Almennur vinnumarkaður eigi að móta kjarastefnu í landinu Sighvatur Arnmundsson skrifar 13. júlí 2018 06:00 Kjararáð heyrir nú sögunni til en síðasta ákvörðun ráðsins var afar umdeild. Laun 48 forstöðumanna hjá hinu opinbera voru hækkuð. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR „Það er algjörlega ótækt að laun opinberra starfsmanna séu að hækka umfram almennan markað. Ég fagna því sérstaklega að þetta sé síðasti úrskurður kjararáðs,“ segir Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins. Kjararáð var lagt niður frá og með síðustu mánaðamótum með lagasetningu frá Alþingi. Síðasta verk ráðsins var hækkun á launum 48 forstöðumanna hjá hinu opinbera. Starfshópur um málefni kjararáðs lagði í vetur til breytt fyrirkomulag á launaákvörðunum kjörinna fulltrúa og æðstu embættismanna ríkisins. Í rökstuðningi tillagnanna voru þeir kostir meðal annars tilgreindir að breytingar á launum æðstu embættismanna yrðu ekki leiðandi, launaþróun yrði jafnari og að launaákvarðanir yrðu gagnsærri, fyrirsjáanlegri og skýrari. Halldór segir tillögurnar hafa miðað að því að ekki þurfi að þræta reglulega um þessi mál og setja kjaramálin í uppnám. „Almennur vinnumarkaður á að vera sá sem mótar kjarastefnuna í landinu. Rými til launahækkana skapast í atvinnulífinu en ekki í rekstri hins opinbera og þess vegna mega opinberir starfsmenn aldrei vera launaleiðandi í landinu.“Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins.VísirGylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ, segir ljóst að þessi svanasöngur kjararáðs sé alveg jafn vitlaus og taktlaus og aðrar ákvarðanir ráðsins. Hann vísar meðal annars til þess að forstjóri Landspítala fái mikla hækkun í miðri deilu við ljósmæður. „Úrskurðir kjararáðs hafa í gegnum tíðina sett kjaramál í algjört uppnám. Nú rýkur kjararáð til, þrátt fyrir vilja þingsins, og úrskurðar um þessar hækkanir tveimur vikum fyrir gildistíma laganna. Þetta er hrein og klár ögrun.“ Gylfi veltir fyrir sér því fyrirkomulagi sem komi í stað kjararáðs. „Stjórnir einstaka stofnana og fyrirtækja hafa fengið heimild til að ákvarða laun æðstu stjórnenda. Þá var talað um að fara yrði varlega og gæta hófsemi. Stjórnir til dæmis Landsvirkjunar og Landsbankans töldu sig beita mikilli hófsemi með milljón króna hækkun. Þannig er búið að skilgreina hófsemi.“ Gylfi segir að þessar stjórnir hafi getað hunsað fyrirmæli ráðherra sem geri ekkert í málinu. „Það hefur engum verið skipt út úr þessum stjórnum. Það ber enginn ábyrgð.“ Birtist í Fréttablaðinu Kjaramál Kjararáð Tengdar fréttir Síðasta verkið var um 10,8% hækkun Síðasta verk kjararáðs var að hækka laun ýmissa forstöðumanna ríkisstofnanna. 4. júlí 2018 09:46 Laun forstjóra ríkisfyrirtækja hækkað um tæp 24 prósent Laun forstjóra ríkisfyrirtækja hækkuðu að meðaltali um tæplega 24% eftir að ákvörðun launa þeirra var færð frá kjararáði til stjórna fyrirtækjanna í fyrra. Fjármálaráðherra segir hækkanirnar krefjast skýringa og forseti Alþýðusambands Íslands segir þær verða fordæmisgefandi fyrir komandi kjaraviðræður. 3. júlí 2018 20:30 Forstöðumenn íhuga málsókn Forstöðumenn ríkisstofnana telja að stjórnsýslureglum hafi ekki verið fylgt hjá kjararáði. Hátt í tug erinda var ekki svarað af ráðinu eða þeim vísað frá. 12. júlí 2018 06:00 Vill festa laun æðstu stjórnenda við almenna launaþróun Þingmaður Vinstri grænna telur að setja eigi ríkisfyrirtækjum starfskjarareglur þar sem kveðið yrði á um að laun stjórnenda fylgi almennri launaþróun í landinu. Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir tugprósenta launahækkanir forstjóra ríkisfyrirtækja grafalvarlegt mál og slæmt innlegg í kjaraviðræður. 4. júlí 2018 20:00 Mest lesið Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Innlent Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Innlent „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Innlent Konan er fundin Innlent „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Erlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Innlent Fleiri fréttir Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sextán ára kveikti í herbergi sínu Þremur sleppt úr haldi og brotaþoli útskrifaður „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Ekki hægt að þaga þegar stjórnmálamenn leika sér að því að særa fram tröllin 252,6 milljónir runnið í ríkissjóð úr dánarbúum án lögerfingja á tíu árum Þrjú söfn í eina sæng Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Líkamsárás á gistiheimili „Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Tveir á sjúkrahús eftir harðan árekstur Vegurinn yfir Kjöl gerir ferðalöngum lífið leitt Sjá meira
