Húsið við Stigahlíð tómt í lok vikunnar Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 24. júlí 2018 19:30 Húsið við Stigahlíð, sem Reykjavíkurborg notar sem tímabundið búsetuúrræði fyrir hælisleitendur, verður orðið tómt við lok þessarar viku. Síðan í desember hefur lögregla þrettán sinnum, þar af nokkrum sinnum með aðstoð sérsveitar, þurft að hafa afskipti af íbúum hússins. Í húsinu hafa búið allt að 16 hælisleitendur í einu en Reykjavíkurborg hefur verið með húsið á leigu síðan 2015. Dæmi er um að í húsinu hafi dvalið einstaklingar sem hafa sætt farbanni og verið undir rafrænu eftirliti og beiðið dóms. Í fréttum Stöðvar 2 í júní lýstu íbúar í Stigahlíð áhyggjum sínum af aðbúnaði íbúa hússins og öryggi í hverfinu.Allt að sextán einstaklingar hafa dvalið í húsinu í senn sem Reykjavíkurborg er með á leigu.Vísir/BöddiSamkvæmt samningi við Útlendingastofnun sinnir Reykjavíkurborg um 200 hælisleitendum sem koma til landsins og hefur borgin nýtt umrætt húsnæði sem búsetuúrræði fyrir einstaklinga úr þeim hópi að sögn Sigþrúðar Erlu Arnarsdóttur, framkvæmdastjóra þjónustumiðstöðvar Reykjavíkurborgar í Vesturbæ, Miðborg og Hlíðum. „Þetta náttúrlega er alltaf viðkvæmur málaflokkur. Við erum að fá fólk alls staðar að úr heiminum og í mismunandi ástandi og mismunandi bakrunn og við þurfum að bregðast við í hvert sinn á hverjum stað fyrir sig,“ segir Sigþrúður. „Við höfðum reglubundið eftirlit þannig að við gerðum samning líka við öryggismiðstöð um það að koma inn í húsnæðið þegar það voru ekki starfsmenn að koma héðan þannig að það voru innlit þarna nokkrum sinnum á dag.” Að sögn Sigþrúðar hefur borgin leitast við að eiga í góðu sambandi við íbúa en leigusamningi sem rennur út um áramótin verður ekki framlengt. „Við höfum ákveðið sem sagt að breyta þessu úrræði og færa okkur um set,“ segir Sigþrúður. „Þessa stundina eru fjórir í húsinu og við áætlum að það verði orðið tómt núna í lok vikunnar.“ Hælisleitendur Tengdar fréttir Dreifðu áróðri gegn hælisleitendum í Hlíðunum Samtök sem vilja sameina öll Norðurlöndin dreifðu áróðri gegn hælisleitendum í Hlíðahverfi í dag. 9. júlí 2018 23:15 Sérsveitin kölluð út í Stigahlíð Íbúar sem búa í námunda við einbýlishúsið, sem lögregla á að hafa ráðist inn í, greina frá því sem fyrir augu bar í gærkvöldi. Einn íbúanna sagði fréttamanni frá því að í lögregluaðgerðinni hefðu tveir menn verið handteknir úti á miðri götu. 19. júní 2018 11:56 Hælisleitendur fara úr Stigahlíð um áramótin Leigusamningur um húsnæði í Stigahlíð fyrir hælisleitendur rennur út um áramótin og mun Reykjavíkurborg ekki endurnýja samninginn þar sem illa hefur gefist að búa vel um svo marga í einu húsnæði. Lögregla var kölluð til í nótt þegar íbúi leitaði blóðugur til nágranna eftir hjálp vegna átaka. 30. júní 2018 12:30 Tveir leituðu á slysadeild eftir átökin í Stigahlíð Um er að ræða tímabundið búsetuúrræði fyrir umsækjendur um alþjóðlega vernd. 30. júní 2018 07:30 Íbúar í Stigahlíð áhyggjufullir yfir aðbúnaði í húsi fyrir hælisleitendur Lögreglan hefur á undanförnum mánuðum þurft ítrekað að hafa afskipti af íbúum í húsi við Stigahlíð, þar af nokkrum sinnum með aðstoð sérsveitar. Í húsinu búa á annan tug hælisleitenda en íbúar í Stigahlíð hafa áhyggjur af aðbúnaði þeirra og öryggi í hverfinu. 