Serena Williams kvartar yfir mismunun í lyfjaprófunum: Fimm próf í júní Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 25. júlí 2018 14:30 Serena Williams á 23 risatitla í tennis Vísir/Getty Tennisdrottningin Serena Williams er einn mesti íþróttamaður heims. Hún tapaði úrslitaleiknum á Wimbledon risamótinu í tennis á dögunum, á hennar fjórða móti eftir barnsburð. Williams segir lyfjaeftirlit mismuna henni og hún sé sett í prófanir oftar en aðrir. Williams skrifaði færslu á Twitter í gær þar sem hún sagði: „Það er kominn þessi tími dags þar sem ég er „valin af handahófi“ til þess að fara í lyfjapróf og Serena er sú eina sem fer í próf. Það hefur verið sannað að ég sé prófuð oftast allra. Mismunun? Ég held það. Að minnsta kosti held ég íþróttinni hreinni.“ Hin 36 ára Williams átti sitt fyrsta barn 1. september 2017. Hún hefur aðeins keppt á fjórum mótum á árinu, að Wimbledon meðtöldu, en er sá tennis íþróttamaður sem hefur farið oftast í lyfjapróf árið 2018 samkvæmt opinberum tölum bandaríska lyfjaeftirlitsins. Williams ræddi málið á blaðamannafundi fyrir Wimbledon mótið þegar upp kom að hún hafi verið ósátt við starfsmann lyfjaeftirlitsins sem mætti fyrir utan hús hennar til þess að taka handahófskennt próf. „Afhverju á ég að fara í prófanir fimm sinnum í júní?" spurði Williams á blaðamannafundinum. Samkvæmt tölum bandaríska lyfjaeftirlitsins hafa flestar af efstu konum tennisheimsins verið prófaðar einu sinni eða tvisvar á árinu. „Tennis hefur gefið mér svo mikið og er frábær íþrótt. Ég er að reyna að biðja um jafnrétti. Ef það þýðir að allir eigi að fara í próf fimm sinnum í mánuði, gerum það þá. Þetta snýst bara um að það sama gangi yfir alla og enginn einn sé tekinn út fyrir sviga. Tölurnar sýna að það sé verið að reyna að ýta mér út,“ sagði Williams. ...and it’s that time of the day to get “randomly” drug tested and only test Serena. Out of all the players it’s been proven I’m the one getting tested the most. Discrimination? I think so. At least I’ll be keeping the sport clean #StayPositive — Serena Williams (@serenawilliams) July 25, 2018 Tennis Mest lesið „Hér er allt mögulegt“ Fótbolti Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Fótbolti „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Sport Lagði egóið til hliðar fyrir liðið Körfubolti Dramatík á Hlíðarenda Handbolti Van Dijk fær 68 milljónir á viku Enski boltinn Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Íslenski boltinn Móðir Eyglóar afhenti henni sögulegt EM-gull Sport Eygló Fanndal Evrópumeistari Sport Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Handbolti Fleiri fréttir Dagskráin í dag: Umspilið í NBA, 1. deild kvenna í körfubolta og margt fleira Lagði egóið til hliðar fyrir liðið „Hér er allt mögulegt“ Dramatík á Hlíðarenda Van Dijk fær 68 milljónir á viku Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Solanke skaut Tottenham í undanúrslit Chelsea í undanúrslit þrátt fyrir tap Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Albert og félagar í undanúrslit Slæmur skellur á móti nágrönnunum Móðir Eyglóar afhenti henni sögulegt EM-gull Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Eygló Fanndal Evrópumeistari Sönderjyske vann Íslendingaslaginn Rekinn út af eftir 36 sekúndur Neymar fór grátandi af velli Sky Sports: Ancelotti hættir með Real Madrid eftir bikarúrslitaleikinn „Ég er alltaf stressuð“ Tevez vill að Ronaldo og Messi spili saman í kveðjuleiknum hans Fimmtán ára og skoraði í fyrsta byrjunarliðsleiknum í efstu deild Óvenjuleg taktík Real Madrid á móti Arsenal fær falleinkunn frá Ferdinand Vonast til að gera íslensku þjóðina stolta Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Sjáðu Arsenal slá út Real Madrid, vítið sem dæmt og vítið sem var dæmt af Sjá meira
