Eric Dier: Erum loksins búnir að bæta fyrir tapið á móti Íslandi Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 10. júlí 2018 09:00 Risastór stund fyrir íslenska fótboltalandsliði en mjög mikil vonbrigði fyrir enska landsliðið. Aron Einar Gunnarsson og íslensku strákarnir fagna sigri á Englandi á EM 2016. Vísir/Getty Enska fótboltalandsliðið er komið í undanúrslit heimsmeistaramótsins í fótbolta í Rússlandi og miðjummanni liðsins finnst liðið loksins núna vera búið að bæta fyrir tapið á móti litla Íslandi í sextán liða úrslitum EM í Frakklandi sumarið 2016. Eric Dier segir að núna séu sárin frá Íslandsleiknum loksins gróin. Liðið er aðeins 90 mínútum frá úrslitaleiknum í Moskvu en enska liðið mætir Króatíu í undanúrslitaleiknum annað kvöld. Dier var í EM-hópnum fyrir tveimur árum og er því einn af leikmönnum enska liðsins sem höfðu hvað mest að sanna á þessu HM. „Eftir Íslandsleikinn þá vissum við að hlutirnir þyrftu að breytast innan liðsins og það hefur mikið breyst á þessum tíma. Þetta var móment þar sem við vorum gríðarlega vonsviknir og þetta var eitthvað sem mátti ekki gerast aftur. Við vildum breyta hlutunum hjá okkur,“ sagði Eric Dier við BBC.Íslensku strákarnir fagna sigri á Englandi á EM 2016.Vísir/Getty„Við gerðum okkur líka grein fyrir því að við gætum hvergi annarsstaðar bætt fyrir þetta nema hér á þessu heimsmeistaramóti. Ekkert annað gæti grætt sárin frá tapinu á móti Íslandi,“ sagði Dier. Enska landsliðið hefur slegið út Kólumbíu og Svíþjóð á leið sinni í undanúrslitaleikinn á móti Króatíu. „Við höfum líka verið að reyna það. Tvö ár er langur tími. Þetta hefur verið langt ferli og margt hefur breyst. Við höfum komið öllu á réttan stað. Við lærðum af okkar mistökum sem er mjög mikilvægt og við höfum bætt fyrir þetta klúður á móti Íslandi,“ sagði Dier. „Við höfum líka orðið varir við það að þjóðin er að baki okkur og við höfum náð að gleðja fólk. Það er frábært að vera með í því. Við erum bara rosalega ánægðir. Við erum jafnframt einbeittir á miðvikudaginn því við trúum því að þetta frábæra ferðalag sé ekki á enda,“ sagði Dier. HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Bað kærastann sinn afsökunar Sport Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Fótbolti „Fáránleg staða sem er komin upp“ Enski boltinn Spáir Bröndby sigri í einvíginu á móti Víkingum Fótbolti Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Fótbolti Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Enski boltinn Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Enski boltinn Lehmann færir sig um set á Ítalíu Fótbolti „Einhver vildi losna við mig“ Fótbolti Donnarumma sagður á leið til City í sögulegum skiptum Fótbolti Fleiri fréttir Rashford segir Man. United fast í einskismannslandi Donnarumma sagður á leið til City í sögulegum skiptum Grealish valdi númerið sitt vegna Rooney og Gascoigne Fyrirmenni fótboltans á Norðurlöndum mæta til Íslands í vikunni Stjarnan sækir landsliðsfélaga Caulker „Fáránleg staða sem er komin upp“ Stuðningsmenn Chelsea bjartsýnastir en mjög svartsýnir hjá Newcastle Spáir Bröndby sigri í einvíginu á móti Víkingum „Er að koma inn í hlutverk sem ég veit að ég er góð í“ „Einhver vildi losna við mig“ Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Vildi hvergi annarsstaðar spila Lehmann færir sig um set á Ítalíu Enrique staðfestir að Donnarumma sé á förum frá PSG „Þetta var bara út um allt“ Wrexham áfram eftir vítaspyrnukeppni „Þetta var eflaust frábær leikur fyrir áhorfendur“ Nýtt hlaðvarp Sýnar um draumaliðsleik enska boltans FCK rassskellti frændur sína frá Malmö Uppgjörið: FHL – Fram 3-2 | Fyrsti sigur FHL í hús Uppgjörið: Víkingur R – Breiðablik 2-4 | Meistararnir áfram í stuði Uppgjörið: FH – Þór/KA 5-3 | Markasúpa í Hafnafirði Heimir fær aðeins einn leik og aganefndin hittir illa á Aftureldingu Dýrasti leikmaður í sögu City lánaður til Everton Enska augnablikið: Forsjáli félaginn sem missti af öllu Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi KR fær þýskan varnarmann Sjá meira
