Ísraelar skutu niður sýrlenska þotu Samúel Karl Ólason skrifar 24. júlí 2018 12:17 Þotan var af gerðinni Sukhoi og framleidd í Rússlandi. Þetta er ekki þotan sem var skotin niður. Vísir/Getty Ísraelski herinn skaut í morgun niður orrustuþotu stjórnarhers Bashar al Assad, forseta Sýrlands. Í tilkynningu frá hernum segir að miklir bardagar eigi sér stað Sýrlandsmegin við landamæri ríkjanna og að þotunni hafi verið flogið tæpa tvo kílómetra inn í lofthelgi Ísrael. Því hafi tveimur flugskeytum verið skotið að henni og hún skotin niður. Ekki liggur fyrir hvað varð um flugmenn orrustuþotunnar, sem var af gerðinni Sukhoi og framleidd í Rússlandi. Hún er talin hafa brotlegt í Sýrlandi, á svæði sem Íslamska ríkið stjórnar enn. Ríkisstjórn Assad segir að þotan hafi verið í sýrlenskri lofthelgi þegar hún var skotin niður og saka þeir Ísrael um stuðning við hryðjuverkamenn í suðurhluta landsins. Ísraelsher segir að samkomulagi ríkjanna frá árinu 1974 verði áfram framfylgt og mikilvægt sé fyrir ríkisstjórn Sýrlands að virða hlutlaust svæði á milli Ísrael og Sýrlands.Samkvæmt Times of Israel er talið líklegt að Ísraelsmenn hafi ekki verið vissir um að orrustuþotunni hafi ekki verið flogið af Rússa og því hafi henni verið leyft að fljúga tvo kílómetra inn í lofthelgi ríkisins.Amos Yadlin, fyrrverandi yfirmaður leyniþjónstu hers Ísrael sagði ríkið með með mjög skýra stefnu. „Enginni flugvél, og sérstaklega ekki sýrlenskri flugvél“ væri hleypt inn í lofthelgi ríkisins án heimildar. Undanfarna daga og vikur hafa Assad-liðar staðið í hörðum bardögum við hópa víga- og uppreisnarmanna í suðurhluta landsins. Stjórnarherinn er nú kominn að landamærum Ísrael og er það í fyrsta sinn frá því að uppreisnin gegn Assad hófst árið 2011, sem stjórnarherinn stjórnar landamærunum. Mið-Austurlönd Tengdar fréttir Ráðherra segir koma til greina að Ísraelsmenn drepi Assad „Haldi Assad áfram að leyfa Írönum að athafna sig í Sýrlandi, ætti hann að vita að hann er að skrifa undir eigin dauðadóm.“ 7. maí 2018 12:55 Ísraelsher gerði loftárás á Sýrland Að minnsta kosti níu eru fallnir eftir að Ísraelsher gerði í kvöld flugskeytaárás rétt utan við höfuðborgina Damascus. 8. maí 2018 23:25 Ísraelsk herþota skotin niður í Sýrlandi Ísraelsk herþota af gerðinni F-16 var skotin niður í dag í sýrlenskri lofthelgi. Ísraelsmenn svöruðu fyrir sig með því að ráðast á í það minnsta tólf írönsk og sýrlensk skotmörk í Sýrlandi. 10. febrúar 2018 13:45 Ísraelar segjast hafa skemmt nærri allar herstöðvar Íran í Sýrlandi Ísraelar gerðu í nótt árásir á tugi skotmarka í Sýrlandi í kjölfar þess að um 20 eldflaugum hafi verið skotið frá Sýrlandi að Gólanhæðum. 10. maí 2018 07:47 Segir Assad ekki lengur ónæman fyrir árásum Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísrael, varaði Bashar al-Assad, forseta Sýrlands, við því í dag að árásum Ísrael í Sýrlandi gæti fjölgað. 