttatía vikunnar: Eldgos, heimsókn Ursulu og frægur gítar Grátbað um að fá að deyja en fagnar nú öllum framförum Stjórn fyrirtækisins hefur formlega rannsókn Bragason leikur Zeldu prinsessu Borgarbörnin orðin sveitaballasjúk: „Ef þú ferð þangað sérðu ekki einn síma á lofti“ Næturskrunið eyðileggi svefninn og ungmennin vansvefta Ótrúleg upplifun að vera í algjöru myrkri á tónleikum Tognaður í báðum lærum og blöðrur á öllum tám Sætar og seiðandi einhleypar sumarskvísur Coldplay kom óvart upp um framhjáhald forstjórans Útilokar fimmta hjónabandið: „Ég held ég sé búinn með það“ Sýnishorn úr nýjustu mynd Hlyns Pálmasonar Pete Davidson að verða pabbi: „Nú vita allir að við sváfum saman“ Af hverju vinkar Teslan alltaf á sama stað? Connie Francis er látin Sjá meira
Blær Örn Ásgeirsson, fimmtán ára íslenskur frisbígolfari, gerði sér lítið fyrir og sigraði Opna breska meistaramótið í frisbígolfi, eða „folfi“, sem haldið var nú í júlí. Blær skákaði þar nokkrum heimsmeisturum í sportinu og er að vonum stoltur af sigrinum. Folf hefur notið vaxandi vinsælda síðustu ár á Íslandi, og í heiminum öllum, en íþróttin minnir um margt á golf. Í stað golfkúlna notast iðkendur þó við frisbídiska sem þeir reyna að hitta í þar til gerðar körfur.Var að tapa með fimm höggum eftir fyrsta hring Blær lagði af stað í frisbígolfför nú í júní og tók fyrst þátt í stóru móti sem haldið var í Finnlandi, þar sem gekk „ágætlega“ að hans sögn. Hann hélt því næst til Bretlands á Opna breska meistaramótið í frisbígolfi, með áðurnefndum árangri. Níutíu manns kepptu á mótinu sem haldið var í fertugasta skipti. „Eftir fyrsta hring var ég að tapa mótinu með fimm höggum og var í 20. sæti. Svo á öðrum hring náði ég að spila besta hring dagsins ásamt þremur öðrum og náði að vinna mig upp í 2. sætið, þar sem ég var eftir fyrsta daginn,“ segir Blær í samtali við Vísi. „Á þriðja hring á sunnudeginum náði ég að spila besta hring mótsins með sjö undir pari og eftir þann hring var ég að vinna mótið með fjórum höggum. Þá voru bara níu holur eftir til úrslita, þar sem ég spilaði öruggt.“ Blær lauk mótinu á ellefu höggum undir pari, sex höggum á undan næsta manni.Blær í miðju kasti.Mynd/Steve Hurrell Photography 2018Stefndi alltaf á sigur Blær keppti í opnum flokki karla á mótinu en ekki sérstökum ungmennaflokki. Hann bar því sigurorð af heimsmeisturum í sportinu. Þá segist hann alltaf hafa stefnt á sigur þrátt fyrir að hann ætti erfiða keppni fyrir höndum. „Það var allan tímann planið að vinna. Ég var til dæmis alveg klár á því að ég ætlaði að vinna eftir fyrsta hring þegar ég var langt eftir á, ég var ákveðinn í því að það væri enn þá möguleiki,“ segir Blær. Blær hefur æft frisbígolf í um þrjú og hálft ár en æfingar fara að mestu fram utandyra. Hann segir nokkuð marga spila folf á Íslandi enda fari íþróttin ört stækkandi hér á landi, sem og á alþjóðavísu. Þá hlaut Blær verðlaun fyrir sigur á mótinu og var leystur út með gommu af frisbídiskum. „Já, ég fékk British Open-skjöld en þetta var fertugasta mótið. Svo fékk ég einhverja steinstyttu líka. Það eru peningaverðlaun á mótinu en af því að ég keppi í barnaflokki á Evrópumótinu í ágúst þá gat ég ekki tekið við peningnum, þannig að ég fékk fullt af frisbídiskum í staðinn.“
Aðrar íþróttir Íþróttir Mest lesið „Ég vakna á hverjum degi og þrái ekkert meira en að fá hann aftur“ Lífið Stjörnulífið: „Hann er pabbi minn“ Lífið Pöntuðu „perrapizzu“ með flugi frá Ísafirði Lífið Cosby Show-stjarna látin Lífið Ákváðu að vera um kyrrt á Englandi þegar Trump náði kjöri Lífið Stökk fjörutíu sinnum úr flugvél í Dubai Lífið Heimsfræg lesbía á leið til landsins Lífið Trylltist þegar hún varð fyrir árás byssumanna í Ríó Lífið „Fataskápurinn minn gerir ekki ráð fyrir sól“ Tíska og hönnun Millie Bobby Brown í hóp Íslandsvina Lífið Fleiri fréttir Cosby Show-stjarna látin Pöntuðu „perrapizzu“ með flugi frá Ísafirði Heimsfræg lesbía á leið til landsins Stökk fjörutíu sinnum úr flugvél í Dubai Stjörnulífið: „Hann er pabbi minn“ „Ég vakna á hverjum degi og þrái ekkert meira en að fá hann aftur“ Ákváðu að vera um kyrrt á Englandi þegar Trump náði kjöri Millie Bobby Brown í hóp Íslandsvina Stór saga í litlum umbúðum: „Barnæskan mín er greypt í minnið“ Segir af sér eftir að Coldplay kom óvart upp um framhjáhaldið Trylltist þegar hún varð fyrir árás byssumanna í Ríó Krakkatían: Barbie, forseti og flugstöð Charli xcx gifti sig „Nú eruð þið farin að draga mig aftur inn í pólitíska umræðu“ Óskandi að það væru fleiri börn með Downs á Íslandi Fréttatía vikunnar: Eldgos, heimsókn Ursulu og frægur gítar Grátbað um að fá að deyja en fagnar nú öllum framförum Stjórn fyrirtækisins hefur formlega rannsókn Bragason leikur Zeldu prinsessu Borgarbörnin orðin sveitaballasjúk: „Ef þú ferð þangað sérðu ekki einn síma á lofti“ Næturskrunið eyðileggi svefninn og ungmennin vansvefta Ótrúleg upplifun að vera í algjöru myrkri á tónleikum Tognaður í báðum lærum og blöðrur á öllum tám Sætar og seiðandi einhleypar sumarskvísur Coldplay kom óvart upp um framhjáhald forstjórans Útilokar fimmta hjónabandið: „Ég held ég sé búinn með það“ Sýnishorn úr nýjustu mynd Hlyns Pálmasonar Pete Davidson að verða pabbi: „Nú vita allir að við sváfum saman“ Af hverju vinkar Teslan alltaf á sama stað? Connie Francis er látin Sjá meira