Gunnar Nelson: Annað en þegar að við vorum nokkrar hræður að knúsast Tómas Þór Þórðarson skrifar 26. júlí 2018 19:00 Gunnar Nelson stefnir á að berjast aftur í haust eftir meiðslin sem hann varð fyrir í apríl. Hann hefur í vikunni verið að kenna á risastóru alþjóðlegu námskeiði sem haldið er í Mjölnishúsinu en þar var hann mest með tæplega 200 nemendur í einu. Námskeiðið sem um ræðir heitir BJJ Globetrotters en nokkrar hetjur úr jiu-jitsu heiminum ferðast um víða veröld og setja upp heila viku af námskeiðum sem eru gríðarlega vel sótt. Íþróttahús Mjölnis er á meðal þeirra flottari sem til eru og því sóttust þeir eftir að komast hingað til lands. „Það eru hátt upp í 200 manns héðan og þaðan úr heiminum hérna. Ég man ekki hvað það eru margar svona búðir á ári en þau eru úti um allan heim og það er alltaf smekkfullt á þessu. Ég var að kenna á þessu í fyrradag og það voru 170 manns á dýnunum. Það var svolítið þungt loftið,“ segir Gunnar og brosir. Blandaðar bardagalistir og sérstaklega brasilískt jiu-jitsu er orðið töluvert vinsælla en það var hér á landi þegar að Gunnar var dreginn inn í sportið fyrir rúmum áratug. „Þetta er alveg geðveikt og svolítið óraunverulegt. Hver einasti útlendingur sem kemur hingað segir að þetta sé flottasti salur sem að hann hafi séð. Þá hugsar maður til baka þegar við vorum ekki fyrir svo mörgum árum fjórar til fimm hræður að horfa á Youtube og knúsast,“ segir Gunnar og hlær.Stefnir á bardaga í haust Það er komið rúmt ár síðan að Gunnar steig síðast inn í búrið og tapaði fyrir Argentínumanninum Santiagio Ponzinibbio. Hann átti að berjast við Neil Magny í maí en reif liðþófa í annað sinn á ferlinum. Hann er að ná fyrri styrk. „Þetta hefur gengið hrikalega vel, í rauninni vonum framar. Ég er svolítið að miða við að geta keppt í haust og náð einhverjum bardaga. Bara sem fyrst í haust sko,“ segir hann. Gunnar getur ekki byrjað að leita sér að andstæðingi alveg strax. Hann vill geta klárað heila æfingaviku áður en það ferli fer af stað. „Ég get ekki beint byrjað að segja að ég sé klár fyrr en ég get verið í æfingabúðum. Ég er alveg að ná mér heilum. Ég er á því stigi að ég get æft en eftir einn dag af góðum æfingum þá þarf ég vanalega að hvíla í einn til tvo daga. Vonandi verð ég orðinn fínn eftir viku,“ segir Gunnar Nelson. Alla fréttina úr kvöldfréttum Stöðvar 2 má sjá í spilaranum hér að neðan. MMA Mest lesið „Fæ meira borgað fyrir fyrsta bardagann en flestir fá yfir allan ferilinn“ Sport Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Íslenski boltinn Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Enski boltinn Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Körfubolti Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Íslenski boltinn Í beinni: Sunderland - Arsenal | Gerir Xhaka gamla liði sínu skráveifu? Enski boltinn Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool Enski boltinn Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Enski boltinn „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Enski boltinn Fleiri fréttir Algjör markaþurrð í Seríu A Keflvíkingar bæta framherja frá Slóveníu í hópinn Valur steinlá gegn Blomberg-Lippe Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Í beinni: Sunderland - Arsenal | Gerir Xhaka gamla liði sínu skráveifu? Union Berlin stöðvaði ótrúlega sigurgöngu Bayern Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Emelía og stöllur með átta stiga forskot Amorim fannst vanta hugrekki til að klára leikinn Stefán Teitur og félagar upp í þriðja sætið Stjörnukonur fengu silfur á Norðurlandamótinu Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Inter missti niður tveggja marka forskot NBA vill koma deild í Evrópu á koppinn Boro bannar Edwards að stýra liðinu í dag Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun „Fæ meira borgað fyrir fyrsta bardagann en flestir fá yfir allan ferilinn“ „Tækifæri fyrir aðra að stíga upp og sýna sig“ Fjölmargir borguðu sig inn á langþráða æfingu Dagskráin í dag: Formúla, frábærir leikir í enska og uppgjör frægra í Doc Zone Þakklátur Klopp fyrir ríginn: „Ég sakna hans“ Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Uppgjör: Grindavík - Keflavík 104-92 | Ekkert stöðvar Grindvíkinga Óli Óla: Við getum alveg eins hrokkið upp af á morgun Kristian fiskaði rautt og fékk svo rautt Bjarni með tíu og KA áfram í toppbaráttu Uppgjörið: Ármann - Tindastóll 77-110 | Tindastóll of stór biti fyrir Ármann Sjá meira
