Fótbolti

Modric: Orð ensku sjónvarpsmannanna gáfu Króötunum aukakraft

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Luka Modric fagnaí með því að stökkva upp í fangið á Mario Mandzukic. Það var einmitt Mandzukic sem skoraði sigurmark Króata.
Luka Modric fagnaí með því að stökkva upp í fangið á Mario Mandzukic. Það var einmitt Mandzukic sem skoraði sigurmark Króata. Vísir/Getty
Luka Modric og félagar í króatíska landsliðinu áttu að vera útkeyrðir og dauðuppgefnir eftir framlengingar og vítakeppnir í bæði sextán og átta liða úrslitunum á HM í Rússlandi.

Svo sögðu allavega ensku knattspyrnuspekingarnir. Króatarnir voru ekki alveg sammála þessu og nýttu vanmat og virðingaleysi spekinganna vel.

Luka Modric sagði virðingaleysu ensku sjónvarpsmannanna hafi gefið Króötunum aukakraft í leiknum í gær þar sem króatíska liðið kom til baka og tryggði sér svo sigurinn í framlengingu.

„Við sýndum það einu sinni enn að við erum ekki þreyttir. Við vorum miklu betri í þessum leik hvort sem við erum að tala um andlega eða líkamlega þáttinn. Við vorum betri en þeir á öllum sviðum,“ sagði Luka Modric. BBC segir frá.

Luka Modric hefur átt frábæra heimsmeistarakeppni og er mjög líklegur kandídat í að vera kosinn besti leikmaður keppninnar. Hann hefur ráðið ríkjum á miðjunni í leikjum króatíska liðsins.





„Ensku blaðamennirnir og ensku sjónvarpsmennirnir vanmátu Króata og það voru stór mistök. Þeir áttu að vera auðmjúkari og bera meiri virðingu fyrir andstæðingum sínum,“ sagði Modric.

„Við lásum þetta allt og heyrðum þetta allt. Þá sögðum við: Allt í lagi, við skulum sýna þeim að við erum ekki þreyttir,“ sagði Modric.

Króatía er komið í sinn fyrsta úrsltialeik á HM en liðið hafði best náð þriðja sætinu á HM í Frakklandi 1998.

„Þetta er besti árangurinn í sögu Króatíu og við gerum staðið stoltir,“ sagði Modric að lokum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×