Sprengjum rignir yfir landamæri Ísrael og Gasa Samúel Karl Ólason skrifar 8. ágúst 2018 21:36 Ísraelsmaður fluttur á sjúkrahús. Vísir/AP Eldflaugum var skotið frá Gasaströndinni á Ísrael í dag og Ísraelar gerðu loftárásir á Gasa, þrátt fyrir að báðar fylkingar hafi rætt um árangur í vopnahlésviðræðum síðustu daga. Spenna er mikil á svæðinu og óttast er að fjórða stríðið á Gasa á einungis tíu árum gæti blossað upp. Síðustu mánuði hafa fjölmargar árásir verið gerðar sitthvoru megin við landamærin og hafa báðar fylkingar hótað stríði. Í samtölum við Reuters sögðu bæði háttsettur meðlimur Hamas, sem stjórnar Gasa, og ísraelskur þingmaður að viðræðurnar, sem Sameinuðu þjóðirnar og Egyptar koma að, væru langt komnar.Ísraelski herinn gaf í dag út að von væri á hefndarárásum eftir að herinn felldi tvo meðlimi Hamas í gær. Þeir dóu þegar skriðdreki var notaður til að skjóta á æfingu Hamas-liða sem hermenn töldu að væri árás. Hamas hét hefndum og herinn sagðist svo hafa séð Hamas-liða yfirgefa nokkrar staðsetningar í aðdraganda árásanna í dag. Það væri undanfari fleiri árása. Hamas-liðar hefðu skutu svo á bíl verktaka og herinn segir að þeirri skothríð hafi verið svarað með skoti úr skriðdreka. Síðan hafi 36 eldflaugum verið skotið að Ísrael og að flugherinn hafi svarað því með loftárásum á minnst tólf skotmörk. Herinn segir að minnst 70 eldflaugum hafi verið skotið að Ísrael yfir daginn. Minnst ellefu þeirra voru skotnar niður en flestar lentu á opnum svæðum án þess að valda tjóni. Nokkrir eru sagðir hafa særst í Ísrael og sex í Palestínu. Ekki er vitað til þess að nokkur hafi fallið.In the last 5 hours, approximately 70 rockets were launched from the Gaza Strip at Israel. The Iron Dome aerial defense system intercepted 11 launches, the majority of the rockets hit open areas. — IDF (@IDFSpokesperson) August 8, 2018Samkvæmt Times of Israel fundaði Benjamin Netanyahu, forsætisráðherraÍsrael, með ríkisstjórn sinni í kvöld í höfuðstöðvum hersins í kvöld.Íbúum suðurhluta Ísrael hefur verið sagt að halda sér heima fyrir en slökkviliðsmenn hafa slökkt minnst ellefu elda sem kviknuðu út frá íkveikjutækjum sem Hamas-liðar senda til Ísrael með blöðrum.A short while ago, IDF aircraft fired towards a vehicle used by a Gazan rocket launching squad to launch a rocket at Israeli territory pic.twitter.com/E7mLpaNB0d— IDF (@IDFSpokesperson) August 8, 2018 Mið-Austurlönd Mest lesið Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Erlent Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Spáin versnar á ný og gul viðvörun í Eyjum Veður Fleiri fréttir Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Múhameð eykur forskotið og enginn nefndur Keir Gera miklar breytingar á kjördæmum Texas, að beiðni Trumps Suðureyjargöng skilyrt hækkun eftirlaunaaldurs Kínverjar leita leiða til að granda gervihnöttum Musks Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Létu sprengjum rigna á Kænugarð Segja 30 hafa látist í skotárás Ísraelshers við dreifingu neyðargagna Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjö dáið úr hungri síðasta sólarhringinn Rannsaka tengsl þyngdarstjórnunarlyfja við bráða brisbólgu Gargaði á flokksfélaga sína Fyrsta ástralska geimflaugin flaug í fjórtán sekúndur Maxwell vill friðhelgi fyrir vitnisburðinn Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Pokrovsk riðar til falls 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir „Hann stal henni“ Bretar hyggjast viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki Færeyingar heita refsiaðgerðum gegn Rússlandi: „Eigum eftir að sjá hvernig efndirnar verða“ Gefa lítið fyrir afarkosti Trumps Ætlaði í höfuðstöðvar NFL Bandarískir trúboðar herja á einangraða ættbálka með drónum og sólarknúnum afspilunartækjum Trump um Epstein: „Hann stal fólki sem vann fyrir mig“ Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Hyggjast greiða 60 þúsund á ári fyrir öll börn undir þriggja ára Sjá meira
