Þakkar þjálfaranum fyrir gott ástand drengjanna Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 11. júlí 2018 10:26 Drengjunum var komið beint á sjúkrahús eftir að þeim var bjargað úr hellinum. Vísir/Getty Læknir sem skoðað hefur drengina tólf og metið ástand þeirra eftir sautján daga dvöl í hellinum í Taílandi segir þá í góðu ástandi miðað við aðstæður. Hann þakkar þjálfara þeirra fyrir að hafa séð vel um drengina í prísundinni. CNN greinir frá. „Ég verð að hrósa þjálfaranum sem sá afar vel um drengina,“ sagði Tongchai Lertvirairatanapong, læknir á vegum heilbrigðisráðuneytis Taílands. Hann tók á móti drengjunum á spítalanum í Chiang Rai, þangað sem þeir voru fluttir eftir að þeim var bjargað úr hellinum. Þjálfarinn var síðastur út úr hellinum en hann er meðal annars sagður hafa gefið drengjunum sinn hlut af þeim matarbirgðum sem þeir tóku með í hellinn, kennt þeim að hugleiða og sýnt þeim hvernig best væri að spara sem mesta orku á meðan beðið var eftir björgun.Drekka vökva sem líkist mjólk Lertvirairatanapong segir að drengirnir hafi ekki borðað neinn mat í níu daga áður en þeir fundust og að þeir hafi drukkið gruggugt vatn úr hellinum, sem hélt þeim á lífi. Að meðaltali léttist hver og einn þeirra um tvö kíló á meðan dvölinni í hellinum stóð. Drengirnir hafa fengið brauð með súkkulaði en til þess að næra þá sem mest munu þeir fyrstu dagana helst fá næringarríkan og próteinríkan vökva sem líkist mjólk. Drengirnir virðast flestir vera við ágæta heilsu og segir læknirinn að sumir þeirra glími aðeins við smávægilegar sýkingar, kvef eða flensu auk þess sem að sálfræðingar hafi rætt við drengina. Hinir fjóru sem fyrst var bjargað hafa fengið að ræða við foreldra sína í gegnum gler og búist er við því að seinni hóparnir tveir fái að gera slíkt hið sama í dag eða á morgun. Meðal annars er verið að ganga úr skugga að drengirnir og þjálfarinn þjáist ekki af hellaveiki, líkt og Vísir fjallaði um í gær. Fastir í helli í Taílandi Taíland Tengdar fréttir Öllum drengjunum bjargað úr hellinum Öllum tólf drengjunum og fótboltaþjálfara þeirra, sem hírst hafa í helli í norðurhluta Taílands í 17 daga, hefur verið bjargað. 10. júlí 2018 12:00 Rétt náðu að bjarga síðasta drengnum áður en dælan bilaði Ekki mátti miklu muna að björgun tælensku drengjanna, sem hírst höfðu í helli í rúmar 2 vikur, hefði farið út um þúfur. 11. júlí 2018 06:27 Heimsbyggðin fagnar því að drengirnir hafi komist út Fregnir af því að fótboltadrengjunum tólf og þjálfara þeirra hafi öllum verið bjargað hafa farið eins og eldur um sinu um heimsbyggðina. Þjóðarleiðtogar og knattspyrnulið víða um heim hafa lýst yfir ánægju sinni með það að allir séu heilir á húfi. 10. júlí 2018 13:19 Mest lesið Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Erlent Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Innlent Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Innlent Geimfari Apollo 13 látinn Erlent Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Innlent Trump og Pútín funda í Alaska næsta föstudag Erlent Fleiri fréttir Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Geimfari Apollo 13 látinn Trump og Pútín funda í Alaska næsta föstudag Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Ákvörðun öryggisráðsins til marks um enn frekari stigmögnun Skipar hernum í hart við glæpasamtök Stefni á tilraun með kjarnorkuknúna eldflaug á norðurslóðum Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Skýrasta myndin af halastjörnunni, eða vopninu, hingað til Sakaði „sveppamorðingjann“ um að hafa eitrað fyrir sér í þrígang Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Grönduðu flugvél frá furstadæmunum og felldu fjörutíu málaliða Geislasverð Svarthöfða til sölu Liðþjálfi skaut fimm aðra hermenn Fúlsaði við þriggja forseta fundi Segja enn og aftur brotið gegn Folbigg Gefa grænt ljós á lengstu hengibrú í heimi „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Aðeins 1,5 prósent ræktarlands enn aðgengilegt og nýtanlegt Segist eiga fund með Pútín Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Fimm hermenn skotnir á herstöð Tvöfaldar tolla á Indland vegna kaupa á rússneskri olíu Sjá meira
