Tufa: Verðum með fimm sjónvörp klár á Akureyrarvelli Smári Jökull Jónsson skrifar 12. júlí 2018 21:04 Srdjan Tufegdzic, þjálfari KA. visir/stefán „Ég er mjög ánægður. Að koma hérna á útivöll á móti liði sem ég virði mikið og Óla Stefán vin minn, taka þrjú stig og sýna svona frammistöðu þá verð ég að vera mjög ánægður með mína stráka,“ sagði Srdjan Tufegdzig eftir sætan sigur hans manna í KA gegn Grindvíkingum í kvöld. Sigurinn var sá fyrsti á útivelli hjá KA í sumar og Tufa sagði það sérstaklega sætt. „Þegar þú ert að spila á útivelli þarftu að leggja meira á þig og sýna meiri ástríðu en við höfum verið að gera í síðustu leikjum. Mínir strákar svöruðu þessu í dag og ég er mjög stoltur af þeim.“ „Við erum manni fleiri og mér fannst við vera með yfirhöndina í seinni hálfleik og ég var að bíða eftir sigurmarkinu. Stundum kemur það í lokin og við erum ekkert að kvarta yfir því,“ en sigurmark KA kom á 90.mínútu og var það varamaðurinn Ýmir Már Geirsson sem skoraði það. Í upphafi síðari hálfleiks fór af stað sérstök atburðarás. KA skoraði mark sem dómarar leiksins dæmdu svo af töluvert síðar þegar Grindvíkingar voru að búa sig undir að hefja leik á miðju. Hvað fannst Tufa um það atvik? „Ég held að ég geti ekki útskýrt það. Það eina sem ég veit er að við ætlum að kaupa fimm sjónvörp og hafa þau klár á Akureyrarvelli í næsta leik. Ég fagnaði svo mikið að ég tók ekki eftir að markið var dæmt af. Ég spurði Pétur (Guðmundsson, fjórði dómari leiksins) hvað væri í gangi og hann sagði að þeir hefðu rætt saman en ég hef aldrei upplifað svona lagað á ævinni.“ Félagaskiptaglugginn opnar á næstu dögum og það mátti heyra á Tufa að það væri allt eins líklegt að KA-menn myndu bæta við hópinn. „Við ætlum að sjá til. Það voru áætlanir fyrir mót að bæta við leikmanni en það gerðist ekki. Ég er með góðan hóp, við höfum verið í basli vegna meiðsla og leikbanna. Þeir menn eru að koma til baka og í dag var það bara Hallgrímur Jónasson sem var ekki með. Ef við höldum áfram svona er ég mjög bjartsýnn á framhaldið.“ Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Grindavík - KA 1-2 | Norðanmenn unnu eftir dramatík suður með sjó KA vann sætan sigur á Grindavík í 10.umferð Pepsi-deildarinnar í kvöld. Sigurmarkið kom á 90.mínútu leiksins en leikurinn var fjörugur og umdeild atvik á báða bóga. 12. júlí 2018 21:00 Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Króatía 29-30 | Aftur súrt tap gegn Króötunum hans Dags Handbolti Líkur Íslands á verðlaunum hafa snaraukist Handbolti Botna ekkert í Snorra: „Við erum teknir í bólinu“ Handbolti „Hann er sonur minn“ Fótbolti „Tveggja ára barn að labba við sundlaugarbakkann og enginn gerði neitt“ Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Króatíu: Basl á Bóndadaginn Handbolti „Þurfum við ekki að fá fleiri varða bolta?“ Handbolti Össur gagnrýndi fýlulegar og miskunnarlausar spurningar Loga Handbolti Aron Kristjáns tapaði líka með minnsta mun Handbolti „Hann gæti gert fullt af sóknum léttari“ Handbolti Fleiri fréttir Rugluðust á nafni nýja leikmannsins Sigurður Bjartur á leið til Spánar? Stjarnan selur Adolf Daða til FH Þór/KA fær þrjá leikmenn frá Stólunum á fimm leikmanna degi Fyrirliði FHL er mættur í Laugardalinn Telma eltir þjálfarann í Garðabæinn Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu KR fær tvo unga Ganverja Breytingar hjá Breiðabliki „Á eftir bolta kemur barn“ Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Blikar farnir að fylla í skörðin Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Birta eltir ástina og semur við Genoa Sjá meira
