Staða Landsbankans góð þó að arðgreiðslur séu hærri en hagnaður Gunnar Hrafn Jónsson skrifar 26. júlí 2018 17:46 VÍSIR/GVA Hagnaður Landsbankans var 11,6 milljarðar króna eftir skatt á fyrri helmingi þessa árs. Verði staðan svipuð á seinni hluta árs er ljóst að hagnaður ársins verður minni en arðgreiðslur bankans á sama tímabili. Á aðalfundi Landsbankans í mars var samþykkt að bankinn greiddi út arð sem nemur 24,8 milljörðum króna á þessu ári, sömu upphæð og árið áður. Samkvæmt arðgreiðslustefnu bankans er gert ráð fyrir að reglulegar arðgreiðslur verði að jafnaði 60-80% af hagnaði fyrra árs, fyrir utan sérstakar arðgreiðslur „til að auka hagkvæmni í fjármagnsskipan bankans“. Samkvæmt þeirri stefnu var ákveðið að greiða annars vegar rúmlega 15 milljarða arð (78% af hagnaði ársins) og hins vegar sérstakan arð sem nemur tæplega 9,5 milljörðum. Arðgreiðslur bankans frá 2013 eru þá orðnar samtals 131,7 milljarðar króna. Þessar upphæðir renna að mestu í ríkissjóð þar sem ríkið er aðaleigandi bankans. Samkvæmt nýbirtu uppgjöri bankans fyrir fyrri helming 2018 var bæði hagnaður og arðsemi eigin fjár aðeins minni en á sama tímabili í fyrra. Mest virðist muna um eins og hálfs milljarða samdrátt í „öðrum rekstrartekjum“, sem skýrist aðallega af óhagstæðum aðstæðum á verðbréfamörkuðum samkvæmt uppgjörinu. Eigið fé Landsbankans var 232,1 milljarður króna í lok júní og eiginfjárhlutfall 24,1%. Í tilkynningu bankans segir: „Útlán og innlán hjá Landsbankanum jukust talsvert milli tímabila sem endurspeglar bæði vaxandi umsvif í þjóðfélaginu og aukna markaðshlutdeild bankans sem mælist nú 37,9% meðal einstaklinga og 37,1% meðal fyrirtækja. Viðskipti Tengdar fréttir Landsbankinn greiðir út tæpa 25 milljarða í arð Ríkið fær nær allan arðinn í sinn hluti sem langstærsti eigandi bankans. 21. mars 2018 19:30 Ríkið fær 9 milljarða í sérstakri arðgreiðslu frá Landsbankanum Bankaráð Landsbankans, sem er að 98 prósenta hluta í eigu íslenska ríkisins, hefur lagt það til við aðalfund bankans, sem verður haldinn næstkomandi miðvikudag, að greiða sérstaka arðgreiðslu til hluthafa upp á samtals 9.456 milljónir króna. 15. mars 2018 06:00 Bónusgreiðslur hjá Landsbankanum brutu gegn lögum um fjármálafyrirtæki Fjármálaeftirlitið telur að kaupaukagreiðslur sem tíðkuðust í Landsbankanum á árunum 2014-2016 hafi brotið gegn lögum um fjármálafyrirtæki þar sem engu kaupaukakerfi hafi verið til að dreifa hjá bankanum. FME mun hins vegar ekki beita viðurlögum þar sem bankinn hefur þegar brugðist við athugasemdum eftirlitsins að mati þess. 5. apríl 2018 13:56 Mest lesið Áttatíu hafa sótt um nýju leiðina, Stefnir fagnar ákvörðun Seðlabankans Viðskipti innlent Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Viðskipti innlent Margrét hættir hjá RÚV um áramótin Viðskipti innlent Stuðla að góðu orðspori íslenskrar ferðaþjónustu Framúrskarandi fyrirtæki Auglýstu vörur á verði sem ekki stóð neytendum til boða Neytendur Opnar útibú Forréttabarsins á kunnuglegum stað Viðskipti innlent Gagnrýna að seljendur og verktakar þurfi einir að lækka verð Viðskipti innlent Félögin þeirra högnuðust mest