Fúkyrðin fljúga milli Netanyahu og Erdogan Samúel Karl Ólason skrifar 24. júlí 2018 14:09 Erdogan og Netanyahu. Vísir/AP Recep Tayyip Erdogan, forseti Tyrklands, var harðorður gagnvart Ísrael í morgun og sagði Ísrael vera mesta ríki fasista og rasista í heiminum. Erdogan sagði „anda Hitler“ hafa fundið sig meðal leiðtoga Ísrael. Forsetinn sagði engan mun á þráhyggju Hitler með kynstofn aría og þá skoðun „Ísrael að þessi fornu lönd væru eingöngu ætluð gyðingum“. Reiði Erdogan má rekja til nýrra og umdeildra laga í Ísrael sem gera hebresku að opinberu tungumáli Ísrael og skilgreindi stofnun nýrra byggða gyðinga sem þjóðarhagsmuni. Áður hafði arabíska einnig verið opinbert tungumál Ísrael en nýju lögin breyta því. Um 17,5 prósent íbúa Ísrael, þar sem átta milljónir búa, eru arabar. Erdogan sagði enn fremur í ræðu í Tyrklandi að lögin myndu leiða svæðið, og heiminn allan, til „blóðs, elds og eymdar“. Hann hét því að standa með íbúum Palestínu og kallaði eftir því að alþjóðasamfélagið stæði gegn Ísrael.Bejamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísrael, svaraði Erdogan um hæl á Twitter og sagði Erdogan vera að slátra Sýrlendingum og Kúrdum og fangelsa eigin borgara í tugþúsundatali. Hann sagði það vera mikið hrós fyrir umrædd lög að „demókratinn“ Erdogan væri að ráðast á þau. „Tyrkland, undir stjórn Erdogan, er að verða myrkt einræðisríki en á hinn bóginn er Ísrael að viðhalda jöfnum réttindum allra borgara, fyrir og eftir samþykkt laganna.“ Greinendur sem AFP fréttaveitan ræddi við segja nýju lögin ekkert fjalla um jafnrétti eða lýðræði sem gefi í skyn að gyðingstrúin skipti mestu máli.Þrátt fyrir miklar deilur Tyrklands og Ísrael á undanförnum árum, sem hófust árið 2010 þegar ísraelskir sérsveitarmenn réðust um borð í tyrkneskt skip sem var notað til að flytja birgðir til Palestínu, er sterkt viðskiptasamband milli ríkjanna. Ríkin gerðu samkomulag sín á milli árið 2016 um að byggja aftur upp traust en nú er óttast að það samkomulag sé í hættu.Turkey, under Erdogan's rule, is becoming a dark dictatorship whereas Israel scrupulously maintains equal rights for all its citizens, both before and after introducing this law.— Benjamin Netanyahu (@netanyahu) July 24, 2018 Mið-Austurlönd Mest lesið Úrskurðarnefnd vísar máli Búseta frá Innlent Gætu orðið krefjandi hliðarvindslendingar Innlent Sjö líkamsárásir á höfuðborgarsvæðinu í gærkvöldi og nótt Innlent Viðreisn ekki til í meirihlutasamstarf til vinstri Innlent Megi aldrei verða íslenskur veruleiki Innlent Litið við á mótmælum brimbrettakappa sem forseti bæjarstjórnar segir ólögmæt Innlent Eldsvoði í bílskúr í Kópavogi Innlent Rússar láta bandarískan kennara úr haldi Erlent Samkomulagi um vopnahlé verði rift verði gíslunum ekki skilað Erlent Fólk í geðrofi breyti raunveruleikanum til að lifa af Innlent Fleiri fréttir Segir Arabaríkin sameinuð í andstöðu sinni við hugmyndir Trump Samkomulagi um vopnahlé verði rift verði gíslunum ekki skilað Rússar láta bandarískan kennara úr haldi Óttast að átök verði að stóru stríði Neituðu að skrifa undir yfirlýsingu um gervigreind Sakar Tate-bræður um að þvinga sig til kynlífsvinnu Uppgjör milli Hvíta hússins og dómstóla í vændum Kennari stakk átta ára stúlku til bana Fundust látnir í tjaldi á hæsta fjalli Svíþjóðar Skurðlæknir grunaður um kynferðisbrot gegn 299 börnum Girnist Gasa og vill íbúana burt Segja Ísraela hafa brotið vopnahléssamninginn Ítrekar að honum er alvara um Kanada Forsetinn segir af sér Kölluðu Páfagarð „siðspilltan“ og „barnaníðs“ ríki Nasistadýrkun og gyðingaandúð: Ye hættur á Twitter Bandaríkin og öfgahægrið efst á baugi hjá þýsku kanslaraefnunum Selenskí segir nauðsynlegt að tryggja varanlegan frið Ísraelsher hverfur frá Netzarim en framhaldið óljóst Hótar 25 prósent tollum á allt stál og ál Rannsaka andlát breskra hjóna í Frakklandi Tilfinningarík stund þegar Taílendingarnir komust heim Tilfinningarnar réðu för þegar fjölskyldur hittu gíslana Afturkallar öryggisheimildir Biden Myrti sjö konur og þrjá karla Sagði upp hjá DOGE vegna rasískra ummæla Götubörn útsett fyrir kynferðisofbeldi: „Það er engin miskunn“ Sjónvarpskokkur ásakaður um áralanga óviðeigandi hegðun Sóttu fimm kílómetra inn fyrir varnir Rússa Einn höfunda Project 2025 aftur háttsettur í Hvíta húsinu Sjá meira
