Femínískt framtak gegn loftslagsbreytingum Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 26. júlí 2018 11:11 Mary Robinson, fyrrverandi forseti Írlands og fyrrverandi framkvæmdastjóri Flóttamannahjálpar Sameinuðu þjóðanna hafði frumkvæðið að stofnun samtakanna Mothers of Invention. Vísir/getty Konur um allan heim, sem eru í fremstu röð í baráttunni gegn loftslagsbreytingum af mannavöldum, hafa tekið sig saman að frumkvæði fyrrverandi forseta Írlands, Mary Robinson, og ætla að starfa saman til að finna femínískar lausnir á loftslagsvandanum. Framtakið nefnist „Mothers of Invention“ og miðar að því að finna femínískar lausnir á loftslagsvandanum í krafti alþjóðlegrar hreyfingar kvenna. The Guardian greinir frá þessu. Konurnar hafa ákveðið að baráttan verði að einkennast af bjartsýnu viðhorfi. Þær segja að femínískar lausnir séu best til þess fallnar að kljást við vandamál sem hljótast af hnattrænni hlýnun og þá horfa þær ekki síst til fátækra heimshluta. Fyrsta verkefnið er hlaðvarp um loftslagsmál en fyrsti þátturinn er þegar kominn í loftið. Í þáttunum er ætlunin sú að varpa ljósi á grasrótarstarf sem unnið er í þágu umhverfisins. Þá verða ræddar leiðir fyrir ríki, sem hafa skuldbundið sig Parísarsamkomulaginu, til að ná settum markmiðum. Þá miðlar fólk í vísindum og stjórnmálum af reynslu sinni í þáttunum. „Loftslagsbreytingar eru manngert vandamál sem krefst femínískra lausna,“ segir Mary Robinson sem hefur verið forvígismaður í loftslagsbaráttunni um langt skeið. Fyrir 15 árum stofnaði hún góðgerðasamtökin „Mary Robinson Foundation – Climate Justice“. Mary Robinson er einnig fyrrverandi framkvæmdastjóri Flóttamannahjálpar Sameinuðu þjóðanna. Þá er Robinson stofnmeðlimur áhrifahóps fyrrum þjóðarleiðtoga og áhrifafólks sem kalla sig öldungahópinn eða „The elders“. Öldungahópurinn hefur talsvert látið sig varða málefni á borð við loftslagsbreytingar og Parísarsamkomulagið. „Loftslagsbreytingar eru ekki kynhlutlausar, þær hafa mun meiri áhrif á konur. Þetta snýst kannski ekki bara um loftslagsbreytingar heldur líka réttlæti.“Grínistinn Mary Higgins vonast til þess að ljá umræðunni loftslagsmál annan blæ með sinni aðkomu.vísir/gettyRobinson hefur fengið til liðs við sig írska grínistann Maeve Higgins til að taka á þessu grafalvarlega máli. Higgins segir að það sé dómsdagsbragur og drungi yfir öllu tali um loftslagsvána en þær hyggist hafa loftslagsspjallið sitt með öðrum hætti. „Þetta er hannað fyrir fólk, alveg eins og mig sjálfa, sem líður eins og það sé fast. Það veit fullvel að það þarf að grípa til aðgerða en það er algjörlega lamað af örvæntingu og uppgjöf. Hið kapítalíska feðraveldi mun ekki leysa þessi vandamál. Við þurfum að láta til okkar taka,“ segir Higgins. Mest lesið Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Gulli Reynis látinn Innlent Sex ára dómur yfir Jóni Inga höfuðpaur stendur Innlent Miðflokkur skákar Sjálfstæðisflokknum: „Stórmerkileg niðurstaða“ Innlent Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Innlent Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Innlent Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Innlent Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Innlent Vilja fá Selenskí til að samþykkja „óskalista“ Pútíns Erlent Fleiri fréttir Kallar Demókrata landráðamenn og ýjar að hengingu Vilja fá Selenskí til að samþykkja „óskalista“ Pútíns Birta nærmyndir af halastjörnu úr öðru sólkerfi Breski raðnauðgarinn fær enn einn lífstíðardóminn Viðurkenndu að kviðdómendur sáu ekki ákæruskjalið Trump staðfestir Epstein-lögin Tugir látnir eftir árás á íbúðarhúsnæði Tilkynna yngri en 16 ára að reikningum að Facebook og Instagram verði lokað Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Sagðir vinna að nýju friðarsamkomulagi án Úkraínu og Evrópu Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Loka síðustu ræðismannsskrifstofu Rússa Stærsti bæjarbruni í landinu frá 1976 Merz í vandræðum með ungliðana 100 ára yfirráðum Jafnaðarmanna í Kaupmannahöfn lokið Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Fulltrúadeild samþykkir að birta Epstein-skjölin Úkraínskir útsendarar Rússa sagðir að baki skemmdarverkunum Hvíta húsið hlutaðist til um rannsókn á Tate-bræðrum Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Mislingafaraldurinn í Bandaríkjunum breiðir úr sér Hægri beygja Mette gæti kostað Jafnaðarmenn Kaupmannahöfn Undirrituðu viljayfirlýsingu um kaup á allt að 100 Rafale herþotum Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Rússar sagðir hafa drepið ekkju fyrsta fórnarlambs Tsjernobylslyssins Forsætisráðherrann fyrrverandi dæmdur til dauða Telja að lestarteinar hafi verið sprengdir viljandi í Póllandi Enn og aftur tilkynnt um dróna í Danaveldi Sjá meira
