Viðkvæmir íbúar óttast GSM-senda í Urriðaholti Garðar Örn Úlfarsson skrifar 21. júlí 2018 09:00 Svala Rún Sigurðardóttir segir ekki vanta betra símsamband í Urriðaholt. Hópur fólks í hverfinu þjáist af óþoli fyrir geislum. Fréttablaðið/Sigtryggur Ari Konur í Urriðaholti hafa áhyggjur af uppsetningu GSM-senda fyrir ofan hverfið. Það muni hafa slæm áhrif á þá sem hafa óþol fyrir geislum, rafsviði og rafsegulsviði. Sumir hafi flutt í hverfið því þar sé fimm fasa rafmagn en ekki þriggja fasa. „Það pælir enginn í þessu fyrr en hann er búinn að missa heilsuna og hættur að geta unnið,“ segir Svala Rún Sigurðardóttir, önnur tveggja kvenna sem sent hafa bæjaryfirvöldum í Garðabæ bréf og lýst áhyggjum af því að settir verði upp GSM-sendar í Urriðaholti. Svala Rún bjó þar til fyrir tveimur árum í Mýrahverfi í Garðabæ. Hún segist í samtali við Fréttablaðið hafa fundið breytingu til hins betra eftir að hún flutti í Urriðaholt enda fært sig gagngert þangað því þar sé fimm fasa rafmagn en ekki þriggja fasa eins og víðast annars staðar. „Við erum hópur fólks í Urriðaholtinu sem þjáist af ofurviðkvæmni/óþoli fyrir geislum af ýmsum toga, eins og geislum frá GSM-sendum,“ er útskýrt í bréfi kvennanna. Sjálf kveðst Svala Rún nú hafa um tólf ára skeið farið til mælinga í um sex hundruð hús þar sem fólk hefur orðið fyrir óþægindum vegna senda, rafmagns eða jarðstrauma. Hún segir einkenni sem fólk finni fyrir yfirleitt sambærileg. „Ef við erum að tala um sendana þá er þetta yfirleitt einbeitingarskortur, verkir í líkamanum, höfuðverkir, ógleði. Þetta fer inn á taugakerfið og fólk verður mjög pirrað. Það er ekki hægt að lýsa vanlíðaninni sem fólk er að upplifa,“ útskýrir Svala Rún. Í bréfi sínu þakka konurnar bæjaryfirvöldum fyrir að í Urriðaholti sé fimm fasa rafmagnskerfi. „Við finnum virkilega fyrir frábærum árangri af fimm fasa kerfinu þar sem mengun frá rafmagni er í lágmarki,“ skrifa þær. Lífsgæðin geti skerst með símasendunum og vitna þær til vísindalegra rannsókna. „Því er þetta gríðarlega mikilvægt mál fyrir okkur þar sem heimili okkar er griðastaður og þarf að vera laus frá allri geislun.“ Bréfið var tekið fyrir í bæjarráði sem minnti á að samkvæmt deiliskipulagi Urriðaholts séu ákveðnar lóðir ætlaðar fyrir fjarskiptastarfsemi. Svala Rún segir engin formleg svör hafa fengist hjá bænum um það hvort eitthvert símafyrirtæki hafi falast eftir að fá að setja upp sendi. „Það hefur enginn kvartað undan því að það sé lélegt símasamband hér og bæjarstjórinn hefur staðfest það. Við viljum mótmæla því harðlega að það verði settir upp sendar þarna. Það væri algjörlega óviðunandi fyrir okkur og í andstöðu við að verið er að gera þetta hverfi vistvænt og með betra rafmagni,“ undirstrikar Svala Rún. Að sögn Svölu Rúnar mega sveitarfélög í Frakklandi lögum samkvæmt ekki setja upp senda nema að kynna það fyrir íbúum hvar sendarnir eru, hversu mikill styrkleikinn sé og hver eigi sendana. „Hérna á Íslandi er eins og það sé bara mafían sem er með þessa senda; það veit enginn hvar þeir eru eða hver á þá.“ Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Innlent Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin Erlent Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Erlent Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Innlent Hafa uppgötvað djöflabýflugu Erlent Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Innlent Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Innlent Kínverjar menga mest en standa sig samt best Erlent Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Erlent Fleiri fréttir Verða með leiðtogaprófkjör 31. janúar Mikið undir á næsta sáttafundi flugumferðarstjóra Vill hætta að kaupa auglýsingar á samfélagsmiðlum Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – seinni dagur Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Þörf á endurskoðun meðferðarheimila fyrir börn Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Sjá meira