7. júní 2018 16:45 Mest lesið Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent Bílstjórinn þrettán ára Innlent Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Innlent Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Innlent Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg Innlent Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Erlent Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Erlent „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Innlent „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ Innlent Adams hættir og Cuomo og Mamdani skiptast á skotum Erlent Fleiri fréttir Freista þess að koma aðildarumsókn Úkraínu fram hjá Orbán Adams hættir og Cuomo og Mamdani skiptast á skotum Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Evrópusinnar héldu meirihluta í Moldóvu Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Æðsti leiðtogi mormóna látinn Banna dróna yfir Danmörku Óttast úrbræðslu vegna rafmagnsleysis í kjarnorkuveri Sjálft lýðræðið undir er Moldóvar ganga til kosninga Vill fá Trump til að gefa Taívan upp á bátinn Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Ráku starfsmenn FBI sem fóru á hnéð eftir morðið á Floyd Fundu leynilega sígarettuverksmiðju í neðanjarðarbyrgi Drónar sáust á flugi yfir herflugvelli í Danmörku og Noregi Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Fyrrverandi aðstoðarmaður forseta dæmdur fyrir njósnir Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Tekinn af lífi fyrir að myrða stúlkubarn við „særingu“ Comey hvergi banginn þrátt fyrir ákæru Ekki hægt að staðfesta drónaflug við Álaborgarflugvöll Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Segist ekki munu leyfa Ísrael að innlima Vesturbakkann Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs Sjá meira
Ísraelski herinn skaut í morgun niður orrustuþotu stjórnarhers Bashar al Assad, forseta Sýrlands. Í tilkynningu frá hernum segir að miklir bardagar eigi sér stað Sýrlandsmegin við landamæri ríkjanna og að þotunni hafi verið flogið tæpa tvo kílómetra inn í lofthelgi Ísrael. Því hafi tveimur flugskeytum verið skotið að henni og hún skotin niður. Ekki liggur fyrir hvað varð um flugmenn orrustuþotunnar, sem var af gerðinni Sukhoi og framleidd í Rússlandi. Hún er talin hafa brotlegt í Sýrlandi, á svæði sem Íslamska ríkið stjórnar enn. Ríkisstjórn Assad segir að þotan hafi verið í sýrlenskri lofthelgi þegar hún var skotin niður og saka þeir Ísrael um stuðning við hryðjuverkamenn í suðurhluta landsins. Ísraelsher segir að samkomulagi ríkjanna frá árinu 1974 verði áfram framfylgt og mikilvægt sé fyrir ríkisstjórn Sýrlands að virða hlutlaust svæði á milli Ísrael og Sýrlands.Samkvæmt Times of Israel er talið líklegt að Ísraelsmenn hafi ekki verið vissir um að orrustuþotunni hafi ekki verið flogið af Rússa og því hafi henni verið leyft að fljúga tvo kílómetra inn í lofthelgi ríkisins.Amos Yadlin, fyrrverandi yfirmaður leyniþjónstu hers Ísrael sagði ríkið með með mjög skýra stefnu. „Enginni flugvél, og sérstaklega ekki sýrlenskri flugvél“ væri hleypt inn í lofthelgi ríkisins án heimildar. Undanfarna daga og vikur hafa Assad-liðar staðið í hörðum bardögum við hópa víga- og uppreisnarmanna í suðurhluta landsins. Stjórnarherinn er nú kominn að landamærum Ísrael og er það í fyrsta sinn frá því að uppreisnin gegn Assad hófst árið 2011, sem stjórnarherinn stjórnar landamærunum.