Recep Tayyip Erdogan, forseti Tyrklands, var harðorður gagnvart Ísrael í morgun og sagði Ísrael vera mesta ríki fasista og rasista í heiminum. Erdogan sagði „anda Hitler“ hafa fundið sig meðal leiðtoga Ísrael. Forsetinn sagði engan mun á þráhyggju Hitler með kynstofn aría og þá skoðun „Ísrael að þessi fornu lönd væru eingöngu ætluð gyðingum“. Reiði Erdogan má rekja til nýrra og umdeildra laga í Ísrael sem gera hebresku að opinberu tungumáli Ísrael og skilgreindi stofnun nýrra byggða gyðinga sem þjóðarhagsmuni. Áður hafði arabíska einnig verið opinbert tungumál Ísrael en nýju lögin breyta því. Um 17,5 prósent íbúa Ísrael, þar sem átta milljónir búa, eru arabar. Erdogan sagði enn fremur í ræðu í Tyrklandi að lögin myndu leiða svæðið, og heiminn allan, til „blóðs, elds og eymdar“. Hann hét því að standa með íbúum Palestínu og kallaði eftir því að alþjóðasamfélagið stæði gegn Ísrael.Bejamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísrael, svaraði Erdogan um hæl á Twitter og sagði Erdogan vera að slátra Sýrlendingum og Kúrdum og fangelsa eigin borgara í tugþúsundatali. Hann sagði það vera mikið hrós fyrir umrædd lög að „demókratinn“ Erdogan væri að ráðast á þau. „Tyrkland, undir stjórn Erdogan, er að verða myrkt einræðisríki en á hinn bóginn er Ísrael að viðhalda jöfnum réttindum allra borgara, fyrir og eftir samþykkt laganna.“ Greinendur sem AFP fréttaveitan ræddi við segja nýju lögin ekkert fjalla um jafnrétti eða lýðræði sem gefi í skyn að gyðingstrúin skipti mestu máli.Þrátt fyrir miklar deilur Tyrklands og Ísrael á undanförnum árum, sem hófust árið 2010 þegar ísraelskir sérsveitarmenn réðust um borð í tyrkneskt skip sem var notað til að flytja birgðir til Palestínu, er sterkt viðskiptasamband milli ríkjanna. Ríkin gerðu samkomulag sín á milli árið 2016 um að byggja aftur upp traust en nú er óttast að það samkomulag sé í hættu.Turkey, under Erdogan's rule, is becoming a dark dictatorship whereas Israel scrupulously maintains equal rights for all its citizens, both before and after introducing this law.— Benjamin Netanyahu (@netanyahu) July 24, 2018
Mið-Austurlönd Mest lesið Úrskurðarnefnd vísar máli Búseta frá Innlent Gætu orðið krefjandi hliðarvindslendingar Innlent Sjö líkamsárásir á höfuðborgarsvæðinu í gærkvöldi og nótt Innlent Viðreisn ekki til í meirihlutasamstarf til vinstri Innlent Megi aldrei verða íslenskur veruleiki Innlent Litið við á mótmælum brimbrettakappa sem forseti bæjarstjórnar segir ólögmæt Innlent Eldsvoði í bílskúr í Kópavogi Innlent Rússar láta bandarískan kennara úr haldi Erlent Samkomulagi um vopnahlé verði rift verði gíslunum ekki skilað Erlent Fólk í geðrofi breyti raunveruleikanum til að lifa af Innlent Fleiri fréttir Segir Arabaríkin sameinuð í andstöðu sinni við hugmyndir Trump Samkomulagi um vopnahlé verði rift verði gíslunum ekki skilað Rússar láta bandarískan kennara úr haldi Óttast að átök verði að stóru stríði Neituðu að skrifa undir yfirlýsingu um gervigreind Sakar Tate-bræður um að þvinga sig til kynlífsvinnu Uppgjör milli Hvíta hússins og dómstóla í vændum Kennari stakk átta ára stúlku til bana Fundust látnir í tjaldi á hæsta fjalli Svíþjóðar Skurðlæknir grunaður um kynferðisbrot gegn 299 börnum Girnist Gasa og vill íbúana burt Segja Ísraela hafa brotið vopnahléssamninginn Ítrekar að honum er alvara um Kanada Forsetinn segir af sér Kölluðu Páfagarð „siðspilltan“ og „barnaníðs“ ríki Nasistadýrkun og gyðingaandúð: Ye hættur á Twitter Bandaríkin og öfgahægrið efst á baugi hjá þýsku kanslaraefnunum Selenskí segir nauðsynlegt að tryggja varanlegan frið Ísraelsher hverfur frá Netzarim en framhaldið óljóst Hótar 25 prósent tollum á allt stál og ál Rannsaka andlát breskra hjóna í Frakklandi Tilfinningarík stund þegar Taílendingarnir komust heim Tilfinningarnar réðu för þegar fjölskyldur hittu gíslana Afturkallar öryggisheimildir Biden Myrti sjö konur og þrjá karla Sagði upp hjá DOGE vegna rasískra ummæla Götubörn útsett fyrir kynferðisofbeldi: „Það er engin miskunn“ Sjónvarpskokkur ásakaður um áralanga óviðeigandi hegðun Sóttu fimm kílómetra inn fyrir varnir Rússa Einn höfunda Project 2025 aftur háttsettur í Hvíta húsinu Sjá meira