Móðir sem fór í felur með syni sína dæmd í fangelsi í umdeildasta forræðismáli Spánar Birgir Olgeirsson skrifar 27. júlí 2018 16:23 Rivas fór með drengina af heimili fjölskyldunnar á Ítalíu árið 2016 til Spánar undir því yfirskini að ætla að heimsækja ættingja. Vísir/EPA Spænsk kona hefur verið dæmd til fimm ára fangelsisvistar fyrir að fara í felur með syni sína tvo í stað þess að koma þeim í hendur föður þeirra. Hefur konan sakað föður drengjanna um ofbeldi.Fréttastofa breska ríkisútvarpsins BBC greinir frá þessu en dómurinn hefur einnig svipt konuna, Juana Rivas, forræði yfir drengjunum til sex ára og skikkað hana til að standa sjálf undir háum málskostnaði. BBC segir stjórnmálamenn á Spáni og kvenréttindahópa hafa mótmælt dómnum.#JuanaEstáEnMiCasa myllumerkið fór víða á samfélagsmiðlum á meðan Rivas var á flótta frá yfirvöldum, en lauslega þýðir það: Juana er heima hjá mér.Vísir/EPAForræðisdeila foreldranna hefur staðið yfir í nokkurn tíma og orðið að miðpunkti umræðu á Spáni um ofbeldi í samböndum. Rivas fór með drengina af heimili fjölskyldunnar á Ítalíu árið 2016 til Spánar undir því yfirskini að ætla að heimsækja ættingja. Í stað þess að snúa aftur heim til Ítalíu lagði hún fram kæru á Spáni þess efnis að barnsfaðir hennar hefði beitt hana ofbeldi og fór síðar gegn úrskurði dómstóla þess efnis að henni bæri að skila drengjunum til föður þeirra. „Það er ekki hægt að kalla það brottnám þegar kona ákveður að flýja hörmungar til að vernda börnin sín,“ sagði Rivas í fyrra.Barnsfaðir Juana, Ítalinn Francesco ArcuriVísir/EPAMál hennar hefur vakið gríðarmikla athygli á Spáni þar sem Rivas hefur notið talsverðs stuðnings á meðal almennings. #JuanaEstáEnMiCasa myllumerkið fór víða á samfélagsmiðlum á meðan Rivas var á flótta frá yfirvöldum, en lauslega þýðir það: Juana er heima hjá mér. Dómurinn í spænsku borginni Granada komst að þeirri niðurstöðu að Rivas hefði engar sannanir um að hafa orðið fyrir heimilisofbeldi og að hún hefði verið órétti þegar hún tók börnin frá föður þeirra. Taldi dómurinn hana hafa nýtt sér ásakanir á hendur á barnsföður sínum til að draga athygli frá því að hún hefði gerst sek um barnsrán. Barnsfaðir hennar, Ítalinn Francesco Arcuri, á að baki dóm fyrir ofbeldi gegn Rivas. Dómurinn tók fram að þrátt fyrir fyrri brot Arcuri þá væru engar sannanir fyrir hendi um að hann hefði brotið á ný gegn Rivas.Juana þegar dómurinn var kveðinn upp.Vísir/EPALögmaður Rivas sagði dóminn rangan og gaf til kynna að honum yrði áfrýjað. Aðstoðarforsætisráðherra Spánar, Carmen Calvo, lét hafa eftir sér að Rivas verði ekki fangelsuð fyrr en refsing hennar verður staðfest. Sagði Calvo að mestu máli skipti að tryggja hag barnanna. Antonio Maíllo, sem fer fyrir sambandi vinstri flokka í suður Andalúsíu, sagði dóminn vera forneskjulegan og að búið væri að setja varhugavert fordæmi með honum. Formaður kvenréttindasamtakanna Progressive Women´s Foundation, Yolanda Besteiro, sagði dóminn vonbrigði og sagði dómarana ekki hafa skilning á því hvað kynbundið ofbeldi væri og hvernig gerendur haga sér. Arcuri neitar ásökunum um ofbeldi gegn Rivas og sonum og segist vera fórnarlamb fjölmiðlafárs. Hann á að baki dóm fyrir brot gegn Rivas árið 2009, en sagðist einungis hafa gengist við því til að forðast áralöng málaferli og fá að umgangast son sinn. Þau tóku aftur saman og eignuðust annan son. Fyrrverandi maki Arcuri til tíu ára hefur komið honum til varnar og segist ekki trúa þessum ásökunum. Mest lesið Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Gulli Reynis látinn Innlent