Enska fótboltalandsliðið er komið í undanúrslit heimsmeistaramótsins í fótbolta í Rússlandi og miðjummanni liðsins finnst liðið loksins núna vera búið að bæta fyrir tapið á móti litla Íslandi í sextán liða úrslitum EM í Frakklandi sumarið 2016. Eric Dier segir að núna séu sárin frá Íslandsleiknum loksins gróin. Liðið er aðeins 90 mínútum frá úrslitaleiknum í Moskvu en enska liðið mætir Króatíu í undanúrslitaleiknum annað kvöld. Dier var í EM-hópnum fyrir tveimur árum og er því einn af leikmönnum enska liðsins sem höfðu hvað mest að sanna á þessu HM. „Eftir Íslandsleikinn þá vissum við að hlutirnir þyrftu að breytast innan liðsins og það hefur mikið breyst á þessum tíma. Þetta var móment þar sem við vorum gríðarlega vonsviknir og þetta var eitthvað sem mátti ekki gerast aftur. Við vildum breyta hlutunum hjá okkur,“ sagði Eric Dier við BBC.Íslensku strákarnir fagna sigri á Englandi á EM 2016.Vísir/Getty„Við gerðum okkur líka grein fyrir því að við gætum hvergi annarsstaðar bætt fyrir þetta nema hér á þessu heimsmeistaramóti. Ekkert annað gæti grætt sárin frá tapinu á móti Íslandi,“ sagði Dier. Enska landsliðið hefur slegið út Kólumbíu og Svíþjóð á leið sinni í undanúrslitaleikinn á móti Króatíu. „Við höfum líka verið að reyna það. Tvö ár er langur tími. Þetta hefur verið langt ferli og margt hefur breyst. Við höfum komið öllu á réttan stað. Við lærðum af okkar mistökum sem er mjög mikilvægt og við höfum bætt fyrir þetta klúður á móti Íslandi,“ sagði Dier. „Við höfum líka orðið varir við það að þjóðin er að baki okkur og við höfum náð að gleðja fólk. Það er frábært að vera með í því. Við erum bara rosalega ánægðir. Við erum jafnframt einbeittir á miðvikudaginn því við trúum því að þetta frábæra ferðalag sé ekki á enda,“ sagði Dier.
HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Bað kærastann sinn afsökunar Sport Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Fótbolti „Fáránleg staða sem er komin upp“ Enski boltinn Spáir Bröndby sigri í einvíginu á móti Víkingum Fótbolti Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Fótbolti Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Enski boltinn Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Enski boltinn Lehmann færir sig um set á Ítalíu Fótbolti „Einhver vildi losna við mig“ Fótbolti Donnarumma sagður á leið til City í sögulegum skiptum Fótbolti Fleiri fréttir Rashford segir Man. United fast í einskismannslandi Donnarumma sagður á leið til City í sögulegum skiptum Grealish valdi númerið sitt vegna Rooney og Gascoigne Fyrirmenni fótboltans á Norðurlöndum mæta til Íslands í vikunni Stjarnan sækir landsliðsfélaga Caulker „Fáránleg staða sem er komin upp“ Stuðningsmenn Chelsea bjartsýnastir en mjög svartsýnir hjá Newcastle Spáir Bröndby sigri í einvíginu á móti Víkingum „Er að koma inn í hlutverk sem ég veit að ég er góð í“ „Einhver vildi losna við mig“ Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Vildi hvergi annarsstaðar spila Lehmann færir sig um set á Ítalíu Enrique staðfestir að Donnarumma sé á förum frá PSG „Þetta var bara út um allt“ Wrexham áfram eftir vítaspyrnukeppni „Þetta var eflaust frábær leikur fyrir áhorfendur“ Nýtt hlaðvarp Sýnar um draumaliðsleik enska boltans FCK rassskellti frændur sína frá Malmö Uppgjörið: FHL – Fram 3-2 | Fyrsti sigur FHL í hús Uppgjörið: Víkingur R – Breiðablik 2-4 | Meistararnir áfram í stuði Uppgjörið: FH – Þór/KA 5-3 | Markasúpa í Hafnafirði Heimir fær aðeins einn leik og aganefndin hittir illa á Aftureldingu Dýrasti leikmaður í sögu City lánaður til Everton Enska augnablikið: Forsjáli félaginn sem missti af öllu Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi KR fær þýskan varnarmann Sjá meira