Tennisdrottningin Serena Williams er einn mesti íþróttamaður heims. Hún tapaði úrslitaleiknum á Wimbledon risamótinu í tennis á dögunum, á hennar fjórða móti eftir barnsburð. Williams segir lyfjaeftirlit mismuna henni og hún sé sett í prófanir oftar en aðrir. Williams skrifaði færslu á Twitter í gær þar sem hún sagði: „Það er kominn þessi tími dags þar sem ég er „valin af handahófi“ til þess að fara í lyfjapróf og Serena er sú eina sem fer í próf. Það hefur verið sannað að ég sé prófuð oftast allra. Mismunun? Ég held það. Að minnsta kosti held ég íþróttinni hreinni.“ Hin 36 ára Williams átti sitt fyrsta barn 1. september 2017. Hún hefur aðeins keppt á fjórum mótum á árinu, að Wimbledon meðtöldu, en er sá tennis íþróttamaður sem hefur farið oftast í lyfjapróf árið 2018 samkvæmt opinberum tölum bandaríska lyfjaeftirlitsins. Williams ræddi málið á blaðamannafundi fyrir Wimbledon mótið þegar upp kom að hún hafi verið ósátt við starfsmann lyfjaeftirlitsins sem mætti fyrir utan hús hennar til þess að taka handahófskennt próf. „Afhverju á ég að fara í prófanir fimm sinnum í júní?" spurði Williams á blaðamannafundinum. Samkvæmt tölum bandaríska lyfjaeftirlitsins hafa flestar af efstu konum tennisheimsins verið prófaðar einu sinni eða tvisvar á árinu. „Tennis hefur gefið mér svo mikið og er frábær íþrótt. Ég er að reyna að biðja um jafnrétti. Ef það þýðir að allir eigi að fara í próf fimm sinnum í mánuði, gerum það þá. Þetta snýst bara um að það sama gangi yfir alla og enginn einn sé tekinn út fyrir sviga. Tölurnar sýna að það sé verið að reyna að ýta mér út,“ sagði Williams. ...and it’s that time of the day to get “randomly” drug tested and only test Serena. Out of all the players it’s been proven I’m the one getting tested the most. Discrimination? I think so. At least I’ll be keeping the sport clean #StayPositive — Serena Williams (@serenawilliams) July 25, 2018
Tennis Mest lesið „Hér er allt mögulegt“ Fótbolti Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Fótbolti „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Sport Lagði egóið til hliðar fyrir liðið Körfubolti Dramatík á Hlíðarenda Handbolti Van Dijk fær 68 milljónir á viku Enski boltinn Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Íslenski boltinn Móðir Eyglóar afhenti henni sögulegt EM-gull Sport Eygló Fanndal Evrópumeistari Sport Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Handbolti Fleiri fréttir Dagskráin í dag: Umspilið í NBA, 1. deild kvenna í körfubolta og margt fleira Lagði egóið til hliðar fyrir liðið „Hér er allt mögulegt“ Dramatík á Hlíðarenda Van Dijk fær 68 milljónir á viku Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Solanke skaut Tottenham í undanúrslit Chelsea í undanúrslit þrátt fyrir tap Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Albert og félagar í undanúrslit Slæmur skellur á móti nágrönnunum Móðir Eyglóar afhenti henni sögulegt EM-gull Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Eygló Fanndal Evrópumeistari Sönderjyske vann Íslendingaslaginn Rekinn út af eftir 36 sekúndur Neymar fór grátandi af velli Sky Sports: Ancelotti hættir með Real Madrid eftir bikarúrslitaleikinn „Ég er alltaf stressuð“ Tevez vill að Ronaldo og Messi spili saman í kveðjuleiknum hans Fimmtán ára og skoraði í fyrsta byrjunarliðsleiknum í efstu deild Óvenjuleg taktík Real Madrid á móti Arsenal fær falleinkunn frá Ferdinand Vonast til að gera íslensku þjóðina stolta Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Sjáðu Arsenal slá út Real Madrid, vítið sem dæmt og vítið sem var dæmt af Sjá meira