Ekki eins og Jóakim önd Kolbrún Bergþórsdóttir skrifar 28. júlí 2018 08:00 Í kjölfar hrunsins, uppljóstrana um Panamaskjölin og annan ósóma, sem ekki skal tíundaður hér, jókst tortryggni í garð auðmanna mjög. Enn gerir það býsna mikla lukku hjá stórum hóp þegar illu orði er vikið að þeim einstaklingum sem vitað er að eru sterkefnaðir. Þá er gert ráð fyrir að þeir líkist Jóakim Aðalönd í því að kunna hvergi betur við sig en þar sem þeir geta svamlað í auði sínum og borist sem allra mest á. Um leið er sjálfkrafa reiknað með að þeir leiti sem flestra leiða til að koma sér undan því að greiða sitt til samfélagsins. Nú er það vissulega svo að margur verður að aurum api, eins og átakanleg dæmi eru um. Það eru örugglega einhverjir auðmenn sem haga sér líkt og Jóakim Aðalönd sé þeirra sanna fyrirmynd og þrá ekkert annað en að sitja einir að gróða sínum. Engan veginn er þó víst að þetta séu örlög allra þeirra einstaklinga sem eiga svo miklu meira en þeir hafa þörf fyrir. Það er einmitt ástæða til að ætla að þó nokkrir hinna sterkefnuðu hafi ríkan vilja og áhuga á að leggja sitt af mörkum til að efla og auðga samfélag sitt. Það eru ótal leiðir til þess og ein er að styðja við listir í landinu. Á dögunum var Ólöf Kristín Sigurðardóttir, safnstjóri Listasafns Reykjavíkur, í viðtali í Fréttablaðinu. Þar kom fram að safnið hefur ekki fjárhagsleg tök á því að kaupa öll þau verk sem mikilvægt er að það eigi. Ekki eru það góð tíðindi. Ef þetta stærsta listasafn landsins á að standa undir nafni verður safneignin að samanstanda af verkum sem nokkuð öruggt er að séu og verði hluti af íslenskri listasögu. Þetta virðist vart hægt án utanaðkomandi fjárhagsaðstoðar. Ólöf Kristín reifaði í viðtalinu þá hugmynd að stofna stuðningshóp utan um innkaup safnsins, eins og þekkt er erlendis. Fjársterkir einstaklingar myndu þá leggja fram verulegar upphæðir til að efla og styrkja innkaupin. Þessi hugmynd safnstjórans er örugglega lögð fram í þeirri vissu að hópur einstaklinga sé einmitt áhugasamur um þetta. Þar er um að ræða fólk sem hefur lifandi áhuga á listum, á örugglega gott einkasafn listaverka og gæti látið sér nægja að bæta við það, en hugsar dýpra og lengra fram í tímann. Það veit hversu gjöful listin er, finnst að sem flestir eigi að njóta hennar og er tilbúið að leggja sitt af mörkum til þess. Þegar gengið er inn í Listasafn Reykjavíkur, hvort sem þar er um að ræða Kjarvalsstaði, Ásmundarsafn eða Hafnarhúsið, ætti listunnandi að geta verið viss um að listrænn metnaður sé þar í fyrirrúmi og að vel hafi verið hugað að kaupum á listaverkum. Ef sterkefnað fólk hér á landi getur stuðlað að því að listasöfn hér á landi verði sem veglegust þá er ekki ástæða til annars en að fagna innilega og þakka kærlega fyrir sig. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Kolbrún Bergþórsdóttir Mest lesið Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir Skoðun Laxaharmleikur Jóhannes Sturlaugsson Skoðun Ferðamannaþorpin - Náttúruvá Þóra B. Hafsteinsdóttir Skoðun Lýðræðið í skötulíki! Lilja Rafney Magnúsdóttir Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir Skoðun Ef Veðurstofan spáði vitlausu veðri í 40 ár, væri það bara í lagi? Björn Ólafsson Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann Skoðun Málfrelsi og mörk þess á vettvangi lýðræðisins Helga Vala Helgadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ferðamannaþorpin - Náttúruvá Þóra B. Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson skrifar Skoðun Laxaharmleikur Jóhannes Sturlaugsson skrifar Skoðun Lýðræðið í skötulíki! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir skrifar Skoðun Til varnar jafnlaunavottun Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Barnaræninginn Pútín Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Um þjóð og ríki Gauti Kristmannsson skrifar Skoðun Málfrelsi og mörk þess á vettvangi lýðræðisins Helga Vala Helgadóttir skrifar Skoðun Sjókvíaeldi á Íslandi fjarstýrt með gervigreind frá Noregi Ingólfur Ásgeirsson skrifar Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæðið: Neyðarhemill en ekki léttvægt leikfang popúlista Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Stjórnarandstaðan er vannýtt auðlind Jón Daníelsson skrifar Skoðun Ef Veðurstofan spáði vitlausu veðri í 40 ár, væri það bara í lagi? Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hægri sósíalismi Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun 5 ára vegferð að skóla framtíðarinnar – eða ekki! Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Það sem ekki má segja um það sem enginn vill sjá Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Löggæslumál og aðstöðuleysi í Búðardal – ákall um viðbragð og aðgerðir Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Listin að verða fullkomlega ósammála sjálfri sér á mettíma Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þingmenn auðvaldsins Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Arðgreiðslur í sjávarútvegi: Staðreyndir gegn fullyrðingum Elliði Vignisson skrifar Skoðun Verðugur bandamaður? Steinar Harðarson skrifar Skoðun Við þurfum nýja sýn á stjórnmál okkar - Mamdani-sýn Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Sósíalistaflokkurinn heimilislaus - hvað næst? Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Rán um hábjartan dag Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Sjá meira
Í kjölfar hrunsins, uppljóstrana um Panamaskjölin og annan ósóma, sem ekki skal tíundaður hér, jókst tortryggni í garð auðmanna mjög. Enn gerir það býsna mikla lukku hjá stórum hóp þegar illu orði er vikið að þeim einstaklingum sem vitað er að eru sterkefnaðir. Þá er gert ráð fyrir að þeir líkist Jóakim Aðalönd í því að kunna hvergi betur við sig en þar sem þeir geta svamlað í auði sínum og borist sem allra mest á. Um leið er sjálfkrafa reiknað með að þeir leiti sem flestra leiða til að koma sér undan því að greiða sitt til samfélagsins. Nú er það vissulega svo að margur verður að aurum api, eins og átakanleg dæmi eru um. Það eru örugglega einhverjir auðmenn sem haga sér líkt og Jóakim Aðalönd sé þeirra sanna fyrirmynd og þrá ekkert annað en að sitja einir að gróða sínum. Engan veginn er þó víst að þetta séu örlög allra þeirra einstaklinga sem eiga svo miklu meira en þeir hafa þörf fyrir. Það er einmitt ástæða til að ætla að þó nokkrir hinna sterkefnuðu hafi ríkan vilja og áhuga á að leggja sitt af mörkum til að efla og auðga samfélag sitt. Það eru ótal leiðir til þess og ein er að styðja við listir í landinu. Á dögunum var Ólöf Kristín Sigurðardóttir, safnstjóri Listasafns Reykjavíkur, í viðtali í Fréttablaðinu. Þar kom fram að safnið hefur ekki fjárhagsleg tök á því að kaupa öll þau verk sem mikilvægt er að það eigi. Ekki eru það góð tíðindi. Ef þetta stærsta listasafn landsins á að standa undir nafni verður safneignin að samanstanda af verkum sem nokkuð öruggt er að séu og verði hluti af íslenskri listasögu. Þetta virðist vart hægt án utanaðkomandi fjárhagsaðstoðar. Ólöf Kristín reifaði í viðtalinu þá hugmynd að stofna stuðningshóp utan um innkaup safnsins, eins og þekkt er erlendis. Fjársterkir einstaklingar myndu þá leggja fram verulegar upphæðir til að efla og styrkja innkaupin. Þessi hugmynd safnstjórans er örugglega lögð fram í þeirri vissu að hópur einstaklinga sé einmitt áhugasamur um þetta. Þar er um að ræða fólk sem hefur lifandi áhuga á listum, á örugglega gott einkasafn listaverka og gæti látið sér nægja að bæta við það, en hugsar dýpra og lengra fram í tímann. Það veit hversu gjöful listin er, finnst að sem flestir eigi að njóta hennar og er tilbúið að leggja sitt af mörkum til þess. Þegar gengið er inn í Listasafn Reykjavíkur, hvort sem þar er um að ræða Kjarvalsstaði, Ásmundarsafn eða Hafnarhúsið, ætti listunnandi að geta verið viss um að listrænn metnaður sé þar í fyrirrúmi og að vel hafi verið hugað að kaupum á listaverkum. Ef sterkefnað fólk hér á landi getur stuðlað að því að listasöfn hér á landi verði sem veglegust þá er ekki ástæða til annars en að fagna innilega og þakka kærlega fyrir sig.
Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun
„Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson skrifar
Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson skrifar
Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir skrifar
Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson skrifar
Skoðun Kjarnorkuákvæðið: Neyðarhemill en ekki léttvægt leikfang popúlista Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Skoðun Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Löggæslumál og aðstöðuleysi í Búðardal – ákall um viðbragð og aðgerðir Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar
Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun
„Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann Skoðun