19. júní 2018 19:45 Sjúkrabíll og lögregla send á vettvang vegna atviks í húsi við Stigahlíð Nágrannar kölluðu til lögreglu eftir að blóðugur maður hafi bankað upp á. 29. júní 2018 22:30 Mest lesið „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Innlent Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Innlent Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Konan er fundin Innlent „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Innlent „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Erlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Erlent Sextán ára kveikti í herbergi sínu Innlent Fimm handteknir í aðgerðum sérsveitar Innlent Fleiri fréttir Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sextán ára kveikti í herbergi sínu Þremur sleppt úr haldi og brotaþoli útskrifaður „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Ekki hægt að þaga þegar stjórnmálamenn leika sér að því að særa fram tröllin 252,6 milljónir runnið í ríkissjóð úr dánarbúum án lögerfingja á tíu árum Þrjú söfn í eina sæng Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Líkamsárás á gistiheimili „Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Tveir á sjúkrahús eftir harðan árekstur Vegurinn yfir Kjöl gerir ferðalöngum lífið leitt Stefna um mikla og hraða fólksfjölgun „alið á stéttaskiptingu á Íslandi“ Fimm handteknir í aðgerðum sérsveitar Ættum að fara varlega í orkudrykki með sætuefnum „Mér fannst þetta vera svolítil vonbrigði“ Allt tiltækt slökkvilið kallað út vegna elds í íbúð Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Öryrkjar í hlutastarfi oft tekjuhærri en fólk í fullu starfi Ofsótt af eltihrelli sem enn gengur laus Kvenmannshár í farangurshlera reyndist vera hrekkjavökuskraut Formannsslagur í vændum hjá Ungu jafnaðarfólki Sjá meira
Húsið við Stigahlíð, sem Reykjavíkurborg notar sem tímabundið búsetuúrræði fyrir hælisleitendur, verður orðið tómt við lok þessarar viku. Síðan í desember hefur lögregla þrettán sinnum, þar af nokkrum sinnum með aðstoð sérsveitar, þurft að hafa afskipti af íbúum hússins. Í húsinu hafa búið allt að 16 hælisleitendur í einu en Reykjavíkurborg hefur verið með húsið á leigu síðan 2015. Dæmi er um að í húsinu hafi dvalið einstaklingar sem hafa sætt farbanni og verið undir rafrænu eftirliti og beiðið dóms. Í fréttum Stöðvar 2 í júní lýstu íbúar í Stigahlíð áhyggjum sínum af aðbúnaði íbúa hússins og öryggi í hverfinu.Allt að sextán einstaklingar hafa dvalið í húsinu í senn sem Reykjavíkurborg er með á leigu.Vísir/BöddiSamkvæmt samningi við Útlendingastofnun sinnir Reykjavíkurborg um 200 hælisleitendum sem koma til landsins og hefur borgin nýtt umrætt húsnæði sem búsetuúrræði fyrir einstaklinga úr þeim hópi að sögn Sigþrúðar Erlu Arnarsdóttur, framkvæmdastjóra þjónustumiðstöðvar Reykjavíkurborgar í Vesturbæ, Miðborg og Hlíðum. „Þetta náttúrlega er alltaf viðkvæmur málaflokkur. Við erum að fá fólk alls staðar að úr heiminum og í mismunandi ástandi og mismunandi bakrunn og við þurfum að bregðast við í hvert sinn á hverjum stað fyrir sig,“ segir Sigþrúður. „Við höfðum reglubundið eftirlit þannig að við gerðum samning líka við öryggismiðstöð um það að koma inn í húsnæðið þegar það voru ekki starfsmenn að koma héðan þannig að það voru innlit þarna nokkrum sinnum á dag.” Að sögn Sigþrúðar hefur borgin leitast við að eiga í góðu sambandi við íbúa en leigusamningi sem rennur út um áramótin verður ekki framlengt. „Við höfum ákveðið sem sagt að breyta þessu úrræði og færa okkur um set,“ segir Sigþrúður. „Þessa stundina eru fjórir í húsinu og við áætlum að það verði orðið tómt núna í lok vikunnar.“
Hælisleitendur Tengdar fréttir Dreifðu áróðri gegn hælisleitendum í Hlíðunum Samtök sem vilja sameina öll Norðurlöndin dreifðu áróðri gegn hælisleitendum í Hlíðahverfi í dag. 9. júlí 2018 23:15 Sérsveitin kölluð út í Stigahlíð Íbúar sem búa í námunda við einbýlishúsið, sem lögregla á að hafa ráðist inn í, greina frá því sem fyrir augu bar í gærkvöldi. Einn íbúanna sagði fréttamanni frá því að í lögregluaðgerðinni hefðu tveir menn verið handteknir úti á miðri götu. 19. júní 2018 11:56 Hælisleitendur fara úr Stigahlíð um áramótin Leigusamningur um húsnæði í Stigahlíð fyrir hælisleitendur rennur út um áramótin og mun Reykjavíkurborg ekki endurnýja samninginn þar sem illa hefur gefist að búa vel um svo marga í einu húsnæði. Lögregla var kölluð til í nótt þegar íbúi leitaði blóðugur til nágranna eftir hjálp vegna átaka. 