Gunnar Nelson stefnir á að berjast aftur í haust eftir meiðslin sem hann varð fyrir í apríl. Hann hefur í vikunni verið að kenna á risastóru alþjóðlegu námskeiði sem haldið er í Mjölnishúsinu en þar var hann mest með tæplega 200 nemendur í einu. Námskeiðið sem um ræðir heitir BJJ Globetrotters en nokkrar hetjur úr jiu-jitsu heiminum ferðast um víða veröld og setja upp heila viku af námskeiðum sem eru gríðarlega vel sótt. Íþróttahús Mjölnis er á meðal þeirra flottari sem til eru og því sóttust þeir eftir að komast hingað til lands. „Það eru hátt upp í 200 manns héðan og þaðan úr heiminum hérna. Ég man ekki hvað það eru margar svona búðir á ári en þau eru úti um allan heim og það er alltaf smekkfullt á þessu. Ég var að kenna á þessu í fyrradag og það voru 170 manns á dýnunum. Það var svolítið þungt loftið,“ segir Gunnar og brosir. Blandaðar bardagalistir og sérstaklega brasilískt jiu-jitsu er orðið töluvert vinsælla en það var hér á landi þegar að Gunnar var dreginn inn í sportið fyrir rúmum áratug. „Þetta er alveg geðveikt og svolítið óraunverulegt. Hver einasti útlendingur sem kemur hingað segir að þetta sé flottasti salur sem að hann hafi séð. Þá hugsar maður til baka þegar við vorum ekki fyrir svo mörgum árum fjórar til fimm hræður að horfa á Youtube og knúsast,“ segir Gunnar og hlær.Stefnir á bardaga í haust Það er komið rúmt ár síðan að Gunnar steig síðast inn í búrið og tapaði fyrir Argentínumanninum Santiagio Ponzinibbio. Hann átti að berjast við Neil Magny í maí en reif liðþófa í annað sinn á ferlinum. Hann er að ná fyrri styrk. „Þetta hefur gengið hrikalega vel, í rauninni vonum framar. Ég er svolítið að miða við að geta keppt í haust og náð einhverjum bardaga. Bara sem fyrst í haust sko,“ segir hann. Gunnar getur ekki byrjað að leita sér að andstæðingi alveg strax. Hann vill geta klárað heila æfingaviku áður en það ferli fer af stað. „Ég get ekki beint byrjað að segja að ég sé klár fyrr en ég get verið í æfingabúðum. Ég er alveg að ná mér heilum. Ég er á því stigi að ég get æft en eftir einn dag af góðum æfingum þá þarf ég vanalega að hvíla í einn til tvo daga. Vonandi verð ég orðinn fínn eftir viku,“ segir Gunnar Nelson. Alla fréttina úr kvöldfréttum Stöðvar 2 má sjá í spilaranum hér að neðan.
MMA Mest lesið „Fæ meira borgað fyrir fyrsta bardagann en flestir fá yfir allan ferilinn“ Sport Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Íslenski boltinn Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Enski boltinn Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Körfubolti Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Íslenski boltinn Í beinni: Sunderland - Arsenal | Gerir Xhaka gamla liði sínu skráveifu? Enski boltinn Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool Enski boltinn Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Enski boltinn „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Enski boltinn Fleiri fréttir Algjör markaþurrð í Seríu A Keflvíkingar bæta framherja frá Slóveníu í hópinn Valur steinlá gegn Blomberg-Lippe Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Í beinni: Sunderland - Arsenal | Gerir Xhaka gamla liði sínu skráveifu? Union Berlin stöðvaði ótrúlega sigurgöngu Bayern Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Emelía og stöllur með átta stiga forskot Amorim fannst vanta hugrekki til að klára leikinn Stefán Teitur og félagar upp í þriðja sætið Stjörnukonur fengu silfur á Norðurlandamótinu Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Inter missti niður tveggja marka forskot NBA vill koma deild í Evrópu á koppinn Boro bannar Edwards að stýra liðinu í dag Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun „Fæ meira borgað fyrir fyrsta bardagann en flestir fá yfir allan ferilinn“ „Tækifæri fyrir aðra að stíga upp og sýna sig“ Fjölmargir borguðu sig inn á langþráða æfingu Dagskráin í dag: Formúla, frábærir leikir í enska og uppgjör frægra í Doc Zone Þakklátur Klopp fyrir ríginn: „Ég sakna hans“ Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Uppgjör: Grindavík - Keflavík 104-92 | Ekkert stöðvar Grindvíkinga Óli Óla: Við getum alveg eins hrokkið upp af á morgun Kristian fiskaði rautt og fékk svo rautt Bjarni með tíu og KA áfram í toppbaráttu Uppgjörið: Ármann - Tindastóll 77-110 | Tindastóll of stór biti fyrir Ármann Sjá meira