Conor sleppur við fangelsisvist en hvað er þá næst á dagskrá hjá Íranum? Tómas Þór Þórðarson skrifar 27. júlí 2018 13:30 Conor McGregor samdi við ákæruvaldið í Brooklyn og er því laus. vísir/getty Írski bardagakappinn og Íslandsvinurinn Conor McGregor sleppur við fangelsisvist eftir æðiskastið sem að hann tók í apríl í Brooklyn í New York en hann gerði samkomulag við ákæruvaldið þar í borg og er frjáls ferða sinna. Hvað er þá næst á dagskrá hjá Íranum magnaða sem varð fyrsti maðurinn til að bera tvö heimsmeistarabelti í UFC í nóvember árið 2016 þegar að hann lagði Eddie Alvarez í titilbardaga í léttvigt? Hann hefur ekki barist í UFC síðan þá en steig inn í hnefaleikahringinn með Floyd Mayweather til að fylla bankabókina á síðasta ári og tapaði.Conor varð tvöfaldur heimsmeistari í UFC í nóvember 2016 en hefur ekki barist síðan þá.vísir/gettyBeltin burt Búið er að taka heimsmeistaratitlana af Conor bæði í fluguvigt og léttvigt en hann er í öðru sæti á léttivigtarlistanum á eftir Tony Ferguson en báðir eru á eftir meistanum rússneska Khabib Nurmagomedov. „Núna þegar búið er að afgreiða þessa rútuárás getur hann vonandi farið að einbeita sér að ferlinum aftur. Ég vona innilega að Conor mætir Khabib Nurmagomedov í haust, það er lang stærsti bardaginn í MMA í dag,“ segir Pétur Marinó Jónsson, ritstjóri MMA Frétta og sérfræðingur Stöðvar 2 Sports í blönduðum bardagalistum. „Conor var tilbúinn að berjast við hann frítt í apríl í þessari blessuðu rútuárás þannig að hann hlýtur að vilja berjast við hann fyrir nokkrar milljónir,“ segir hann.Dagestaninn er ríkjandi meistari og vill ólmur berja á Conor.vísir/gettyÁ sama stað í Rússlandi Conor var ekki langt frá því að fara í steininn fyrir rútuárásina í Brooklyn sem beindist að Nurmagomedov. Sá magnaði 29 ára gamli bardagakappi frá Dagestan varð léttvigtarmeistari í apríl en hann hefur unnið alla 26 atvinnumannabardaga sína á ferlinum. „Khabib er auðvitað ríkjandi léttvigtarmeistari eftir að Conor var sviptur titlinum í apríl þannig að Conor gæti þarna endurheimt beltið sitt. Leiðir þeirra liggja saman og trúi ég ekki öðru en að UFC nái að setja þennan bardaga saman. Ég held samt að þetta belti skipti Conor svo sem engu risa máli,“ segir Pétur. „Það hefur verið talað um bardaga á milli Conor og Khabib í smá tíma núna og hefur verið að marinerast með öllu þessu rútudæmi. Svo voru þeir auðvitað báðir á úrslitaleik HM þar sem Conor var sérstakur gestur Vladimir Pútín á meðan Rússinn Khabib var bara í einhverju ágætis sæti meðal áhorfenda.“Pétur Marinó Jónsson, sérfræðingur Stöðvar 2 Sports, vonast eftir bardaga hjá Conor sem fyrst.vísirKhabib að þreytast Nóvember væri góð tímasetning fyrir næsta bardaga Conors en UFC-kvöldið í þeim mánuði fer fram í New York og þar í borg eru menn ekkert alltof spenntir fyrir því að fá ólátabelginn aftur í heimsókn. „Talað hefur verið um að bardaginn fari fram á UFC 229 í október eða UFC 232 í desember. Bæði þessi bardagakvöld fara fram í Las Vegas en það virðist sem það sé eitthvað hik á því að bóka Conor í New York í nóvember í Madison Square Garden eftir lætin sem hann olli í apríl,“ segir Pétur, en þarf Khabib