Vill skoða það að auglýsingatekjur RÚV fari í sjóð fyrir aðra fjölmiðla Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 26. júlí 2018 14:33 Kolbeinn Óttarsson Proppé, þingmaður Vinstri grænna, segir að það sé kominn tími á aðgerðir til að bæta rekstrarumhverfi fjölmiðla. Fréttablaðið/Eyþór Kolbeinn Óttarsson Proppé, þingmaður Vinstri hreyfingarinnar – græns framboðs, vill skoða þann möguleika að láta auglýsingatekjur RÚV renna í sjóð sem standi öðrum fjölmiðlum opinn til þess að tekjuöflunin nýtist öllum fjölmiðlum jafnt. Hann telur það ekki vera vænlega lausn að RÚV hverfi af auglýsingamarkaði því það sé ekki tryggt að auglýsingatekjurnar fari til annarra fjölmiðla. Stór hluti teknanna verði til vegna stöðu RÚV og gæti horfið ef almannaútvarpið hverfur af markaði. Sú lausn sem Kolbeinn bendir á sé vænlegri til að tryggja jafnræði á fjölmiðlamarkaði og til að bæta rekstrarumhverfi fjölmiðla á Íslandi. Þetta segir Kolbeinn í stöðuuppfærslu á Facebooksíðu sinni sem fjallar um stöðu fjölmiðla á Íslandi.Nú sé kominn tími á aðgerðir „Þetta eru algjörlega óútfærðar hugmyndir, hvaða áhrif það hefði til dæmis á starfsemi RÚV og framlög frá ríkinu, en hendi þessu fram til umræðu. Mér finnst kominn tími til að við finnum réttu aðgerðirnar og framkvæmum þær,“ segir Kolbeinn. Hann segir að um grafalvarlega stöðu sé að ræða. Við séum búin að ræða málin í þaula og að nú sé kominn tími á aðgerðir. „Hvað í því felst veit ég ekki, en ég tel einboðið að skattaumhverfi fjölmiðla verði endurskoðað,“ segir Kolbeinn og bætir við að fjölmiðlar séu ekki eins og hvert annað fyrirtæki. Fjölmiðlar gegni mikilvægu lýðræðishlutverki. „Fjölmiðlar eru ekki eins og hvert annað fyrirtæki, heldur mikilvægur hlekkur í gangverki lýðræðis. Það er því allt annað en sjálfgefið að um þá eigi að gilda sömu reglur og aðra, til dæmis þegar kemur að virðisaukaskatti.“Hér að neðan er hægt að lesa stöðuuppfærslu Kolbeins í heild sinni. Fjölmiðlar Tengdar fréttir Auglýsingafé til prentmiðla fer enn minnkandi Hlutur prentmiðla af auglýsingafé sem auglýsendur verja með milligöngu birtingarhúsa fór enn minnkandi á síðasta ári. 25. júlí 2018 06:00 Telja RÚV ekki hafa brotið lög með auglýsingasölu í tengslum við HM Samkeppniseftirlitið greinir frá þessari niðurstöðu í tilkynningu til fjölmiðla en málið var tekið til athugunar eftir að Síminn hafði kvartað undan Ríkisútvarpinu. 9. júlí 2018 16:29 Segja tekjurnar af auglýsingum stjórna dagskrárstefnu RÚV Forsvarsmenn stærstu einkareknu ljósvakamiðlanna segja framgöngu RÚV á markaði hafa mikil áhrif á afkomu og rekstrargrundvöll einkarekinna fjölmiðla á Íslandi. Ramminn utan um stofnunina þurfi að vera mun skýrari og setja frekari skorður 13. júlí 2018 08:00 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Næsta lægð væntanleg á morgun Veður Fleiri fréttir Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Sjá meira
