Ólafur Jóhannesson mun ekki stýra Valsliðinu geegn Santa Coloma á fimmtudag því UEFA hefur dæmt hann í tveggja lekja bann.
Ólafur fær bannið vegna handabendingar hans undir lok seinni leik Rosenborg og Vals í Þrándheimi fyrr í júlímánuði. Hann sýndi peningamerki upp í stúku og virtis með því gefa til kynna að dómarinn hefði fengið borgað fyrir að slá Val úr keppni.
Þrjár vítaspyrnur voru dæmdar í leiknum, allar umdeildar. Rosenborg fékk tvær þeirra og skoraði úr þeim báðum. Norðmennirnir unnu 3-1 og einvígið því samanlagt 1-0. Hefði síðasta vítaspyrnan, sem dæmd var í uppbótartíma, ekki verið dæmd hefði Valur farið áfram á útivallarmarki.
Sigurbjörn Hreiðarsson, aðstoðarþjálfari Ólafs, mun stýra liðinu í fjarveru Ólafs. Þá sagði Hallbera Guðný Gísladóttir, leikmaður kvennaliðs Vals, frá því í Pepsimörkunum í gærkvöld að Pétur Pétursson, þjálfari kvennaliðsins, gæti verið með Sigurbirni á hliðarlínunni.
Valur tapaði 0-1 fyrir Santa Coloma á útivelli í fyrri leik liðanna. Valsmenn þurfa því að vinna seinni leikinn á Hlíðarenda með tveimur mörkum. Leikurinn fer fram á fimmtudagskvöld og verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport.
Ólafur í tveggja leikja bann

Tengdar fréttir

Umfjöllun: Rosenborg - Valur 3-1 | Dómarinn stal athyglinni er Rosenborg sló út Val
Valur er úr keppni í Meistaradeild Evrópu þetta tímabilið eftir ótrúlegt tap gegn Rosenborg, 3-1, í síðari leik liðanna í Þrándheimi í kvöld.

„Taldi mig vera spila í Meistaradeildinni en ekki Áskorendakeppninni í handbolta”
Arnar Sveinn Geirsson, leikmaður Vals, var vægast sagt ósáttur með frammistöðu dómarans í leik Vals og Rosenborg í Þrándheimi í kvöld.

Óli Jó: Erum að spila í Meistaradeildinni og það eru ekki betri dómarar en þetta
Valur er úr leik eftir ævintýralegan leik gegn Rosenborg í Þrándheimi í kvöld þar sem Íslandsmeistararnir töpuðu 3-1.