Viðskipti innlent Ráðin nýr markaðsstjóri Nettó og Kjörbúðanna Viðskipti innlent 55 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Áttatíu hafa sótt um nýju leiðina, Stefnir fagnar ákvörðun Seðlabankans Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Bein útsending: Orkan, álið og kísillinn Opnar útibú Forréttabarsins á kunnuglegum stað Nefndarmaður hefði kosið að halda stýrivöxtunum óbreyttum Gagnrýna að seljendur og verktakar þurfi einir að lækka verð Stefnir í að eitt minkabú verði eftir á landinu Ráðin nýr markaðsstjóri Nettó og Kjörbúðanna Félögin þeirra högnuðust mest Útspilið hafi komið á óvart og hætta sé á minni uppbyggingu „Mikilvægt að skrifa ekki undir neitt nema vita hvað það er“ Margrét hættir hjá RÚV um áramótin Herða lánþegaskilyrði: „Við víkjum ekki frá þeim markmiðum“ 55 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Seðlabankinn breytir reglum um greiðslubyrðarhlutfall Þorvaldur tekur við af Kristjáni hjá Samherja Rúmur milljarður til Viðskiptaráðs og SA á fimm árum Prada gengur frá kaupunum á Versace Afrek að verkáætlun hafi staðist samhliða níu eldgosum Ketill nýr framkvæmdastjóri hjá Heilsugæslunni Hvernig bý ég mig undir barneignir? Allir í limbói vegna fyrirhugaðra breytinga á vörugjaldi Rekja aukna bílasölu til komandi vörugjaldahækkunar Orðin hluti af mannlífinu: „Án okkar væri heldur tómlegt að vera til“ Mango opnar í Smáralind Mikil eftirvænting á Hellu fyrir opnun Bæjarins bestu „Væntingar um hraðari lækkun vaxta hafi aukist“ Högnuðust um rúma tvo milljarða Telja vegið að eignarrétti Sýnar Sjá meira
Hagnaður Landsbankans var 11,6 milljarðar króna eftir skatt á fyrri helmingi þessa árs. Verði staðan svipuð á seinni hluta árs er ljóst að hagnaður ársins verður minni en arðgreiðslur bankans á sama tímabili. Á aðalfundi Landsbankans í mars var samþykkt að bankinn greiddi út arð sem nemur 24,8 milljörðum króna á þessu ári, sömu upphæð og árið áður. Samkvæmt arðgreiðslustefnu bankans er gert ráð fyrir að reglulegar arðgreiðslur verði að jafnaði 60-80% af hagnaði fyrra árs, fyrir utan sérstakar arðgreiðslur „til að auka hagkvæmni í fjármagnsskipan bankans“. Samkvæmt þeirri stefnu var ákveðið að greiða annars vegar rúmlega 15 milljarða arð (78% af hagnaði ársins) og hins vegar sérstakan arð sem nemur tæplega 9,5 milljörðum. Arðgreiðslur bankans frá 2013 eru þá orðnar samtals 131,7 milljarðar króna. Þessar upphæðir renna að mestu í ríkissjóð þar sem ríkið er aðaleigandi bankans. Samkvæmt nýbirtu uppgjöri bankans fyrir fyrri helming 2018 var bæði hagnaður og arðsemi eigin fjár aðeins minni en á sama tímabili í fyrra. Mest virðist muna um eins og hálfs milljarða samdrátt í „öðrum rekstrartekjum“, sem skýrist aðallega af óhagstæðum aðstæðum á verðbréfamörkuðum samkvæmt uppgjörinu. Eigið fé Landsbankans var 232,1 milljarður króna í lok júní og eiginfjárhlutfall 24,1%. Í tilkynningu bankans segir: „Útlán og innlán hjá Landsbankanum jukust talsvert milli tímabila sem endurspeglar bæði vaxandi umsvif í þjóðfélaginu og aukna markaðshlutdeild bankans sem mælist nú 37,9% meðal einstaklinga og 37,1% meðal fyrirtækja.
