FCK tekur fyrirliðabandið af HM-fara fyrir leikinn gegn Stjörnunni 24. júlí 2018 17:30 William Kvist er ekki farinn af stað eftir HM. vísir/getty Danski miðjumaðurinn William Kvist hefur verið settur af sem fyrirliði FC Kaupmannahafnar í aðdraganda leiksins gegn Stjörnunni í annarri umferð forkeppni Evrópudeildarinnar sem fram fer á Samsung-vellinum á fimmtudagskvöldið. Gríski miðjumaðurinn Carlos Zeca, sem kom til FCK frá Panathinaikos í fyrra, er orðinn fyrirliði danska stórveldisins en þetta staðfesti Ståle Solbakken, þjálfari FC Kaupmannahafnar, eftir 3-0 sigurinn á Hobro um helgina. Zeca hefur borið fyrirliðabandið í fyrstu fjórum leikjum FCK í dönsku úrvalsdeildinni og Evrópudeildinni í fjarveru Kvist sem var borinn af velli rifbeinsbrotinn á móti Perú á HM og er ekki byrjaður að spila. Kvist lagði landsliðsskóna á hilluna eftir heimsmeistaramótið en þessi 33 ára gamli miðjumaður hóf meistaraflokksferilinn með FCK og spilaði í dönsku höfuðborginni frá 2004-2011 áður en hann söðlaði um og spilaði með Stuttgart, Fulham og Wigan. Hann kom aftur heim 2015 og var gerður að fyrirliða en hefur nú verið settur af. Solbakken sagði í viðtali við danska fjölmiðla að engin dramatík væri í kringum ákvörðunina en Kvist baðst undan því að bera fyrirliðabandið á leiktíðinni og varð norski þjálfarinn við því. FCK kemur í fyrsta sinn til Íslands til að spila Evrópuleik í 22 ár á fimmtudaginn en síðast mætti það Keflavík í hinni sálugu Getraunakeppni Evrópu árið 1996 og vann, 2-1. Það var fyrsti og eini Evrópuleikur FCK gegn íslensku liðsins til dagsins í dag. Evrópudeild UEFA Mest lesið Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Formúla 1 Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Enski boltinn „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Enski boltinn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Enski boltinn Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Enski boltinn Messi og félagar óvænt úr leik í fyrstu umferð en Dagur Dan fór áfram Fótbolti Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Íslenski boltinn Átta búin að synda sig inn á HM í sundi í Búdapest í desember Sport Dagskráin í dag: Boltar, pökkar og pílur Sport Fleiri fréttir Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Messi og félagar óvænt úr leik í fyrstu umferð en Dagur Dan fór áfram Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Juventus vann grannaslaginn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Tvær breytingar á landsliðshópnum Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Milan missteig eftir sigurinn frækna á Real Willum Þór lagði upp þegar Birmingham tapaði óvænt stigum Brighton sá til þess að Man City tapaði fjórða leiknum í röð Hermann Hreiðars tekur við HK Bayern jók forystuna á toppnum á meðan Dortmund og Leverkusen töpuðu stigum Liðsfélaginn náði þriggja marka forskoti á Emilíu Kiær Birkir Bjarna kom aftur inn á og skoraði Vinicius Junior með þrennu í stórsigri Real Madrid Sigdís Eva opnaði markareikninginn og Hlín skoraði tvö Varsjáin tók mark af Jóni Degi Sædís í stuði með meisturunum Sveindís Jane og félagar upp í toppsætið „Ég held að hann sé betri útgáfa af Haaland“ Guardiola skilur ekkert í valinu á Grealish Atkvæði Íslands var með efstu menn í réttri röð í Ballon d'Or kosningunni Ancelotti um vandræði Real Madrid: Ég er búinn að finna lausnina Þjálfari Íslendingaliðs réðst á eigin leikmann Leyniþjónustan með í för, bauluðu á fórnarlömb flóða á Spáni og fengu á baukinn Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Hafnaði uppeldisfélaginu og verður áfram í Mosfellsbæ Sjá meira