Kolbeinn Óttarsson Proppé, þingmaður Vinstri hreyfingarinnar – græns framboðs, vill skoða þann möguleika að láta auglýsingatekjur RÚV renna í sjóð sem standi öðrum fjölmiðlum opinn til þess að tekjuöflunin nýtist öllum fjölmiðlum jafnt. Hann telur það ekki vera vænlega lausn að RÚV hverfi af auglýsingamarkaði því það sé ekki tryggt að auglýsingatekjurnar fari til annarra fjölmiðla. Stór hluti teknanna verði til vegna stöðu RÚV og gæti horfið ef almannaútvarpið hverfur af markaði. Sú lausn sem Kolbeinn bendir á sé vænlegri til að tryggja jafnræði á fjölmiðlamarkaði og til að bæta rekstrarumhverfi fjölmiðla á Íslandi. Þetta segir Kolbeinn í stöðuuppfærslu á Facebooksíðu sinni sem fjallar um stöðu fjölmiðla á Íslandi.Nú sé kominn tími á aðgerðir „Þetta eru algjörlega óútfærðar hugmyndir, hvaða áhrif það hefði til dæmis á starfsemi RÚV og framlög frá ríkinu, en hendi þessu fram til umræðu. Mér finnst kominn tími til að við finnum réttu aðgerðirnar og framkvæmum þær,“ segir Kolbeinn. Hann segir að um grafalvarlega stöðu sé að ræða. Við séum búin að ræða málin í þaula og að nú sé kominn tími á aðgerðir. „Hvað í því felst veit ég ekki, en ég tel einboðið að skattaumhverfi fjölmiðla verði endurskoðað,“ segir Kolbeinn og bætir við að fjölmiðlar séu ekki eins og hvert annað fyrirtæki. Fjölmiðlar gegni mikilvægu lýðræðishlutverki. „Fjölmiðlar eru ekki eins og hvert annað fyrirtæki, heldur mikilvægur hlekkur í gangverki lýðræðis. Það er því allt annað en sjálfgefið að um þá eigi að gilda sömu reglur og aðra, til dæmis þegar kemur að virðisaukaskatti.“Hér að neðan er hægt að lesa stöðuuppfærslu Kolbeins í heild sinni.
Fjölmiðlar Tengdar fréttir Auglýsingafé til prentmiðla fer enn minnkandi Hlutur prentmiðla af auglýsingafé sem auglýsendur verja með milligöngu birtingarhúsa fór enn minnkandi á síðasta ári. 25. júlí 2018 06:00 Telja RÚV ekki hafa brotið lög með auglýsingasölu í tengslum við HM Samkeppniseftirlitið greinir frá þessari niðurstöðu í tilkynningu til fjölmiðla en málið var tekið til athugunar eftir að Síminn hafði kvartað undan Ríkisútvarpinu. 9. júlí 2018 16:29 Segja tekjurnar af auglýsingum stjórna dagskrárstefnu RÚV Forsvarsmenn stærstu einkareknu ljósvakamiðlanna segja framgöngu RÚV á markaði hafa mikil áhrif á afkomu og rekstrargrundvöll einkarekinna fjölmiðla á Íslandi. Ramminn utan um stofnunina þurfi að vera mun skýrari og setja frekari skorður 13. júlí 2018 08:00 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Næsta lægð væntanleg á morgun Veður Fleiri fréttir Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Sjá meira
Auglýsingafé til prentmiðla fer enn minnkandi Hlutur prentmiðla af auglýsingafé sem auglýsendur verja með milligöngu birtingarhúsa fór enn minnkandi á síðasta ári. 25. júlí 2018 06:00
Telja RÚV ekki hafa brotið lög með auglýsingasölu í tengslum við HM Samkeppniseftirlitið greinir frá þessari niðurstöðu í tilkynningu til fjölmiðla en málið var tekið til athugunar eftir að Síminn hafði kvartað undan Ríkisútvarpinu. 9. júlí 2018 16:29
Segja tekjurnar af auglýsingum stjórna dagskrárstefnu RÚV Forsvarsmenn stærstu einkareknu ljósvakamiðlanna segja framgöngu RÚV á markaði hafa mikil áhrif á afkomu og rekstrargrundvöll einkarekinna fjölmiðla á Íslandi. Ramminn utan um stofnunina þurfi að vera mun skýrari og setja frekari skorður 13. júlí 2018 08:00