Radiohead krefst svara vegna dauða tæknimanns á sviði Kristín Ólafsdóttir skrifar 20. júlí 2018 11:04 Thom Yorke, söngvari Radiohead, á tónleikum sveitarinnar í New York 11. júlí síðastliðinn. Vísir/getty Breska hljómsveitin Radiohead krefst svara vegna slyss sem varð þegar svið, sem hljómsveitin átti að halda tónleika á skömmu síðar, féll saman í kanadísku borginni Toronto árið 2012. Tæknimaður sveitarinnar, Scott Johnson, lést í slysinu. Radiohead sneri aftur til Toronto í gær, í fyrsta sinn síðan slysið varð, og hélt þar tónleika. Söngvari sveitarinnar, Thom Yorke, ávarpaði áhorfendaskarann og lýsti yfir óánægju með rannsókn á slysinu, sem hvílt hefur eins og mara á meðlimum sveitarinnar í sex ár. „Fólkið sem á að taka ábyrgð á slysinu hefur enn ekki tekið ábyrgð. Þögnin er ærandi,“ sagði Yorke og efndi í kjölfarið til mínútuþagnar í minningu Johnson. Myndband af ávarpi Yorke má sjá í spilaranum hér að neðan.Samkvæmt frétt breska ríkisútvarpsins, BBC, varð slysið klukkutíma áður en áhorfendum var hleypt inn á tónleikastaðinn Downsview Park í Toronto árið 2012. Eins og áður sagði lést hinn 33 ára gamli Johnson nær samstundis er hann varð fyrir brakinu og þrír slösuðust að auki. Ári síðar voru þrír ákærðir fyrir aðild að slysinu: afþreyingarfyrirtækið Live Nation, verkfræðingurinn Domenic Cugliari og verktakinn Optex Staging and Service. Allir ákærðu neituðu sök. Dómsmálinu var hins vegar vísað frá vegna úrskurðar Hæstaréttar Kanada sem hafði úrskurðaði að öll mál ættu að fara fyrir dóm í héraðsdómstólum innan átján mánaða. Meðlimir Radiohead hafa ítrekað lýst yfir óánægju sinni með lyktir málsins. Á miðvikudag sagðist trommari sveitarinnar, Phil Selway, „bálreiður“ yfir því að andlát Johnson hefði aldrei verið útskýrt á fullnægjandi hátt. Hann bætti þó við að rannsókn á slysinu ætti að hefjast á næsta ári. Tónlist Tengdar fréttir Kannast ekki við lögsókn Radiohead gegn Lönu Del Rey Talsmaður útgáfufyrirtækisins Warner/Chappell, sem er með hljómsveitina Radiohead á sínum snærum, segir það ekki rétt að hljómsveitin hafi höfðað mál gegn tónlistarkonunni Lönu del Rey. 9. janúar 2018 21:22 Radiohead kom aðdáendum á óvart með nýju myndbandi við gamalt lag Breska hljómsveitin Radiohead kom aðdáendum sínum á óvart í dag með því að gefa út myndband fyrir hið 21 árs gamla lag I Promise. 2. júní 2017 14:52 Lagið sem hefði gert Radiohead of vinsæla loks að koma út Síðar í þessum mánuði verða tuttugu ár frá því að meistaraverk Radiohead, platan OK Computer, var gefin út. Til þess að minnast þess áfanga mun hljómsveitin gefa út viðhafnarútgáfu af plötunni þar sem með fylgja lög sem tekin voru upp á sama tíma og OK Computer en fengu ekki að að fljóta með á plötunni. 5. maí 2017 13:30 Mest lesið Langskemmtilegast að vera alveg sama Tíska og hönnun Íslensk raunveruleikastjarna í Svíþjóð: „Þetta var fokking erfitt, sérstaklega fyrir líkamann“ Lífið „Þú veist þú varst að fara að reykja krakk, er það ekki?“ Lífið Miley Cyrus trúlofuð Tónlist Það skrítnasta á djamminu: Amfetamín inni á klósetti og fólk að ríða Menning Halla fær að koma inn í eldhúsið tvisvar á ári Lífið Ljósavinir fögnuðu í Sjálandi Lífið Ástin blómstrar hjá Arndísi Önnu og Lindu Lífið Draumalíf: „Fæstir þora úr búbblunni sinni“ Áskorun Þetta er fólkið sem fær listamannalaun 2026 Menning Fleiri fréttir Íslensk raunveruleikastjarna í Svíþjóð: „Þetta var fokking erfitt, sérstaklega fyrir líkamann“ „Þú veist þú varst að fara að reykja krakk, er það ekki?