Fótbolti

Argentínumaðurinn Pitana dæmir úrslitaleikinn

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Pitana hefur haft nóg að gera á HM
Pitana hefur haft nóg að gera á HM Vísir/Getty
Argentínski dómarinn Nestor Pitana mun dæma úrslitaleik HM í Rússlandi á sunnudag þar sem Frakkar og Króatar eigast við. Pitana mun því dæma lokaleikinn og opnunarleikinn á HM.

Hinn 43 ára Pitana dæmdi opnunarleikinn á milli gestgjafa Rússa og Sádi-Arabíu þar sem Rússar fóru með 5-0 sigur og líka leik Mexíkóa og Svía í riðlakeppninni. Þá hefur Pitana dæmt leiki bæði Frakka og Króata á þessu heimsmeistaramóti.

Hann dæmdi leik Frakka og Úrúgvæ í 8-liða úrslitunum og viðureign Króata og Dana í 16-liða úrslitunum. Úrslitaleikurinn verður því hans fimmti á mótinu.

Pitana verður með tvo landa sína sér til aðstoðar, Hernan Maidana og Juan P. Belatti. Fjórði dómari verður Hollendingurinn Björn Kuipers.



 

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×