40 ár síðan erlendur þjálfari kom liði í úrslitaleik HM Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 10. júlí 2018 16:30 Roberto Martínez, spænskur þjálfari Bekga og franski aðstoðarmaður hans Thierry Henry fagna marki á HM í Rússlandi. Vísir/Getty Roberto Martínez á möguleika að komast í mjög fámennan hóp HM-þjálfara komi hann liði Belgíu í úrslitaleik HM í fótbolta í kvöld. Belgar mæta þá nágrönnum sínum í Frakklandi í fyrri undanúrslitaleik heimsmeistarakeppninnar í Rússlandi en leikurinn fer fram í Sankti Pétursborg. Martínez getur þá orðið fyrsti erlendi þjálfarinn í 40 ár sem kemur liði í úrslitaleik HM karla í fótbolta. Síðastur til að afreka slíkt var Austurríkismaðurinn Ernst Happel á HM í Argentínu. Ernst Happel fór þá með Hollendinga í úrslitaleikinn þar sem liðið varð að sætta sig við tap á móti heimamönnum í Argentínu eftir framlengdan leik. Aðeins tveir aðrir erlendir þjálfarar hefur tekist að koma liði í úrslitaleik heimsmeistaramóts. Hinir eru George Raynor, enskur þjálfari sænska landsliðsins á HM í Svíþjóð 1958 og Rudolf Vytlacil, austurrískur þjálfari Tékka á HM 1962. Engum þeirra tókst hinsvegar að gera liðið sitt að heimsmeisturum. Svíar töpuðu fyrir Brasilíumönnum 1958 alveg eins og Tékkar fjórum árum seinna.Sólo TRES selecciones han llegado a la final de la Copa del Mundo con un entrenador extranjero. Han pasado 40 años desde el último precedente. Sera hoy? En breve os doy mi pronóstico pic.twitter.com/6yG3x8Wr5m — MisterChip (Alexis) (@2010MisterChip) July 10, 2018 Roberto Martínez er 44 ára Spánverji sem spilaði stærsta hluta ferils síns með Wigan í Englandi og Swansea í Wales. Hann hefur þjálfað belgíska landsliðið frá árinu 2016 en var áður knattspyrnustjóri Everton í þrjú ár. Roberto Martínez var líka stjóri liðanna sem hann lék lengsta hjá sem varnarsinnaður miðjumaður, Swansea City frá 2007 til 2009 og Wigan frá 2009 til 2013. Þetta er fyrsti undanúrslitaleikur Belga á HM í 32 ár eða síðan liðið mætti Argentínu í undanúrslitaleiknum á HM í Mexíkó 1986. Þá skoraði Diego Maradona bæði mörkin í 2-0 sigur Argentínu sem seinna varð heimsmeistari eftir 3-2 sigur á Vestur-Þýskalandi í úrslitaleiknum í Mexíkóborg. HM 2018 í Rússlandi Mest lesið „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Enski boltinn Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Enski boltinn Juventus vann grannaslaginn Fótbolti Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Enski boltinn Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu Körfubolti Tvær breytingar á landsliðshópnum Fótbolti Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Körfubolti „Þegar svona gír er á okkur þá erum við fjandi góðir“ Körfubolti Leyniþjónustan með í för, bauluðu á fórnarlömb flóða á Spáni og fengu á baukinn Fótbolti Fleiri fréttir Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Juventus vann grannaslaginn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Tvær breytingar á landsliðshópnum Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Milan missteig eftir sigurinn frækna á Real Willum Þór lagði upp þegar Birmingham tapaði óvænt stigum Brighton sá til þess að Man City tapaði fjórða leiknum í röð Hermann Hreiðars tekur við HK Bayern jók forystuna á toppnum á meðan Dortmund og Leverkusen töpuðu stigum Liðsfélaginn náði þriggja marka forskoti á Emilíu Kiær Birkir Bjarna kom aftur inn á og skoraði Vinicius Junior með þrennu í stórsigri Real Madrid Sigdís Eva opnaði markareikninginn og Hlín skoraði tvö Varsjáin tók mark af Jóni Degi Sædís í stuði með meisturunum Sveindís Jane og félagar upp í toppsætið „Ég held að hann sé betri útgáfa af Haaland“ Guardiola skilur ekkert í valinu á Grealish Atkvæði Íslands var með efstu menn í réttri röð í Ballon d'Or kosningunni Ancelotti um vandræði Real Madrid: Ég er búinn að finna lausnina Þjálfari Íslendingaliðs réðst á eigin leikmann Leyniþjónustan með í för, bauluðu á fórnarlömb flóða á Spáni og fengu á baukinn Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Hafnaði uppeldisfélaginu og verður áfram í Mosfellsbæ Arsenal skoraði óvænt fimm gegn Maríu og félögum Glódís Perla lagði upp jöfnunarmarkið þegar Bayern tapaði stigum Sunderland meðal þeirra liða sem horfa til Benóný Breka Hareide fámall varðandi framtíð sína í starfi Sjá meira
