Greinileg merki um aukinn jarðhita á Reykjaneshrygg Jóhann K. Jóhannsson og Þórhildur Erla Pálsdóttir skrifa 9. ágúst 2018 20:45 Í fyrsta skipti hefur tekist að kafa niður að hafsbotninum á Reykjaneshrygg og kanna jarðhitann og lífríkið á svæðinu. Greinileg merki eru um aukinn jarðhita á sjávarbotninum næst Íslandi. Þýska rannsóknarskipið Maria S. Merian lagðist að bryggju við Reykjavíkurhöfn í gærmorgun eftir sex vikna leiðangur suður af Íslandi. Áhöfnin var glaðbeitt eftir vel heppnaðan túr þar sem leitað var eftir jarðhitavirkni á Reykjaneshrygg og var sjávarbotninn kortlagður nákvæmlega á völdum stöðum. Einungis tókst að finna virkt jarðhitasvæði á Steinhóli sem er næst Íslandi en á hinum svæðunum var engin jarðhitavirkni. „Við vorum að reyna að komast að því hvernig eldstöðvar á hafsbotni virka. Það hefur ekki verið auðvelt að finna hvar þær gefa frá sér hita út í sjóinn. Þær ættu að gera það og við reyndum að finna hvar hitinn kemur út,” segir Collin Devey prófessor og sérfræðingur í eldfjallafræði neðansjávar við Geomar stofnunina í Kiel. Rannsóknarverkefnið var gríðarlega umfangsmikið en um fjörutíu vísindamenn voru í áhöfn skipsins en auk þeirra koma mun fleiri að úrvinnslu allra þeirra gagna sem var safnað. Devey segir að það hafi komið vísindamönnum á óvart að eldfjöll neðansjávar á svæðinu eru ekki eins stór eins og ætla mætti og neðansjávareldgos sem verða séu ekki stór. „Þau ættu að vera það en svo virðist ekki vera svo ég hef brotið heilann mikið um hvað sé í gangi þarna niðri,” segir Devey. Í fyrsta sinn var kafað niður að jarðhitastrýtum, sýni tekin og lífríki greint og í fyrsta skipti var sjávarbotninn kannaður. Jarðhitastrýturnar eru rúmlega meters háar og sáu vísindamenn hvernig hitinn streymdi út í vatnið „Fiskarnir syntu í kring en fóru ekki í heita vatnið því þeir vilja ekki láta sjóða sig á hafsbotni,” segir Devey. Lífríkið á svæðinu var ekki rannsakað og segir líffræðingur um borð að nýjar lífverur hafi fundist. „Við gerðum margar óvæntar uppgötvanir. Við kunnum meira að segja að hafa fundið nýja ætt dýra. Flokkunarfræðingarnir um borð verða að lýsa henni. Og líka nýjar tegundir. Mikið af spennandi efni,“ segir Dr. Saskia Brix sjávarlíffræðingur. Jarðvísindadeild Háskóla Íslands kemur að rannsóknunum en nemi í meistaranámi í jarðvísindum var í áhöfn skipsins. „Það sem að við fáum út úr þessu er náttúrulega gríðarlegt gagnasafn af kortagögnum af hafsbotninum og á mjög áhugaverðu svæði. Þannig það verður mikil vinna næstu árin að skoða þetta,” segir Daníel Þórhallsson, meistaranemi í jarðvísindum við Háskóla Íslands. Umhverfismál Mest lesið Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Innlent Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Innlent Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Innlent Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Erlent Fleiri fréttir Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem eingangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Sjá meira
Í fyrsta skipti hefur tekist að kafa niður að hafsbotninum á Reykjaneshrygg og kanna jarðhitann og lífríkið á svæðinu. Greinileg merki eru um aukinn jarðhita á sjávarbotninum næst Íslandi. Þýska rannsóknarskipið Maria S. Merian lagðist að bryggju við Reykjavíkurhöfn í gærmorgun eftir sex vikna leiðangur suður af Íslandi. Áhöfnin var glaðbeitt eftir vel heppnaðan túr þar sem leitað var eftir jarðhitavirkni á Reykjaneshrygg og var sjávarbotninn kortlagður nákvæmlega á völdum stöðum. Einungis tókst að finna virkt jarðhitasvæði á Steinhóli sem er næst Íslandi en á hinum svæðunum var engin jarðhitavirkni. „Við vorum að reyna að komast að því hvernig eldstöðvar á hafsbotni virka. Það hefur ekki verið auðvelt að finna hvar þær gefa frá sér hita út í sjóinn. Þær ættu að gera það og við reyndum að finna hvar hitinn kemur út,” segir Collin Devey prófessor og sérfræðingur í eldfjallafræði neðansjávar við Geomar stofnunina í Kiel. Rannsóknarverkefnið var gríðarlega umfangsmikið en um fjörutíu vísindamenn voru í áhöfn skipsins en auk þeirra koma mun fleiri að úrvinnslu allra þeirra gagna sem var safnað. Devey segir að það hafi komið vísindamönnum á óvart að eldfjöll neðansjávar á svæðinu eru ekki eins stór eins og ætla mætti og neðansjávareldgos sem verða séu ekki stór. „Þau ættu að vera það en svo virðist ekki vera svo ég hef brotið heilann mikið um hvað sé í gangi þarna niðri,” segir Devey. Í fyrsta sinn var kafað niður að jarðhitastrýtum, sýni tekin og lífríki greint og í fyrsta skipti var sjávarbotninn kannaður. Jarðhitastrýturnar eru rúmlega meters háar og sáu vísindamenn hvernig hitinn streymdi út í vatnið „Fiskarnir syntu í kring en fóru ekki í heita vatnið því þeir vilja ekki láta sjóða sig á hafsbotni,” segir Devey. Lífríkið á svæðinu var ekki rannsakað og segir líffræðingur um borð að nýjar lífverur hafi fundist. „Við gerðum margar óvæntar uppgötvanir. Við kunnum meira að segja að hafa fundið nýja ætt dýra. Flokkunarfræðingarnir um borð verða að lýsa henni. Og líka nýjar tegundir. Mikið af spennandi efni,“ segir Dr. Saskia Brix sjávarlíffræðingur. Jarðvísindadeild Háskóla Íslands kemur að rannsóknunum en nemi í meistaranámi í jarðvísindum var í áhöfn skipsins. „Það sem að við fáum út úr þessu er náttúrulega gríðarlegt gagnasafn af kortagögnum af hafsbotninum og á mjög áhugaverðu svæði. Þannig það verður mikil vinna næstu árin að skoða þetta,” segir Daníel Þórhallsson, meistaranemi í jarðvísindum við Háskóla Íslands.
Umhverfismál Mest lesið Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Innlent Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Innlent Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Innlent Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Erlent Fleiri fréttir Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem eingangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Sjá meira