Viðskipti Tengdar fréttir Landsbankinn greiðir út tæpa 25 milljarða í arð Ríkið fær nær allan arðinn í sinn hluti sem langstærsti eigandi bankans. 21. mars 2018 19:30 Ríkið fær 9 milljarða í sérstakri arðgreiðslu frá Landsbankanum Bankaráð Landsbankans, sem er að 98 prósenta hluta í eigu íslenska ríkisins, hefur lagt það til við aðalfund bankans, sem verður haldinn næstkomandi miðvikudag, að greiða sérstaka arðgreiðslu til hluthafa upp á samtals 9.456 milljónir króna. 15. mars 2018 06:00 Bónusgreiðslur hjá Landsbankanum brutu gegn lögum um fjármálafyrirtæki Fjármálaeftirlitið telur að kaupaukagreiðslur sem tíðkuðust í Landsbankanum á árunum 2014-2016 hafi brotið gegn lögum um fjármálafyrirtæki þar sem engu kaupaukakerfi hafi verið til að dreifa hjá bankanum. FME mun hins vegar ekki beita viðurlögum þar sem bankinn hefur þegar brugðist við athugasemdum eftirlitsins að mati þess. 5. apríl 2018 13:56 Mest lesið Áttatíu hafa sótt um nýju leiðina, Stefnir fagnar ákvörðun Seðlabankans Viðskipti innlent Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Viðskipti innlent Margrét hættir hjá RÚV um áramótin Viðskipti innlent Stuðla að góðu orðspori íslenskrar ferðaþjónustu Framúrskarandi fyrirtæki Auglýstu vörur á verði sem ekki stóð neytendum til boða Neytendur Opnar útibú Forréttabarsins á kunnuglegum stað Viðskipti innlent Gagnrýna að seljendur og verktakar þurfi einir að lækka verð Viðskipti innlent Félögin þeirra högnuðust mest Viðskipti innlent Ráðin nýr markaðsstjóri Nettó og Kjörbúðanna Viðskipti innlent 55 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Áttatíu hafa sótt um nýju leiðina, Stefnir fagnar ákvörðun Seðlabankans Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Bein útsending: Orkan, álið og kísillinn Opnar útibú Forréttabarsins á kunnuglegum stað Nefndarmaður hefði kosið að halda stýrivöxtunum óbreyttum Gagnrýna að seljendur og verktakar þurfi einir að lækka verð Stefnir í að eitt minkabú verði eftir á landinu Ráðin nýr markaðsstjóri Nettó og Kjörbúðanna Félögin þeirra högnuðust mest Útspilið hafi komið á óvart og hætta sé á minni uppbyggingu „Mikilvægt að skrifa ekki undir neitt nema vita hvað það er“ Margrét hættir hjá RÚV um áramótin Herða lánþegaskilyrði: „Við víkjum ekki frá þeim markmiðum“ 55 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Seðlabankinn breytir reglum um greiðslubyrðarhlutfall Þorvaldur tekur við af Kristjáni hjá Samherja Rúmur milljarður til Viðskiptaráðs og SA á fimm árum Prada gengur frá kaupunum á Versace Afrek að verkáætlun hafi staðist samhliða níu eldgosum Ketill nýr framkvæmdastjóri hjá Heilsugæslunni Hvernig bý ég mig undir barneignir? Allir í limbói vegna fyrirhugaðra breytinga á vörugjaldi Rekja aukna bílasölu til komandi vörugjaldahækkunar Orðin hluti af mannlífinu: „Án okkar væri heldur tómlegt að vera til“ Mango opnar í Smáralind Mikil eftirvænting á Hellu fyrir opnun Bæjarins bestu „Væntingar um hraðari lækkun vaxta hafi aukist“ Högnuðust um rúma tvo milljarða Telja vegið að eignarrétti Sýnar Sjá meira
Landsbankinn greiðir út tæpa 25 milljarða í arð Ríkið fær nær allan arðinn í sinn hluti sem langstærsti eigandi bankans. 21. mars 2018 19:30
Ríkið fær 9 milljarða í sérstakri arðgreiðslu frá Landsbankanum Bankaráð Landsbankans, sem er að 98 prósenta hluta í eigu íslenska ríkisins, hefur lagt það til við aðalfund bankans, sem verður haldinn næstkomandi miðvikudag, að greiða sérstaka arðgreiðslu til hluthafa upp á samtals 9.456 milljónir króna. 15. mars 2018 06:00
Bónusgreiðslur hjá Landsbankanum brutu gegn lögum um fjármálafyrirtæki Fjármálaeftirlitið telur að kaupaukagreiðslur sem tíðkuðust í Landsbankanum á árunum 2014-2016 hafi brotið gegn lögum um fjármálafyrirtæki þar sem engu kaupaukakerfi hafi verið til að dreifa hjá bankanum. FME mun hins vegar ekki beita viðurlögum þar sem bankinn hefur þegar brugðist við athugasemdum eftirlitsins að mati þess. 5. apríl 2018 13:56