Mið-Austurlönd Tengdar fréttir Ráðherra segir koma til greina að Ísraelsmenn drepi Assad „Haldi Assad áfram að leyfa Írönum að athafna sig í Sýrlandi, ætti hann að vita að hann er að skrifa undir eigin dauðadóm.“ 7. maí 2018 12:55 Ísraelsher gerði loftárás á Sýrland Að minnsta kosti níu eru fallnir eftir að Ísraelsher gerði í kvöld flugskeytaárás rétt utan við höfuðborgina Damascus. 8. maí 2018 23:25 Ísraelsk herþota skotin niður í Sýrlandi Ísraelsk herþota af gerðinni F-16 var skotin niður í dag í sýrlenskri lofthelgi. Ísraelsmenn svöruðu fyrir sig með því að ráðast á í það minnsta tólf írönsk og sýrlensk skotmörk í Sýrlandi. 10. febrúar 2018 13:45 Ísraelar segjast hafa skemmt nærri allar herstöðvar Íran í Sýrlandi Ísraelar gerðu í nótt árásir á tugi skotmarka í Sýrlandi í kjölfar þess að um 20 eldflaugum hafi verið skotið frá Sýrlandi að Gólanhæðum. 10. maí 2018 07:47 Segir Assad ekki lengur ónæman fyrir árásum Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísrael, varaði Bashar al-Assad, forseta Sýrlands, við því í dag að árásum Ísrael í Sýrlandi gæti fjölgað. 7. júní 2018 16:45 Mest lesið Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent Bílstjórinn þrettán ára Innlent Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Innlent Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Innlent Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg Innlent Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Erlent Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Erlent „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Innlent „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ Innlent Adams hættir og Cuomo og Mamdani skiptast á skotum Erlent Fleiri fréttir Freista þess að koma aðildarumsókn Úkraínu fram hjá Orbán Adams hættir og Cuomo og Mamdani skiptast á skotum Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Evrópusinnar héldu meirihluta í Moldóvu Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Æðsti leiðtogi mormóna látinn Banna dróna yfir Danmörku Óttast úrbræðslu vegna rafmagnsleysis í kjarnorkuveri Sjálft lýðræðið undir er Moldóvar ganga til kosninga Vill fá Trump til að gefa Taívan upp á bátinn Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Ráku starfsmenn FBI sem fóru á hnéð eftir morðið á Floyd Fundu leynilega sígarettuverksmiðju í neðanjarðarbyrgi Drónar sáust á flugi yfir herflugvelli í Danmörku og Noregi Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Fyrrverandi aðstoðarmaður forseta dæmdur fyrir njósnir Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Tekinn af lífi fyrir að myrða stúlkubarn við „særingu“ Comey hvergi banginn þrátt fyrir ákæru Ekki hægt að staðfesta drónaflug við Álaborgarflugvöll Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Segist ekki munu leyfa Ísrael að innlima Vesturbakkann Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs Sjá meira
Ráðherra segir koma til greina að Ísraelsmenn drepi Assad „Haldi Assad áfram að leyfa Írönum að athafna sig í Sýrlandi, ætti hann að vita að hann er að skrifa undir eigin dauðadóm.“ 7. maí 2018 12:55
Ísraelsher gerði loftárás á Sýrland Að minnsta kosti níu eru fallnir eftir að Ísraelsher gerði í kvöld flugskeytaárás rétt utan við höfuðborgina Damascus. 8. maí 2018 23:25
Ísraelsk herþota skotin niður í Sýrlandi Ísraelsk herþota af gerðinni F-16 var skotin niður í dag í sýrlenskri lofthelgi. Ísraelsmenn svöruðu fyrir sig með því að ráðast á í það minnsta tólf írönsk og sýrlensk skotmörk í Sýrlandi. 10. febrúar 2018 13:45
Ísraelar segjast hafa skemmt nærri allar herstöðvar Íran í Sýrlandi Ísraelar gerðu í nótt árásir á tugi skotmarka í Sýrlandi í kjölfar þess að um 20 eldflaugum hafi verið skotið frá Sýrlandi að Gólanhæðum. 10. maí 2018 07:47
Segir Assad ekki lengur ónæman fyrir árásum Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísrael, varaði Bashar al-Assad, forseta Sýrlands, við því í dag að árásum Ísrael í Sýrlandi gæti fjölgað. 7. júní 2018 16:45