Konur í Urriðaholti hafa áhyggjur af uppsetningu GSM-senda fyrir ofan hverfið. Það muni hafa slæm áhrif á þá sem hafa óþol fyrir geislum, rafsviði og rafsegulsviði. Sumir hafi flutt í hverfið því þar sé fimm fasa rafmagn en ekki þriggja fasa. „Það pælir enginn í þessu fyrr en hann er búinn að missa heilsuna og hættur að geta unnið,“ segir Svala Rún Sigurðardóttir, önnur tveggja kvenna sem sent hafa bæjaryfirvöldum í Garðabæ bréf og lýst áhyggjum af því að settir verði upp GSM-sendar í Urriðaholti. Svala Rún bjó þar til fyrir tveimur árum í Mýrahverfi í Garðabæ. Hún segist í samtali við Fréttablaðið hafa fundið breytingu til hins betra eftir að hún flutti í Urriðaholt enda fært sig gagngert þangað því þar sé fimm fasa rafmagn en ekki þriggja fasa eins og víðast annars staðar. „Við erum hópur fólks í Urriðaholtinu sem þjáist af ofurviðkvæmni/óþoli fyrir geislum af ýmsum toga, eins og geislum frá GSM-sendum,“ er útskýrt í bréfi kvennanna. Sjálf kveðst Svala Rún nú hafa um tólf ára skeið farið til mælinga í um sex hundruð hús þar sem fólk hefur orðið fyrir óþægindum vegna senda, rafmagns eða jarðstrauma. Hún segir einkenni sem fólk finni fyrir yfirleitt sambærileg. „Ef við erum að tala um sendana þá er þetta yfirleitt einbeitingarskortur, verkir í líkamanum, höfuðverkir, ógleði. Þetta fer inn á taugakerfið og fólk verður mjög pirrað. Það er ekki hægt að lýsa vanlíðaninni sem fólk er að upplifa,“ útskýrir Svala Rún. Í bréfi sínu þakka konurnar bæjaryfirvöldum fyrir að í Urriðaholti sé fimm fasa rafmagnskerfi. „Við finnum virkilega fyrir frábærum árangri af fimm fasa kerfinu þar sem mengun frá rafmagni er í lágmarki,“ skrifa þær. Lífsgæðin geti skerst með símasendunum og vitna þær til vísindalegra rannsókna. „Því er þetta gríðarlega mikilvægt mál fyrir okkur þar sem heimili okkar er griðastaður og þarf að vera laus frá allri geislun.“ Bréfið var tekið fyrir í bæjarráði sem minnti á að samkvæmt deiliskipulagi Urriðaholts séu ákveðnar lóðir ætlaðar fyrir fjarskiptastarfsemi. Svala Rún segir engin formleg svör hafa fengist hjá bænum um það hvort eitthvert símafyrirtæki hafi falast eftir að fá að setja upp sendi. „Það hefur enginn kvartað undan því að það sé lélegt símasamband hér og bæjarstjórinn hefur staðfest það. Við viljum mótmæla því harðlega að það verði settir upp sendar þarna. Það væri algjörlega óviðunandi fyrir okkur og í andstöðu við að verið er að gera þetta hverfi vistvænt og með betra rafmagni,“ undirstrikar Svala Rún. Að sögn Svölu Rúnar mega sveitarfélög í Frakklandi lögum samkvæmt ekki setja upp senda nema að kynna það fyrir íbúum hvar sendarnir eru, hversu mikill styrkleikinn sé og hver eigi sendana. „Hérna á Íslandi er eins og það sé bara mafían sem er með þessa senda; það veit enginn hvar þeir eru eða hver á þá.“
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Innlent Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin Erlent Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Erlent Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Innlent Hafa uppgötvað djöflabýflugu Erlent Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Innlent Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Innlent Kínverjar menga mest en standa sig samt best Erlent Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Erlent Fleiri fréttir Verða með leiðtogaprófkjör 31. janúar Mikið undir á næsta sáttafundi flugumferðarstjóra Vill hætta að kaupa auglýsingar á samfélagsmiðlum Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – seinni dagur Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Þörf á endurskoðun meðferðarheimila fyrir börn Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Sjá meira