Aðalleikari The Walking Dead segir skilið við seríuna Kristín Ólafsdóttir skrifar 20. júlí 2018 13:45 Leikarinn Andrew Lincoln hefur farið með aðalhlutverkið í The Walking Dead síðan árið 2010. Vísir/getty Framleiðandi sjónvarpsþáttanna The Walking Dead hefur staðfest að níunda þáttaröðin verði sú síðasta sem skarti leikaranum, Andrew Lincoln, í aðalhlutverki. Lincoln fer með hlutverk aðalsöguhetju þáttanna, Rick Grimes. Framleiðandinn Robert Kirkman sagði í viðtali við IMDB í vikunni að „það liti allt út fyrir það“ að Lincoln myndi hætta. Þá sagði hann að handritshöfundar hygðust skrifa Lincoln út úr þættinum á „einstakan hátt“ og að von væri á einhverju alveg stórkostlegu í þeim efnum. Kirkman dró þó nokkuð í land með fullyrðingar sínar í viðtali við Buzzfeed í gær. Brotthvarf Lincoln virðist þó eiga sér nokkurn aðdraganda en orðrómar um að hann hafi óskað eftir því að vera skrifaður út úr þættinum í níundu seríu komust nýlega á kreik. Lincoln hefur farið með aðalhlutverkið í Walking Dead síðan þættirnir voru frumsýndir árið 2010. Þá greindi Hollywood Reporter frá því að Norman Reedus, sem fer með hlutverk Daryl Dixon í þáttaröðinni, sé í viðræðum um að taka að sér aðalhlutverkið í stað Lincoln. Níunda þáttaröð The Walking Dead verður frumsýnd í janúar á næsta ári. Bíó og sjónvarp Tengdar fréttir Breaking Dead: Gerast Walking Dead og Breaking Bad í sama söguheimi? Framleiðendur Fear The Walking Dead virðast hafa staðfest að svo sé. 19. september 2017 11:30 Sjáðu brot úr nýrri þáttaröð The Walking Dead Spennan er allsráðandi í nýrri stiklu þar sem uppvakningarnir góðkunnu fara mikinn. 11. júlí 2015 19:49 Áhættuleikari í Walking Dead lést eftir fall Vinnueftirlit í Bandaríkjunum hefur hafið rannsókn á tildrögum slys við tökur á Walking Dead þar sem 33 ára gamall áhættuleikari lést. 15. júlí 2017 10:10 Mest lesið Getuleysi á stóra sviðinu Gagnrýni Gervifullnægingar og lélegt kynlíf tilheyri 2024 Lífið Opið samband fer úrskeiðis Lífið Íris Ósk seldi hönnunarhöllina á 230 milljónir Lífið Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Tónlist Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Lífið Eva og Kári ætla að nýta hverja stund saman Lífið Stjörnufans á afmælistónleikum Gunnars Þórðarsonar Lífið Sigurtilfinning eftir báðar fæðingar Makamál Guðmundur í Brim nældi í treyjuna Lífið Fleiri fréttir Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Sjá meira
Framleiðandi sjónvarpsþáttanna The Walking Dead hefur staðfest að níunda þáttaröðin verði sú síðasta sem skarti leikaranum, Andrew Lincoln, í aðalhlutverki. Lincoln fer með hlutverk aðalsöguhetju þáttanna, Rick Grimes. Framleiðandinn Robert Kirkman sagði í viðtali við IMDB í vikunni að „það liti allt út fyrir það“ að Lincoln myndi hætta. Þá sagði hann að handritshöfundar hygðust skrifa Lincoln út úr þættinum á „einstakan hátt“ og að von væri á einhverju alveg stórkostlegu í þeim efnum. Kirkman dró þó nokkuð í land með fullyrðingar sínar í viðtali við Buzzfeed í gær. Brotthvarf Lincoln virðist þó eiga sér nokkurn aðdraganda en orðrómar um að hann hafi óskað eftir því að vera skrifaður út úr þættinum í níundu seríu komust nýlega á kreik. Lincoln hefur farið með aðalhlutverkið í Walking Dead síðan þættirnir voru frumsýndir árið 2010. Þá greindi Hollywood Reporter frá því að Norman Reedus, sem fer með hlutverk Daryl Dixon í þáttaröðinni, sé í viðræðum um að taka að sér aðalhlutverkið í stað Lincoln. Níunda þáttaröð The Walking Dead verður frumsýnd í janúar á næsta ári.
Bíó og sjónvarp Tengdar fréttir Breaking Dead: Gerast Walking Dead og Breaking Bad í sama söguheimi? Framleiðendur Fear The Walking Dead virðast hafa staðfest að svo sé. 19. september 2017 11:30 Sjáðu brot úr nýrri þáttaröð The Walking Dead Spennan er allsráðandi í nýrri stiklu þar sem uppvakningarnir góðkunnu fara mikinn. 11. júlí 2015 19:49 Áhættuleikari í Walking Dead lést eftir fall Vinnueftirlit í Bandaríkjunum hefur hafið rannsókn á tildrögum slys við tökur á Walking Dead þar sem 33 ára gamall áhættuleikari lést. 15. júlí 2017 10:10 Mest lesið Getuleysi á stóra sviðinu Gagnrýni Gervifullnægingar og lélegt kynlíf tilheyri 2024 Lífið Opið samband fer úrskeiðis Lífið Íris Ósk seldi hönnunarhöllina á 230 milljónir Lífið Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Tónlist Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Lífið Eva og Kári ætla að nýta hverja stund saman Lífið Stjörnufans á afmælistónleikum Gunnars Þórðarsonar Lífið Sigurtilfinning eftir báðar fæðingar Makamál Guðmundur í Brim nældi í treyjuna Lífið Fleiri fréttir Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Sjá meira
Breaking Dead: Gerast Walking Dead og Breaking Bad í sama söguheimi? Framleiðendur Fear The Walking Dead virðast hafa staðfest að svo sé. 19. september 2017 11:30
Sjáðu brot úr nýrri þáttaröð The Walking Dead Spennan er allsráðandi í nýrri stiklu þar sem uppvakningarnir góðkunnu fara mikinn. 11. júlí 2015 19:49
Áhættuleikari í Walking Dead lést eftir fall Vinnueftirlit í Bandaríkjunum hefur hafið rannsókn á tildrögum slys við tökur á Walking Dead þar sem 33 ára gamall áhættuleikari lést. 15. júlí 2017 10:10