kannski að taka annan í búrinu þar til Conor er klár? „Khabib er orðinn þreyttur á að bíða eftir Conor og vonandi klárast þetta bara fljótt. Annars eru nokkrir frábærir bardagamenn sem geta ekki beðið eftir því að fá að taka í Khabib. Þeir Dustin Poirier og Eddie Alvarez berjast um helgina og sigurvegarinn þar gæti fengið titilbardaga eða Tony Ferguson ef Conor er af einhverjum ástæðum ekki til í bardaga í haust,“ segir Pétur Marinó Jónsson. MMA Tengdar fréttir Conor afgreiddi fjölmiðlana á tíu sekúndum Írski vélbyssukjafturinn hafði ekki mikið að segja eftir að hann slapp við fangelsisvist. 26. júlí 2018 15:00 Conor semur og þarf ekki að sitja inni þarf að sinna samfélagsþjónustu og mögulega að fara á reiðinámskeið. 26. júlí 2018 14:09 Mest lesið Þurfti að ýta þjálfaranum af sér þegar hún kom í mark Sport Skoraði á móti Arsenal og semur nú við Vestra Fótbolti Dáður en umdeildur kylfingur látinn Golf Dæmdu forsetann og alla leikmenn í bann Fótbolti Scholes sakar Slot um virðingarleysi og að hann fái það í bakið núna Enski boltinn Engin naglalögregla á HM kvenna en nýjar reglur um neglur Handbolti Rautt spjald gegn Íslandi rifjað upp eftir tal um „sérmeðferð“ Ronaldos Fótbolti Fantasýn: Eyjólfur Sverris pakkar fjölskyldunni saman Enski boltinn Sjáðu kraftaverkið í riðli Íslands Körfubolti Segir Slot hafa viku til þess að bjarga starfi sínu Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Grindavík - Keflavík | Alvöru grannaslagur í Grindavík Serbía - Ísland | Taka tvö hjá stelpunum okkar Bein útsending: Upphitunarbardagar ICEBOX 9 í Kaplakrika Þjóðverjar unnu 26 marka stórsigur í næsta leik eftir Íslandsleikinn Í beinni: Fram - FH | Meistarar síðustu tveggja ára mætast KSÍ skiptir um mótakerfi og smíðar nýjan vef Íranar fengu enga hjálp frá Infantino og sniðganga HM-dráttinn Ráðherra mættur á HM: „Verður mikil stemning“ Damir Muminovic til Grindavíkur „Okkar konur eiga meira skilið“ Real hafi misst áhugann á slökum Konaté Sjáðu bestu mörkin: Klókur Kanu og eitraður Essien Ein breyting hjá Íslandi fyrir kvöldið Dáður en umdeildur kylfingur látinn Rautt spjald gegn Íslandi rifjað upp eftir tal um „sérmeðferð“ Ronaldos Fjórir bestu mætast í lengri leikjum á Snorrabraut Skoraði á móti Arsenal og semur nú við Vestra „Aðeins öðruvísi en alltaf geggjað að hafa Katrínu með mér“ Segja þetta ekki sanngjarnt og að þetta yrði bara farsi Ísland og Noregur mætast á IceBox í kvöld Dæmdu forsetann og alla leikmenn í bann „Ég er með mikla orku“ Segir Slot hafa viku til þess að bjarga starfi sínu Fantasýn: Eyjólfur Sverris pakkar fjölskyldunni saman Spilaði með brotið bringubein í tvo mánuði „Þær eru með frábæran línumann“ Sjáðu kraftaverkið í riðli Íslands Engin naglalögregla á HM kvenna en nýjar reglur um neglur Scholes sakar Slot um virðingarleysi og að hann fái það í bakið núna Dagskrá: Stærsta boxmót á Íslandi, Körfuboltakvöld og formúla Sjá meira
