Móðir lögsækir bresk stjórnvöld til að koma í veg fyrir dauðadóm í Bandaríkjunum Gunnar Hrafn Jónsson skrifar 26. júlí 2018 21:39 Gasklefi í Bandaríkjunum. Vísir/Getty Bresk stjórnvöld hafa stöðvað samstarf sitt við bandaríska saksóknara tímabundið vegna máls tveggja breskra ríkisborgara sem eiga yfir höfði sér dauðarefsingu vestanhafs. Móðir annars þeirra hefur höfðað mál gegn breskum stjórnvöldum til að reyna að bjarga lífi sonar síns. Um er að ræða tvo af hinum fjóru alræmdu hryðjuverkamönnum sem gengu undir nafninu „Bítlarnir“ í Sýrlandi. Ástæðan fyrir nafngiftin er að þeir töluðu allir með breskum hreim. Hinir tveir eru látnir, þar á meðal hinn svonefndi Jihadi John sem varð heimsfrægur í hlutverki böðuls í aftökumyndböndum samtakanna sem kenna sig við íslamskt ríki. Hinir tveir eftirlifandi félagar þeirra eru í haldi bandarískra yfirvalda sem ætla að draga þá fyrir dómstóla og ákæra fyrir hryðjuverk. Þarlendir saksóknarar óskuðu eftir gögnum frá Bretlandi til að styrkja mál sitt gegn mönnunum. Bresk stjórnvöld féllust á að afhenda gögnin og aðstoða Bandaríkjamenn við að sækja mennina til saka þrátt fyrir að þeir eigi yfir höfði sér dauðarefsingu. Það er afar óvanalegt, Bretland og flest Evrópuríki hafa áður neitað að afhenda gögn sem gætu leitt til aftöku ríkisborgara sinna í Bandaríkjunum eða öðrum ríkjum þar sem dauðarefsing er enn við lýði. Sú ákvörðun er nú í uppnámi eftir að móðir annars mannsins leitaði til dómstóla. Lögfræðingar hennar segja það grófa og einhliða stefnubreytingu af hálfu ríkisstjórnarinnar að hvetja beinlínis til aftöku eigin þegna á erlendri grundu. Breska innanríkisráðuneytið segir að engum frekari upplýsingum verði deilt með bandarískum yfirvöldum fyrr en dómur hafi fallið í málinu. Mest lesið Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Innlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Trump vill hafa Pútín og Xi út af fyrir sig Erlent Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Innlent Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Erlent „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Innlent Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Innlent Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Innlent Fleiri fréttir Trump útnefnir Warsh sem næsta seðlabankastjóra Tíu ákærðir fyrir að drepa friðaða úlfa Trump vill hafa Pútín og Xi út af fyrir sig Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Trump segir Pútín hafa samþykkt hlé á árásum á Kænugarð Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Reyndi að frelsa Mangione vopnaður pítsaskera Saksóknarar hóta uppreisn í Minneapolis „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Segir Venesúela munu þurfa að sækja um úthlutun úr eigin olíusjóði í Katar Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Segir Trump ekki reiðan Íslandi Dómsdagsklukkan færð fram Sendir herskipaflota að Íran og hótar „ofbeldi“ Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Verða ekki viðstödd réttarhöld stjúpsonarins Vilja veita þúsundum sem dvelja ólölega á Spáni dvalarleyfi Ná saman um myndun minnihlutastjórnar í Hollandi Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Bandaríkin hyggja á heræfingar í Mið-Austurlöndum Svíar líta til kjarnorkuvopna Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Tala fallinna og særðra nálgast tvær milljónir Svíar hyggjast lækka sakhæfisaldur „Móðir allra samninga“ Um þriðjungur Dana fær 50 þúsund króna „matartékka“ beint í vasann frá ríkinu Sjá meira
Bresk stjórnvöld hafa stöðvað samstarf sitt við bandaríska saksóknara tímabundið vegna máls tveggja breskra ríkisborgara sem eiga yfir höfði sér dauðarefsingu vestanhafs. Móðir annars þeirra hefur höfðað mál gegn breskum stjórnvöldum til að reyna að bjarga lífi sonar síns. Um er að ræða tvo af hinum fjóru alræmdu hryðjuverkamönnum sem gengu undir nafninu „Bítlarnir“ í Sýrlandi. Ástæðan fyrir nafngiftin er að þeir töluðu allir með breskum hreim. Hinir tveir eru látnir, þar á meðal hinn svonefndi Jihadi John sem varð heimsfrægur í hlutverki böðuls í aftökumyndböndum samtakanna sem kenna sig við íslamskt ríki. Hinir tveir eftirlifandi félagar þeirra eru í haldi bandarískra yfirvalda sem ætla að draga þá fyrir dómstóla og ákæra fyrir hryðjuverk. Þarlendir saksóknarar óskuðu eftir gögnum frá Bretlandi til að styrkja mál sitt gegn mönnunum. Bresk stjórnvöld féllust á að afhenda gögnin og aðstoða Bandaríkjamenn við að sækja mennina til saka þrátt fyrir að þeir eigi yfir höfði sér dauðarefsingu. Það er afar óvanalegt, Bretland og flest Evrópuríki hafa áður neitað að afhenda gögn sem gætu leitt til aftöku ríkisborgara sinna í Bandaríkjunum eða öðrum ríkjum þar sem dauðarefsing er enn við lýði. Sú ákvörðun er nú í uppnámi eftir að móðir annars mannsins leitaði til dómstóla. Lögfræðingar hennar segja það grófa og einhliða stefnubreytingu af hálfu ríkisstjórnarinnar að hvetja beinlínis til aftöku eigin þegna á erlendri grundu. Breska innanríkisráðuneytið segir að engum frekari upplýsingum verði deilt með bandarískum yfirvöldum fyrr en dómur hafi fallið í málinu.
Mest lesið Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Innlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Trump vill hafa Pútín og Xi út af fyrir sig Erlent Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Innlent Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Erlent „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Innlent Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Innlent Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Innlent Fleiri fréttir Trump útnefnir Warsh sem næsta seðlabankastjóra Tíu ákærðir fyrir að drepa friðaða úlfa Trump vill hafa Pútín og Xi út af fyrir sig Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Trump segir Pútín hafa samþykkt hlé á árásum á Kænugarð Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Reyndi að frelsa Mangione vopnaður pítsaskera Saksóknarar hóta uppreisn í Minneapolis „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Segir Venesúela munu þurfa að sækja um úthlutun úr eigin olíusjóði í Katar Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Segir Trump ekki reiðan Íslandi Dómsdagsklukkan færð fram Sendir herskipaflota að Íran og hótar „ofbeldi“ Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Verða ekki viðstödd réttarhöld stjúpsonarins Vilja veita þúsundum sem dvelja ólölega á Spáni dvalarleyfi Ná saman um myndun minnihlutastjórnar í Hollandi Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Bandaríkin hyggja á heræfingar í Mið-Austurlöndum Svíar líta til kjarnorkuvopna Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Tala fallinna og særðra nálgast tvær milljónir Svíar hyggjast lækka sakhæfisaldur „Móðir allra samninga“ Um þriðjungur Dana fær 50 þúsund króna „matartékka“ beint í vasann frá ríkinu Sjá meira