Fínasta veðurspá fyrir stórtónleikana: Svona er best að komast á Guns N' Roses Stefán Árni Pálsson skrifar 23. júlí 2018 10:30 Allt að verða klárt fyrir tónleikana annað kvöld. Stórtónleikar Guns N’ Roses fara fram á Laugardalsvelli annað kvöld. Búist er við yfir 25 þúsund manns á tónleikana og er spáð fínu veðri á höfuðborgarsvæðinu á meðan tónleiknum stendur. Spáð er um 11-12 stiga hita, 1-3 metrum á sekúndu og gæti sólin hitað upp tónleikagesti. Skipuleggjendur tónleikanna hvetja fólk eindregið til að fara tímanlega niður á völl til að forðast raðir en í tilkynningu frá forsvarsmönnum tónleikanna segir að völlurinn verði opnaður 16:30. Íslenska rokksveitin Brain Police stígur á sviðið klukkan 17:15 og byrjar þá formleg dagskrá.Götulokanir: Reykjavegur verður lokaður fyrir og á meðan tónleikum stendur og þá verður Engjavegur lokaður frá klukkan 16 nema fyrir tónleikagesti. Suðurlandsbraut verður lokuð að hluta eftir að tónleikum lýkur.Til að komast á völlinn:Tónleikahaldarar ásamt lögreglu og Reykjavíkurborg mælast til þess að fólk fari tímanlega af stað og nýtist eins og frekast er kostur við almenningssamgöngur, virka ferðamáta (ganga eða hjóla) eða sameinist í bíla. Besti staðurinn til þess að hleypa fólki út úr leigu eða fólksbílum er við Glæsibæ eða á Sundlaugarvegi.Svona lítur veðurspáin út fyrir morgundaginn.Bílastæðin í kringum Laugardalshöllina eru opin en til þess að leggja þurfa að vera fjórir eða fleiri miðahafar í bíl. Boðið verður upp á sérstakar hraðferðir Strætó frá þremur stöðum í borginni og beint niður í Laugardal. Þessar hraðferðir munu fara frá Háskólanum í Reykjavik, Mjóddinni og strætóstoppitöðinni norðanmegin við Kringluna (hjá Orkunni). Tónleikarhaldarar mælast til þess að fólk leggi á bílastæðinu við Sjóvá og fyrir aftan Verslunarskólann. Sömu leiðir munu fara frá Laugardalshöll við Suðurlandsbraut og til baka eftir tónleika. Miðahafar á tónleikana fá frítt í þessar ferðir gegn framvísun miða. Búið er að reisa tuttugu og tveggja metra hátt svið á Laugardalsvelli og er það langstærsta sem komið hefur verið upp hér á landi. Hundruð manna hafa unnið að uppsetningu tónleika Guns´N Roses á vellinum frá því á mánudag og verða þeir að störfum alveg fram á þriðjudag þegar hljómsveitin stígur á svið.Yfirlitsmynd af svæðinu. Tónlist Veður Tengdar fréttir Tuttugu og tveggja metra hátt svið risið á Laugardalsvelli Hundruð manna hafa unnið að uppsetningu tónleika Guns´N Roses á vellinum frá því á mánudag og verða þeir að störfum alveg fram á þriðjudag þegar hljómsveitin stígur á svið. 22. júlí 2018 12:47 Baksviðskröfur Guns N' Roses á Laugardalsvelli endurspegla nýjan lífsstíl Undirbúningur fyrir risastónleika rokkhljómsveitarinnar Guns N' Roses er nú í fullum gangi í Laugardalnum. 22 þúsund miðar hafa verið seldir á tónleikana að sögn upplýsingafulltrúa. 19. júlí 2018 15:41 Endanlegur miðafjöldi á tónleika Guns N' Roses verður 26.900 Sýslumaðurinn í Reykjavík hefur gefið leyfi fyrir þessum áhorfendafjölda á tónleikunum sem eru einir af þeim stærstu sem haldnir hafa verið á Íslandi. 22. júlí 2018 19:18 Mest lesið Vaktin: Væb-strákarnir stíga á svið í Basel Lífið Seldu allt sem þau áttu og sigla um heiminn Lífið Berglind Festival og Jón Geir njóta lífsins á Tenerife Lífið Svona verður röð laganna á laugardaginn Lífið Fagnarlæti yfirgnæfðu baulið en óvíst hvaðan þau komu Lífið Kranavatn á þúsund krónur en slapp við mína verstu martröð Lífið Einhleypir þokkasveinar Lífið „Erfitt að vera á heimilinu því það var svo mikið sorg“ Lífið Þessi tíu lög komust í úrslit Lífið Segist ástæða þess að Taylor Swift sé ekki lengur „heit“ Lífið Fleiri fréttir Voru í sjötta sæti í undankeppninni Þjóðin tjáir sig: Skipbrot VÆB, söguleg núll stig og meðalgreind heimsálfa Ísland fékk stig frá þessum löndum Austurríki sigurvegari Eurovision 2025 Íslendingar á samfélagsmiðlum: „Við hljótum að vinna þetta?