Háværum stegg sagt til syndanna í Druslugöngunni Stefán Ó. Jónsson skrifar 28. júlí 2018 19:57 Druslur létu ekki smá rigningu á sig fá. Vísir/einar „Einhverjum datt í alvöru í hug að gera Druslugönguna að vettvangi fyrir steggjun.“ Á þessum orðum hefst Facebook-færsla Sóleyjar Tómasdóttur, fyrrverandi borgarfulltrúa, sem gekk ásamt þúsundum annarra um miðborg Reykjavíkur í dag. Tilefnið var fyrrnefnd Drusluganga, sem gengin var í ár til höfuðs „skrímslavæðingu“ - þeirri hugmynd að allir ofbeldismenn séu óþekktar ófreskjur. Þvert á móti eru flest kynferðisbrot framin af fólki sem standa þolendunum nærri. Sóley segist hafa brugðist ókvæða við þegar verðandi brúðgumi og vinir hans reyndu að setja svip sinn á gönguna. Hafi brúðguminn meðal annars kallað „Ég er ekki drusla,“ í fullkominni andstöðu við baráttuköll Druslanna sem safnast höfðu saman. Vinir hans hafi fylgt í humátt á eftir -„ fullir og flissandi með símana á lofti.“Sóley Tómasdóttir tók ekki í mál að hópurinn kæmist upp með skrílslætin.Vísir/stefánBorgarfulltrúinn fyrrverandi lét læti mannanna ekki yfir sig ganga heldur vatt sér upp að þeim og sagði steggjunarhópnum til syndanna. Hún telur sig sjálfsagt hafa „toppað daginn fyrir þá, þar sem þeir náðu að festa öskureiða Sóleyju Tómasdóttur á filmu,“ eins og hún orðar það. Sóley segist vona að myndbandið verði spilað í brúðkaupinu - „enda má gera ráð fyrir að talsvert hlutfall veislugesta hafi orðið fyrir kynferðislegu ofbeldi á lífsleiðinni og verði lítið skemmt yfir þessu ósmekklega atriði.“ Að þessari uppákomu frátalinni virðist Druslugangan hafa gengið vel fyrir sig. Hún var vel sótt, þrátt fyrir rigningu, og blésu ræðumenn viðstöddum baráttuanda í brjóst. Þeirra á meðal var María Rut Kristinsdóttir, sem Vísir ræddi við fyrr í kvöld. Fyrrnefnda færslu Sóleyjar má svo sjá hér að neðan. Druslugangan Tengdar fréttir „Þetta þarf ekki að skilgreina mann að eilífu“ Allir geta orðið fyrir kynferðisofbeldi að sögn skipuleggjanda Druslugöngunnar í ár. 28. júlí 2018 13:18 Heilunin fólst í því að tjá sig um ofbeldið María Rut Kristinsdóttir, aktívisti og aðstoðarmaður Þorgerðar Katrínar, var ein þeirra sem ávarpaði Druslugönguna í ár. Hún sagði gönguna hafa hjálpað sér að vinna úr því ofbeldi sem hún sjálf varð fyrir. 28. júlí 2018 17:15 Stúlkurnar sem kærðu lögreglumanninn stíga í ræðustól á Druslugöngunni Kiana Sif Limehouse og Helga Elín Herleifsdóttir eru tvær þriggja kvenna sem kærðu lögreglufulltrúa hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. 27. júlí 2018 13:21 Mest lesið Skyrið okkar ekki lengur ostur heldur jógúrt Lífið Barnaefni fyrir fullorðna Gagnrýni „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Lífið Snýr aftur sem ritstjóri eftir tvo áratugi Lífið Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Lífið Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið Þróaði vörur sem breyttu hans eigin lífi Lífið samstarf Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Lífið Fréttatía vikunnar: Þingsetning, landsleikur og klamydía Lífið Sveppi kominn í Púðursykur: „Vettvangur sem ég hef ekki farið inn á áður“ Lífið Fleiri fréttir Skyrið okkar ekki lengur ostur heldur jógúrt Snýr aftur sem ritstjóri eftir tvo áratugi Fréttatía vikunnar: Þingsetning, landsleikur og klamydía Nýr forseti ÍSÍ kallar eftir sameiginlegu átaki í lýðheilsu Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Sveppi kominn í Púðursykur: „Vettvangur sem ég hef ekki farið inn á áður“ Stofnandi Omnom selur hönnunarhús í Akrahverfinu Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Hollendingar bætast í sniðgönguhópinn Læknirinn með risa heimasmíðaðan pizzakofa í garðinum 2222 dagar sem betri útgáfa af sjálfum sér „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Brynja og Lil Curly ástfangin í draumkenndu fríi Ragnhildur Steinunn snýr aftur á hvíta tjaldið Birti bónorðið í Bændablaðinu Svona verður Moulin Rouge í Borgarleikhúsinu Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton „Eiginlega vandræðalega mikil áhrif“ Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? „Pabbi minn gaf okkur saman“ Litrík og ljúffeng búddaskál Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Sjá meira