Eldflaugum var skotið frá Gasaströndinni á Ísrael í dag og Ísraelar gerðu loftárásir á Gasa, þrátt fyrir að báðar fylkingar hafi rætt um árangur í vopnahlésviðræðum síðustu daga. Spenna er mikil á svæðinu og óttast er að fjórða stríðið á Gasa á einungis tíu árum gæti blossað upp. Síðustu mánuði hafa fjölmargar árásir verið gerðar sitthvoru megin við landamærin og hafa báðar fylkingar hótað stríði. Í samtölum við Reuters sögðu bæði háttsettur meðlimur Hamas, sem stjórnar Gasa, og ísraelskur þingmaður að viðræðurnar, sem Sameinuðu þjóðirnar og Egyptar koma að, væru langt komnar.Ísraelski herinn gaf í dag út að von væri á hefndarárásum eftir að herinn felldi tvo meðlimi Hamas í gær. Þeir dóu þegar skriðdreki var notaður til að skjóta á æfingu Hamas-liða sem hermenn töldu að væri árás. Hamas hét hefndum og herinn sagðist svo hafa séð Hamas-liða yfirgefa nokkrar staðsetningar í aðdraganda árásanna í dag. Það væri undanfari fleiri árása. Hamas-liðar hefðu skutu svo á bíl verktaka og herinn segir að þeirri skothríð hafi verið svarað með skoti úr skriðdreka. Síðan hafi 36 eldflaugum verið skotið að Ísrael og að flugherinn hafi svarað því með loftárásum á minnst tólf skotmörk. Herinn segir að minnst 70 eldflaugum hafi verið skotið að Ísrael yfir daginn. Minnst ellefu þeirra voru skotnar niður en flestar lentu á opnum svæðum án þess að valda tjóni. Nokkrir eru sagðir hafa særst í Ísrael og sex í Palestínu. Ekki er vitað til þess að nokkur hafi fallið.In the last 5 hours, approximately 70 rockets were launched from the Gaza Strip at Israel. The Iron Dome aerial defense system intercepted 11 launches, the majority of the rockets hit open areas. — IDF (@IDFSpokesperson) August 8, 2018Samkvæmt Times of Israel fundaði Benjamin Netanyahu, forsætisráðherraÍsrael, með ríkisstjórn sinni í kvöld í höfuðstöðvum hersins í kvöld.Íbúum suðurhluta Ísrael hefur verið sagt að halda sér heima fyrir en slökkviliðsmenn hafa slökkt minnst ellefu elda sem kviknuðu út frá íkveikjutækjum sem Hamas-liðar senda til Ísrael með blöðrum.A short while ago, IDF aircraft fired towards a vehicle used by a Gazan rocket launching squad to launch a rocket at Israeli territory pic.twitter.com/E7mLpaNB0d— IDF (@IDFSpokesperson) August 8, 2018
Mið-Austurlönd Mest lesið Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Erlent Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Spáin versnar á ný og gul viðvörun í Eyjum Veður Fleiri fréttir Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Múhameð eykur forskotið og enginn nefndur Keir Gera miklar breytingar á kjördæmum Texas, að beiðni Trumps Suðureyjargöng skilyrt hækkun eftirlaunaaldurs Kínverjar leita leiða til að granda gervihnöttum Musks Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Létu sprengjum rigna á Kænugarð Segja 30 hafa látist í skotárás Ísraelshers við dreifingu neyðargagna Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjö dáið úr hungri síðasta sólarhringinn Rannsaka tengsl þyngdarstjórnunarlyfja við bráða brisbólgu Gargaði á flokksfélaga sína Fyrsta ástralska geimflaugin flaug í fjórtán sekúndur Maxwell vill friðhelgi fyrir vitnisburðinn Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Pokrovsk riðar til falls 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir „Hann stal henni“ Bretar hyggjast viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki Færeyingar heita refsiaðgerðum gegn Rússlandi: „Eigum eftir að sjá hvernig efndirnar verða“ Gefa lítið fyrir afarkosti Trumps Ætlaði í höfuðstöðvar NFL Bandarískir trúboðar herja á einangraða ættbálka með drónum og sólarknúnum afspilunartækjum Trump um Epstein: „Hann stal fólki sem vann fyrir mig“ Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Hyggjast greiða 60 þúsund á ári fyrir öll börn undir þriggja ára Sjá meira