Írski bardagakappinn og Íslandsvinurinn Conor McGregor sleppur við fangelsisvist eftir æðiskastið sem að hann tók í apríl í Brooklyn í New York en hann gerði samkomulag við ákæruvaldið þar í borg og er frjáls ferða sinna. Hvað er þá næst á dagskrá hjá Íranum magnaða sem varð fyrsti maðurinn til að bera tvö heimsmeistarabelti í UFC í nóvember árið 2016 þegar að hann lagði Eddie Alvarez í titilbardaga í léttvigt? Hann hefur ekki barist í UFC síðan þá en steig inn í hnefaleikahringinn með Floyd Mayweather til að fylla bankabókina á síðasta ári og tapaði.Conor varð tvöfaldur heimsmeistari í UFC í nóvember 2016 en hefur ekki barist síðan þá.vísir/gettyBeltin burt Búið er að taka heimsmeistaratitlana af Conor bæði í fluguvigt og léttvigt en hann er í öðru sæti á léttivigtarlistanum á eftir Tony Ferguson en báðir eru á eftir meistanum rússneska Khabib Nurmagomedov. „Núna þegar búið er að afgreiða þessa rútuárás getur hann vonandi farið að einbeita sér að ferlinum aftur. Ég vona innilega að Conor mætir Khabib Nurmagomedov í haust, það er lang stærsti bardaginn í MMA í dag,“ segir Pétur Marinó Jónsson, ritstjóri MMA Frétta og sérfræðingur Stöðvar 2 Sports í blönduðum bardagalistum. „Conor var tilbúinn að berjast við hann frítt í apríl í þessari blessuðu rútuárás þannig að hann hlýtur að vilja berjast við hann fyrir nokkrar milljónir,“ segir hann.Dagestaninn er ríkjandi meistari og vill ólmur berja á Conor.vísir/gettyÁ sama stað í Rússlandi Conor var ekki langt frá því að fara í steininn fyrir rútuárásina í Brooklyn sem beindist að Nurmagomedov. Sá magnaði 29 ára gamli bardagakappi frá Dagestan varð léttvigtarmeistari í apríl en hann hefur unnið alla 26 atvinnumannabardaga sína á ferlinum. „Khabib er auðvitað ríkjandi léttvigtarmeistari eftir að Conor var sviptur titlinum í apríl þannig að Conor gæti þarna endurheimt beltið sitt. Leiðir þeirra liggja saman og trúi ég ekki öðru en að UFC nái að setja þennan bardaga saman. Ég held samt að þetta belti skipti Conor svo sem engu risa máli,“ segir Pétur. „Það hefur verið talað um bardaga á milli Conor og Khabib í smá tíma núna og hefur verið að marinerast með öllu þessu rútudæmi. Svo voru þeir auðvitað báðir á úrslitaleik HM þar sem Conor var sérstakur gestur Vladimir Pútín á meðan Rússinn Khabib var bara í einhverju ágætis sæti meðal áhorfenda.“Pétur Marinó Jónsson, sérfræðingur Stöðvar 2 Sports, vonast eftir bardaga hjá Conor sem fyrst.vísirKhabib að þreytast Nóvember væri góð tímasetning fyrir næsta bardaga Conors en UFC-kvöldið í þeim mánuði fer fram í New York og þar í borg eru menn ekkert alltof spenntir fyrir því að fá ólátabelginn aftur í heimsókn. „Talað hefur verið um að bardaginn fari fram á UFC 229 í október eða UFC 232 í desember. Bæði þessi bardagakvöld fara fram í Las Vegas en það virðist sem það sé eitthvað hik á því að bóka Conor í New York í nóvember í Madison Square Garden eftir lætin sem hann olli í apríl,“ segir Pétur, en þarf Khabib kannski að taka annan í búrinu þar til Conor er klár? „Khabib er orðinn þreyttur á að bíða eftir Conor og vonandi klárast þetta bara fljótt. Annars eru nokkrir frábærir bardagamenn sem geta ekki beðið eftir því að fá að taka í Khabib. Þeir Dustin Poirier og Eddie Alvarez berjast um helgina og sigurvegarinn þar gæti fengið titilbardaga eða Tony Ferguson ef Conor er af einhverjum ástæðum ekki til í bardaga í haust,“ segir Pétur Marinó Jónsson.