Sex ára dómur yfir Jóni Inga höfuðpaur stendur Innlent Miðflokkur skákar Sjálfstæðisflokknum: „Stórmerkileg niðurstaða“ Innlent Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Innlent Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Innlent Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Innlent Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Innlent Vilja fá Selenskí til að samþykkja „óskalista“ Pútíns Erlent Fleiri fréttir Kallar Demókrata landráðamenn og ýjar að hengingu Vilja fá Selenskí til að samþykkja „óskalista“ Pútíns Birta nærmyndir af halastjörnu úr öðru sólkerfi Breski raðnauðgarinn fær enn einn lífstíðardóminn Viðurkenndu að kviðdómendur sáu ekki ákæruskjalið Trump staðfestir Epstein-lögin Tugir látnir eftir árás á íbúðarhúsnæði Tilkynna yngri en 16 ára að reikningum að Facebook og Instagram verði lokað Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Sagðir vinna að nýju friðarsamkomulagi án Úkraínu og Evrópu Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Loka síðustu ræðismannsskrifstofu Rússa Stærsti bæjarbruni í landinu frá 1976 Merz í vandræðum með ungliðana 100 ára yfirráðum Jafnaðarmanna í Kaupmannahöfn lokið Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Fulltrúadeild samþykkir að birta Epstein-skjölin Úkraínskir útsendarar Rússa sagðir að baki skemmdarverkunum Hvíta húsið hlutaðist til um rannsókn á Tate-bræðrum Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Mislingafaraldurinn í Bandaríkjunum breiðir úr sér Hægri beygja Mette gæti kostað Jafnaðarmenn Kaupmannahöfn Undirrituðu viljayfirlýsingu um kaup á allt að 100 Rafale herþotum Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Rússar sagðir hafa drepið ekkju fyrsta fórnarlambs Tsjernobylslyssins Forsætisráðherrann fyrrverandi dæmdur til dauða Telja að lestarteinar hafi verið sprengdir viljandi í Póllandi Enn og aftur tilkynnt um dróna í Danaveldi Sjá meira
Spænsk kona hefur verið dæmd til fimm ára fangelsisvistar fyrir að fara í felur með syni sína tvo í stað þess að koma þeim í hendur föður þeirra. Hefur konan sakað föður drengjanna um ofbeldi.Fréttastofa breska ríkisútvarpsins BBC greinir frá þessu en dómurinn hefur einnig svipt konuna, Juana Rivas, forræði yfir drengjunum til sex ára og skikkað hana til að standa sjálf undir háum málskostnaði. BBC segir stjórnmálamenn á Spáni og kvenréttindahópa hafa mótmælt dómnum.#JuanaEstáEnMiCasa myllumerkið fór víða á samfélagsmiðlum á meðan Rivas var á flótta frá yfirvöldum, en lauslega þýðir það: Juana er heima hjá mér.Vísir/EPAForræðisdeila foreldranna hefur staðið yfir í nokkurn tíma og orðið að miðpunkti umræðu á Spáni um ofbeldi í samböndum. Rivas fór með drengina af heimili fjölskyldunnar á Ítalíu árið 2016 til Spánar undir því yfirskini að ætla að heimsækja ættingja. Í stað þess að snúa aftur heim til Ítalíu lagði hún fram kæru á Spáni þess efnis að barnsfaðir hennar hefði beitt hana ofbeldi og fór síðar gegn úrskurði dómstóla þess efnis að henni bæri að skila drengjunum til föður þeirra. „Það er ekki hægt að kalla það brottnám þegar kona ákveður að flýja hörmungar til að vernda börnin sín,“ sagði Rivas í fyrra.Barnsfaðir Juana, Ítalinn Francesco ArcuriVísir/EPAMál hennar hefur vakið gríðarmikla athygli á Spáni þar sem Rivas hefur notið talsverðs stuðnings á meðal almennings. #JuanaEstáEnMiCasa myllumerkið fór víða á samfélagsmiðlum á meðan Rivas var á flótta frá yfirvöldum, en lauslega þýðir það: Juana er heima hjá mér. Dómurinn í spænsku borginni Granada komst að þeirri niðurstöðu að Rivas hefði engar