Svo sögðu allavega ensku knattspyrnuspekingarnir. Króatarnir voru ekki alveg sammála þessu og nýttu vanmat og virðingaleysi spekinganna vel.
Luka Modric sagði virðingaleysu ensku sjónvarpsmannanna hafi gefið Króötunum aukakraft í leiknum í gær þar sem króatíska liðið kom til baka og tryggði sér svo sigurinn í framlengingu.
„Við sýndum það einu sinni enn að við erum ekki þreyttir. Við vorum miklu betri í þessum leik hvort sem við erum að tala um andlega eða líkamlega þáttinn. Við vorum betri en þeir á öllum sviðum,“ sagði Luka Modric. BBC segir frá.
Luka Modric hefur átt frábæra heimsmeistarakeppni og er mjög líklegur kandídat í að vera kosinn besti leikmaður keppninnar. Hann hefur ráðið ríkjum á miðjunni í leikjum króatíska liðsins.
"#ENG have got to find a player like Luka Modric"@chriswaddle93 says the #ThreeLions are lacking a creative midfield player - and have done since Gazza.
*NEW* #WorldCup Daily podcast:
https://t.co/ggvRTavSNq#ENGCRO#bbcworldcuppic.twitter.com/9q9MQ4NlDw
— BBC 5 live Sport (@5liveSport) July 12, 2018
„Við lásum þetta allt og heyrðum þetta allt. Þá sögðum við: Allt í lagi, við skulum sýna þeim að við erum ekki þreyttir,“ sagði Modric.
Króatía er komið í sinn fyrsta úrsltialeik á HM en liðið hafði best náð þriðja sætinu á HM í Frakklandi 1998.
„Þetta er besti árangurinn í sögu Króatíu og við gerum staðið stoltir,“ sagði Modric að lokum.