“ Halla fær að koma inn í eldhúsið tvisvar á ári Taka í gegn fjölskylduhús í Eyjum með einstöku útsýni Selfyssingar unnu Skjálftann með verki um hinsegin bakslag Ástin blómstrar hjá Arndísi Önnu og Lindu A-teens og tveir fyrrverandi sigurvegarar taka þátt í Melodifestivalen Segir Sinatra hafa verið „risavaxinn“ neðan beltis Bílakarókí með Bítinu: „Rændirðu henni?“ „Besta byrjun á desember sem hægt var að hugsa sér“ Radiohead frestar tónleikum sínum í Köben Vann ekki úr nauðguninni og skaddaðist á mænu Kim mældist með „litla heilavirkni“ Fagnaði 35 árum með stæl í Kólumbíu Stjörnulífið: Ólétta og ást í 23 ár Er hægt að njóta kynlífs þrátt fyrir mikla áfallasögu? Fela einhverfu til að passa inn MTV hættir að sýna tónlistarmyndbönd allan sólarhringinn Hvorki síldarævintýri né gervigreind Krakkatían: Pizza, leikhús og þjóðfáni Vill hvetja mæður til að segja eigin sögu Óþægilegt erótískt ljóð Kennedy afhjúpað í framhjáhaldsdeilu Fréttatía vikunnar: Dreki, HúbbaBúbba og verðbólgan Júlí Heiðar og Dísa byrja með hlaðvarp Missti seinni fótinn sex árum eftir þann fyrri Töframaður fann Dimmu heila á húfi Dauða kindin óheppileg byrjun á brúðkaupi Skrautlegur dagur Guðrúnar Hafsteins og Fannars Jólaskreytingin þarf ekki að vera dýr og margt hægt að endurnýta „Lífið hefur ekkert alltaf verið auðvelt“ Sjá meira
Breska hljómsveitin Radiohead krefst svara vegna slyss sem varð þegar svið, sem hljómsveitin átti að halda tónleika á skömmu síðar, féll saman í kanadísku borginni Toronto árið 2012. Tæknimaður sveitarinnar, Scott Johnson, lést í slysinu. Radiohead sneri aftur til Toronto í gær, í fyrsta sinn síðan slysið varð, og hélt þar tónleika. Söngvari sveitarinnar, Thom Yorke, ávarpaði áhorfendaskarann og lýsti yfir óánægju með rannsókn á slysinu, sem hvílt hefur eins og mara á meðlimum sveitarinnar í sex ár. „Fólkið sem á að taka ábyrgð á slysinu hefur enn ekki tekið ábyrgð. Þögnin er ærandi,“ sagði Yorke og efndi í kjölfarið til mínútuþagnar í minningu Johnson. Myndband af ávarpi Yorke má sjá í spilaranum hér að neðan.Samkvæmt frétt breska ríkisútvarpsins, BBC, varð slysið klukkutíma áður en áhorfendum var hleypt inn á tónleikastaðinn Downsview Park í Toronto árið 2012. Eins og áður sagði lést hinn 33 ára gamli Johnson nær samstundis er hann varð fyrir brakinu og þrír slösuðust að auki. Ári síðar voru þrír ákærðir fyrir aðild að slysinu: afþreyingarfyrirtækið Live Nation, verkfræðingurinn Domenic Cugliari og verktakinn Optex Staging and Service. Allir ákærðu neituðu sök. Dómsmálinu var hins vegar vísað frá vegna úrskurðar Hæstaréttar Kanada sem hafði úrskurðaði að öll mál ættu að fara fyrir dóm í héraðsdómstólum innan átján mánaða. Meðlimir Radiohead hafa ítrekað lýst yfir óánægju sinni með lyktir málsins. Á miðvikudag sagðist trommari sveitarinnar, Phil Selway, „bálreiður“ yfir því að andlát Johnson hefði aldrei verið útskýrt á fullnægjandi hátt. Hann bætti þó við að rannsókn á slysinu ætti að hefjast á næsta ári.
