Belgar geta leikið til úrslita í fyrsta skipti í sögunni Hjörvar Ólafsson skrifar 10. júlí 2018 11:00 Belgía vann Brasilíu í átta liða úrslitum. Vísir/Getty Það kemur í ljós um áttaleytið í kvöld hvort það verða Frakkar eða Belgar sem leika til úrslita á heimsmeistaramótinu í knattspyrnu karla, en liðin mætast í undanúrslitum mótsins í Sankti Pétursborg. Frakkar hafa einu sinni lyft heimsmeistarabikarnum, en það var í París árið 1998 og þá var núverandi þjálfari liðsins, Didier Deschamps, fyrirliði liðsins. Thierry Henry sem nú er í þjálfarateymi belgíska liðsins var ónotaður varamaður hjá franska liðinu í þeim leik, en hann var þá tvítugur og braut sér leið fram á sjónarsviðið með því að skora þrjú mörk fyrir Frakka á mótinu. Belgar hafa hins vegar aldrei komist í úrslit á mótinu, en liðið hefur nú þegar búið þannig um hnútana að það muni jafna sinn besta árangur á mótinu sem er fjórða sætið í Mexíkó árið 1986. Liðin hafa bæði farið í gegnum keppnina án þess að tapa, en Frakkar hafa haft betur í fjórum leikjum og gert eitt jafntefli á meðan Belgar hafa borið sigurorð af mótherjunum í öllum sínum leikjum. Belgía hefur skorað mesta allra liða í keppninni eða 14 mörk alls og Romelu Lukaku, framherji liðsins, er markahæstur hjá liðinu með fjögur mörk. Hann er næstmarkahæsti leikmaður mótsins á eftir Englendingnum Harry Kane sem hefur skorað sex mörk. Antoine Griezmann og Kylian Mbappé hafa hins vegar skorað mest fyrir Frakka, þrjú mörk hvor. HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Bað kærastann sinn afsökunar Sport Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Fótbolti „Fáránleg staða sem er komin upp“ Enski boltinn Spáir Bröndby sigri í einvíginu á móti Víkingum Fótbolti Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Fótbolti Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Enski boltinn Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Enski boltinn Lehmann færir sig um set á Ítalíu Fótbolti „Einhver vildi losna við mig“ Fótbolti Donnarumma sagður á leið til City í sögulegum skiptum Fótbolti Fleiri fréttir Rashford segir Man. United fast í einskismannslandi Donnarumma sagður á leið til City í sögulegum skiptum Grealish valdi númerið sitt vegna Rooney og Gascoigne Fyrirmenni fótboltans á Norðurlöndum mæta til Íslands í vikunni Stjarnan sækir landsliðsfélaga Caulker „Fáránleg staða sem er komin upp“ Stuðningsmenn Chelsea bjartsýnastir en mjög svartsýnir hjá Newcastle Spáir Bröndby sigri í einvíginu á móti Víkingum „Er að koma inn í hlutverk sem ég veit að ég er góð í“ „Einhver vildi losna við mig“ Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Vildi hvergi annarsstaðar spila Lehmann færir sig um set á Ítalíu Enrique staðfestir að Donnarumma sé á förum frá PSG „Þetta var bara út um allt“ Wrexham áfram eftir vítaspyrnukeppni „Þetta var eflaust frábær leikur fyrir áhorfendur“ Nýtt hlaðvarp Sýnar um draumaliðsleik enska boltans FCK rassskellti frændur sína frá Malmö Uppgjörið: FHL – Fram 3-2 | Fyrsti sigur FHL í hús Uppgjörið: Víkingur R – Breiðablik 2-4 | Meistararnir áfram í stuði Uppgjörið: FH – Þór/KA 5-3 | Markasúpa í Hafnafirði Heimir fær aðeins einn leik og aganefndin hittir illa á Aftureldingu Dýrasti leikmaður í sögu City lánaður til Everton Enska augnablikið: Forsjáli félaginn sem missti af öllu Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi KR fær þýskan varnarmann Sjá meira
