Ráðherra segir að léleg vinnubrögð hafi orsakað stíflubrestinn Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 28. júlí 2018 07:30 Flóðið hrifsaði til sín heilu þorpin. Vísir/epa Óviðunandi vinnubrögð verktakans PNPC ollu því að stíflan sem fyrirtækið var að smíða í Laos brast á mánudaginn. Þetta hefur Khammany Inthirath, orkumálaráðherra ríkisins, fullyrt en ríkismiðillinn KPL greindi frá í gær. Fjöldi húsa skemmdist þegar vatnsflaumurinn flæddi yfir nærliggjandi svæði og að minnsta kosti tuttugu fórust. Samtök ríkja í Suðaustur-Asíu (ASEAN) sendu í gær flugvélar með birgðir fyrir fórnarlömb hamfaranna, en ríkisstjórnin hafði biðlað til nágrannaríkjanna um aðstoð. Sendu samtökin meðal annars hreinlætisvörur, tjöld og matvæli. Þá greindi KPL frá því í gær að Singapúr hefði sent styrk að andvirði um tíu milljónir króna og að þar í landi hygðist Rauði krossinn standa fyrir neyðarsöfnun. Singapúrski herinn sendi sömuleiðis flugvélar sínar með tjöld, matvæli, drykkjarvatn, lyf og gúmmíbáta. „Þessi styrkur singapúrsku ríkisstjórnarinnar mun vonandi gagnast vel í hjálparstarfinu í Attapeu-fylki,“ var haft eftir Dominic Goh, sendiherra Singapúr í Laos. KPL greindi einnig frá því í gær að alþjóðabankastofnanir hafi á þriðjudag sent ríkisstjórninni samúðarskeyti. „Við erum reiðubúin til þess að vinna náið með ríkisstjórn Laos að hjálparstarfinu og að því að aðstoða fórnarlömbin. Alþjóðabankinn styður nú þegar við hamfaravarnir í Laos og mun halda þeirri aðstoð áfram á næstu mánuðum, ef ríkisstjórnin óskar þess,“ sagði í skeytinu. –þea Birtist í Fréttablaðinu Laos Tengdar fréttir Biðla til allra í Laos um hjálp Harmleikur í suðurhluta Laos. Hundraða saknað eftir að ókláruð stífla brast. Ekki er vitað hversu margir fórust í hamförunum en tæp sjö þúsund misstu heimili sín. Hundrað milljarða framkvæmd. Íbúar nærri framkvæmdasvæðinu áður verið fluttir burt gegn vilja sínum og hafa kvartað yfir vatns- og matarskorti. 25. júlí 2018 06:00 Gríðarlegt flóð eftir að stífla brast Mörg hundruð manns í suðausturhluta Laos er saknað eftir að stífla brast þar í morgun. 24. júlí 2018 08:24 Mest lesið Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Innlent Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Innlent Níu drepnir í drónaárás á rútu Erlent Svalt þokuloft ekki langt undan Innlent Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Innlent Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Innlent Árásirnar sagðar þær umfangsmestu síðan viðræðurnar fóru fyrir bí Erlent Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Innlent Styður tillögur að róttækum breytingum á byggingareftirliti Innlent Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Innlent Fleiri fréttir Árásirnar sagðar þær umfangsmestu síðan viðræðurnar fóru fyrir bí Níu drepnir í drónaárás á rútu Samþykktu fangaskipti á næstu dögum Hlýtur 25 ára dóm fyrir banatilræðið við Rushdie Gerðu umfangsmiklar árásir á Jemen Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi Diplómatinn sem grunaður var um njósnir er látinn Sakaður um að kalla eftir dauða Trumps með mynd af skeljum „Rússland vill augljóslega stríð“ Rekja fjöldamorðið í Örebro til gremju byssumannsins vegna lífs síns Íhuga að refsa Pakistönum með stíflum og fráveituskurðum Litlar væntingar til fyrstu beinu friðarviðræðnanna í meira en þrjú ár Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Tekið tíma að bera kennsl á illa farin lík Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy „Við getum ekki hlaupið um heiminn í leit að Pútín“ Undirbúa að verja mun meira til varnarmála Hnattræn hlýnun nær í skottið á einni af perlum Patagóníu ESB tapar máli um samskipti von der Leyen og Pfizer-forstjóra Vill gera Gasa að „frelsissvæði“ Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Alþjóðaglæpadómstóllinn lamaður vegna þvingana Bandaríkjanna Loftárásir héldu áfram og segja enn harðari árásir framundan Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí „Fátækasti forseti heims“ látinn Einn lifði rúmlega hundrað metra fall af og gekk eftir hjálp Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Tugir sagðir liggja í valnum eftir loftárásir Fingrafar leiddi til handtöku hálfri öld eftir morð Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Sjá meira
