Edda var að keppa í tvíþraut (Aquathlon) sem er sambland af sundi og hlaupi. Hún var fljótust allra og vann þar glæsilegan sigur. Keppnin er hluti af Aquathlon leikunum og er haldið af Alþjóðaþríþrautarsambandinu.
Guðlaug Edda synti fyrst einn kílómetra og hljóp síðan í framhaldinu 5 kílómetra. Edda var ekki fyrst eftir sundið en var sterkari en allar hinar á sprettinum.
Edda kom í mark á 31 mínútu og 15 sekúndum og var hún 48 sekúndum á undan bresku stelpunni Hannah Kitchen. Þriðja var síðan Vida Medic frá Serbíu.
Congratulations to Hannesdottir ISL #Fyn2018#Aquathlon World Champion!
#HighFiveFyn@ITUmultisport#sporteventDKpic.twitter.com/9ZYiHMu4Ky
— TriathlonLIVE (@triathlonlive) July 12, 2018
Þetta var aðeins önnur keppni hennar eftir að hún féll illa í keppni fyrr í sumar og fékk heilahristing. Það er gaman að sjá hana koma svona sterka til baka eftir það.