„Einhverjum datt í alvöru í hug að gera Druslugönguna að vettvangi fyrir steggjun.“ Á þessum orðum hefst Facebook-færsla Sóleyjar Tómasdóttur, fyrrverandi borgarfulltrúa, sem gekk ásamt þúsundum annarra um miðborg Reykjavíkur í dag. Tilefnið var fyrrnefnd Drusluganga, sem gengin var í ár til höfuðs „skrímslavæðingu“ - þeirri hugmynd að allir ofbeldismenn séu óþekktar ófreskjur. Þvert á móti eru flest kynferðisbrot framin af fólki sem standa þolendunum nærri. Sóley segist hafa brugðist ókvæða við þegar verðandi brúðgumi og vinir hans reyndu að setja svip sinn á gönguna. Hafi brúðguminn meðal annars kallað „Ég er ekki drusla,“ í fullkominni andstöðu við baráttuköll Druslanna sem safnast höfðu saman. Vinir hans hafi fylgt í humátt á eftir -„ fullir og flissandi með símana á lofti.“Sóley Tómasdóttir tók ekki í mál að hópurinn kæmist upp með skrílslætin.Vísir/stefánBorgarfulltrúinn fyrrverandi lét læti mannanna ekki yfir sig ganga heldur vatt sér upp að þeim og sagði steggjunarhópnum til syndanna. Hún telur sig sjálfsagt hafa „toppað daginn fyrir þá, þar sem þeir náðu að festa öskureiða Sóleyju Tómasdóttur á filmu,“ eins og hún orðar það. Sóley segist vona að myndbandið verði spilað í brúðkaupinu - „enda má gera ráð fyrir að talsvert hlutfall veislugesta hafi orðið fyrir kynferðislegu ofbeldi á lífsleiðinni og verði lítið skemmt yfir þessu ósmekklega atriði.“ Að þessari uppákomu frátalinni virðist Druslugangan hafa gengið vel fyrir sig. Hún var vel sótt, þrátt fyrir rigningu, og blésu ræðumenn viðstöddum baráttuanda í brjóst. Þeirra á meðal var María Rut Kristinsdóttir, sem Vísir ræddi við fyrr í kvöld. Fyrrnefnda færslu Sóleyjar má svo sjá hér að neðan.
Druslugangan Tengdar fréttir „Þetta þarf ekki að skilgreina mann að eilífu“ Allir geta orðið fyrir kynferðisofbeldi að sögn skipuleggjanda Druslugöngunnar í ár. 28. júlí 2018 13:18 Heilunin fólst í því að tjá sig um ofbeldið María Rut Kristinsdóttir, aktívisti og aðstoðarmaður Þorgerðar Katrínar, var ein þeirra sem ávarpaði Druslugönguna í ár. Hún sagði gönguna hafa hjálpað sér að vinna úr því ofbeldi sem hún sjálf varð fyrir. 28. júlí 2018 17:15 Stúlkurnar sem kærðu lögreglumanninn stíga í ræðustól á Druslugöngunni Kiana Sif Limehouse og Helga Elín Herleifsdóttir eru tvær þriggja kvenna sem kærðu lögreglufulltrúa hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. 27. júlí 2018 13:21 Mest lesið Skyrið okkar ekki lengur ostur heldur jógúrt Lífið Barnaefni fyrir fullorðna Gagnrýni „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Lífið Snýr aftur sem ritstjóri eftir tvo áratugi Lífið Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Lífið Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið Þróaði vörur sem breyttu hans eigin lífi Lífið samstarf Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Lífið Fréttatía vikunnar: Þingsetning, landsleikur og klamydía Lífið Sveppi kominn í Púðursykur: „Vettvangur sem ég hef ekki farið inn á áður“ Lífið Fleiri fréttir Skyrið okkar ekki lengur ostur heldur jógúrt Snýr aftur sem ritstjóri eftir tvo áratugi Fréttatía vikunnar: Þingsetning, landsleikur og klamydía Nýr forseti ÍSÍ kallar eftir sameiginlegu átaki í lýðheilsu Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Sveppi kominn í Púðursykur: „Vettvangur sem ég hef ekki farið inn á áður“ Stofnandi Omnom selur hönnunarhús í Akrahverfinu Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Hollendingar bætast í sniðgönguhópinn Læknirinn með risa heimasmíðaðan pizzakofa í garðinum 2222 dagar sem betri útgáfa af sjálfum sér „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Brynja og Lil Curly ástfangin í draumkenndu fríi Ragnhildur Steinunn snýr aftur á hvíta tjaldið Birti bónorðið í Bændablaðinu Svona verður Moulin Rouge í Borgarleikhúsinu Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton „Eiginlega vandræðalega mikil áhrif“ Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? „Pabbi minn gaf okkur saman“ Litrík og ljúffeng búddaskál Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Sjá meira
„Þetta þarf ekki að skilgreina mann að eilífu“ Allir geta orðið fyrir kynferðisofbeldi að sögn skipuleggjanda Druslugöngunnar í ár. 28. júlí 2018 13:18
Heilunin fólst í því að tjá sig um ofbeldið María Rut Kristinsdóttir, aktívisti og aðstoðarmaður Þorgerðar Katrínar, var ein þeirra sem ávarpaði Druslugönguna í ár. Hún sagði gönguna hafa hjálpað sér að vinna úr því ofbeldi sem hún sjálf varð fyrir. 28. júlí 2018 17:15
Stúlkurnar sem kærðu lögreglumanninn stíga í ræðustól á Druslugöngunni Kiana Sif Limehouse og Helga Elín Herleifsdóttir eru tvær þriggja kvenna sem kærðu lögreglufulltrúa hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. 27. júlí 2018 13:21