Óviðunandi vinnubrögð verktakans PNPC ollu því að stíflan sem fyrirtækið var að smíða í Laos brast á mánudaginn. Þetta hefur Khammany Inthirath, orkumálaráðherra ríkisins, fullyrt en ríkismiðillinn KPL greindi frá í gær. Fjöldi húsa skemmdist þegar vatnsflaumurinn flæddi yfir nærliggjandi svæði og að minnsta kosti tuttugu fórust. Samtök ríkja í Suðaustur-Asíu (ASEAN) sendu í gær flugvélar með birgðir fyrir fórnarlömb hamfaranna, en ríkisstjórnin hafði biðlað til nágrannaríkjanna um aðstoð. Sendu samtökin meðal annars hreinlætisvörur, tjöld og matvæli. Þá greindi KPL frá því í gær að Singapúr hefði sent styrk að andvirði um tíu milljónir króna og að þar í landi hygðist Rauði krossinn standa fyrir neyðarsöfnun. Singapúrski herinn sendi sömuleiðis flugvélar sínar með tjöld, matvæli, drykkjarvatn, lyf og gúmmíbáta. „Þessi styrkur singapúrsku ríkisstjórnarinnar mun vonandi gagnast vel í hjálparstarfinu í Attapeu-fylki,“ var haft eftir Dominic Goh, sendiherra Singapúr í Laos. KPL greindi einnig frá því í gær að alþjóðabankastofnanir hafi á þriðjudag sent ríkisstjórninni samúðarskeyti. „Við erum reiðubúin til þess að vinna náið með ríkisstjórn Laos að hjálparstarfinu og að því að aðstoða fórnarlömbin. Alþjóðabankinn styður nú þegar við hamfaravarnir í Laos og mun halda þeirri aðstoð áfram á næstu mánuðum, ef ríkisstjórnin óskar þess,“ sagði í skeytinu. –þea
Birtist í Fréttablaðinu Laos Tengdar fréttir Biðla til allra í Laos um hjálp Harmleikur í suðurhluta Laos. Hundraða saknað eftir að ókláruð stífla brast. Ekki er vitað hversu margir fórust í hamförunum en tæp sjö þúsund misstu heimili sín. Hundrað milljarða framkvæmd. Íbúar nærri framkvæmdasvæðinu áður verið fluttir burt gegn vilja sínum og hafa kvartað yfir vatns- og matarskorti. 25. júlí 2018 06:00 Gríðarlegt flóð eftir að stífla brast Mörg hundruð manns í suðausturhluta Laos er saknað eftir að stífla brast þar í morgun. 24. júlí 2018 08:24 Mest lesið Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Innlent Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Innlent Níu drepnir í drónaárás á rútu Erlent Svalt þokuloft ekki langt undan Innlent Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Innlent Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Innlent Árásirnar sagðar þær umfangsmestu síðan viðræðurnar fóru fyrir bí Erlent Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Innlent Styður tillögur að róttækum breytingum á byggingareftirliti Innlent Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Innlent Fleiri fréttir Árásirnar sagðar þær umfangsmestu síðan viðræðurnar fóru fyrir bí Níu drepnir í drónaárás á rútu Samþykktu fangaskipti á næstu dögum Hlýtur 25 ára dóm fyrir banatilræðið við Rushdie Gerðu umfangsmiklar árásir á Jemen Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi Diplómatinn sem grunaður var um njósnir er látinn Sakaður um að kalla eftir dauða Trumps með mynd af skeljum „Rússland vill augljóslega stríð“ Rekja fjöldamorðið í Örebro til gremju byssumannsins vegna lífs síns Íhuga að refsa Pakistönum með stíflum og fráveituskurðum Litlar væntingar til fyrstu beinu friðarviðræðnanna í meira en þrjú ár Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Tekið tíma að bera kennsl á illa farin lík Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy „Við getum ekki hlaupið um heiminn í leit að Pútín“ Undirbúa að verja mun meira til varnarmála Hnattræn hlýnun nær í skottið á einni af perlum Patagóníu ESB tapar máli um samskipti von der Leyen og Pfizer-forstjóra Vill gera Gasa að „frelsissvæði“ Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Alþjóðaglæpadómstóllinn lamaður vegna þvingana Bandaríkjanna Loftárásir héldu áfram og segja enn harðari árásir framundan Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí „Fátækasti forseti heims“ látinn Einn lifði rúmlega hundrað metra fall af og gekk eftir hjálp Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Tugir sagðir liggja í valnum eftir loftárásir Fingrafar leiddi til handtöku hálfri öld eftir morð Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Sjá meira
Biðla til allra í Laos um hjálp Harmleikur í suðurhluta Laos. Hundraða saknað eftir að ókláruð stífla brast. Ekki er vitað hversu margir fórust í hamförunum en tæp sjö þúsund misstu heimili sín. Hundrað milljarða framkvæmd. Íbúar nærri framkvæmdasvæðinu áður verið fluttir burt gegn vilja sínum og hafa kvartað yfir vatns- og matarskorti. 25. júlí 2018 06:00
Gríðarlegt flóð eftir að stífla brast Mörg hundruð manns í suðausturhluta Laos er saknað eftir að stífla brast þar í morgun. 24. júlí 2018 08:24