Konur um allan heim, sem eru í fremstu röð í baráttunni gegn loftslagsbreytingum af mannavöldum, hafa tekið sig saman að frumkvæði fyrrverandi forseta Írlands, Mary Robinson, og ætla að starfa saman til að finna femínískar lausnir á loftslagsvandanum. Framtakið nefnist „Mothers of Invention“ og miðar að því að finna femínískar lausnir á loftslagsvandanum í krafti alþjóðlegrar hreyfingar kvenna. The Guardian greinir frá þessu. Konurnar hafa ákveðið að baráttan verði að einkennast af bjartsýnu viðhorfi. Þær segja að femínískar lausnir séu best til þess fallnar að kljást við vandamál sem hljótast af hnattrænni hlýnun og þá horfa þær ekki síst til fátækra heimshluta. Fyrsta verkefnið er hlaðvarp um loftslagsmál en fyrsti þátturinn er þegar kominn í loftið. Í þáttunum er ætlunin sú að varpa ljósi á grasrótarstarf sem unnið er í þágu umhverfisins. Þá verða ræddar leiðir fyrir ríki, sem hafa skuldbundið sig Parísarsamkomulaginu, til að ná settum markmiðum. Þá miðlar fólk í vísindum og stjórnmálum af reynslu sinni í þáttunum. „Loftslagsbreytingar eru manngert vandamál sem krefst femínískra lausna,“ segir Mary Robinson sem hefur verið forvígismaður í loftslagsbaráttunni um langt skeið. Fyrir 15 árum stofnaði hún góðgerðasamtökin „Mary Robinson Foundation – Climate Justice“. Mary Robinson er einnig fyrrverandi framkvæmdastjóri Flóttamannahjálpar Sameinuðu þjóðanna. Þá er Robinson stofnmeðlimur áhrifahóps fyrrum þjóðarleiðtoga og áhrifafólks sem kalla sig öldungahópinn eða „The elders“. Öldungahópurinn hefur talsvert látið sig varða málefni á borð við loftslagsbreytingar og Parísarsamkomulagið. „Loftslagsbreytingar eru ekki kynhlutlausar, þær hafa mun meiri áhrif á konur. Þetta snýst kannski ekki bara um loftslagsbreytingar heldur líka réttlæti.“Grínistinn Mary Higgins vonast til þess að ljá umræðunni loftslagsmál annan blæ með sinni aðkomu.vísir/gettyRobinson hefur fengið til liðs við sig írska grínistann Maeve Higgins til að taka á þessu grafalvarlega máli. Higgins segir að það sé dómsdagsbragur og drungi yfir öllu tali um loftslagsvána en þær hyggist hafa loftslagsspjallið sitt með öðrum hætti. „Þetta er hannað fyrir fólk, alveg eins og mig sjálfa, sem líður eins og það sé fast. Það veit fullvel að það þarf að grípa til aðgerða en það er algjörlega lamað af örvæntingu og uppgjöf. Hið kapítalíska feðraveldi mun ekki leysa þessi vandamál. Við þurfum að láta til okkar taka,“ segir Higgins.
Mest lesið Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Gulli Reynis látinn Innlent Sex ára dómur yfir Jóni Inga höfuðpaur stendur Innlent Miðflokkur skákar Sjálfstæðisflokknum: „Stórmerkileg niðurstaða“ Innlent Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Innlent Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Innlent Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Innlent Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Innlent Vilja fá Selenskí til að samþykkja „óskalista“ Pútíns Erlent Fleiri fréttir Kallar Demókrata landráðamenn og ýjar að hengingu Vilja fá Selenskí til að samþykkja „óskalista“ Pútíns Birta nærmyndir af halastjörnu úr öðru sólkerfi Breski raðnauðgarinn fær enn einn lífstíðardóminn Viðurkenndu að kviðdómendur sáu ekki ákæruskjalið Trump staðfestir Epstein-lögin Tugir látnir eftir árás á íbúðarhúsnæði Tilkynna yngri en 16 ára að reikningum að Facebook og Instagram verði lokað Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Sagðir vinna að nýju friðarsamkomulagi án Úkraínu og Evrópu Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Loka síðustu ræðismannsskrifstofu Rússa Stærsti bæjarbruni í landinu frá 1976 Merz í vandræðum með ungliðana 100 ára yfirráðum Jafnaðarmanna í Kaupmannahöfn lokið Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Fulltrúadeild samþykkir að birta Epstein-skjölin Úkraínskir útsendarar Rússa sagðir að baki skemmdarverkunum Hvíta húsið hlutaðist til um rannsókn á Tate-bræðrum Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Mislingafaraldurinn í Bandaríkjunum breiðir úr sér Hægri beygja Mette gæti kostað Jafnaðarmenn Kaupmannahöfn Undirrituðu viljayfirlýsingu um kaup á allt að 100 Rafale herþotum Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Rússar sagðir hafa drepið ekkju fyrsta fórnarlambs Tsjernobylslyssins Forsætisráðherrann fyrrverandi dæmdur til dauða Telja að lestarteinar hafi verið sprengdir viljandi í Póllandi Enn og aftur tilkynnt um dróna í Danaveldi Sjá meira