Samkeppniseftirlitið heimilar samruna N1 og Festi Sylvía Hall skrifar 30. júlí 2018 21:52 N1 skuldbindur sig til aðgerða sem miða að því að efla og vernda virka samkeppni. Vísir/Arnþór Birkisson Samkeppniseftirlitið heimilaði í dag kaup N1 á Festi, sem rekur meðal annars verslanir Krónunnar og Elko. Í fréttatilkynningu kemur fram að samruninn sé háður skilyrðum sem Samkeppniseftirlitið og samrunaaðilar hafa gert sátt um. Með skilyrðunum skuldbinda samrunaaðilarnir sig til aðgerða sem miða að því að efla og vernda virka samkeppni á eldsneytis- og dagvörumörkuðum og bregðast við þeirri röskun á samkeppni sem samruninn myndi annars hafa í för með sér.Sjá einnig: N1 tilbúið að selja bensínstöðvar til að liðka fyrir kaupunum á Festi Þá skuldbindur N1 sig til að selja eldsneytisstöðvar Dælunnar til nýs keppinautar og auka aðgengi endurseljenda að birgðarými, dreifingu og eldsneyti í heildsölu og tryggja samkeppnislegt sjálfstæði félagsins. Þá þarf N1 einnig selja verslunina Kjarval á Hellu, en með þessu er brugðist við því að samruninn hafi skaðleg áhrif á samkeppni á Hvolsvelli og Hellu. Samrunaaðilar reka þar samtals þrjár verslanir. Þessar aðgerðir af hálfu N1 eru víðtækari en áður voru kynntar við meðferð málsins, en umræddur samruni hefur tvígang komið til rannsóknar Samkeppniseftirlitsins. Undir lok fyrri rannsóknar ákváðu samrunaaðilar að draga samrunatilkynningu til baka og birtu aðra tilkynningu með skilyrðum sem voru til þess fallnar að ryðja úr vegi mögulegri samkeppnisröskun.Hægt er að lesa nánar um samrunann á síðu Samkeppniseftirlitsins. Viðskipti Tengdar fréttir Á von á umfangsmiklum skilyrðum Sérfræðingur í samkeppnisrétti telur líklegt að Samkeppniseftirlitið samþykki kaup Haga á Olís. Hins vegar vilji yfirvöld sennilega setja kaupunum skilyrði í því augnamiði að ýta úr vegi aðgangshindrunum að eldsneytismarkaðinum. 1. febrúar 2018 07:00 N1 tilbúið að selja bensínstöðvar til að liðka fyrir kaupunum á Festi N1 er tilbúið til þess að selja þrjár bensínstöðvar félagsins auk vörumerkisins "Dælan“ til nýrra og óháðra aðila á markaði til þess að eyða samkeppnishindrunum sem Samkeppniseftirlitið hefur talið að leitt gætu af samruna N1 og Festar. 27. júní 2018 11:15 Mest lesið Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Viðskipti innlent Lífeyrissjóður tannlækna sameinast Frjálsa Viðskipti innlent Kári lætur af störfum sem forstjóri PCC á Bakka Viðskipti innlent Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Viðskipti innlent Fundinum mikilvæga frestað Viðskipti innlent Jólagjöf ársins 2025 veltir sigurvegara síðustu tveggja ára úr sessi Samstarf Áhrif foreldra á starfsframa og velgengni barna sinna Atvinnulíf Engar Robin klementínur á landinu þessi jól Neytendur Nýr sameinaður lífeyrissjóður verði með þeim stærstu Viðskipti innlent Alvotech tekur dýfu eftir uppgjör Viðskipti innlent Fleiri fréttir Fundinum mikilvæga frestað Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Kári lætur af störfum sem forstjóri PCC á Bakka Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Lífeyrissjóður tannlækna sameinast Frjálsa Mun fljúga milli Keflavíkur og Montreal næsta sumar Hagvöxtur mun minni en reiknað var með Nýr sameinaður lífeyrissjóður verði með þeim stærstu Ráðinn verkefnastjóri stórfjárfestinga Skýrt að verndarráðstafanir þurfi að ná yfir alla utan tollabandalags Fæstir hlynntir veru Rúv á auglýsingamarkaði Kaupsamningar fleiri í október þrátt fyrir óvissu á lánamarkaði Alvotech tekur dýfu eftir uppgjör Ráðinn framkvæmdastjóri upplýsingatækni hjá Styrkás Sendafélagið kaupir 4G og 5G dreifikerfi Sýnar og Nova Auknar tekjur en nýta sér 12,7 milljarða veltufjármögnun Búi sig undir að berja í borðið Bindur vonir við „plan B“ Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Spá að stýrivextir haldist óbreyttir Markaðurinn telur taumhaldið of þétt en býst ekki við lækkun Stöðva rekstur Vélfags Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Ráðinn aðstoðarsköpunarstjóri Hvíta hússins Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Lögleiða þurfi netspilun til að ná stjórn á ástandinu Aldrei mikilvægara að fylgjast vel með lánunum Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Vélfag hafi ítrekað grafið undan eigin undanþágu Hallgrímur Örn og Bára Hlín til atNorth Sjá meira
Samkeppniseftirlitið heimilaði í dag kaup N1 á Festi, sem rekur meðal annars verslanir Krónunnar og Elko. Í fréttatilkynningu kemur fram að samruninn sé háður skilyrðum sem Samkeppniseftirlitið og samrunaaðilar hafa gert sátt um. Með skilyrðunum skuldbinda samrunaaðilarnir sig til aðgerða sem miða að því að efla og vernda virka samkeppni á eldsneytis- og dagvörumörkuðum og bregðast við þeirri röskun á samkeppni sem samruninn myndi annars hafa í för með sér.Sjá einnig: N1 tilbúið að selja bensínstöðvar til að liðka fyrir kaupunum á Festi Þá skuldbindur N1 sig til að selja eldsneytisstöðvar Dælunnar til nýs keppinautar og auka aðgengi endurseljenda að birgðarými, dreifingu og eldsneyti í heildsölu og tryggja samkeppnislegt sjálfstæði félagsins. Þá þarf N1 einnig selja verslunina Kjarval á Hellu, en með þessu er brugðist við því að samruninn hafi skaðleg áhrif á samkeppni á Hvolsvelli og Hellu. Samrunaaðilar reka þar samtals þrjár verslanir. Þessar aðgerðir af hálfu N1 eru víðtækari en áður voru kynntar við meðferð málsins, en umræddur samruni hefur tvígang komið til rannsóknar Samkeppniseftirlitsins. Undir lok fyrri rannsóknar ákváðu samrunaaðilar að draga samrunatilkynningu til baka og birtu aðra tilkynningu með skilyrðum sem voru til þess fallnar að ryðja úr vegi mögulegri samkeppnisröskun.Hægt er að lesa nánar um samrunann á síðu Samkeppniseftirlitsins.
