Jóhann Berg Guðmundsson spilaði allan leikinn fyrir Burnley sem gerði 1-1 jafntefli við Aberdeen í Skotlandi.
Leikurinn var fyrri leikur liðanna í undankeppni Evrópudeildarinnar en leikurinn er liður í annarri umferð forkeppninnar.
Þetta var fyrsti Evrópuleikur Burnley í 51 ár og það byrjaði ekki vel því Gary Mackay-Steven kom heimamönnum yfir úr vítaspyrnu á nítjándu mínútu.
Það var ekki fyrr en tíu mínútum fyrir leikslok er Sam Vokes jafnaði metin og tryggði Burnley mikilvæt útivallarmark fyrir síðari leikinn.
Liðin mætast aftur eftir viku á Turf Moor en mikið þarf að ganga á svo fari Burnley ekki áfram.
Jóhann Berg spilaði í fyrsta Evrópuleik Burnley í 51 ár
Anton Ingi Leifsson skrifar

Mest lesið

Kári reynir að hjálpa HK upp um deild
Íslenski boltinn

Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield
Enski boltinn

„Þeir standa fyrir eitthvað annað“
Fótbolti

Áhorfendum vísað út af Anfield
Enski boltinn

„Báðir endar vallarins mættu vera betri“
Íslenski boltinn

„Skemmtilegra þegar vel gengur“
Íslenski boltinn


Uppgjörið: Valur - Breiðablik 0-3 | Létt verk fyrir meistarana
Íslenski boltinn