Læknir sem skoðað hefur drengina tólf og metið ástand þeirra eftir sautján daga dvöl í hellinum í Taílandi segir þá í góðu ástandi miðað við aðstæður. Hann þakkar þjálfara þeirra fyrir að hafa séð vel um drengina í prísundinni. CNN greinir frá. „Ég verð að hrósa þjálfaranum sem sá afar vel um drengina,“ sagði Tongchai Lertvirairatanapong, læknir á vegum heilbrigðisráðuneytis Taílands. Hann tók á móti drengjunum á spítalanum í Chiang Rai, þangað sem þeir voru fluttir eftir að þeim var bjargað úr hellinum. Þjálfarinn var síðastur út úr hellinum en hann er meðal annars sagður hafa gefið drengjunum sinn hlut af þeim matarbirgðum sem þeir tóku með í hellinn, kennt þeim að hugleiða og sýnt þeim hvernig best væri að spara sem mesta orku á meðan beðið var eftir björgun.Drekka vökva sem líkist mjólk Lertvirairatanapong segir að drengirnir hafi ekki borðað neinn mat í níu daga áður en þeir fundust og að þeir hafi drukkið gruggugt vatn úr hellinum, sem hélt þeim á lífi. Að meðaltali léttist hver og einn þeirra um tvö kíló á meðan dvölinni í hellinum stóð. Drengirnir hafa fengið brauð með súkkulaði en til þess að næra þá sem mest munu þeir fyrstu dagana helst fá næringarríkan og próteinríkan vökva sem líkist mjólk. Drengirnir virðast flestir vera við ágæta heilsu og segir læknirinn að sumir þeirra glími aðeins við smávægilegar sýkingar, kvef eða flensu auk þess sem að sálfræðingar hafi rætt við drengina. Hinir fjóru sem fyrst var bjargað hafa fengið að ræða við foreldra sína í gegnum gler og búist er við því að seinni hóparnir tveir fái að gera slíkt hið sama í dag eða á morgun. Meðal annars er verið að ganga úr skugga að drengirnir og þjálfarinn þjáist ekki af hellaveiki, líkt og Vísir fjallaði um í gær.
Fastir í helli í Taílandi Taíland Tengdar fréttir Öllum drengjunum bjargað úr hellinum Öllum tólf drengjunum og fótboltaþjálfara þeirra, sem hírst hafa í helli í norðurhluta Taílands í 17 daga, hefur verið bjargað. 10. júlí 2018 12:00 Rétt náðu að bjarga síðasta drengnum áður en dælan bilaði Ekki mátti miklu muna að björgun tælensku drengjanna, sem hírst höfðu í helli í rúmar 2 vikur, hefði farið út um þúfur. 11. júlí 2018 06:27 Heimsbyggðin fagnar því að drengirnir hafi komist út Fregnir af því að fótboltadrengjunum tólf og þjálfara þeirra hafi öllum verið bjargað hafa farið eins og eldur um sinu um heimsbyggðina. Þjóðarleiðtogar og knattspyrnulið víða um heim hafa lýst yfir ánægju sinni með það að allir séu heilir á húfi. 10. júlí 2018 13:19 Mest lesið Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Erlent Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Innlent Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Innlent Geimfari Apollo 13 látinn Erlent Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Innlent Trump og Pútín funda í Alaska næsta föstudag Erlent Fleiri fréttir Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Geimfari Apollo 13 látinn Trump og Pútín funda í Alaska næsta föstudag Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Ákvörðun öryggisráðsins til marks um enn frekari stigmögnun Skipar hernum í hart við glæpasamtök Stefni á tilraun með kjarnorkuknúna eldflaug á norðurslóðum Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Skýrasta myndin af halastjörnunni, eða vopninu, hingað til Sakaði „sveppamorðingjann“ um að hafa eitrað fyrir sér í þrígang Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Grönduðu flugvél frá furstadæmunum og felldu fjörutíu málaliða Geislasverð Svarthöfða til sölu Liðþjálfi skaut fimm aðra hermenn Fúlsaði við þriggja forseta fundi Segja enn og aftur brotið gegn Folbigg Gefa grænt ljós á lengstu hengibrú í heimi „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Aðeins 1,5 prósent ræktarlands enn aðgengilegt og nýtanlegt Segist eiga fund með Pútín Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Fimm hermenn skotnir á herstöð Tvöfaldar tolla á Indland vegna kaupa á rússneskri olíu Sjá meira
Öllum drengjunum bjargað úr hellinum Öllum tólf drengjunum og fótboltaþjálfara þeirra, sem hírst hafa í helli í norðurhluta Taílands í 17 daga, hefur verið bjargað. 10. júlí 2018 12:00
Rétt náðu að bjarga síðasta drengnum áður en dælan bilaði Ekki mátti miklu muna að björgun tælensku drengjanna, sem hírst höfðu í helli í rúmar 2 vikur, hefði farið út um þúfur. 11. júlí 2018 06:27
Heimsbyggðin fagnar því að drengirnir hafi komist út Fregnir af því að fótboltadrengjunum tólf og þjálfara þeirra hafi öllum verið bjargað hafa farið eins og eldur um sinu um heimsbyggðina. Þjóðarleiðtogar og knattspyrnulið víða um heim hafa lýst yfir ánægju sinni með það að allir séu heilir á húfi. 10. júlí 2018 13:19