sannanir um að hafa orðið fyrir heimilisofbeldi og að hún hefði verið órétti þegar hún tók börnin frá föður þeirra. Taldi dómurinn hana hafa nýtt sér ásakanir á hendur á barnsföður sínum til að draga athygli frá því að hún hefði gerst sek um barnsrán. Barnsfaðir hennar, Ítalinn Francesco Arcuri, á að baki dóm fyrir ofbeldi gegn Rivas. Dómurinn tók fram að þrátt fyrir fyrri brot Arcuri þá væru engar sannanir fyrir hendi um að hann hefði brotið á ný gegn Rivas.Juana þegar dómurinn var kveðinn upp.Vísir/EPALögmaður Rivas sagði dóminn rangan og gaf til kynna að honum yrði áfrýjað. Aðstoðarforsætisráðherra Spánar, Carmen Calvo, lét hafa eftir sér að Rivas verði ekki fangelsuð fyrr en refsing hennar verður staðfest. Sagði Calvo að mestu máli skipti að tryggja hag barnanna. Antonio Maíllo, sem fer fyrir sambandi vinstri flokka í suður Andalúsíu, sagði dóminn vera forneskjulegan og að búið væri að setja varhugavert fordæmi með honum. Formaður kvenréttindasamtakanna Progressive Women´s Foundation, Yolanda Besteiro, sagði dóminn vonbrigði og sagði dómarana ekki hafa skilning á því hvað kynbundið ofbeldi væri og hvernig gerendur haga sér. Arcuri neitar ásökunum um ofbeldi gegn Rivas og sonum og segist vera fórnarlamb fjölmiðlafárs. Hann á að baki dóm fyrir brot gegn Rivas árið 2009, en sagðist einungis hafa gengist við því til að forðast áralöng málaferli og fá að umgangast son sinn. Þau tóku aftur saman og eignuðust annan son. Fyrrverandi maki Arcuri til tíu ára hefur komið honum til varnar og segist ekki trúa þessum ásökunum.
Mest lesið Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Gulli Reynis látinn Innlent Sex ára dómur yfir Jóni Inga höfuðpaur stendur Innlent Miðflokkur skákar Sjálfstæðisflokknum: „Stórmerkileg niðurstaða“ Innlent Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Innlent Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Innlent Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Innlent Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Innlent Vilja fá Selenskí til að samþykkja „óskalista“ Pútíns Erlent Fleiri fréttir Kallar Demókrata landráðamenn og ýjar að hengingu Vilja fá Selenskí til að samþykkja „óskalista“ Pútíns Birta nærmyndir af halastjörnu úr öðru sólkerfi Breski raðnauðgarinn fær enn einn lífstíðardóminn Viðurkenndu að kviðdómendur sáu ekki ákæruskjalið Trump staðfestir Epstein-lögin Tugir látnir eftir árás á íbúðarhúsnæði Tilkynna yngri en 16 ára að reikningum að Facebook og Instagram verði lokað Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Sagðir vinna að nýju friðarsamkomulagi án Úkraínu og Evrópu Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Loka síðustu ræðismannsskrifstofu Rússa Stærsti bæjarbruni í landinu frá 1976 Merz í vandræðum með ungliðana 100 ára yfirráðum Jafnaðarmanna í Kaupmannahöfn lokið Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Fulltrúadeild samþykkir að birta Epstein-skjölin Úkraínskir útsendarar Rússa sagðir að baki skemmdarverkunum Hvíta húsið hlutaðist til um rannsókn á Tate-bræðrum Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Mislingafaraldurinn í Bandaríkjunum breiðir úr sér Hægri beygja Mette gæti kostað Jafnaðarmenn Kaupmannahöfn Undirrituðu viljayfirlýsingu um kaup á allt að 100 Rafale herþotum Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Rússar sagðir hafa drepið ekkju fyrsta fórnarlambs Tsjernobylslyssins Forsætisráðherrann fyrrverandi dæmdur til dauða Telja að lestarteinar hafi verið sprengdir viljandi í Póllandi Enn og aftur tilkynnt um dróna í Danaveldi Sjá meira