Maður í lífshættu eftir hnífsstungu á Akranesi Gissur Sigurðsson skrifar 23. júlí 2018 12:00 Árásin varð á Akranesi í nótt. Vísir/Arnar Halldórsson Karlmaður var hætt kominn eftir að annar karlmaður stakk hann með hnífi í heimahúsi á Akranesi í nótt. Sá fyrrnefndi missti mikið blóð og í stað þess að flytja hann á sjúkrahúsið á Akranesi var hann fluttur með forgangi á slysadeild Landspítalans þar sem hann gekkst undir aðgerð og er nú kominn á gjörgæsludeild. Atburðarásin er nokkuð óljós að sögn Jóns Ólafssonar yfirlögregluþjóns í lögreglunni á Vesturlandi. Það var á öðrum tímanum í nótt sem tilkynning barst frá sjúkrahúsinu á Akranesi. Þangað hafði maður leitað aðstoðar og var með áverka eftir átök. Þegar læknirinn þurfti að bregða sér frá rann einhverskonar æði á manninn og braut hann ýmsa hluti á útleiðinni og hvarf. Í framhaldinu barst tilkynning um mikið blóðugan mann í heimahúsi skammt frá spítalanum. Hafði lögreglan samband við fjarskiptastöð lögreglunnar í Reykjavík sem sendi tvo mannaða lögreglubíla áleiðis upp á Skaga. Voru sérsveitarmenn í öðrum þeirra, en þegar til kom sýndi grunaður árásarmaður engan mótþróa og var aðstoðin afturkölluð. Strax kom í ljós að þolandinn var lífshættulega særður svo hann var fluttur beint á Landspítalann, enda var hann talinn í bráðri lífshættu að sögn Jóns Ólafssonar yfirlögregluþjóns. Árásarmaðurinn er í vörslu lögreglu. Ekki hefur verið tekin ákvörðun um hvort krafist verður gæsluvarðhalds yfir honum. Mest lesið Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Innlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Erlent Fleiri fréttir Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Sjá meira
Karlmaður var hætt kominn eftir að annar karlmaður stakk hann með hnífi í heimahúsi á Akranesi í nótt. Sá fyrrnefndi missti mikið blóð og í stað þess að flytja hann á sjúkrahúsið á Akranesi var hann fluttur með forgangi á slysadeild Landspítalans þar sem hann gekkst undir aðgerð og er nú kominn á gjörgæsludeild. Atburðarásin er nokkuð óljós að sögn Jóns Ólafssonar yfirlögregluþjóns í lögreglunni á Vesturlandi. Það var á öðrum tímanum í nótt sem tilkynning barst frá sjúkrahúsinu á Akranesi. Þangað hafði maður leitað aðstoðar og var með áverka eftir átök. Þegar læknirinn þurfti að bregða sér frá rann einhverskonar æði á manninn og braut hann ýmsa hluti á útleiðinni og hvarf. Í framhaldinu barst tilkynning um mikið blóðugan mann í heimahúsi skammt frá spítalanum. Hafði lögreglan samband við fjarskiptastöð lögreglunnar í Reykjavík sem sendi tvo mannaða lögreglubíla áleiðis upp á Skaga. Voru sérsveitarmenn í öðrum þeirra, en þegar til kom sýndi grunaður árásarmaður engan mótþróa og var aðstoðin afturkölluð. Strax kom í ljós að þolandinn var lífshættulega særður svo hann var fluttur beint á Landspítalann, enda var hann talinn í bráðri lífshættu að sögn Jóns Ólafssonar yfirlögregluþjóns. Árásarmaðurinn er í vörslu lögreglu. Ekki hefur verið tekin ákvörðun um hvort krafist verður gæsluvarðhalds yfir honum.
Mest lesið Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Innlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Erlent Fleiri fréttir Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Sjá meira