„Það er algjörlega ótækt að laun opinberra starfsmanna séu að hækka umfram almennan markað. Ég fagna því sérstaklega að þetta sé síðasti úrskurður kjararáðs,“ segir Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins. Kjararáð var lagt niður frá og með síðustu mánaðamótum með lagasetningu frá Alþingi. Síðasta verk ráðsins var hækkun á launum 48 forstöðumanna hjá hinu opinbera. Starfshópur um málefni kjararáðs lagði í vetur til breytt fyrirkomulag á launaákvörðunum kjörinna fulltrúa og æðstu embættismanna ríkisins. Í rökstuðningi tillagnanna voru þeir kostir meðal annars tilgreindir að breytingar á launum æðstu embættismanna yrðu ekki leiðandi, launaþróun yrði jafnari og að launaákvarðanir yrðu gagnsærri, fyrirsjáanlegri og skýrari. Halldór segir tillögurnar hafa miðað að því að ekki þurfi að þræta reglulega um þessi mál og setja kjaramálin í uppnám. „Almennur vinnumarkaður á að vera sá sem mótar kjarastefnuna í landinu. Rými til launahækkana skapast í atvinnulífinu en ekki í rekstri hins opinbera og þess vegna mega opinberir starfsmenn aldrei vera launaleiðandi í landinu.“Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins.VísirGylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ, segir ljóst að þessi svanasöngur kjararáðs sé alveg jafn vitlaus og taktlaus og aðrar ákvarðanir ráðsins. Hann vísar meðal annars til þess að forstjóri Landspítala fái mikla hækkun í miðri deilu við ljósmæður. „Úrskurðir kjararáðs hafa í gegnum tíðina sett kjaramál í algjört uppnám. Nú rýkur kjararáð til, þrátt fyrir vilja þingsins, og úrskurðar um þessar hækkanir tveimur vikum fyrir gildistíma laganna. Þetta er hrein og klár ögrun.“ Gylfi veltir fyrir sér því fyrirkomulagi sem komi í stað kjararáðs. „Stjórnir einstaka stofnana og fyrirtækja hafa fengið heimild til að ákvarða laun æðstu stjórnenda. Þá var talað um að fara yrði varlega og gæta hófsemi. Stjórnir til dæmis Landsvirkjunar og Landsbankans töldu sig beita mikilli hófsemi með milljón króna hækkun. Þannig er búið að skilgreina hófsemi.“ Gylfi segir að þessar stjórnir hafi getað hunsað fyrirmæli ráðherra sem geri ekkert í málinu. „Það hefur engum verið skipt út úr þessum stjórnum. Það ber enginn ábyrgð.“
Birtist í Fréttablaðinu Kjaramál Kjararáð Tengdar fréttir Síðasta verkið var um 10,8% hækkun Síðasta verk kjararáðs var að hækka laun ýmissa forstöðumanna ríkisstofnanna. 4. júlí 2018 09:46 Laun forstjóra ríkisfyrirtækja hækkað um tæp 24 prósent Laun forstjóra ríkisfyrirtækja hækkuðu að meðaltali um tæplega 24% eftir að ákvörðun launa þeirra var færð frá kjararáði til stjórna fyrirtækjanna í fyrra. Fjármálaráðherra segir hækkanirnar krefjast skýringa og forseti Alþýðusambands Íslands segir þær verða fordæmisgefandi fyrir komandi kjaraviðræður. 3. júlí 2018 20:30 Forstöðumenn íhuga málsókn Forstöðumenn ríkisstofnana telja að stjórnsýslureglum hafi ekki verið fylgt hjá kjararáði. Hátt í tug erinda var ekki svarað af ráðinu eða þeim vísað frá. 12. júlí 2018 06:00 Vill festa laun æðstu stjórnenda við almenna launaþróun Þingmaður Vinstri grænna telur að setja eigi ríkisfyrirtækjum starfskjarareglur þar sem kveðið yrði á um að laun stjórnenda fylgi almennri launaþróun í landinu. Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir tugprósenta launahækkanir forstjóra ríkisfyrirtækja grafalvarlegt mál og slæmt innlegg í kjaraviðræður. 4. júlí 2018 20:00 Mest lesið Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Innlent Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Innlent „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Innlent Konan er fundin Innlent „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Erlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Innlent Fleiri fréttir Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sextán ára kveikti í herbergi sínu Þremur sleppt úr haldi og brotaþoli útskrifaður „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Ekki hægt að þaga þegar stjórnmálamenn leika sér að því að særa fram tröllin 252,6 milljónir runnið í ríkissjóð úr dánarbúum án lögerfingja á tíu árum Þrjú söfn í eina sæng Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Líkamsárás á gistiheimili „Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Tveir á sjúkrahús eftir harðan árekstur Vegurinn yfir Kjöl gerir ferðalöngum lífið leitt Sjá meira
Síðasta verkið var um 10,8% hækkun Síðasta verk kjararáðs var að hækka laun ýmissa forstöðumanna ríkisstofnanna. 4. júlí 2018 09:46
Laun forstjóra ríkisfyrirtækja hækkað um tæp 24 prósent Laun forstjóra ríkisfyrirtækja hækkuðu að meðaltali um tæplega 24% eftir að ákvörðun launa þeirra var færð frá kjararáði til stjórna fyrirtækjanna í fyrra. Fjármálaráðherra segir hækkanirnar krefjast skýringa og forseti Alþýðusambands Íslands segir þær verða fordæmisgefandi fyrir komandi kjaraviðræður. 3. júlí 2018 20:30
Forstöðumenn íhuga málsókn Forstöðumenn ríkisstofnana telja að stjórnsýslureglum hafi ekki verið fylgt hjá kjararáði. Hátt í tug erinda var ekki svarað af ráðinu eða þeim vísað frá. 12. júlí 2018 06:00
Vill festa laun æðstu stjórnenda við almenna launaþróun Þingmaður Vinstri grænna telur að setja eigi ríkisfyrirtækjum starfskjarareglur þar sem kveðið yrði á um að laun stjórnenda fylgi almennri launaþróun í landinu. Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir tugprósenta launahækkanir forstjóra ríkisfyrirtækja grafalvarlegt mál og slæmt innlegg í kjaraviðræður. 4. júlí 2018 20:00