Danski miðjumaðurinn William Kvist hefur verið settur af sem fyrirliði FC Kaupmannahafnar í aðdraganda leiksins gegn Stjörnunni í annarri umferð forkeppni Evrópudeildarinnar sem fram fer á Samsung-vellinum á fimmtudagskvöldið. Gríski miðjumaðurinn Carlos Zeca, sem kom til FCK frá Panathinaikos í fyrra, er orðinn fyrirliði danska stórveldisins en þetta staðfesti Ståle Solbakken, þjálfari FC Kaupmannahafnar, eftir 3-0 sigurinn á Hobro um helgina. Zeca hefur borið fyrirliðabandið í fyrstu fjórum leikjum FCK í dönsku úrvalsdeildinni og Evrópudeildinni í fjarveru Kvist sem var borinn af velli rifbeinsbrotinn á móti Perú á HM og er ekki byrjaður að spila. Kvist lagði landsliðsskóna á hilluna eftir heimsmeistaramótið en þessi 33 ára gamli miðjumaður hóf meistaraflokksferilinn með FCK og spilaði í dönsku höfuðborginni frá 2004-2011 áður en hann söðlaði um og spilaði með Stuttgart, Fulham og Wigan. Hann kom aftur heim 2015 og var gerður að fyrirliða en hefur nú verið settur af. Solbakken sagði í viðtali við danska fjölmiðla að engin dramatík væri í kringum ákvörðunina en Kvist baðst undan því að bera fyrirliðabandið á leiktíðinni og varð norski þjálfarinn við því. FCK kemur í fyrsta sinn til Íslands til að spila Evrópuleik í 22 ár á fimmtudaginn en síðast mætti það Keflavík í hinni sálugu Getraunakeppni Evrópu árið 1996 og vann, 2-1. Það var fyrsti og eini Evrópuleikur FCK gegn íslensku liðsins til dagsins í dag.
Evrópudeild UEFA Mest lesið Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Formúla 1 Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Enski boltinn „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Enski boltinn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Enski boltinn Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Enski boltinn Messi og félagar óvænt úr leik í fyrstu umferð en Dagur Dan fór áfram Fótbolti Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Íslenski boltinn Átta búin að synda sig inn á HM í sundi í Búdapest í desember Sport Dagskráin í dag: Boltar, pökkar og pílur Sport Fleiri fréttir Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Messi og félagar óvænt úr leik í fyrstu umferð en Dagur Dan fór áfram Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Juventus vann grannaslaginn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Tvær breytingar á landsliðshópnum Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Milan missteig eftir sigurinn frækna á Real Willum Þór lagði upp þegar Birmingham tapaði óvænt stigum Brighton sá til þess að Man City tapaði fjórða leiknum í röð Hermann Hreiðars tekur við HK Bayern jók forystuna á toppnum á meðan Dortmund og Leverkusen töpuðu stigum Liðsfélaginn náði þriggja marka forskoti á Emilíu Kiær Birkir Bjarna kom aftur inn á og skoraði Vinicius Junior með þrennu í stórsigri Real Madrid Sigdís Eva opnaði markareikninginn og Hlín skoraði tvö Varsjáin tók mark af Jóni Degi Sædís í stuði með meisturunum Sveindís Jane og félagar upp í toppsætið „Ég held að hann sé betri útgáfa af Haaland“ Guardiola skilur ekkert í valinu á Grealish Atkvæði Íslands var með efstu menn í réttri röð í Ballon d'Or kosningunni Ancelotti um vandræði Real Madrid: Ég er búinn að finna lausnina Þjálfari Íslendingaliðs réðst á eigin leikmann Leyniþjónustan með í för, bauluðu á fórnarlömb flóða á Spáni og fengu á baukinn Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Hafnaði uppeldisfélaginu og verður áfram í Mosfellsbæ Sjá meira