Sæmi Rokk fór í Þjóðskrá í dag: "Nú heiti ég þetta bara“ Hersir Aron Ólafsson skrifar 26. júlí 2018 20:00 Sæmi Rokk Pálsson, áður Sæmundur Pálsson, varð í dag fyrstur Íslendinga til að fá músíkalskt millinafn sitt skráð í Þjóðskrá. Sæmi segir breytinguna hafa legið beint við, enda hafi hann nánast aldrei verið kallaður annað. Rætt er við Sæma í Morgunblaðinu í dag og sagt frá jákvæðri niðurstöðu Mannanafnanefndar sem barst honum í bréfi á dögunum. „Árið 2014 var Sæmi samþykkt og hitt braut ekki í bága við neinar reglur sem þeir fara eftir, svo nú heiti ég þetta bara, Sæmi Rokk.“Nafnið varð til í dansinum Sæmi, sem er fæddur 1936, segir nafnið hafa byrjað að festast þegar hann var á tvítugsaldri og keppti í dansi af miklum móð, en hann hefur alla tíð verið mikill dansari. „Það ætti að kenna frekar dans í skólum frekar en leikfimi, bókstaflega talað, þá þyrftu menn ekki að drekka í sig kjark til að dansa við þessar fallegu stúlkur,“ segir Sæmi. Hann hefur komið víða við í gegnum árin og m.a. starfað sem byggingameistari, lögreglumaður og lífvörður auk þess sem hann var náinn vinur Bobby Fischers heitins. Hann segir að hvar sem hann kom og starfaði hafi hann aldrei verið kallaður annað en Sæmi Rokk. „Það voru margir þekktir borgarar sem sögðu að ég ætti bara að taka þetta nafn, menn hafa tekið lélegri nöfn. Svo kom Rocky, ekki eyðilagði hann fyrir nafninu, Sylvester Stallone,“ segir Sæmi. Dr. Gunni tók á móti skráningunni Og eftir jákvætt svar mannanafnanefndar var ekki annað að gera en að staðfesta skráninguna hjá Þjóðskrá. Þar tók á móti Sæma Gunnar Lárus Hjálmarsson, betur þekktur sem Dr. Gunni. „Núna kannski kemur svona holskefla, það eru náttúrulega margir sem hafa verið kallaðir rokk og pönk og diskó. Það kannski fyllist allt af einhverju fólki sem vill heita þessu,“ segir Gunnar.Doktor, það hefur aldrei komið til skoðunar?„Tja, ég læt það bara vera svona óformlegt, það nægir mér.“ En á Sæmi von á að annar hver Íslendingur vilji nú heita rokk? „Ég hef verið spurður að því hvort krakkarnir ætli að taka þetta. Ég á ekki von á því neitt, en það væri allt í lagi. Að vera af Rokk ættinni,“ segir Sæmi að lokum. Mannanöfn Mest lesið Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Innlent Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Innlent Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Erlent Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Erlent Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Innlent Fleiri fréttir Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Sjá meira
Sæmi Rokk Pálsson, áður Sæmundur Pálsson, varð í dag fyrstur Íslendinga til að fá músíkalskt millinafn sitt skráð í Þjóðskrá. Sæmi segir breytinguna hafa legið beint við, enda hafi hann nánast aldrei verið kallaður annað. Rætt er við Sæma í Morgunblaðinu í dag og sagt frá jákvæðri niðurstöðu Mannanafnanefndar sem barst honum í bréfi á dögunum. „Árið 2014 var Sæmi samþykkt og hitt braut ekki í bága við neinar reglur sem þeir fara eftir, svo nú heiti ég þetta bara, Sæmi Rokk.“Nafnið varð til í dansinum Sæmi, sem er fæddur 1936, segir nafnið hafa byrjað að festast þegar hann var á tvítugsaldri og keppti í dansi af miklum móð, en hann hefur alla tíð verið mikill dansari. „Það ætti að kenna frekar dans í skólum frekar en leikfimi, bókstaflega talað, þá þyrftu menn ekki að drekka í sig kjark til að dansa við þessar fallegu stúlkur,“ segir Sæmi. Hann hefur komið víða við í gegnum árin og m.a. starfað sem byggingameistari, lögreglumaður og lífvörður auk þess sem hann var náinn vinur Bobby Fischers heitins. Hann segir að hvar sem hann kom og starfaði hafi hann aldrei verið kallaður annað en Sæmi Rokk. „Það voru margir þekktir borgarar sem sögðu að ég ætti bara að taka þetta nafn, menn hafa tekið lélegri nöfn. Svo kom Rocky, ekki eyðilagði hann fyrir nafninu, Sylvester Stallone,“ segir Sæmi. Dr. Gunni tók á móti skráningunni Og eftir jákvætt svar mannanafnanefndar var ekki annað að gera en að staðfesta skráninguna hjá Þjóðskrá. Þar tók á móti Sæma Gunnar Lárus Hjálmarsson, betur þekktur sem Dr. Gunni. „Núna kannski kemur svona holskefla, það eru náttúrulega margir sem hafa verið kallaðir rokk og pönk og diskó. Það kannski fyllist allt af einhverju fólki sem vill heita þessu,“ segir Gunnar.Doktor, það hefur aldrei komið til skoðunar?„Tja, ég læt það bara vera svona óformlegt, það nægir mér.“ En á Sæmi von á að annar hver Íslendingur vilji nú heita rokk? „Ég hef verið spurður að því hvort krakkarnir ætli að taka þetta. Ég á ekki von á því neitt, en það væri allt í lagi. Að vera af Rokk ættinni,“ segir Sæmi að lokum.
Mannanöfn Mest lesið Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Innlent Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Innlent Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Erlent Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Erlent Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Innlent Fleiri fréttir Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Sjá meira