Spá því að EBITDA Icelandair Group lækki um helming á öðrum fjórðungi Kristinn Ingi Jónsson skrifar 12. júlí 2018 06:00 Icelandair verður rekið nálægt núlli í ár að mati IFS. Fréttablaðið/Anton Brink Greiningarfyrirtækið IFS telur að EBITDA-hagnaður Icelandair Group – afkoma fyrir fjármagnsliði, skatta og afskriftir – verði 21,9 milljónir dala á öðrum fjórðungi ársins og lækki þannig um 48 prósent á milli ára, að því er fram kemur í nýrri afkomuspá IFS sem Fréttablaðið hefur undir höndum. Greinendur IFS telja jafnframt „umdeilanlegt“ af hverju félagið hafi ekki lækkað afkomuspá sína eftir birtingu uppgjörs fyrir fyrsta fjórðung ársins í apríl síðastliðnum. Minna hafi verið um bókanir í apríl í ár en í fyrra og það sama megi segja um maímánuð. Þeir benda enn fremur á að félagið hafi sent frá sér afkomuviðvörun síðasta sunnudag þrátt fyrir að félagið hafi skilað uppgjöri fyrir fyrsta ársfjórðung sem Björgólfur Jóhannsson forstjóri sagði að hefði verið „í takt við áætlanir“.Sjá einnig: „Lenda hreinlega í ákveðnum vandræðum“ Samkvæmt afkomuviðvöruninni mun EBITDA félagsins verða 120 til 140 milljónir dala á þessu ári, en áður hafði félagið spáð EBITDA upp á 170 til 190 milljónir dala á árinu. Til samanburðar nam EBITDA félagsins 170 milljónum dala í fyrra. Gengi hlutabréfanna hríðféll um fjórðung daginn eftir að félagið sendi frá sér viðvörunina. Í afkomuspá IFS er gert ráð fyrir að Icelandair Group skili EBITDA upp á 128,2 milljónir dala á þessu ári. Sérfræðingar IFS telja að 10,4 milljóna dala tap verði á rekstri ferðaþjónustufélagsins á öðrum ársfjórðungi en til samanburðar nam hagnaður félagsins 10,7 milljónum dala á sama tímabili í fyrra. Þeir spá því að afkoman verði rétt við núllið, nánar tiltekið jákvæð um 0,1 milljón dala, á árinu borið saman við 40,5 milljóna dala hagnað á síðasta ári. Mestu munar um aukinn rekstrarkostnað en IFS telur að hann vaxi um allt að 14 prósent á þessu ári og verði um 1.420 milljónir dala. Icelandair Group mun birta uppgjör fyrir annan ársfjórðung 31. júlí. Birtist í Fréttablaðinu Ferðamennska á Íslandi Fréttir af flugi Icelandair Tengdar fréttir Forstjóri Icelandair stappar stálinu í starfsfólk sitt: „Ég veit að ég get treyst á ykkur öll“ Björgólfur Jóhannsson, forstjóri Icelandair, hughreystir starfsfólk sitt í tölvupósti. 9. júlí 2018 23:43 Hlutur í Icelandair fallið um 40 prósent Markaðsvirði rúmlega tveggja prósenta hlutar Traðarhyrnu, sem er í eigu einkafjárfesta, í Icelandair Group hefur lækkað um 40 prósent frá kaupunum í febrúar 2017. 11. júlí 2018 06:00 „Lenda hreinlega í ákveðnum vandræðum“ Hagfræðingur Viðskiptaráðs fer yfir stöðu íslensku flugfélaganna. 10. júlí 2018 12:35 Kallar á frekari uppstokkun Sú aðferðafræði Icelandair Group að bíða og vona að fargjöld hækki hefur gengið sér til húðar, að sögn greinanda Landsbankans. Hlutabréfaverð fyrirtækisins lækkaði um fjórðung í gær eftir afkomuviðvörun. 10. júlí 2018 07:00 Mest lesið Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Viðskipti innlent Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Viðskipti innlent Kúabændur skora á ráðherra að falla frá breytingum Viðskipti innlent Einkenni gervigreindar-kvíða og góð ráð Atvinnulíf Sólveig Kolbrún og Harpa Björg til Iðunnar Viðskipti innlent Kaflaskil: „Allt í einu er ekkert í dagatalinu“ Atvinnulíf Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Viðskipti innlent Framúrskarandi tískuvöruverslunin með stórt hjarta Framúrskarandi kynning Stofnar félag um olíuleit Viðskipti innlent Vélfag áfrýjar dómnum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Kúabændur skora á ráðherra að falla frá breytingum Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Sólveig Kolbrún og Harpa Björg til Iðunnar Vélfag áfrýjar dómnum Vill láta hart mæta hörðu Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Stofnar félag um olíuleit Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Fengið jákvæð viðbrögð frá Evrópusambandinu Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Makrílveiðimenn töpuðu baráttu sinni við ríkið Bein útsending: Umhverfisdagur atvinnulífsins Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Tekur við stöðu markaðsstjóra Kadeco Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Sýn fær flýtimeðferð Ístak byggir Fossvogsbrú Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Sjá meira