Roberto Martínez á möguleika að komast í mjög fámennan hóp HM-þjálfara komi hann liði Belgíu í úrslitaleik HM í fótbolta í kvöld. Belgar mæta þá nágrönnum sínum í Frakklandi í fyrri undanúrslitaleik heimsmeistarakeppninnar í Rússlandi en leikurinn fer fram í Sankti Pétursborg. Martínez getur þá orðið fyrsti erlendi þjálfarinn í 40 ár sem kemur liði í úrslitaleik HM karla í fótbolta. Síðastur til að afreka slíkt var Austurríkismaðurinn Ernst Happel á HM í Argentínu. Ernst Happel fór þá með Hollendinga í úrslitaleikinn þar sem liðið varð að sætta sig við tap á móti heimamönnum í Argentínu eftir framlengdan leik. Aðeins tveir aðrir erlendir þjálfarar hefur tekist að koma liði í úrslitaleik heimsmeistaramóts. Hinir eru George Raynor, enskur þjálfari sænska landsliðsins á HM í Svíþjóð 1958 og Rudolf Vytlacil, austurrískur þjálfari Tékka á HM 1962. Engum þeirra tókst hinsvegar að gera liðið sitt að heimsmeisturum. Svíar töpuðu fyrir Brasilíumönnum 1958 alveg eins og Tékkar fjórum árum seinna.Sólo TRES selecciones han llegado a la final de la Copa del Mundo con un entrenador extranjero. Han pasado 40 años desde el último precedente. Sera hoy? En breve os doy mi pronóstico pic.twitter.com/6yG3x8Wr5m — MisterChip (Alexis) (@2010MisterChip) July 10, 2018 Roberto Martínez er 44 ára Spánverji sem spilaði stærsta hluta ferils síns með Wigan í Englandi og Swansea í Wales. Hann hefur þjálfað belgíska landsliðið frá árinu 2016 en var áður knattspyrnustjóri Everton í þrjú ár. Roberto Martínez var líka stjóri liðanna sem hann lék lengsta hjá sem varnarsinnaður miðjumaður, Swansea City frá 2007 til 2009 og Wigan frá 2009 til 2013. Þetta er fyrsti undanúrslitaleikur Belga á HM í 32 ár eða síðan liðið mætti Argentínu í undanúrslitaleiknum á HM í Mexíkó 1986. Þá skoraði Diego Maradona bæði mörkin í 2-0 sigur Argentínu sem seinna varð heimsmeistari eftir 3-2 sigur á Vestur-Þýskalandi í úrslitaleiknum í Mexíkóborg.
HM 2018 í Rússlandi Mest lesið „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Enski boltinn Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Enski boltinn Juventus vann grannaslaginn Fótbolti Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Enski boltinn Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu Körfubolti Tvær breytingar á landsliðshópnum Fótbolti Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Körfubolti „Þegar svona gír er á okkur þá erum við fjandi góðir“ Körfubolti Leyniþjónustan með í för, bauluðu á fórnarlömb flóða á Spáni og fengu á baukinn Fótbolti Fleiri fréttir Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Juventus vann grannaslaginn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Tvær breytingar á landsliðshópnum Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Milan missteig eftir sigurinn frækna á Real Willum Þór lagði upp þegar Birmingham tapaði óvænt stigum Brighton sá til þess að Man City tapaði fjórða leiknum í röð Hermann Hreiðars tekur við HK Bayern jók forystuna á toppnum á meðan Dortmund og Leverkusen töpuðu stigum Liðsfélaginn náði þriggja marka forskoti á Emilíu Kiær Birkir Bjarna kom aftur inn á og skoraði Vinicius Junior með þrennu í stórsigri Real Madrid Sigdís Eva opnaði markareikninginn og Hlín skoraði tvö Varsjáin tók mark af Jóni Degi Sædís í stuði með meisturunum Sveindís Jane og félagar upp í toppsætið „Ég held að hann sé betri útgáfa af Haaland“ Guardiola skilur ekkert í valinu á Grealish Atkvæði Íslands var með efstu menn í réttri röð í Ballon d'Or kosningunni Ancelotti um vandræði Real Madrid: Ég er búinn að finna lausnina Þjálfari Íslendingaliðs réðst á eigin leikmann Leyniþjónustan með í för, bauluðu á fórnarlömb flóða á Spáni og fengu á baukinn Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Hafnaði uppeldisfélaginu og verður áfram í Mosfellsbæ Arsenal skoraði óvænt fimm gegn Maríu og félögum Glódís Perla lagði upp jöfnunarmarkið þegar Bayern tapaði stigum Sunderland meðal þeirra liða sem horfa til Benóný Breka Hareide fámall varðandi framtíð sína í starfi Sjá meira