Tónlist Tengdar fréttir Kannast ekki við lögsókn Radiohead gegn Lönu Del Rey Talsmaður útgáfufyrirtækisins Warner/Chappell, sem er með hljómsveitina Radiohead á sínum snærum, segir það ekki rétt að hljómsveitin hafi höfðað mál gegn tónlistarkonunni Lönu del Rey. 9. janúar 2018 21:22 Radiohead kom aðdáendum á óvart með nýju myndbandi við gamalt lag Breska hljómsveitin Radiohead kom aðdáendum sínum á óvart í dag með því að gefa út myndband fyrir hið 21 árs gamla lag I Promise. 2. júní 2017 14:52 Lagið sem hefði gert Radiohead of vinsæla loks að koma út Síðar í þessum mánuði verða tuttugu ár frá því að meistaraverk Radiohead, platan OK Computer, var gefin út. Til þess að minnast þess áfanga mun hljómsveitin gefa út viðhafnarútgáfu af plötunni þar sem með fylgja lög sem tekin voru upp á sama tíma og OK Computer en fengu ekki að að fljóta með á plötunni. 5. maí 2017 13:30 Mest lesið Langskemmtilegast að vera alveg sama Tíska og hönnun Íslensk raunveruleikastjarna í Svíþjóð: „Þetta var fokking erfitt, sérstaklega fyrir líkamann“ Lífið „Þú veist þú varst að fara að reykja krakk, er það ekki?“ Lífið Miley Cyrus trúlofuð Tónlist Það skrítnasta á djamminu: Amfetamín inni á klósetti og fólk að ríða Menning Halla fær að koma inn í eldhúsið tvisvar á ári Lífið Ljósavinir fögnuðu í Sjálandi Lífið Ástin blómstrar hjá Arndísi Önnu og Lindu Lífið Draumalíf: „Fæstir þora úr búbblunni sinni“ Áskorun Þetta er fólkið sem fær listamannalaun 2026 Menning Fleiri fréttir Íslensk raunveruleikastjarna í Svíþjóð: „Þetta var fokking erfitt, sérstaklega fyrir líkamann“ „Þú veist þú varst að fara að reykja krakk, er það ekki?“ Halla fær að koma inn í eldhúsið tvisvar á ári Taka í gegn fjölskylduhús í Eyjum með einstöku útsýni Selfyssingar unnu Skjálftann með verki um hinsegin bakslag Ástin blómstrar hjá Arndísi Önnu og Lindu A-teens og tveir fyrrverandi sigurvegarar taka þátt í Melodifestivalen Segir Sinatra hafa verið „risavaxinn“ neðan beltis Bílakarókí með Bítinu: „Rændirðu henni?“ „Besta byrjun á desember sem hægt var að hugsa sér“ Radiohead frestar tónleikum sínum í Köben Vann ekki úr nauðguninni og skaddaðist á mænu Kim mældist með „litla heilavirkni“ Fagnaði 35 árum með stæl í Kólumbíu Stjörnulífið: Ólétta og ást í 23 ár Er hægt að njóta kynlífs þrátt fyrir mikla áfallasögu? Fela einhverfu til að passa inn MTV hættir að sýna tónlistarmyndbönd allan sólarhringinn Hvorki síldarævintýri né gervigreind Krakkatían: Pizza, leikhús og þjóðfáni Vill hvetja mæður til að segja eigin sögu Óþægilegt erótískt ljóð Kennedy afhjúpað í framhjáhaldsdeilu Fréttatía vikunnar: Dreki, HúbbaBúbba og verðbólgan Júlí Heiðar og Dísa byrja með hlaðvarp Missti seinni fótinn sex árum eftir þann fyrri Töframaður fann Dimmu heila á húfi Dauða kindin óheppileg byrjun á brúðkaupi Skrautlegur dagur Guðrúnar Hafsteins og Fannars Jólaskreytingin þarf ekki að vera dýr og margt hægt að endurnýta „Lífið hefur ekkert alltaf verið auðvelt“ Sjá meira
Kannast ekki við lögsókn Radiohead gegn Lönu Del Rey Talsmaður útgáfufyrirtækisins Warner/Chappell, sem er með hljómsveitina Radiohead á sínum snærum, segir það ekki rétt að hljómsveitin hafi höfðað mál gegn tónlistarkonunni Lönu del Rey. 9. janúar 2018 21:22
Radiohead kom aðdáendum á óvart með nýju myndbandi við gamalt lag Breska hljómsveitin Radiohead kom aðdáendum sínum á óvart í dag með því að gefa út myndband fyrir hið 21 árs gamla lag I Promise. 2. júní 2017 14:52
Lagið sem hefði gert Radiohead of vinsæla loks að koma út Síðar í þessum mánuði verða tuttugu ár frá því að meistaraverk Radiohead, platan OK Computer, var gefin út. Til þess að minnast þess áfanga mun hljómsveitin gefa út viðhafnarútgáfu af plötunni þar sem með fylgja lög sem tekin voru upp á sama tíma og OK Computer en fengu ekki að að fljóta með á plötunni. 5. maí 2017 13:30
Íslensk raunveruleikastjarna í Svíþjóð: „Þetta var fokking erfitt, sérstaklega fyrir líkamann“ Lífið
Íslensk raunveruleikastjarna í Svíþjóð: „Þetta var fokking erfitt, sérstaklega fyrir líkamann“ Lífið