30. júní 2018 12:30 Tveir leituðu á slysadeild eftir átökin í Stigahlíð Um er að ræða tímabundið búsetuúrræði fyrir umsækjendur um alþjóðlega vernd. 30. júní 2018 07:30 Íbúar í Stigahlíð áhyggjufullir yfir aðbúnaði í húsi fyrir hælisleitendur Lögreglan hefur á undanförnum mánuðum þurft ítrekað að hafa afskipti af íbúum í húsi við Stigahlíð, þar af nokkrum sinnum með aðstoð sérsveitar. Í húsinu búa á annan tug hælisleitenda en íbúar í Stigahlíð hafa áhyggjur af aðbúnaði þeirra og öryggi í hverfinu. 19. júní 2018 19:45 Sjúkrabíll og lögregla send á vettvang vegna atviks í húsi við Stigahlíð Nágrannar kölluðu til lögreglu eftir að blóðugur maður hafi bankað upp á. 29. júní 2018 22:30 Mest lesið „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Innlent Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Innlent Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Konan er fundin Innlent „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Innlent „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Erlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Erlent Sextán ára kveikti í herbergi sínu Innlent Fimm handteknir í aðgerðum sérsveitar Innlent Fleiri fréttir Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sextán ára kveikti í herbergi sínu Þremur sleppt úr haldi og brotaþoli útskrifaður „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Ekki hægt að þaga þegar stjórnmálamenn leika sér að því að særa fram tröllin 252,6 milljónir runnið í ríkissjóð úr dánarbúum án lögerfingja á tíu árum Þrjú söfn í eina sæng Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Líkamsárás á gistiheimili „Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Tveir á sjúkrahús eftir harðan árekstur Vegurinn yfir Kjöl gerir ferðalöngum lífið leitt Stefna um mikla og hraða fólksfjölgun „alið á stéttaskiptingu á Íslandi“ Fimm handteknir í aðgerðum sérsveitar Ættum að fara varlega í orkudrykki með sætuefnum „Mér fannst þetta vera svolítil vonbrigði“ Allt tiltækt slökkvilið kallað út vegna elds í íbúð Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Öryrkjar í hlutastarfi oft tekjuhærri en fólk í fullu starfi Ofsótt af eltihrelli sem enn gengur laus Kvenmannshár í farangurshlera reyndist vera hrekkjavökuskraut Formannsslagur í vændum hjá Ungu jafnaðarfólki Sjá meira
Dreifðu áróðri gegn hælisleitendum í Hlíðunum Samtök sem vilja sameina öll Norðurlöndin dreifðu áróðri gegn hælisleitendum í Hlíðahverfi í dag. 9. júlí 2018 23:15
Sérsveitin kölluð út í Stigahlíð Íbúar sem búa í námunda við einbýlishúsið, sem lögregla á að hafa ráðist inn í, greina frá því sem fyrir augu bar í gærkvöldi. Einn íbúanna sagði fréttamanni frá því að í lögregluaðgerðinni hefðu tveir menn verið handteknir úti á miðri götu. 19. júní 2018 11:56
Hælisleitendur fara úr Stigahlíð um áramótin Leigusamningur um húsnæði í Stigahlíð fyrir hælisleitendur rennur út um áramótin og mun Reykjavíkurborg ekki endurnýja samninginn þar sem illa hefur gefist að búa vel um svo marga í einu húsnæði. Lögregla var kölluð til í nótt þegar íbúi leitaði blóðugur til nágranna eftir hjálp vegna átaka. 30. júní 2018 12:30
Tveir leituðu á slysadeild eftir átökin í Stigahlíð Um er að ræða tímabundið búsetuúrræði fyrir umsækjendur um alþjóðlega vernd. 30. júní 2018 07:30
Íbúar í Stigahlíð áhyggjufullir yfir aðbúnaði í húsi fyrir hælisleitendur Lögreglan hefur á undanförnum mánuðum þurft ítrekað að hafa afskipti af íbúum í húsi við Stigahlíð, þar af nokkrum sinnum með aðstoð sérsveitar. Í húsinu búa á annan tug hælisleitenda en íbúar í Stigahlíð hafa áhyggjur af aðbúnaði þeirra og öryggi í hverfinu. 19. júní 2018 19:45
Sjúkrabíll og lögregla send á vettvang vegna atviks í húsi við Stigahlíð Nágrannar kölluðu til lögreglu eftir að blóðugur maður hafi bankað upp á. 29. júní 2018 22:30