“ Klúróvision í kvöld: „Þetta fer svo fyrir brjóstið á okkur að við förum úr fötunum“ Vaktin: Væb-strákarnir stíga á svið í Basel Ísraelska söngkonan biðlar til Íslendinga á íslensku Krókódíllinn úr Happy Gilmore allur Bjarni Ara í íslensku dómnefndinni Berglind Festival og Jón Geir njóta lífsins á Tenerife Sterkar vísbendingar um að Céline Dion mæti í kvöld Seldu allt sem þau áttu og sigla um heiminn Fréttatía vikunnar: VÆB, lögreglueftirlit og lúxusþota Kranavatn á þúsund krónur en slapp við mína verstu martröð Fagnarlæti yfirgnæfðu baulið en óvíst hvaðan þau komu Baráttan um jólagestina hafin Börn í Laugardal fögnuðu fjölbreytileikanum í árlegri gleðigöngu Einhleypir auglýstir á óhefðbundnum stefnumótaviðburði Segist ástæða þess að Taylor Swift sé ekki lengur „heit“ Þórhildur greinir frá kyninu Bieber segist ekki á meðal þeirra sem Diddy braut á Koníakstofa á þakinu og stórbrotið útsýni Vinsælir í Basel en hversu hátt ná þeir? Herra Hnetusmjör í aðalhlutverki hjá Laufeyju Framtíðin óljós hjá Sigrúnu Ósk Einhleypir þokkasveinar Svona verður röð laganna á laugardaginn Sjóðheitar skvísur í íslenskri hönnun Fjölskylda truflaði flutning Ísraela Sjá meira
Stórtónleikar Guns N’ Roses fara fram á Laugardalsvelli annað kvöld. Búist er við yfir 25 þúsund manns á tónleikana og er spáð fínu veðri á höfuðborgarsvæðinu á meðan tónleiknum stendur. Spáð er um 11-12 stiga hita, 1-3 metrum á sekúndu og gæti sólin hitað upp tónleikagesti. Skipuleggjendur tónleikanna hvetja fólk eindregið til að fara tímanlega niður á völl til að forðast raðir en í tilkynningu frá forsvarsmönnum tónleikanna segir að völlurinn verði opnaður 16:30. Íslenska rokksveitin Brain Police stígur á sviðið klukkan 17:15 og byrjar þá formleg dagskrá.Götulokanir: Reykjavegur verður lokaður fyrir og á meðan tónleikum stendur og þá verður Engjavegur lokaður frá klukkan 16 nema fyrir tónleikagesti. Suðurlandsbraut verður lokuð að hluta eftir að tónleikum lýkur.Til að komast á völlinn:Tónleikahaldarar ásamt lögreglu og Reykjavíkurborg mælast til þess að fólk fari tímanlega af stað og nýtist eins og frekast er kostur við almenningssamgöngur, virka ferðamáta (ganga eða hjóla) eða sameinist í bíla. Besti staðurinn til þess að hleypa fólki út úr leigu eða fólksbílum er við Glæsibæ eða á Sundlaugarvegi.Svona lítur veðurspáin út fyrir morgundaginn.Bílastæðin í kringum Laugardalshöllina eru opin en til þess að leggja þurfa að vera fjórir eða fleiri miðahafar í bíl. Boðið verður upp á sérstakar hraðferðir Strætó frá þremur stöðum í borginni og beint niður í Laugardal. Þessar hraðferðir munu fara frá Háskólanum í Reykjavik, Mjóddinni og strætóstoppitöðinni norðanmegin við Kringluna (hjá Orkunni). Tónleikarhaldarar mælast til þess að fólk leggi á bílastæðinu við Sjóvá og fyrir aftan Verslunarskólann. Sömu leiðir munu fara frá Laugardalshöll við Suðurlandsbraut og til baka eftir tónleika. Miðahafar á tónleikana fá frítt í þessar ferðir gegn framvísun miða. Búið er að reisa tuttugu og tveggja metra hátt svið á Laugardalsvelli og er það langstærsta sem komið hefur verið upp hér á landi. Hundruð manna hafa unnið að uppsetningu tónleika Guns´N Roses á vellinum frá því á mánudag og verða þeir að störfum alveg fram á þriðjudag þegar hljómsveitin stígur á svið.Yfirlitsmynd af svæðinu.
