Arabar reiðir vegna nýrra þjóðríkislaga Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 20. júlí 2018 06:00 Umdeilt frumvarp um að Ísrael skuli verða þjóðríki Gyðinga var í gær samþykkt á þinginu þar í landi. Löggjöfin kveður á um að Gyðingar hafi sjálfsákvörðunarrétt í landinu og eykur vægi hebresku á kostnað arabísku. Til þessa hafa hebreska og arabíska verið á sama stalli sem opinber tungumál en nú verður arabíska eiginlegt annað tungumál ríkisins. Þingmenn af arabískum uppruna brugðust illa við samþykkt frumvarpsins og samkvæmt BBC veifaði einn þeirra svörtum fána á meðan aðrir rifu eintök sín í tætlur. Um fimmtungur ísraelskra ríkisborgara er fyrst og fremst arabískumælandi og af arabískum uppruna. Þar á meðal eru fjölmargir Palestínumenn. Benjamín Netanjahú forsætisráðherra fagnaði samþykktinni og sagði um sögulega stund að ræða. „Ísrael er þjóðríki Gyðinga, og virðir réttindi allra ríkisborgara,“ sagði ráðherrann til að mynda. Saeb Erekat, formaður samninganefndar Palestínumanna, fordæmdi hins vegar löggjöfina. „Þessi fordómafullu lög munu grafa undan réttindum okkar.“ Í umfjöllun BBC um málið kom fram að hluti ísraelskra stjórnmálamanna hefði áhyggjur af því að hætta væri á að sú hugsjón að Ísrael sé ríki Gyðinga dæi út. Áhyggjur af hárri fæðingartíðni ísraelskra Araba og fjölmörgu öðru hefðu því orðið til þess að þessi umdeilda löggjöf var samþykkt. Netanjahú hefur ítrekað farið fram á að Palestínumenn viðurkenni Ísrael sem ríki Gyðinga í hverjum þeim friðarsamningi sem kann að vera gerður. Því hefur Mahmoud Abbas, forseti Palestínu, ætíð hafnað. –þea Birtist í Fréttablaðinu Mið-Austurlönd Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Lést í snjóflóði í Ölpunum Erlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Fleiri fréttir Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Sjá meira
Umdeilt frumvarp um að Ísrael skuli verða þjóðríki Gyðinga var í gær samþykkt á þinginu þar í landi. Löggjöfin kveður á um að Gyðingar hafi sjálfsákvörðunarrétt í landinu og eykur vægi hebresku á kostnað arabísku. Til þessa hafa hebreska og arabíska verið á sama stalli sem opinber tungumál en nú verður arabíska eiginlegt annað tungumál ríkisins. Þingmenn af arabískum uppruna brugðust illa við samþykkt frumvarpsins og samkvæmt BBC veifaði einn þeirra svörtum fána á meðan aðrir rifu eintök sín í tætlur. Um fimmtungur ísraelskra ríkisborgara er fyrst og fremst arabískumælandi og af arabískum uppruna. Þar á meðal eru fjölmargir Palestínumenn. Benjamín Netanjahú forsætisráðherra fagnaði samþykktinni og sagði um sögulega stund að ræða. „Ísrael er þjóðríki Gyðinga, og virðir réttindi allra ríkisborgara,“ sagði ráðherrann til að mynda. Saeb Erekat, formaður samninganefndar Palestínumanna, fordæmdi hins vegar löggjöfina. „Þessi fordómafullu lög munu grafa undan réttindum okkar.“ Í umfjöllun BBC um málið kom fram að hluti ísraelskra stjórnmálamanna hefði áhyggjur af því að hætta væri á að sú hugsjón að Ísrael sé ríki Gyðinga dæi út. Áhyggjur af hárri fæðingartíðni ísraelskra Araba og fjölmörgu öðru hefðu því orðið til þess að þessi umdeilda löggjöf var samþykkt. Netanjahú hefur ítrekað farið fram á að Palestínumenn viðurkenni Ísrael sem ríki Gyðinga í hverjum þeim friðarsamningi sem kann að vera gerður. Því hefur Mahmoud Abbas, forseti Palestínu, ætíð hafnað. –þea
Birtist í Fréttablaðinu Mið-Austurlönd Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Lést í snjóflóði í Ölpunum Erlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Fleiri fréttir Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Sjá meira