Stýra umfjöllun um tollastríðið Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 12. júlí 2018 06:00 Xi Jinping, forseti Kína. Vísir/AFP Svo virðist sem kínverska ríkisstjórnin reyni nú að koma í veg fyrir að Donald Trump Bandaríkjaforseti beiti sér af meiri hörku í tollastríðinu. Reuters greindi frá því í gær og hafði eftir heimildarmönnum sínum að ríkisstjórn Xi Jinping forseta hefði bannað ríkisfjölmiðlum að gagnrýna Trump. „Í gagnrýni ykkar á gjörðir og málflutning Bandaríkjamanna skulið þið passa að tengja það ekki Trump sjálfum heldur beina því að bandarísku ríkisstjórninni í heild,“ segir til dæmis í minnisblaði með leiðbeiningum sem fjölmiðlar fengu sent. Sagði þar enn fremur að miðlarnir yrðu að hjálpa til við að koma stöðugleika á í kínverska hagkerfinu, stuðla að hagvexti, fullri atvinnu sem og stöðugleika í milliríkjaviðskiptum. Viðmælandi Reuters, blaðamaður á stórum, ónefndum, kínverskum fréttavef, sagði reglurnar þær ströngustu til þessa. Miðillinn mætti eingöngu birta fréttir um tollastríðið sem þegar hefðu birst á ríkismiðlinum Xinhua, en ekki skrifa sínar eigin. Þá mættu fréttir um tollastríðið ekki fara á topp vefsíðunnar. Ríkisstjórnin Kína sakaði Bandaríkjastjórn þó um að ganga fram af of mikilli hörku í gær og varaði við mótaðgerðum eftir að Bandaríkjastjórn innleiddi tíu prósent tolla á kínverskar vörur að andvirði 200 milljarða Bandaríkjadala. Bandaríkin Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Fyrstu skotunum í viðskiptastríði Bandaríkjanna og Kína hleypt af Hætta er á að viðskiptastríð Trump Bandaríkjaforseta og Kína harðni enn á næstunni. 6. júlí 2018 10:15 Stærstu viðskiptasamtök Bandaríkjanna gagnrýna tollastefnu Trump Viðskiptaráð Bandaríkjanna fylgir Repúblikanaflokknum yfirleitt að málum en hefur nú hafið herferð gegn verndartollum forsetans. 2. júlí 2018 10:20 Tollastríð gæti leitt til skjálfta í öllu efnahagslífi heimsins Formlegt tollastríð er skollið á milli tveggja stærstu hagkerfa heims, það er að segja Bandaríkjanna og Kína. 6. júlí 2018 19:30 Mest lesið Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Erlent Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Halla mun funda með Xi Jinping Innlent Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Innlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Innlent Fleiri fréttir Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Sjá meira
Svo virðist sem kínverska ríkisstjórnin reyni nú að koma í veg fyrir að Donald Trump Bandaríkjaforseti beiti sér af meiri hörku í tollastríðinu. Reuters greindi frá því í gær og hafði eftir heimildarmönnum sínum að ríkisstjórn Xi Jinping forseta hefði bannað ríkisfjölmiðlum að gagnrýna Trump. „Í gagnrýni ykkar á gjörðir og málflutning Bandaríkjamanna skulið þið passa að tengja það ekki Trump sjálfum heldur beina því að bandarísku ríkisstjórninni í heild,“ segir til dæmis í minnisblaði með leiðbeiningum sem fjölmiðlar fengu sent. Sagði þar enn fremur að miðlarnir yrðu að hjálpa til við að koma stöðugleika á í kínverska hagkerfinu, stuðla að hagvexti, fullri atvinnu sem og stöðugleika í milliríkjaviðskiptum. Viðmælandi Reuters, blaðamaður á stórum, ónefndum, kínverskum fréttavef, sagði reglurnar þær ströngustu til þessa. Miðillinn mætti eingöngu birta fréttir um tollastríðið sem þegar hefðu birst á ríkismiðlinum Xinhua, en ekki skrifa sínar eigin. Þá mættu fréttir um tollastríðið ekki fara á topp vefsíðunnar. Ríkisstjórnin Kína sakaði Bandaríkjastjórn þó um að ganga fram af of mikilli hörku í gær og varaði við mótaðgerðum eftir að Bandaríkjastjórn innleiddi tíu prósent tolla á kínverskar vörur að andvirði 200 milljarða Bandaríkjadala.
Bandaríkin Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Fyrstu skotunum í viðskiptastríði Bandaríkjanna og Kína hleypt af Hætta er á að viðskiptastríð Trump Bandaríkjaforseta og Kína harðni enn á næstunni. 6. júlí 2018 10:15 Stærstu viðskiptasamtök Bandaríkjanna gagnrýna tollastefnu Trump Viðskiptaráð Bandaríkjanna fylgir Repúblikanaflokknum yfirleitt að málum en hefur nú hafið herferð gegn verndartollum forsetans. 2. júlí 2018 10:20 Tollastríð gæti leitt til skjálfta í öllu efnahagslífi heimsins Formlegt tollastríð er skollið á milli tveggja stærstu hagkerfa heims, það er að segja Bandaríkjanna og Kína. 6. júlí 2018 19:30 Mest lesið Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Erlent Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Halla mun funda með Xi Jinping Innlent Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Innlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Innlent Fleiri fréttir Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Sjá meira
Fyrstu skotunum í viðskiptastríði Bandaríkjanna og Kína hleypt af Hætta er á að viðskiptastríð Trump Bandaríkjaforseta og Kína harðni enn á næstunni. 6. júlí 2018 10:15
Stærstu viðskiptasamtök Bandaríkjanna gagnrýna tollastefnu Trump Viðskiptaráð Bandaríkjanna fylgir Repúblikanaflokknum yfirleitt að málum en hefur nú hafið herferð gegn verndartollum forsetans. 2. júlí 2018 10:20
Tollastríð gæti leitt til skjálfta í öllu efnahagslífi heimsins Formlegt tollastríð er skollið á milli tveggja stærstu hagkerfa heims, það er að segja Bandaríkjanna og Kína. 6. júlí 2018 19:30