Tónlist Veður Tengdar fréttir Tuttugu og tveggja metra hátt svið risið á Laugardalsvelli Hundruð manna hafa unnið að uppsetningu tónleika Guns´N Roses á vellinum frá því á mánudag og verða þeir að störfum alveg fram á þriðjudag þegar hljómsveitin stígur á svið. 22. júlí 2018 12:47 Baksviðskröfur Guns N' Roses á Laugardalsvelli endurspegla nýjan lífsstíl Undirbúningur fyrir risastónleika rokkhljómsveitarinnar Guns N' Roses er nú í fullum gangi í Laugardalnum. 22 þúsund miðar hafa verið seldir á tónleikana að sögn upplýsingafulltrúa. 19. júlí 2018 15:41 Endanlegur miðafjöldi á tónleika Guns N' Roses verður 26.900 Sýslumaðurinn í Reykjavík hefur gefið leyfi fyrir þessum áhorfendafjölda á tónleikunum sem eru einir af þeim stærstu sem haldnir hafa verið á Íslandi. 22. júlí 2018 19:18 Mest lesið Vaktin: Væb-strákarnir stíga á svið í Basel Lífið Seldu allt sem þau áttu og sigla um heiminn Lífið Berglind Festival og Jón Geir njóta lífsins á Tenerife Lífið Svona verður röð laganna á laugardaginn Lífið Fagnarlæti yfirgnæfðu baulið en óvíst hvaðan þau komu Lífið Kranavatn á þúsund krónur en slapp við mína verstu martröð Lífið Einhleypir þokkasveinar Lífið „Erfitt að vera á heimilinu því það var svo mikið sorg“ Lífið Þessi tíu lög komust í úrslit Lífið Segist ástæða þess að Taylor Swift sé ekki lengur „heit“ Lífið Fleiri fréttir Voru í sjötta sæti í undankeppninni Þjóðin tjáir sig: Skipbrot VÆB, söguleg núll stig og meðalgreind heimsálfa Ísland fékk stig frá þessum löndum Austurríki sigurvegari Eurovision 2025 Íslendingar á samfélagsmiðlum: „Við hljótum að vinna þetta?“ Klúróvision í kvöld: „Þetta fer svo fyrir brjóstið á okkur að við förum úr fötunum“ Vaktin: Væb-strákarnir stíga á svið í Basel Ísraelska söngkonan biðlar til Íslendinga á íslensku Krókódíllinn úr Happy Gilmore allur Bjarni Ara í íslensku dómnefndinni Berglind Festival og Jón Geir njóta lífsins á Tenerife Sterkar vísbendingar um að Céline Dion mæti í kvöld Seldu allt sem þau áttu og sigla um heiminn Fréttatía vikunnar: VÆB, lögreglueftirlit og lúxusþota Kranavatn á þúsund krónur en slapp við mína verstu martröð Fagnarlæti yfirgnæfðu baulið en óvíst hvaðan þau komu Baráttan um jólagestina hafin Börn í Laugardal fögnuðu fjölbreytileikanum í árlegri gleðigöngu Einhleypir auglýstir á óhefðbundnum stefnumótaviðburði Segist ástæða þess að Taylor Swift sé ekki lengur „heit“ Þórhildur greinir frá kyninu Bieber segist ekki á meðal þeirra sem Diddy braut á Koníakstofa á þakinu og stórbrotið útsýni Vinsælir í Basel en hversu hátt ná þeir? Herra Hnetusmjör í aðalhlutverki hjá Laufeyju Framtíðin óljós hjá Sigrúnu Ósk Einhleypir þokkasveinar Svona verður röð laganna á laugardaginn Sjóðheitar skvísur í íslenskri hönnun Fjölskylda truflaði flutning Ísraela Sjá meira
Tuttugu og tveggja metra hátt svið risið á Laugardalsvelli Hundruð manna hafa unnið að uppsetningu tónleika Guns´N Roses á vellinum frá því á mánudag og verða þeir að störfum alveg fram á þriðjudag þegar hljómsveitin stígur á svið. 22. júlí 2018 12:47
Baksviðskröfur Guns N' Roses á Laugardalsvelli endurspegla nýjan lífsstíl Undirbúningur fyrir risastónleika rokkhljómsveitarinnar Guns N' Roses er nú í fullum gangi í Laugardalnum. 22 þúsund miðar hafa verið seldir á tónleikana að sögn upplýsingafulltrúa. 19. júlí 2018 15:41
Endanlegur miðafjöldi á tónleika Guns N' Roses verður 26.900 Sýslumaðurinn í Reykjavík hefur gefið leyfi fyrir þessum áhorfendafjölda á tónleikunum sem eru einir af þeim stærstu sem haldnir hafa verið á Íslandi. 22. júlí 2018 19:18