MMA Tengdar fréttir Conor afgreiddi fjölmiðlana á tíu sekúndum Írski vélbyssukjafturinn hafði ekki mikið að segja eftir að hann slapp við fangelsisvist. 26. júlí 2018 15:00 Conor semur og þarf ekki að sitja inni þarf að sinna samfélagsþjónustu og mögulega að fara á reiðinámskeið. 26. júlí 2018 14:09 Mest lesið Þurfti að ýta þjálfaranum af sér þegar hún kom í mark Sport Skoraði á móti Arsenal og semur nú við Vestra Fótbolti Dáður en umdeildur kylfingur látinn Golf Dæmdu forsetann og alla leikmenn í bann Fótbolti Scholes sakar Slot um virðingarleysi og að hann fái það í bakið núna Enski boltinn Engin naglalögregla á HM kvenna en nýjar reglur um neglur Handbolti Rautt spjald gegn Íslandi rifjað upp eftir tal um „sérmeðferð“ Ronaldos Fótbolti Fantasýn: Eyjólfur Sverris pakkar fjölskyldunni saman Enski boltinn Sjáðu kraftaverkið í riðli Íslands Körfubolti Segir Slot hafa viku til þess að bjarga starfi sínu Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Grindavík - Keflavík | Alvöru grannaslagur í Grindavík Serbía - Ísland | Taka tvö hjá stelpunum okkar Bein útsending: Upphitunarbardagar ICEBOX 9 í Kaplakrika Þjóðverjar unnu 26 marka stórsigur í næsta leik eftir Íslandsleikinn Í beinni: Fram - FH | Meistarar síðustu tveggja ára mætast KSÍ skiptir um mótakerfi og smíðar nýjan vef Íranar fengu enga hjálp frá Infantino og sniðganga HM-dráttinn Ráðherra mættur á HM: „Verður mikil stemning“ Damir Muminovic til Grindavíkur „Okkar konur eiga meira skilið“ Real hafi misst áhugann á slökum Konaté Sjáðu bestu mörkin: Klókur Kanu og eitraður Essien Ein breyting hjá Íslandi fyrir kvöldið Dáður en umdeildur kylfingur látinn Rautt spjald gegn Íslandi rifjað upp eftir tal um „sérmeðferð“ Ronaldos Fjórir bestu mætast í lengri leikjum á Snorrabraut Skoraði á móti Arsenal og semur nú við Vestra „Aðeins öðruvísi en alltaf geggjað að hafa Katrínu með mér“ Segja þetta ekki sanngjarnt og að þetta yrði bara farsi Ísland og Noregur mætast á IceBox í kvöld Dæmdu forsetann og alla leikmenn í bann „Ég er með mikla orku“ Segir Slot hafa viku til þess að bjarga starfi sínu Fantasýn: Eyjólfur Sverris pakkar fjölskyldunni saman Spilaði með brotið bringubein í tvo mánuði „Þær eru með frábæran línumann“ Sjáðu kraftaverkið í riðli Íslands Engin naglalögregla á HM kvenna en nýjar reglur um neglur Scholes sakar Slot um virðingarleysi og að hann fái það í bakið núna Dagskrá: Stærsta boxmót á Íslandi, Körfuboltakvöld og formúla Sjá meira
Conor afgreiddi fjölmiðlana á tíu sekúndum Írski vélbyssukjafturinn hafði ekki mikið að segja eftir að hann slapp við fangelsisvist. 26. júlí 2018 15:00
Conor semur og þarf ekki að sitja inni þarf að sinna samfélagsþjónustu og mögulega að fara á reiðinámskeið. 26. júlí 2018 14:09