Poncedeleon átti magnaða frumraun en engum leikmanni Cincinatti Reds tókst að skora í þeim sjö lotum sem Poncedeleon kastaði. Hann átti stóran þátt í því að St. Louis vann leikinn, 1-0.
Hann er langt frá því fyrsti maðurinn til að standa sig svona vel í frumraun á stóra sviðinu en þetta var sérstakt því hann varð fyrir meiðslum í leik í neðri deildum bandaríska hafnaboltans fyrir fjórtán mánuðum síðan sem urðu til þess að hann fór í bráða heilauppskurð.
Hann var kominn aftur á ról í ágúst og fékk svo stóra tækifærið með Cardinals í fyrradag. Hann lét tækifærið svo sannarlega ekki renna sér úr greipum og þakkaði manninum á himnum fyrir allt saman.
„Ég kom ekki nálægt þessari sögu minni. Það er annar maður sem býr til áætlanir fyrir okkur og það er Guð,“ sagði Daniel Poncedeleon.