Það kemur í ljós um áttaleytið í kvöld hvort það verða Frakkar eða Belgar sem leika til úrslita á heimsmeistaramótinu í knattspyrnu karla, en liðin mætast í undanúrslitum mótsins í Sankti Pétursborg. Frakkar hafa einu sinni lyft heimsmeistarabikarnum, en það var í París árið 1998 og þá var núverandi þjálfari liðsins, Didier Deschamps, fyrirliði liðsins. Thierry Henry sem nú er í þjálfarateymi belgíska liðsins var ónotaður varamaður hjá franska liðinu í þeim leik, en hann var þá tvítugur og braut sér leið fram á sjónarsviðið með því að skora þrjú mörk fyrir Frakka á mótinu. Belgar hafa hins vegar aldrei komist í úrslit á mótinu, en liðið hefur nú þegar búið þannig um hnútana að það muni jafna sinn besta árangur á mótinu sem er fjórða sætið í Mexíkó árið 1986. Liðin hafa bæði farið í gegnum keppnina án þess að tapa, en Frakkar hafa haft betur í fjórum leikjum og gert eitt jafntefli á meðan Belgar hafa borið sigurorð af mótherjunum í öllum sínum leikjum. Belgía hefur skorað mesta allra liða í keppninni eða 14 mörk alls og Romelu Lukaku, framherji liðsins, er markahæstur hjá liðinu með fjögur mörk. Hann er næstmarkahæsti leikmaður mótsins á eftir Englendingnum Harry Kane sem hefur skorað sex mörk. Antoine Griezmann og Kylian Mbappé hafa hins vegar skorað mest fyrir Frakka, þrjú mörk hvor.
HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Bað kærastann sinn afsökunar Sport Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Fótbolti „Fáránleg staða sem er komin upp“ Enski boltinn Spáir Bröndby sigri í einvíginu á móti Víkingum Fótbolti Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Fótbolti Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Enski boltinn Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Enski boltinn Lehmann færir sig um set á Ítalíu Fótbolti „Einhver vildi losna við mig“ Fótbolti Donnarumma sagður á leið til City í sögulegum skiptum Fótbolti Fleiri fréttir Rashford segir Man. United fast í einskismannslandi Donnarumma sagður á leið til City í sögulegum skiptum Grealish valdi númerið sitt vegna Rooney og Gascoigne Fyrirmenni fótboltans á Norðurlöndum mæta til Íslands í vikunni Stjarnan sækir landsliðsfélaga Caulker „Fáránleg staða sem er komin upp“ Stuðningsmenn Chelsea bjartsýnastir en mjög svartsýnir hjá Newcastle Spáir Bröndby sigri í einvíginu á móti Víkingum „Er að koma inn í hlutverk sem ég veit að ég er góð í“ „Einhver vildi losna við mig“ Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Vildi hvergi annarsstaðar spila Lehmann færir sig um set á Ítalíu Enrique staðfestir að Donnarumma sé á förum frá PSG „Þetta var bara út um allt“ Wrexham áfram eftir vítaspyrnukeppni „Þetta var eflaust frábær leikur fyrir áhorfendur“ Nýtt hlaðvarp Sýnar um draumaliðsleik enska boltans FCK rassskellti frændur sína frá Malmö Uppgjörið: FHL – Fram 3-2 | Fyrsti sigur FHL í hús Uppgjörið: Víkingur R – Breiðablik 2-4 | Meistararnir áfram í stuði Uppgjörið: FH – Þór/KA 5-3 | Markasúpa í Hafnafirði Heimir fær aðeins einn leik og aganefndin hittir illa á Aftureldingu Dýrasti leikmaður í sögu City lánaður til Everton Enska augnablikið: Forsjáli félaginn sem missti af öllu Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi KR fær þýskan varnarmann Sjá meira