Viðskipti Tengdar fréttir Á von á umfangsmiklum skilyrðum Sérfræðingur í samkeppnisrétti telur líklegt að Samkeppniseftirlitið samþykki kaup Haga á Olís. Hins vegar vilji yfirvöld sennilega setja kaupunum skilyrði í því augnamiði að ýta úr vegi aðgangshindrunum að eldsneytismarkaðinum. 1. febrúar 2018 07:00 N1 tilbúið að selja bensínstöðvar til að liðka fyrir kaupunum á Festi N1 er tilbúið til þess að selja þrjár bensínstöðvar félagsins auk vörumerkisins "Dælan“ til nýrra og óháðra aðila á markaði til þess að eyða samkeppnishindrunum sem Samkeppniseftirlitið hefur talið að leitt gætu af samruna N1 og Festar. 27. júní 2018 11:15 Mest lesið Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Viðskipti innlent Lífeyrissjóður tannlækna sameinast Frjálsa Viðskipti innlent Kári lætur af störfum sem forstjóri PCC á Bakka Viðskipti innlent Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Viðskipti innlent Fundinum mikilvæga frestað Viðskipti innlent Jólagjöf ársins 2025 veltir sigurvegara síðustu tveggja ára úr sessi Samstarf Áhrif foreldra á starfsframa og velgengni barna sinna Atvinnulíf Engar Robin klementínur á landinu þessi jól Neytendur Nýr sameinaður lífeyrissjóður verði með þeim stærstu Viðskipti innlent Alvotech tekur dýfu eftir uppgjör Viðskipti innlent Fleiri fréttir Fundinum mikilvæga frestað Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Kári lætur af störfum sem forstjóri PCC á Bakka Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Lífeyrissjóður tannlækna sameinast Frjálsa Mun fljúga milli Keflavíkur og Montreal næsta sumar Hagvöxtur mun minni en reiknað var með Nýr sameinaður lífeyrissjóður verði með þeim stærstu Ráðinn verkefnastjóri stórfjárfestinga Skýrt að verndarráðstafanir þurfi að ná yfir alla utan tollabandalags Fæstir hlynntir veru Rúv á auglýsingamarkaði Kaupsamningar fleiri í október þrátt fyrir óvissu á lánamarkaði Alvotech tekur dýfu eftir uppgjör Ráðinn framkvæmdastjóri upplýsingatækni hjá Styrkás Sendafélagið kaupir 4G og 5G dreifikerfi Sýnar og Nova Auknar tekjur en nýta sér 12,7 milljarða veltufjármögnun Búi sig undir að berja í borðið Bindur vonir við „plan B“ Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Spá að stýrivextir haldist óbreyttir Markaðurinn telur taumhaldið of þétt en býst ekki við lækkun Stöðva rekstur Vélfags Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Ráðinn aðstoðarsköpunarstjóri Hvíta hússins Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Lögleiða þurfi netspilun til að ná stjórn á ástandinu Aldrei mikilvægara að fylgjast vel með lánunum Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Vélfag hafi ítrekað grafið undan eigin undanþágu Hallgrímur Örn og Bára Hlín til atNorth Sjá meira
Á von á umfangsmiklum skilyrðum Sérfræðingur í samkeppnisrétti telur líklegt að Samkeppniseftirlitið samþykki kaup Haga á Olís. Hins vegar vilji yfirvöld sennilega setja kaupunum skilyrði í því augnamiði að ýta úr vegi aðgangshindrunum að eldsneytismarkaðinum. 1. febrúar 2018 07:00
N1 tilbúið að selja bensínstöðvar til að liðka fyrir kaupunum á Festi N1 er tilbúið til þess að selja þrjár bensínstöðvar félagsins auk vörumerkisins "Dælan“ til nýrra og óháðra aðila á markaði til þess að eyða samkeppnishindrunum sem Samkeppniseftirlitið hefur talið að leitt gætu af samruna N1 og Festar. 27. júní 2018 11:15