Greiningarfyrirtækið IFS telur að EBITDA-hagnaður Icelandair Group – afkoma fyrir fjármagnsliði, skatta og afskriftir – verði 21,9 milljónir dala á öðrum fjórðungi ársins og lækki þannig um 48 prósent á milli ára, að því er fram kemur í nýrri afkomuspá IFS sem Fréttablaðið hefur undir höndum. Greinendur IFS telja jafnframt „umdeilanlegt“ af hverju félagið hafi ekki lækkað afkomuspá sína eftir birtingu uppgjörs fyrir fyrsta fjórðung ársins í apríl síðastliðnum. Minna hafi verið um bókanir í apríl í ár en í fyrra og það sama megi segja um maímánuð. Þeir benda enn fremur á að félagið hafi sent frá sér afkomuviðvörun síðasta sunnudag þrátt fyrir að félagið hafi skilað uppgjöri fyrir fyrsta ársfjórðung sem Björgólfur Jóhannsson forstjóri sagði að hefði verið „í takt við áætlanir“.Sjá einnig: „Lenda hreinlega í ákveðnum vandræðum“ Samkvæmt afkomuviðvöruninni mun EBITDA félagsins verða 120 til 140 milljónir dala á þessu ári, en áður hafði félagið spáð EBITDA upp á 170 til 190 milljónir dala á árinu. Til samanburðar nam EBITDA félagsins 170 milljónum dala í fyrra. Gengi hlutabréfanna hríðféll um fjórðung daginn eftir að félagið sendi frá sér viðvörunina. Í afkomuspá IFS er gert ráð fyrir að Icelandair Group skili EBITDA upp á 128,2 milljónir dala á þessu ári. Sérfræðingar IFS telja að 10,4 milljóna dala tap verði á rekstri ferðaþjónustufélagsins á öðrum ársfjórðungi en til samanburðar nam hagnaður félagsins 10,7 milljónum dala á sama tímabili í fyrra. Þeir spá því að afkoman verði rétt við núllið, nánar tiltekið jákvæð um 0,1 milljón dala, á árinu borið saman við 40,5 milljóna dala hagnað á síðasta ári. Mestu munar um aukinn rekstrarkostnað en IFS telur að hann vaxi um allt að 14 prósent á þessu ári og verði um 1.420 milljónir dala. Icelandair Group mun birta uppgjör fyrir annan ársfjórðung 31. júlí.
Birtist í Fréttablaðinu Ferðamennska á Íslandi Fréttir af flugi Icelandair Tengdar fréttir Forstjóri Icelandair stappar stálinu í starfsfólk sitt: „Ég veit að ég get treyst á ykkur öll“ Björgólfur Jóhannsson, forstjóri Icelandair, hughreystir starfsfólk sitt í tölvupósti. 9. júlí 2018 23:43 Hlutur í Icelandair fallið um 40 prósent Markaðsvirði rúmlega tveggja prósenta hlutar Traðarhyrnu, sem er í eigu einkafjárfesta, í Icelandair Group hefur lækkað um 40 prósent frá kaupunum í febrúar 2017. 11. júlí 2018 06:00 „Lenda hreinlega í ákveðnum vandræðum“ Hagfræðingur Viðskiptaráðs fer yfir stöðu íslensku flugfélaganna. 10. júlí 2018 12:35 Kallar á frekari uppstokkun Sú aðferðafræði Icelandair Group að bíða og vona að fargjöld hækki hefur gengið sér til húðar, að sögn greinanda Landsbankans. Hlutabréfaverð fyrirtækisins lækkaði um fjórðung í gær eftir afkomuviðvörun. 10. júlí 2018 07:00 Mest lesið Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Viðskipti innlent Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Viðskipti innlent Kúabændur skora á ráðherra að falla frá breytingum Viðskipti innlent Einkenni gervigreindar-kvíða og góð ráð Atvinnulíf Sólveig Kolbrún og Harpa Björg til Iðunnar Viðskipti innlent Kaflaskil: „Allt í einu er ekkert í dagatalinu“ Atvinnulíf Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Viðskipti innlent Framúrskarandi tískuvöruverslunin með stórt hjarta Framúrskarandi kynning Stofnar félag um olíuleit Viðskipti innlent Vélfag áfrýjar dómnum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Kúabændur skora á ráðherra að falla frá breytingum Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Sólveig Kolbrún og Harpa Björg til Iðunnar Vélfag áfrýjar dómnum Vill láta hart mæta hörðu Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Stofnar félag um olíuleit Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Fengið jákvæð viðbrögð frá Evrópusambandinu Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Makrílveiðimenn töpuðu baráttu sinni við ríkið Bein útsending: Umhverfisdagur atvinnulífsins Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Tekur við stöðu markaðsstjóra Kadeco Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Sýn fær flýtimeðferð Ístak byggir Fossvogsbrú Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Sjá meira
Forstjóri Icelandair stappar stálinu í starfsfólk sitt: „Ég veit að ég get treyst á ykkur öll“ Björgólfur Jóhannsson, forstjóri Icelandair, hughreystir starfsfólk sitt í tölvupósti. 9. júlí 2018 23:43
Hlutur í Icelandair fallið um 40 prósent Markaðsvirði rúmlega tveggja prósenta hlutar Traðarhyrnu, sem er í eigu einkafjárfesta, í Icelandair Group hefur lækkað um 40 prósent frá kaupunum í febrúar 2017. 11. júlí 2018 06:00
„Lenda hreinlega í ákveðnum vandræðum“ Hagfræðingur Viðskiptaráðs fer yfir stöðu íslensku flugfélaganna. 10. júlí 2018 12:35
Kallar á frekari uppstokkun Sú aðferðafræði Icelandair Group að bíða og vona að fargjöld hækki hefur gengið sér til húðar, að sögn greinanda Landsbankans. Hlutabréfaverð fyrirtækisins lækkaði um fjórðung í gær eftir afkomuviðvörun. 10. júlí 2018 07:00