„Ég er mjög ánægður. Að koma hérna á útivöll á móti liði sem ég virði mikið og Óla Stefán vin minn, taka þrjú stig og sýna svona frammistöðu þá verð ég að vera mjög ánægður með mína stráka,“ sagði Srdjan Tufegdzig eftir sætan sigur hans manna í KA gegn Grindvíkingum í kvöld. Sigurinn var sá fyrsti á útivelli hjá KA í sumar og Tufa sagði það sérstaklega sætt. „Þegar þú ert að spila á útivelli þarftu að leggja meira á þig og sýna meiri ástríðu en við höfum verið að gera í síðustu leikjum. Mínir strákar svöruðu þessu í dag og ég er mjög stoltur af þeim.“ „Við erum manni fleiri og mér fannst við vera með yfirhöndina í seinni hálfleik og ég var að bíða eftir sigurmarkinu. Stundum kemur það í lokin og við erum ekkert að kvarta yfir því,“ en sigurmark KA kom á 90.mínútu og var það varamaðurinn Ýmir Már Geirsson sem skoraði það. Í upphafi síðari hálfleiks fór af stað sérstök atburðarás. KA skoraði mark sem dómarar leiksins dæmdu svo af töluvert síðar þegar Grindvíkingar voru að búa sig undir að hefja leik á miðju. Hvað fannst Tufa um það atvik? „Ég held að ég geti ekki útskýrt það. Það eina sem ég veit er að við ætlum að kaupa fimm sjónvörp og hafa þau klár á Akureyrarvelli í næsta leik. Ég fagnaði svo mikið að ég tók ekki eftir að markið var dæmt af. Ég spurði Pétur (Guðmundsson, fjórði dómari leiksins) hvað væri í gangi og hann sagði að þeir hefðu rætt saman en ég hef aldrei upplifað svona lagað á ævinni.“ Félagaskiptaglugginn opnar á næstu dögum og það mátti heyra á Tufa að það væri allt eins líklegt að KA-menn myndu bæta við hópinn. „Við ætlum að sjá til. Það voru áætlanir fyrir mót að bæta við leikmanni en það gerðist ekki. Ég er með góðan hóp, við höfum verið í basli vegna meiðsla og leikbanna. Þeir menn eru að koma til baka og í dag var það bara Hallgrímur Jónasson sem var ekki með. Ef við höldum áfram svona er ég mjög bjartsýnn á framhaldið.“
Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Grindavík - KA 1-2 | Norðanmenn unnu eftir dramatík suður með sjó KA vann sætan sigur á Grindavík í 10.umferð Pepsi-deildarinnar í kvöld. Sigurmarkið kom á 90.mínútu leiksins en leikurinn var fjörugur og umdeild atvik á báða bóga. 12. júlí 2018 21:00 Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Króatía 29-30 | Aftur súrt tap gegn Króötunum hans Dags Handbolti Líkur Íslands á verðlaunum hafa snaraukist Handbolti Botna ekkert í Snorra: „Við erum teknir í bólinu“ Handbolti „Hann er sonur minn“ Fótbolti „Tveggja ára barn að labba við sundlaugarbakkann og enginn gerði neitt“ Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Króatíu: Basl á Bóndadaginn Handbolti „Þurfum við ekki að fá fleiri varða bolta?“ Handbolti Össur gagnrýndi fýlulegar og miskunnarlausar spurningar Loga Handbolti Aron Kristjáns tapaði líka með minnsta mun Handbolti „Hann gæti gert fullt af sóknum léttari“ Handbolti Fleiri fréttir Rugluðust á nafni nýja leikmannsins Sigurður Bjartur á leið til Spánar? Stjarnan selur Adolf Daða til FH Þór/KA fær þrjá leikmenn frá Stólunum á fimm leikmanna degi Fyrirliði FHL er mættur í Laugardalinn Telma eltir þjálfarann í Garðabæinn Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu KR fær tvo unga Ganverja Breytingar hjá Breiðabliki „Á eftir bolta kemur barn“ Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Blikar farnir að fylla í skörðin Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Birta eltir ástina og semur við Genoa Sjá meira
Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Grindavík - KA 1-2 | Norðanmenn unnu eftir dramatík suður með sjó KA vann sætan sigur á Grindavík í 10.umferð Pepsi-deildarinnar í kvöld. Sigurmarkið kom á 90.mínútu leiksins en leikurinn var fjörugur og umdeild atvik á báða bóga. 12. júlí 2018 21:00